Dagur - 29.03.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 29.03.1934, Blaðsíða 3
34. tbl. DAGUR 97 Guðný Hallgrimsdóttir frá Féeggsstöðum. Dáin 1. september 1933. Landsfundur bænda. Landhelgin. Þegar landhelgisveiðar togar- anna hætta við öndverðarnes á yfirstandandi vertíð, kvað íhaldið ætla að sýna þá rögg af sér, fram yfir kosningarnar, að láta bæði varðskipin, Ægi og óðinn, vera samtímis við landhelgisgæzlu. En eins og landsmönnum er þegar kunnugt, enda þráfaldlega verið kvartað um úr flestum ver- stöðvum landsins, hefir aðeins eitt skip verið við gæzlu síðan Magnús Guðmundsson, illu heilli, varð yfirmaður landhelgismál- anna. Margsinnis kemur það fyrir, að ekkert varðskip sé við gæzlu, liggja þau þá dögum saman á höfnum inni, þar sem yfirmenn- irnir skemmta sér við drykkju, dans og annan mannfagnað, í stað þess að gæta laganna á sjón- um. Sem eitt dæmi af mörgum, um áhugaleysi íhaldsins fyrir landhelgisgæzlu, má geta þess, að annað varðskipið lá bundið við hafnarbakkann í Reykjavík þann hálfsmánaðartíma, sem Ægir var að draga enska togarann »Cape Sable« af einu skerinu á annað í FuoEameíkinsar. Á hverju ári sjáum vér farfugl- ana koma á vorin og fara aftur á haustin. Þetta er einn hinna föstu viðburða ársins, sem vér sjaldan hugsum nokkuð nánara um. Það er fastgróið í huga vorn, að koma fuglanna á vorin sé eitt vormerkjanna, sem aldrei bregðst frekar en gangur sólar, og á sama hátt er brottför þeirra á haustin jafn óbrigðult tákn þess að vetur gangi í garð. En fræðimönnum hefir lengi leikið hugur á að vita nánar um ferðir fuglanna. Margt hefir líka orðið uppvíst þar um nú í seinni tíð, en fjölmörg gátan nm ferðir þeirra er þó enn óráð- in. Mest hefir þekkingunni um þessa hluti þó þokað fram síðan tekið var að merkja fuglana. Er það gert á þann hátt, að alumin- iumhringur með áletrun, er sýnir hvaða stofnun hann tilheyrir, er festur um fót fuglinum. Þess er síðan vænst, að sá, er síðar kann að fá fuglinn í hendur, dauðan eða lifandi, sendi merkið þangað, sem það á heima. Með merking- um þessum hefir fengizt mikil vitneskja um ferðalög fuglanna, flugferðir þeirra og dvalarstaði á vetrum. Merkingar eru því nú framkvæmdar víða um lönd. Vér íslendingar höfum verið allseinlátir í þessum efnum, sem mörgum öðrum, er lúta að nátt- úrurannsókn landsins. Það var fyrst árið 1932, að hafizt var handa hér um fuglamerkingar af hálfu íslendinga. Áður hafði að vísu danskur maður, P. Skov- gaard að nafni, fengið nokkra menn til þessa starfs og náð góð- um árangri. En fyrir forgöngu Guðmundar G. Bárðarsonar, pró- fessors, tók »Hið íslenzka nátt- Dýrafjarðarmynninu nú fyrir skemmstu. Að endingu liðaðist togarinn sundur undan þessum ó- viturlegu hamförum Ægis og sökk með öllum björgunaráhöld- um varðskipsins, sem eflaust hafa kostað mörg þúsund krónur. Til þess að slá ryki í augu al- mennings, heldur íhaldið því fram, að ekki sé hægt að halda varðskipunum úti, sakir peninga- skorts. Ef um peningavandræði væri að ræða, myndu varðskipin ekki vera látin eyða kolum og öðru eldsneyti mánuðum saman, meðan þau liggja aðgerðalaus við hafnarbakkann. — Ennfremur hljóta allir að sjá, að það er hinn mesti óþarfi að láta varðskipin liggja með fullri á- höfn, að undanskildum 6—8 há- setum, sem æru langódýrustu mennirnir. Enda mun samanlagð- ur útgerðarkostnaður varðskip- anna og varðbátanna, sem verið er að gutla með hér og hvar í stað skipanna, sízt minni, en þótt varðskipunum væri haldið úti allt árið; í það minnsta þann tíma, sem slíkt er nauðsynlegast vegna smábátamiðanna. útnesjamaður. (Nýja Dagblaðið). úrufræðafélag« að sér að fram- kvæma starf þetta, og fól stjórn félagsins Magnúsi Björnssyni dýrafræðingi, að annast fram- kvæmdir um merkingarnar, enda mun hann vera fuglafróðastur ís- lendinga og hefir lengi fengist við þau fræði. Nú eru komnar út tvær skýrsl- ur um fuglamerkingarnar frá hendi Magnúsar. Hin fyrri kom síðastliðið ár, en hin síðari er nú nýkomin. Skal hér skýrt frá helztu niðurstöðum þeirra. Árið 1932 voru merktir hér 303 fuglar, bæði ungar og fullorðnir. Sama ár náðust 8 þeirra. Af þeim fundust 4 dauðir eða voru skotnir hér á landi, 2 voru skotnir á ír- landi, 1 á Skotlandi og 1 í Suður- eyjum. Næsta ár, 1933, voru enn skotnir 2 fuglar hér á landi, en sá ellefti, rita ein, var skotin við Newfoundland í Ameríku. Árið 1933 voru merktir 494 fuglar, af þeim náðust 20 sama ár. Innanlands náðust 14, enda voru sumir þeirra staðfuglar, en 6 voru skotnir erlendis. Flestir þeirra, eða 5 talsins, voru skotnir á Bretlandseyjum, en hinn sjötti, lóu-ungi, sem merktur var í Víðir- keri í Bárðardal 18. júlí, var skotinn á Helgolandi við Þýzka- landsströnd 13. nóvember. Merktar hafa verið yfir 30 teg- undir fugla. Ekki verður annað sagt, en að árangurinn hafi verið góður, þegar á það er litið, hve stutt er síðan byrjað var á starfi þessu. Það er auðvitað allt of snemmt enn að draga ályktanir af vitneskju þeirri, er fengizt hef- ir, um ferðir og vetrardvöl ís- lenzkra farfugla. En tvennt má þó benda á, sem þegar virðist mega álykta nokkuð af. Hið fyrra er, hve margir hinna endurheimtu fugla hafa náðst á Bretlandseyj- Nú hvílir pú á drottins ástararmi við englasöng' í helgri friðarró. — Því frelsuð ertu frá þeim beiska harmi, er fyrr þér ungri kaldur heimur bjó.— Þú lagðir ung' á lífsins djúpið kalda, en lífið hefir enga stundarbið, svo hreif hún þig, hin sára sjúkdóms- alda en svo fékkst hvíldin — er þú skildir við. — 'Að þóknast guði var þitt æskuyndi og öllum sjúkum hjálp og' vinsemd ljá. En mótgangs-hafrót á þig’ skall í skyndi og' skyggði jafnan þína gleði á. Þú hraktist út á kalda krapaveginn, þín klökuð spor um hjarnið rekja má, því illa varstu ung' á tálar dregin, þó ekki verði greint þeim skiptum frá. Þú lagðir út á lífsins hjarnið kalda, líknarsnauð, með unga drenginn þinn, og máttir fátæk út í heiminn halda, þó hryndu tárin oft um þína kinn. En g'óður drottinn gát á öllu hefur, hans guðdómsaugu megna allt að sjá, þá nauðstöddu hann náðarörmum vefur, en níðingarnir þunga refsing fá. Nú ertu sæl og' svifin upp til hæða þar sárin hjarta drottinn græðir þín, svo ekkert framar orkar þig að mæða, en önd þín frjáls í dýrðarljóma skín. Þig syrgir ungur sonur, öldruð móðir, og samfundina hinu megin þrá. En alla vernda englar drottins g'óðir, sem eyru vilja boðum þeirra ljá. Eg klökkur niður krýp að leiði þínu og kveð þig’ vina, nú í hinnsta sinn. Eg finn svo sáran sviða í hjarta mínu, að sorgartárin falla mér um kinn. Að sjá þig hverfa svona burt í skyndi, í svipinn vart eg' þessu trúað fæ, en okkar líf er eins og ljós í vindi, sem útaf slokknar fyrir minnsta blæ. Vinur. um, slíkt bendir óneitanlega í þá átt, að þá leið fari meginþorri ís- lenzkra farfugla. Hitt er, að einn fugl skyldi nást vestur við Ame- ríkustrendur, sem gæti bent á að sumir fuglanna okkar leggi leið sína í vesturveg. Eins og gefur að skilja, er fuglamerkingastarfið mjög háð því, að sem flestir góðir og sam- vizkusamir liðsmenn fáist, til að annast það út um landið. Enn eru liðsmennirnir innan við 20, mun því fleirum fúslega veitt viðtaka til starfsins. Þurfa þeir sem vinna vildu að fuglamerkingum eigi annað en gefa sig fram við Magn- ús Björnsson. Utanáskrift hans er: Náttúrugripasafnið Reykja- vík. Um leið og ég get þessa verks, vil ég nota tækifærið og minnast á að umsjónarmaður merking- anna M. B. hefir nú í vetur gefið út: Skrá yfir íslenzka fugla. Birt- ist hún í tímaritinu »Náttúru- fræðingurinn« og síðar sérprent- uð. í skrá þessari er getið allra þeirra fugla, sem vissa er fyrir, að sézt hafi hér á landi. Þar er einnig tekið fram, hvort þeir eru var haldinn í Reykjavík fyrri hluta þessa mánaðar. Stóð hann yfir í 5 daga og lauk 16. þ. m. Skal hér skýrt frá afgreiðslu helztu mála á fundinum. 1. Lánalijör landbúnaðarins. Þessar tillögur voru samþykkt- ar: 1. Landsfundur bænda skorar á Alþingi að framlengja heimildar- lög nr. 79, frá 19. júní 1933, og gera þau bindandi fyrir allar lánsstofnanir, sem hafa ríkisá- byrgð. 2. Landsfundur bænda skorar á ríkisstjórn að láta fara fram rannsókn fyrir næsta Alþingi hvort ekki reynist tiltækilegt: a) að lækka innlánsvexti, b) að leggja vaxtaskatt á verð- bréf, c) að lækka útlánsvexti í öllum lánsstofnunum til samræmis við gjaldþol atvinnuveganna. 3. Landsfundur bænda lítur svo á, að eins og nú hoi'fir afkomu landbúnaðarins fái bændur eigi risið undir hinum mikla vaxta- þunga skuldanna, og slcorar því á ríkisstjórn og Alþingi að hlutast til um að fasteignaveðslánum sé breytt í lengri lán með lægri vaxtakjörum. Lánstími sé allt að 40—50 ár og greiðist lánin með árlegri greiðslu með 4—4^% (vextir og afborgun). 4. Fundurinn beinir því til rík- isstjórnarinnar, að hún hlutist til um að lánað verði milli deilda Verkfærasjóðs til þeirra deilda hans, sem ekki hafa nú fé til um- ráða upp á væntanlegar tekjur sjóðsins, til að styrkja kaup á nauðsynlegum jarðræktar- og heyvinnuverkfærum. 5. Fundurinn skorar á þing og ríkisstjórn að láta Verkfæra- kaupasjóð fá framvegis það fé, sem honum hefir borið að fá og ber samkv. jarðræktarlögum. 6. Sökum aðkallandi þarfa skor- ar fundurinn á Alþingi og ríkis- stjórn að veita allt að helming staðfuglar, farfuglar, eða flökku- fuglar, og hversu tíðir gestir þeir síðastnefndu eru. Einnig eru tald- ir sérstaklega þeir farfuglar, sem verpa hér að staðaldri, eru þeir 34 en staðfuglarnir 31 tegund. Alls eru í fuglatali Magnúsar nefndar 158 tegundir. Ekkert slíkt fuglatal hefir verið gefið út á íslenzku síðan Benedikt Grön- dal gaf út fuglatal sitt árið 1895. Má geta þess til samanburðar, að hann nefnir aðeins 87 tegundii'. Magnús Björnsson hefir nú þegar unnið íslenzkri náttúru- fræði þarft verk með fuglarann- sóknum sínum, og er vonandi að hann fái þvi áfram haldið. ( Akureyri 21. marz 1934. Steindór Steindórsson, frá Hlöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.