Dagur - 29.03.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 29.03.1934, Blaðsíða 2
96 DAGUR 34. tbi. Meöferð íhaldsins Það ei' alkunnugt, að landhelg- isgæzlan, undir stjórn Magnúsar Guðmundssonar, hefir verið svo bágborin og aum að til stórvand- ræða horfir. Svo léleg hefir land- helgisgæzlan reynzt á árinu 1933, að sýnilega stefnir óðfluga að því að smábátaútvegurinn leggist í auðn. Fjöldi vottorða og umsagna gagnkunnugra manna sanna þetta sorglega ástand. Blöð íhaldsflokksins hafa ekki lcomizt undan því að viðurkenna þenna sannleika. En þau reyna að afsaka þetta ófremdarástand með því, að Magnús Guðmundsson sé að spara fé með því að hafa lé- lega landhelgisgæzlu. Auðvitað er þetta engin afsökun. Það er ekki annað en að spara eyrinn, en kasta krónunni. Hefir það aldrei þótt hyggileg meðferð á fé. Þó gæti svona lagaður sparnaður ef til vill mælzt vel fyrir í augum grunn- hygginna manna, ef hér kæmi ekki annað til greina, sem koll- varpar með öllu fyrrnefndri af- sökun íhaldsblaðanna. Forseti Fiskifélags íslands hef- ir sýnt fram á það í blaðagrein, að með "því fé, sem veitt er til landhelgisgæzlunnar, sé hægt að hafa hana í góðu lagi, ef henni væri stjórnað hyggilega. Ekki er ólíklegt, að margur geri sér í hugarlund, að hin auma landhelg- isgæzla á árinu 1933 hafi eitthvað sparað af því fé, sem til hennar var lagt. En það er öðru nær en svo sé. Á árinu 1933 hefir kostn- aður við landhelgisgæzluna farið 216 þús. kr. fram úr áætlun sam- kvæmt skýrslu, er fjármálaráð- herra gaf nýlega í gegnum út- varpið. Grein Vigfúsar Guðmundssonar frá Eyri, í Nýja Dagblaðinu 21. f. m„ hefir vakið í huga mínum nokkrar spurningar viðkomandi yður og þeim mikilsvarðandi störfum, sem yður hafa verið fal- in á hendur fyrir bændastétt landsins. Af grein V. G. verður það ljóst, að þér hafið, sem forstöðumaður Búnaðarfélagsins og Kreppulána- sjóðs, ekki einungis vanrækt, heldur leyft yður þá furðulegu bí- ræfni, að neita að birta í viðlesn- asta blaði landsins tilkynningar um þessar stofnanir, sem alla bændur landsins hefir varðað, eins og til dæmis um skilyrði fyr- ir lánveitingum úr Kreppulána- sjóði. út af þessari einstöku breytni yðar sem embættismanns ætla ég að leggja fyrir yður eftirfarandi spurningar: 1. Vitið þér ekki, að þér ásamt öðrum ritstjórum og ritandi mönnum okkar samvinnumanna, hafið átt þátt í að gera Tímann á opinberu ié. Stjórn íhaldsins í þessu falli er því á þessa leið: Landhelgisgæzlan er í aumasta ófremdarástandi, svo að atvinnu- vegur fjölda manna er að falla í rústir. Þrátt fyrir þetta er til hennar varið 216 þús. kr. fram yfir áætlun, þ. e. í algerðu heim- ildarleysi. Hvað hefir verið gert við alla þessa peninga? En það er víðar pottur brotinn, þegar um meðferð M. G. á opin- beru fé er að ræða. Til varalögreglunnar í Reykja- vík hefir verið varið 340 þús. kr. á árinu 1933. Þetta fé er tekið í fullu heimildarleysi. Þá hefir tollgæzlan farið 18 þúsund krónur fram úr áætlun á árinu 1933, án þess að tollvörðum hafi verið fjölgað. Samkvæmt skýrslu fjármála- ráðherra um fjárhag ríkisins á árinu 1933 hefir kostnaðurinn við þá grein stjórnarframkvæmdanna sem Magnús Guðmundsson ræður sérstaklega yfir, farið 72% fram úr áæthm fjárlaganna fyrir árið 1933. Fyrir hverjar 100 kr. sem M. G. var heimilað að eyða, hefir hann eytt 172 kr. Þetta hefði nú verið sök sér, ef umframeyðslunni hefði verið var- ið til þarflegra umbóta. En þær umbætur sjást hvergi. Þvert á móti hefir mörgu hnignað undir stjórn M. G., þrátt fyrir það, að hann hefir stungið hendinni dýpra í ríkissjóðinn, en hann hafði fjárlagaheimild til. Áþreif- anlegt dæmi er landhelgisgæzlan. Morgunblaðið ræðir um það 14. þ. m. að ráðherrum, sem eyði rík- isfé fram yfir fjárlagaheimildir, eigi að stefna fyrir landsdóm! að víðlesnasta og vinsælasta bændablaði landsins? 2 Vitið þér ekki, að svo háttar til um marga bændur landsins, að þeir lesa aðeins eitt stjórnmála- blað? 3. Var það tilgangur yðar með þessari ráðstöfun, að fela bjarg- ráð Kreppulánasjóðs fyrir yðar fyrri samherj.um i bændastétt, þeim, sem eingöngu lesa Tímann? 4. Hafið þér búið yfir svikráð- um á hendur fyrri samherjum yð- ar í bændastétt, úr því að þér beittuð þessu bragði gegn þeim, samtímis því, sem þér þóttust vera að gangast fyrir samstarfi í Framsóknarflokknum og lofuðuð hlutafé til blaðstofnunar, sem þér hafið að vísu svikið að mestu, sbr. grein V. G.? 5. Kunnið þér ekki, sem fyrr- verandi ráðherra, nægilega mikil skil á skyldum embættismanna, til þess að vita það, að yður var skylt, að birta tilkynningar um félagsskap bænda, sem þér veitið enn forstöðu og um lánveitingar úr Kreppulánasjóði í öllum þeim blöðum, sem helzt koma fyrir augu bænda, án tillits til stjórn- málaviðhorfs ? 6. Hafið þér ekki, sem fyrrver- andi ritstjóri Tímans, manna ein- dregnast varað okkur samvinnu- bændur við ísafold og kenningum hennar? Álítið þér nú orðið, að þær kenningar yðar hafi verið rangar? Eða hvernig stendur á því, að þér álítið nú orðið, að þeir bændur, sem helzt styðja ísafold og lesa, séu verðugri fyrir hjálp úr Kreppulánasjóði heldur en yð- ar gömlu samherjar? í mínum augum eru þeir jafnverðugir, en heldur ekki meira. 7. Þessi ráðstöfun yðar sem embættismanns hafði sára litla fjárhagsþýðingu fyrir Tímann og enn minni fyrir þær stofnanir, sem þér veitið forstöðu. óttist þér ekki, meðal annars vegna þess, að á hana verði litið sem pólitíska lihitdrægni? 8. Álítið þér sæmilegt, um leið og þér neitið Tímanum um slíkar auglýsingar að nota fé Búnaðar- félagsins og Kreppulánasjóðs til framdráttar klofningsblaði yðar og annara brotthlaupsmanna yð- ar? 9. Haldið þér að við, gamlir les- endur Tímans og samherjar yðar í bændastétt landsins, sem eigum yður að vísu hai’la mikið að þakka, en höfum líka sýnt yður meiri trúnað en nokkrum öðrum manni, stutt yður til hæstu valda og til feitustu embætta, tökum því með þökkum, er þér réttið okkur slíkan snoppung um leið og þér strjúkið mjúklega um vanga ísafoldar og andstæðinga okkar samvinnumanna. 10. Haldið þér, að þér, sem haf- ið nú þegar sýnt ótrúmennsku í svo litlu sem því að birta okkur, fyrri samherjum yðar, nauðsyn- legar tilkynningar um lánveiting- ar úr Kreppulánasjóði, verði trú- að fyrir því, að fara hlutdrægnis- laust með lánveitingamar sjálfar? 11. Haldið þér, að við gamlir samherjar yðar, sem höfum fylgst með þróun og starfi Framsóknar- flokksins og þar á meðal ágætu flokksstarfi yðar, trúum einu orði af því sem þér segið nú, er þér takið að hrakyrða fyrri samherja yðar og bera fram brigzlyrði á hendur forvígismönnum okkar samvinnumanna um svik við mál- stað okkar? 12. Haldið þér, að gamlir sam- herjar yðar, sem þér hafið frætt um landsmál og leitt i baráttu Framsóknarflokksins, efumst um það eitt augnablik, að fráhvarf yðar eru eftirtektarverðari flokkssvik en áður hafa gerzt hér á landi? 13. Virðist yður líklegt, að margir efist um það, að fráhvarf yðar og breytni við fyrri sam- herja standi í sambandi við ör- yggi yðar sem embættismanns og þær 30 þúsundir, sem talið er að þér takið að launum? Hafið þér ekki sjálfur svo oft sagt, að »sag- an endurtekur sig« ? Og er þá ekki afsakanlegt að mönnum komi í huga sagan um 30 silfurpening- ana í Gyðingalandi forðum? Eg ætla ekki að hafa þessar spurningar fleiri. Eg ber þær fram fyrst og fremst sem einn af borgurum landsins, sem hefi veitt yður umboð til mikilsvarðandi embætta. Og ég ber þær fram, sem fyrrverandi samherji yðar, sem hefi stutt yður til valda og trúnaðarstarfa. Eg krefst þess að þér svarið þeim með drengilegum rökum, ef þér hafið varnir fram að bera. Köpuryrði ein og undan- dráttur í svörum verður virt yð- ur til dómsáfellis í sveit okkar Framsóknarmanna og samvinnu- manna, sem þér hafið nú um stund leitazt við að sundra. Samvinnumaður úr sveit. í Reykjavík er byrjað að koma út nýtt blað, »Elding« — sem gef- ið er út af sendisveinafélaginu »Merkúr«. Kvað tilgangur blaðs- ins vera að berjast á móti »Sendi- sveinafélagi Reykjavíkur«, en fyr- ir bættum kjörum »Merkúrs«- sveina, er nazistar munu mega teljast, þar sem hitt félagið er kommúnistiskt. Ritstjóri hins nýja blaðs er Friðrik Sigur- björnsson frá Ási í Reykjavík. fillt mcfi íslenzkim skipnm »DAGUR« er bezta auglýsingablaðið. iwiwwwnwwwwmg Páskaskórnir. 3 m Nýmóðins kvenskór í mikiu úrvaii. — Karlmannaskór við aiira hæfi. — £arna- og unglingaskór í allskonar litum og gerðurn. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. auunuuuuéuuuui Nokkrar spurningar til Tryggva Þórhallssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.