Dagur - 12.05.1934, Qupperneq 2
146
DAGUR
52. tbl.
%
•• •-
Frá Norræna félaginu.
Námsmót, skóla-
og skemmtiferðir
á þessu ári. —
1. Verkfræðingamót: Hefst í
Kaupmannahöfn 23. maí og stend-
ur til 31. s. m. Fariö verður um
Fjón til Hindsgavl og til Jótlands.
Fimm ísl. verkfræðingum er boð-'
ið á mótið, og verða gestir Nor-
ræna félagsins meðan dvalið verð-
ur á Hindsgavl. Umsóknir þnrfa
að vera komnar fram fyrir 10.
mai.
2. Kennaranámskeið: Fyrir
kennara og kennslukonur við
barnaskóla og æðri skóla, hefst
námsskeið í Oslo 1. júlí og stend-
ur yfir til 13. s, m. Tíu ísl. kenn-
urum er boðin þátttaka. Allur
kostnaður við námsskeiðið er 105
k’rónur, og er þar innifalið kostn-
aður við ferðir á meðan á mótinu
stendur.
Umsóknir þurfa að koma fram
fyrir 1. júlí.
3. Námsskeið fyrir bókaverði
og starfsmenn bókabúða: Fer
fram dagana 1. til 10. júlú í
Stokkhólmi og Uppsölum. Ýmsir
þekktustu rithöfundar og vísinda-
menn munu flytja erindi í sam-
bandi við námsskeið þetta. —
Nokkrar skemmtiferðir verða
farnar í sambandi við námskeið-
ið. Dvölin, ásamt kostnaði viö
ferðir sem famar verða meðan
mótið stendur yfir kostar 50 kr.
' 4. Verzlunar- og bankamálamót:
Hefst í Stokkhólmi 4. júlí og
stendur yfir til 9. s. m. Fimm ísl.
þátttakenduln er boðið.
Allmikinn afslátt af fargjöld-
um, bæði milli landa og með járn-
brautum, fá þátttakendur í öllum
þessum mótum.
5. Skóla- og skemmtifcrðir.
a. Noregsferð: Farið verður til
Bergen og Voss. Dvalið í Bergen
í tvo daga. Síðan til Oslo og þar
dvalið í tvo til 3 daga og síðan til
Lillehammer. Þaðan til Guð-
brandsdalsins, og staðnæmst þar
í seli í einn eða tvo daga, þá til
Þrándheims og þaðan með skipi
innanskers til Bergen og svo
heim.
öll ferðin tekur um 26 daga,
með 15—17 daga dvöl í Noregi
og kostar 200 ísl. krónur, fæði óg
gistingar innifalið.
b. Svíþjóðarferð. Farið verður
til Bergen, þaðan til Oslo með
Bergenbrautinni, þá til Karlstad
í Vermalandi með járnbraut. Frá
Karlstad með bílum lengra norð-
ur í Vermaland, allt til Márbacka
þar sem Selma Lagerlöf býr. Það-
an til Dalarna, Leksand, þaðan
með gufubát eftir Siljan til Mora,
þar sem hið fræga listasafn
Zoorn er. Frá Mora með jám-
braut til Uppsala. Þaðan til
Stokkhólms, og dvalið þar tvo til
þrjá daga, og þá farin ferð út í
skerjagarð Stokkhólms.
Þaðan verður fariÖ til Gauta-
borgar og heimleiðis þaðan yfir
Bei’gen. Fei’ðin tekur um 26 daga
með ca. 14 daga dvöl í Svíþjóð,
og kostar 250 krónur.
c. Danmerkurför. Farið verður
með Gullfoss fyrst í júlí, og kom-
ið heim aftur snemrna á ágúst.
Gert er ráð fyrir þi’iggja daga
dvöl í Kaupmannahöfn og fei’ð út
á Fjón og til Jótlands. Dr. Arne
Möller hefir lofað að greiða fyrir
ferð þessari, og gei’a hana -svo ó-
dýra sem hægt er. Áætlað er að
ferðin kosti 250 krónur.
Gei’t er ráð fyrir að skólafólk
fari almennt á öðru farrými —
Skólafólkið verður að vera á aldr-
inum 13—18 ára.
Umsóknir komi fram fyrir 1.
júní.
6. Skemmtiferöir. Þeim verður
hagað líkt og ferðum skólafólks-
ins að öðru leyti en því, að gert
er ráð fyrir ferð um Hardangers-
fjörðinn í ferðinni fyrir félags-
menn. Ferðaáætlunin í Svíþjóð
verður í öllurn aðalatxúðum eins.
Ferðir félagsmanna verða
nokkru dýrari en skólaferðirnar,
er stafar af því, að ekki fæst
jafnmikill afsláttur á fargjöldum
fyrir fullorðna og fyrir unglinga,
og auk þess er gert ráð fyrir að
félagsmenn búi á hótelum, en
skólafólk í skólum.
Verð Noregsfai’ar er áætlað
300—375 kr. en Svíþjóðarfarar
375—440 kr., eftir því hvort far-
ið verður á l! eða II. farrými.
Svíþjóðai’ferðin hefst 12. júlí
en Noi’egsferðin 26. júlí.
Umsóknir komi fram fyrir 1.
júlí.
Að þessu hafa Noregs^ og Sví-
þjóðárferðir verið miðaðar við
ferðir með s/s Lyru frá Reykja-
vík, en nú fyrir skömmu hafa, að
tilhlutun Noi’iæna félagsins, tek-
izt samningar um sömu kjör á
s/s Nova, einkum fyrir félaga á
Norður- og Austurlandi.
Ritari félagsins í Reykjavík, G.
Rósinki’anz, Tjarnai’götu 48, gef-
ur fi-ekari upplýsingai*, einnig
Sveinn Bjarman og eftir að deild
verður stofnuð hér, sem verður
bráðlega ef sæmileg þátttaka
fæst, stjórn félagsdeildarinnar
hér á staðnum.
ÚTVARPIÐ.
Laugardaginn 12. maí: Kl. 19.25 Frú
Þórunn Richardsdóttir: Ástir. Erindi.
Kl. 20.30 Halldór Ki]jan Laxness les
kafla úr nýrri sögu. Kl. 21 Lúðra-
sveit Reykjavíkur. 21.20 Grammófón-
hljómleikar.
Dánardægur. Hinn 16. apríl s. 1. and-
aðist eftir langa sjúkdómslegu að heim-
ili sínu Litlu-Brekku í Arnameshreppi
ekkjan Anna Runólfsdóttir, nær níræð
að aldri.
■»Dettifoss«. kom í nótt að sunnan.
meðal farþega var Steinn Steinsen,
bæjarstjóri með fjölskyldu sína, frú
Ágústa Bjarman, Sigurður Guðmunds-
son, skólameistari, Arnór Sigurjónsson
frá Laugum og frá Siglufirði Friðrik
Hjartar, skólastjóri.
Framsóknarfélag Akureyrar.
Fundur í Skjaldborg þriðjud. 15. maí kl 8'/2 e. m.
Ákveðið framboð flokksins á Akureyri.
Framsóknarmenn fjölmennið! STJÓRNIN
uppboð. -m
Miðvikudaginn 16. þ. m. verður haldið uppboð við húsið Aðal-
stræti 2, Akureyri og þar selt, ef viðunanleg boð fást, ýmsir
innanstokksmunir, m. a. vandaðar plusmöblur (sofi og 6
stólar, þar af 2 lenustólar), mahogniborð, spegill í mahogni-
ramma, borð og stólar, kommóða, grammofón og grammofón-
plötur, saumávél, rúmstœði og sængurföt, bækur og m. fl.
Ennfremur nokkuð af góðum bókum og verzlunarvörum.
Uppboðið hefst kl. 1 e. h.
Langur gjaldfrestur.
Hólmfriður Jónsdóttir.
Hofum til:
Handverkfæri allskonar
og garðyrkjuverkfæri.
Amerísk, sænsk og norsk.
Bez?u gerðir og bezta verð.
Samband ísl. samvinnufélaga.
* ® NÝTT!!! ® ®
Látiö nafn yðar grafa
á lindarpenna eða blýant
yðar með prentletri eða
eiginhandarskrift og í
mismunandi litum.
Komið strax.
Gudmanns Efterf.
Messað kl. 1 á morgun á Akureyri.
Frá Amtsbólcasafninu: Þeir, sem
hafa bækur að Jáni úr Amtsbókasafn-
inu, eru beðnir að skila þeim sem allra
fyrst. Safnið er opið frá kl. 4—7 dag-
lega, á öðrum tímum dagsins má skila
bókunum í íbúðinni niðri í bókasafns-
húsinu. — Áríðandi að allir skili, áður
en safninu verður lokað.
Herbergi,
með nokkru af húsgögn-
um og síma, til leigu í
sumar. Ritstjóri v. á
10—12 ára telpu vanftr nú
þegar, til að gæta barns ( sumar.
Guðrún Guðmundsdóttir
Hafnarstræti 88.
Húseignir til sölu.
Böðvar Bjarkan.
Fréttaritstjóri:
Sigfús Halldórs frá Höfnmn.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Björassonar,