Dagur - 27.03.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 27.03.1934, Blaðsíða 1
D AOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. •••••••••••••i XVII. ár. í Akureyri 27. marz 1Q34. 33. tbl. #---#-#—#•-#-# #-•#- O"* Fjórða flokksþing Framsóknarmanna. Það hófst í Reykjavík sunnu- daginn 18. þ. m. kl. 10 árdegis. Fór það fram í templarahúsinu við Bröttugötu (þar sem áður var Gamla Bíó). Voru í byrjun mætt- ir á annað hundrað fulltrúar, kjörnir af flokksfélögum hérað- anna. Síðar bættust fleiri við, og voru fulltrúar á flokksþinginu alls milli 170—180 úr öllum kjör- dæmum landsins, og auk þess um 60 fastir fundarmenn, sem ekki höfðu fulltrúaréttindi, en sátu samt sem áður þingið af áhuga einum og flestir all-langt að komnir. Flokksþingið setti Sigurður Kristinsson, forstjóri, með ræðu. Bauð hann alla velkomna og kvað sér gleðiefni að sjá þingið svo vel sótt. Gerði hann síðan grein fyrir hvaða ástæður hefðu valdið því, að flokksþingið var kvatt saman að þessu sinni, og hvaða verkefni lægju fyrir því. Kvað hann oft hafa verið þörf á, að umbótamennirnir í landinu stæðu vel að sínum málum, en þó hefði ef til vill aldrei verið jafn brýn þörf á því sem nú, þar sem hvort- tveggja þyrfti að gera: að halda vörð um margt það, sem byggt hefði verið upp á síðustu árum, og þar að auki kæmu alltaf ný og ný vandasöm úrlausnarefni á þessum miklu umrótstímum. Þá var tilnefndur fundarstjóri fyrsta dags Þórir Steinþórsson í Reykholti, og skrifarar flokks- þingsins þeir Eggert Guðmunds- son bóndi í Vatnshorni, Emil Jónsson bóndi í Gröf og Þórólfur Sigurðsson bóndi í Baldursheimi. KJ. 4 síðdegis var fundur aftur settur. Gaf þá Sigurður Kristins- son, formaður miðstjórnar flokks- ins, skýrslu um störf miðstjórnar- innar á árinu og gerði grein fyrir flokksstarfinu. iSíðan voru skipulagslög flokks- ins til umræðu. Hafði Hannes Jónsson, dýralæknir, framsögu og flutti langt erindi um skipulag flokksins og þá vörn, er hann taldi í því gegn illum kosninga- lögum. Að loknum umræðum var kosin nefnd í málið, einn fulltrúi fyrir hvert kjördæmisfélag, og var mönnum vísað til þeirrar nefndar, ef þeir hefðu einhverjar tillögur um breytingar á flokks- lögunum. Þar á eftir var kosin blaðanefnd og allsherjarnefnd á sama hátt. Áttu 25 menn sæti í hverri nefndinni. Eftir að kosn- ingu þessara nefnda var lokið, var fundi slitið. Kl. 8 síðd. sama dag komu menn enn saman til að hlýða á erindi þeirra Eysteins Jónssonar um fjármál þjóðarinnar og Krist- jáns Jónssonar um sjávarútveg- inn. Var gerður góður rómur að máli þeirra beggja. Eftir að þessum erindum var lokið, var tilnefndur fundarstjóri næsta fundardags Bjarna Bjarna- son, skólastjóri á Laugarvatni. Næsta dag var fundur settur kl. 1 e. h. Fyrstur hóf máls Her- mann Jónasson og flutti mikið er- indi um dómsmál og réttarfar. Lýsti hann því, á hvern hátt rétt- arfari þjóðarinnar væri áfátt. Taldi hann nauðsynlegt, að öll meðferð réttarfarsmála væri á opinberum vettvangi, og myndi slíkt bæði verða til þess að þroska réttarmeðvitund þjóðarinnar og skapa nauðsynlegt aðhald um alla meðferð mála. Þá lýsti hann því ástandi, sem nú væri á réttar- farsmálunum og taldi þar mikilla umbóta þörf. Þá flutti Jónas Jónsson erindi um kosningaundirbúninginn. Skýrði hann rækilega, hvað kosn- ingarnar næstu mundu einkum snúast um og hvatti Framsóknar- menn til þess að ganga öruggá og vígreifa til kosninganna. Að ræðu hans lokinni voru kosnar tvær 25 manna nefndir, önnur til þess að ræða um skipulag kosningaundir- búningsins, en hin til að semja kosningaávarp. Kl. 8 síðd. sama dag var fundi haldið áfram. Þá flutti Eysteinn Jónsson, alþm., framhaldsskýrslu miðstjórnar, sem fjallaði um starfshætti flokksins og skipulag, tilraunirnar til stjórnarmyndun- ar á síðasta Alþingi, brottvikning þeirra tveggja þingmanna, er neituðu að hlíta samþykkt flokks- ins, og sundrungarviðleitni þeirra manna, sem síðan hafa farið úr Framsóknarflokknum. Að loknum umræðum samþykkti flokksþingið einróma og mót- mælalaust svohljóðandi ályktun um Sroitrekstur fóns i Stóra- dal og Hannesar á Hvammstanga: Flolcksþincj Framsóknarmanna lýsir yfir því, að það telur fylli- lega réttmæta og sjálfsagða þá ráðstöfun miðstjórnarinnar og þingflolcksins að víkja úr Fram- sókmw'flokknum þeim mönnum, sem ekki vildu hlíta skipulagi hans. — Vill þingið tjá bæði mið- stjórn og þingflolðki þakkir fyrir að standa. svo vel á verði uni skipulag það, er síðasta flokks- þing setti. Jafnframt skorar það fastlega á fylgismenn Framsókn- arflokksins um land allt að fylkja sér nú sem fastast vndir merki flokksins og láta þar með að engu verða það óhappaverlc, sem hinir burtviknu menn stofna nú til, þar sem þeir eru að mynda flokk, sem einöngu gxti orðið til þess að auka veldi ihaldsaflanna, en veikja áhrif umbótamannanna á stjórn landsins, ef þeim tækist að ná fylgi Framsóknarmanna. Kl. 91/a árd. næsta dag var enn settur fundur. Fundarstjóri var Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstj. á Reyðarfirði. Gísli Guðmundsson, ritstjóri, hafði þá framsögu af hálfu skipu- lagsnefndar, og fór þá fram önn- ur umræða um flokkslögin. Stóðu þær til hádegis. Hafði nefndin orðið sammála og lagt fram nefndarálit. Að umræðum lokn- um voru samþykktar nokkrar breytingar, flestar frá nefndinni, og lögin þannig breytt afgreidd frá þinginu. Kl. 11/2 hófst fundur að nýju. Þá flutti Jón Árnason, fram- kvæmdastjóri, erindi um afurða- söluna og Páll ZopKoníasson ráðu- nautur annað erindi um landbún- að. Kl. 9 sama dag var fundur enn settur. Fór þá fram kosning mið- stjórnar flokksins, 15 aðalmanna »í Reykjavík og grennd« og 20 að- almanna og varamanna búsettra í kjördæmum utan Reykjavíkur. Að Iokinni kosningu hófst talning atkvæða, og stóð hún yfir fram eftir nóttu. Kosningaúrslitin urðu sem hér segir: Miðstjórnarmenn búsett- ir í Rvik og grennd: Aðalsteinn Kristinsson, forstj. Bjarni Ásgeirsson, alþingism., Reykjum. Það tilkynnist, að sonur minn, Hólmgeir Jónsson, andaðist hér á sjúkrahúsinu 24. marz. Jarðarförin er ákveðin 8. apríl og fer fram frá Akureyrarkirkju. Ingibjörg Jónsdóttir. Eysteinn Jónsson, alþingism. Gísli Guðmundsson, ritstjóri. Guðbrandur Magnússon, forstj. Guðm. Kr. Guðmundsson, skrif- stofustjóri. Hannes Jónsson, dýralæknir. Hermann Jónasson, lögreglustj. Jón Árnason, framkvæmdastj. Jónas Jónsson, alþingismaður. Jörundur Brynjólfsson, alþm., Skálholti. Páll Zophoníasson, ráðunautur. Sigurður Kristinsson, forstjóri. Vigfús Guðmundsson, Borgar- nesi. Þórir Steinþórsson, bóndi, Reyk- holti. Fimm efstu varamenn í Reykja- vík og grennd voru kjörnir: Björn Konráðsson, ráðsmaður, Vífilsstöðum. Björn Birnir, bóndi Grafarholti. Eyjólfur Kolbeins, bóndi Bygg- garði. Gísli Jónsson, bóndi Stóru- Reykjum. Sigurþór ólafsson, bóndi, Kolla- bæ. Taka þeir fyrstir sæti í mið- stjórninni í forföllum aðalmanna, en alls eru kjörnir 15 varamenn í Reykjavík og grennd. Miðstjórnarmenn í sér- stökum héruðum. Jón Hannesson, bóndi, Deildar- tungu. Sverrir Gíslas., bóndi, Hvammi. Hallur Kristjánsson, bóndi, Gríshóli. Markús Torfason, bóndi ólafs- dal. Bergur Jónsson, alþingismaður. Kristinn Guðlaugsson, bóndi, Núpi. Gunnar Þórðarson, bóndi, Grænumýrartungu. Ingþór Björnsson, 'bóndi, ó- spaksstöðum. Hannes Pálsson, bóndi, Undir- felli. Steingr. Steinþórsson, skólastj., Hólum. Einar Árnason, alþingismaður,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.