Dagur - 24.03.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 24.03.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhaiins- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. I r Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. •~t-* • • * •¦¦•¦? >••••¦ XVII. ár ¦\ Akureyri 24. marz 1934. Innlendar fréttir. Plokksþingi Framsóknarmanna í Reykjavík var slitið á fimmtu- dagskvöldið, með samsæti á Hótel Borg. — Á annað hundrað full- trúa sat þingið. Formaður mið- stjórnar var kosinn Jónas Jóns- son, ritari Eysteinn Jónsson, gjaldkeri Vigfús Guðmundsson. Varamenn voru kosnir þeir Her- mann Jónasson, Guðbrandur Magnússon og Guðmundur Kr. Guðmundsson. — Munar ríkissjóð um minna en þá upphæð, þótt dreyft sé á 17 ár. Fyrrverandi gjaldkeri útvegs- bankans í Vestmannaeyjum, Sig- urður Snorrason, hefir í undir- rétti verið dæmdur til betrunar- húss í 18 mánuði, og til að greiða bankastjórunum Jón Baldvinssyni og Jóni ólafssyni 60.733 kr. inn- an 15 daga frá dómsúrskurði, en auk þess kostnað allan við máls- höfðun og gæzluvarðhald. Ókjaraláninu breytt. ókjaraláninu fræga, er fengið var á Bretlandi 1921, hefir stjórnin nú fengið breytt til hagn- aðar með atbeina Magnúsar Sig- urðssonar bankastjóra, svo að vextir lækka úr 7% í 5% frá 1, sept. 1934. Eru nú ógreidd 409.650 sterlingspund að nafn- verði, en þóknun fyrir vaxtaskift- in nemur á þessu ári 18000 ster- lingspundum. En talið er að vaxtabreytingin spari um 5500 sterl.pd. á ári hverju, þau 17 ár, sem eftir eru af lánstímanum, þ. e. a. s. rúm 93.000 sterl.pd. eða rúmar tvær milljónir króna. Steingrímur Jónsson bæjarfó- geti hefir sótt um og fengið lausn f náð með fullum eftirlaunum frá 1. júni næstkomandi. Draugalestin nefnist sjónleikur sá, er sýndur verður í kvöld og annað kvöld í Samkomuhúsinu, undir leikstjórn Freymóðs Jóhannssonar listmálara. Að- alhlutverkin eru í höndum ungfrú Sig- rúnar Magnúsdóttur frá Isafirði og Jóns Norðfjörðs. — Leikurinn er í þrem þáttum, eftir enskt skáld, Arnold Ridley, og þykir svo geigvænlega draugalegur, að börnum hefir verið bannaður aðgangur. Erlendar fréttir. Skattsvikamál i Bandarikjunum. í Bandaríkjunum er nú stórkost- legt skattsvikamál í uppsiglingu. Hefir Roosevelt forseti skipað rannsókn á hendur Mellon, La- mont, Bigelow og fleirum (ÚF). Andrew Mellon var fjármála- ráðherra Bandaríkjanna í tíð Hardings, Cóolidge og Hoovers, er loks gerði hann að sendiherra í Lundúnum. Mellon-bræðurnir eru bankahöldar frá Pittsburgh, og Andrew Mellon hefir verið á- litinn annar eða þriðji auðugastur maður í heimi. Mest af fúlgu sinni hefir hann grætt á almín- hringnum mikla, er spennir um jörð alla, en í honum er Mellon einvaldur. — Thomas Lamont er einn af stærstu fjármálajötnum Bandaríkjanna, einn voldugasti maðurinn í Morgan-bankahringn- um mikla. Þeim, er til þekkja í Banda- ríkjunum koma alís ekki ókunn- uglega fyrir skattsvikamál þess- ara og annara fleiri auðhólda; þau hafa verið margra ára um- talsefni í frjálslyndustu blöðum beggja, eða allra flokka, enda hef- ir þar ekki einungis verið um þessa einstaklinga að ræða, held- ur hlutafélaga- eða »hringa«- bákn þeirra líka. Jarðarför Magnúsar Einarssonar', organista, er talin vafalaust langtum fjölmennasta jarðarför hér, síðan síra Matthías og Stefán skólameistari voru bornir til moldar. Gizka menn á að allt frá 700—800 manns hafi fylgt. Auk þeirrar viðhafnar, er getið var um í síðasta blaði, má hér telja að Gunnar Pálsson söng kvæöi, er Konráð Vilhjálmsson hafði ort, og að »Lúðra- sveitin Hekla« lék bæði við heimilið og við kirkjuna. — Séra Friðrik Rafnar jarðsöng og flutti bæði húskveðju og ræðu í kirkju. Aöventkirkjan: Prédikun Pálmasunnu- dag kl. 8 síðdegis. Zíon. Samkomur á morgun sunnud. klukkan 10 fyrir hád. Barnasamkoma. öll börn velkomin. Kl. 8% e.h. Almenn samkoma. Allir velkomnir. Framsóknar- félagsstofnun, Eins og sjá má af grein herra Árna Bjarnasonar á öðrum stað hér í blaðinu, var stofnað Fram- sóknarfélag í Höfðahverfi 19. þ. m. — Formaður var kosinn Ste- fán Ingjaldsson í Hvammi, ritari Kristinn Jónsson á Hjalla og gjaldkeri Benedikt Sigurbjarnar- son á Jarlsstöðum. — Samþykkt var að félagið gengi í Framsókn- arsamband Suður-Þingeyjarsýslu. Fjörugar umræður urðu á fund- inum. Þar voru meðal annars samþykkt svör við ýmsum fyrir- spurnum frá miðstjórn flokksins í Reykjavík, er sendar hafa verið félögum. Ein spurningin var á þá leið, hver, að áliti bænda, eigi að eiga jörðina, þ. e. a. s. lönd og lóðir. Hið nýstofnaða félag svar- aði hiklaust: Ríkið. (Eftir símfr. fréttar. Dags í Höfðahv.« Á aðalfundi Framsóknarfélags Langnesinga, höldnum á Þórs- f 32. tbl. höfn 2. þ. m., var m. a. samþykkt svohljóðandi tillaga með öllum greiddum atkvæðum: »Aðalfundur Framsóknarfélags Langnesinga telur, að miðstjórn Framsóknarflokksins hafi tekið rétta aðstöðu til klofningsmann- anna Jóns Jónssonar frá Stóradal og Hannesar Jónssonar, að reka þá úr flokknum, og telur það ekki hafa gefið þeim Tryggva Þór- hallssyni og Halldóri Stefánssyni réttmætt tilefni til þess að segja sig úr Framsóknarflokknum og stofna nýjan flokk. Og þar sem Framsóknarflokkurinn hefir allt- af verið og er fyrst og fremst flokkur bænda, virðist ekki þörf á öðrum bændaflokkk. Framsóknarfélág Langnesinga nær yfir Norður-Þingeyjarsýslu, austan öxarfjarðarheiðar, þ. e. Sauðaneshrepps og Svalbarðs- hrepps. Var mikill hluti félags- manna mættur á f undinum og þar rædd ýms fleiri mál. Framsóknarfélag stofnað i Höfðahverfi. Þann 19. marz 1934, komu nokkrir menn saman í Hvammi í Höfðahverfi, og stofnuðu með sér Framsóknarfélag. Gengu 21 mað- ur í félagið, og er von á miklum liðsauka á næstunni. Lög voru samin fyrir félagið, að mestu sniðin eftir lögum þeim, er samin og samþykkt voru á síðasta flokksþingi Framsóknarmanna í Reykjavík. Það er mikið gleðiefni öllum Framsóknarmönnum þessi félagsstofnun bændanna í Höfða- hverfi. Þeir hafa sýnt með þessu, að þrátt fyrir klofningsstarfsemi Tryggva Þórhallssonar og stofn- unar Bændaflokksins, þá hefir stjórnmálaskoðun þeirra ekki raskazt hið allra minnsta. Þvert á móti bindast þeir ennþá fastari félagsböndum, en nokkru" sinni fyrr, með stofnun félagsins. Hlutverk Framsóknarfélags Höfðhverfinga er þá fyrst og fremst það, að vinna sem bezt að málefnum Framsóknarflokksins og framgangi allra framfara- og menningarmála sveitarinnar. — Eg átti nýlega tal við bónda úr Höfðahverfi, og lét hann svo um mælt, að enginn einasti Fram- sóknarmaður í sinni sveit myndi ganga í Bændaflokkinn. Annar bóndi í Höfðahverfi sagði, að ó- líklegt væri, að nokkur bóndi væri svo sjónlaus, að sjá ekki í gegn- um svikavefinn og að Bænda- flokkurinn væri aðeins »útleggj- ari frá íhaldsflokknum«, settur til höfuðs Framsókn, og þar með íslenzkri sveitamenningu. Það er líka athyglisvert við þetta félag, að þarna eru ekki eingöngu bændur, heldur einnig daglauna- og útgerðarmenn. Er það greinilegt, að Höfðhverfingar líta ekki á Framsóknarflokkinn aðeins sem bændaflokk, heldur flokk allra íslendinga, hvaða starf sem þeir stunda, flokk, sem her hag alþjóðar fyrir brjósti. Eg er sannfærður um það, þó að Fram- sóknarfélagið i Höfðahverfi sé ekki stórt ennþá, eigi það eftir að vaxa mikið, og veita nýjum menningarstraumum inn í sveit- ina. Heill og hamingja fylgi Fram- sóknarfélagi ykkar, Höfðhverfing- ar- 22. marz 1934. Árni Bjarnarson. Kantötukór Björgvins Guömundsson- ar syngur helgikantötu hans, »Til komi þitt ríki«, á þriðjudaginn í fyrsta sinn. Auk kantötunnar verður sungið zHale- lúja«-k6riö úr Messiasi Handels, o. fl. Ein-, tví- og þrísöngvar í verkum þess- um verða sungnir af ungfrú Helgu Jónsdóttur, Hreini Pálssyni, Hermanni Stefánssyni og Stefáni Bjaxman,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.