Dagur - 24.03.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 24.03.1934, Blaðsíða 2
90 DAGUR 32. tbl.. Hérmeð tilkynnist ættingjum og vinum, að okkar ástkæri eiginmaður, faðir og bróðir Jón Helgason, andaðist að heim- ili sínu Klauf í Ongulstaðahreppi 20. marz s. 1. Jarðarförin er ákveðin að Munkaþverá miðvikudaginn 28. þ. m. kl. 1 e. h. Sigríður Einarsdóttir, Helga fónsdóttir, Halldóra Helgadóttir. Bókmenntir. Tómas Guðmundsson: Fagra veröld. Ljóð. Reykjavík 1933. Það er yfirleitt sjaldgæft í öllu því syndaflóði af ljóðabókum, sem nú streymir frá prentsmiðjunum, eftir nýja höfunda, að hitta á nokkuö sem leiftrar af, nokkuð, sem ort er með afbrigðum og lof- ar miklu. Að vísu yrkja margir ungir menn nútímans vel og vafa- laust betur að jafnaðj, en nokkru sinni áður. En flest er þetta þó sviplítil ljóðrœna, sem á sér grunnar rætur, og er ekkert nema endurómur af því, sem búið er að segja margsinnins áður. Enda þótt íslendingar séu stundum tal- in kaldlynd þjóð, þá virðist það þó benda til hins gagnstæða, að fjórði hver maður getur ort sæmi- leg kenndaljóð. En vel má vera, að þetta geti samrýmst hvað öðru. íslendingar eru með því skap- lyndi, að tilfinningum þeirra slær inn. En hvað um það. Menn eru, í innsta eðli sínu, líkir hver öðrum og það þarf mikla vitsmuni til, að yrkja um ástarharm sinn í hundraðasta eða þúsundasta sinn, svo að það verði ekki nauðalíkt því, sem búið er að segja oftsinn- is. Og þegar manni berst stór bók af þvílíku góðgæti og stundum margar bækur, hver á eftir ann- ari, þá fer maður að verða hrædd- ur um, að í sig komi andlegt óát, af öllum þeim »sætindum«, og maður hættir að gera mun á því bezta og næstbezta, og tekur ekki eftir því, þegar eitthvað kemur, sem áreiðanlega er með ágætum. Bók Tómasar Guðmundssonar: Fagra veröld, sýnist þó ekki ætla að verða háð þeim örlögum, þvi að hún hefir þegar á örskömm- um tíma selzt í tveimur útgáfum og mun nú þriðja prentun vera langt komin og koma á markað- inn með vorinu. Menntamálaráð- ið hefir sýnt þá óvenjulegu fram- takssemi, að sæma höfundinn skáldastyrk (kr. 700, sem eru eins konar Nobelsverðlaun okkar fs- lendinga) og hann er orðinn frægur um alla Austurálfu heims, gegn um japanska útvarpið, eins og kunnugt er. En þannig stend- ur á því, að japanska Ijóðið hans komst eftir einhverjum króka- leiðum þangað austur, eftir að hafa fyrst brugðið sér til Banda- LEIKHUSIÐ. Oraugalestin (hinn afarspennandi sjónleikur eftir Ridley) verður sýnd i kvöld (laugard.) og d morgun (sunnud.) kl. 8.30 s.d. Aðgöngum. verða seldir í leikhúsinu leikdaginn eftir kl. 1 s.d. Húsið opnað kl. 8. ENOS -ávaxtasalt er hressandi og ómissandi öllum þeim sem þjást af magakvillum. — Verðið lækkað. — RADOX-baðsalt er bezt. — Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeildin. ríkjanna og verið þýtt þar á enska tungu. í erindi um bók- menntir Vesturlanda hafði svo einhver menntamaður Japana borið kvæði þetta á borð fyrir landa sína í japanskri þýðingu og létu þeir sér vel líka. Enda mun ekkert skáld í fortíð eða nútíð hafa ort um þá rómantískara eða fegurra kvæði. Sannast hér hið fornkveðna: Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Það er um kvæði Tómasar Guð- mundssonar að segja, að þau eiga fyllilega skilið þær ágætu viðtök- ur, sem þau hafa fengið hjá þjóð- inni. Þau verða ekki talin með þeim kvæðum, sem maður les í dag, en er búinn að gleyma á morgun. Höfundurinn er ákaflega vand- virkur og lætur ekkert frá sér fara, sem er lélegt. Skólabræðr- um hans var kunnugt um það fyr- ir löngu, að hann var ágætt skáld. En þó hefir hann haldið því svo lítt á lofti sjálfur, að ekki nema örsjaldan hafa sézt eftir hann kvæði í tímaritum og næst er mér að haldá, að hann birti ekki nema lítið af því, sem hann yrkir. Fyrir nokkrum árum síðan kom út eftir hann lítið ljóðakver: Við sundin blá, sem vakti talsverða athygli ljóðvina fyrir hinn undur- þýða, listræna blæ, sem þar sveif yfir vötnunum, en nú opnast fyr- ir augum sjálf hin Fagra veröld, og er þessi bók miklu veigameiri. Með henni hefir höfundur rutt sér rúm með okkar beztu skáldum. Höf. markar sér að vísu ekki vítt svið með þessari bók. Hann yrkir aðallega um Reykjavíkur- lífið. En Reykjavíkurlífið er um leið líf alls heimsins, eins og höf. bendir á í kvæði sínu um Vestur- bæinn: »Því særinn er veraldarsærinn og sjálfur er vesturbærinn heimur sem kynslóðir hlóðu, með sálir sem syrgja og gleðjast og sálir sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu«. Og á sama hátt er »Austur- stræti«, vegur allrar veraldar, á- gætt kvæði, þar sem launklípin fyndni höfundarins nýtur sín á- gætlega, um leið og mannlífið speglast í ýmsum myndum í aug- um hans frá götuhornunum. — Kvæðið »Um pennan« sýnir þó ef til vill gleggst þá hlið á höf. og er það mjög einstakt í sinni röð: »Kvæðið er um pennan. — Hann páraði það sjálfur. Og stundum er hann fullur og stundum er hann hálfur og stundum er hann tómur og getur ekki skrifað. Eg þekki þetta sjálfur. — o.s.frv. Tómas veit það manna bezt, hvar hann á að byrja kvæði og hvar að enda þau og skeikar al- drei í smekkvísi og orðavali. En þó að kýmnin verði stundum ann- ar þáttur í ljóðagerð hans og ljóð- rænan verði stundum sólskins- björt, eins og í kvæðinu Hanna litla: Hanna litla! Hanna litla! Hjartans barnið glaðra óma. Þín er borgin björt af gleði. Vorsins álfur meðal blóma. Ástaljóð á vorsins vörum. Borgin heit af vori og sól. Strætin syngja. Gatan glóir. Grasið vex á Amarhól«. eða »í nótt kom vorið«, þá er þó undiraldan tregasár og þunglynd- ur óður viðkvæmrar lundar, sem horfir djúpt inn í hina fögru ver- öld og spyr um lífið og hinztu rök þess, með saknaðarþungum and- vörpum yfir því, »sem var og kemur ei framar«. »Dauð ertu borg, og aldrei mun æskan framar ástfangin vitja þinna rökkvuðu garða! Aldrei framar mun fagnandi dagur rísa og fara með dansglaðan hlátur um torg þín og stræti. Gleymd er þín saga og eigi sér enga minning. Eilífðin vakir hljóð yfir rústum þínum«. Kvæði eins og Sorgin: »Hún kemur og hlustar, er harmasár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregatár. Hún telur blöðin sem falla«. — o.s.frv. eða »Nu andar næturblær við bláa voga. Við bleikan himinn daprar stjörnur loga. Og þar sem forðum vor í sefi söng nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Svo undarlega allir hlutir breytast Hve árin skifta svip og hjörtun þreytast. Hve snemma daprast vorsins vígða bál. Hve vínið dofnar ört á tímans skál. Svo skamma stundu æskan okkur treindist. Svo illa vorum draumum lífið reyndist. Senn göngum við sem gestir um þá slóð, sem geymir bernsku vorrar drauma- 1 jóð.« — o. s. frv. Og þannig mætti lengi telja: »Daginn, sem Júdas gekk út og hengdi sig«, »Gesturinn«, »Lestin mikla«, »Hótel jörð«. Kvæðin eru yfirleitt hvert öðru betra. Eg get að lokum ekki stillt mig um að tilfæra eitt erindi úr kvæðinu: »Er þú komst þreyttur heim« — »En margoft seinna hélztu heim á leið, er hjartað gerðist þreytt og bað um frið. Og dagur leið af degi. En svo bar við eitt dapurt kvöld, að engin móðir beið eftir þér framar. Aleinn kraupstu hljótt, að auðu rúmi langa sorgarnótt«. — ' Svona yrkja ekki nema skáld, og skáld, sem bæði hugsa og finna til. Þetta er ljóðræna, en undar- lega litrík og máttug. Bókin er verulega til prýðis íslenzkum bók- menntum. Benjamín Kristjánsson. »Heklungar«, hinir gömlu, komu sam- an á »Hótel Goðafoss» eftir jarðarför Magnúsar Einarssonar, til þess að minnast hins gamla söngstjóra. Mun þar hafa verið samþykkt að stofna minningarsjóð, er beri nafn Magnúsar heitins, til styrktar söng- og hljóm- listarmenningu hér. Ennfremur ákváðu félagsmenn að leysa nú upp félagið formlega, og gáfu Söngfélaginu »Geysi« fána sinn liinn skrautlega, minningu Noregsfararinnar 1905. — Munu þeir hafa óskað þess, að »Geysir« tæki upp nafnið »Hekla« í minningu Magnúsar Einarssonar. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsm. Odds BjÖrnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.