Dagur - 22.05.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 22.05.1934, Blaðsíða 2
156 DAGUB 56. tb!. * -0 •• •••••••• • • • •••••••• •••••••• * •-* Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum að móðir okkar og tengdamóð- ir, Halldóra Soffía Árna- dóttir, andaðist að heimilí sinu, Oddeyrargötu 19, 17. þ. m. — Jarðar- förin fer fram laugardaginn 26. þ. m. og hefst með húskveðju á heimilinu kl. 1 e. h. Bðrn og tengdabörn. trú þeirra og list, snilld og göfgi væru aðeins hvarflandi leiftur og sjónhverf- ingar, — ef allt það, sem gefur lífinu gildi í augum viti borins manns, og allt það, sem hefur það upp yfir verzl- un um bita og brauð og vonlítið mat- arstrit, væru aðeins látalæti og' leikur barna, — hvaða ástæða væri þá til að bera virðingu fyrir lífinu, hvaða á- stæða væri þá til að bera þá virðingu fyrir'* sjálfum sér, að vilja vera eitt- hvað meira en — villidýr. Til hvers ættu menn þá að vera að trúa á gildi einhvers málstaðar? Til hvers ættu menn þá ekki að verzla með sannfær- ingu sína eins og hverja aðra vöru? Til hvers ættu menn þá að vera að baka sér ófrið og' jafnvel ofsóknir marga- stund og stundum æfina á enda vegna undirokaðs málstaðar?« , Þessi fyrrv. prestur er í Sjálf- stæöisflokknum, að hans sögn, vegna lífsskoðana sinna, sem hann byggir á trúnni um eilíft líf einstaklingsins. Þetta getur ekki skilizt öðruvísi en svo, að trúin á artnað líf og æðri hugsjónir sé alveg sérstaklega ríkjandi í Sjálf- stæðisflokknum. Látum nú svo vera. En flogið hefir fyrir, að trúin án verkanna væri ógnarlega lftils virði. Og það þarf áreiðan- lega flokkspólitísk augu til þess að sjá verkin tala í trú sjálfstæð- ismanna fram yfir það, sem á sér stað í öðrum flokkum. Allir vita, að hugaröldur auðshyggj- unnar rísa hvergi jafn hátt og meðal sjálfstæðismanna. Allir vita, að í engum flokki eru jafn margir eyðslusamir letingjar sem í Sjálfstæðisflokknum. Allir vita, að engir hafa jafn ríka tilhneig- ingu og sjálfstæðismenn til þess að koma sér upp mjúkum hreiðr- um fyrir annara fé. Þannig mætti lengi áfram halda upp að telj.'i dæmi þess, að sjálfstæðismönnum sé ekki öllu meira starsýnna á andlegu verðmætin en öðrum mönnum, sem minna guma af trú sinni. Og þar sem höf. umræddr- ar greinar lítui svo á, að þeir, sem ekki trúa á íramhaldslíf ein- staklingsins, hafi ekki annað að gera en haga sér eins og villidýr, verzla með sannfæringu sína eins og hverja aðra vöru o. s. frv., af því að ekkert sé upp úr því að hafa að leggja stund á dyggðugt líferni, þá er höf. kominn út í launapólitík trúarinnar, sem á ekkert skylt við sanna og hreina göfgi þess manns, sem stundar hið góða aðeins vegna hins góða, en ekki í ábatavon. Mörgum mun skiljast af hverju þessari trúar- launapólitík skýlur einmitt upp í Sjálfstæðisflokknum og setja í gapiband við það, að I þeim flojtki eru spekúlantar, sem vilja alltaf hafa eitthváð fyrir sinn snúð. Á einum stað segir höf.: »Nái flokkur okkar völdum 'eftir næstu kosningar, þá þarf hann ekki að hugsa sér að halda þeim stund- inni lengur, ef hann lætur það með öllu afskiptalaust, hvaða lífs- skoðanir éru boðaðar þjóðinni. Hann verðar að taka sér til fyr- irmyndar þær þjóðir, sem rekið hafa »rau4u hættuna« af höndum sér«. Ekki er um að villast hvað átt er við og til stendur. Nái »sjálf- stæðið« völdum, eiga lífsskoðanir manna ekki að fá að vera í .friði lengur. Aðrar lífsskoðanir en þær, sem falla íhaldinu í geð, á að fyrirbjóða. Það þýðir að af- nema á skoðanafrelsi og ritfrelsi. Fyrirmyndirnar vanta svo sem elcki. Þær blasa viö í Þýzkalandi. Þar ev fi’elsi einstaklingsins af- numið. Enginn má tala, rita eða hegða sér öðruvísi en eini’æðis- stjórn Názista vill vera láta, ann- ars verða menn að sæta fangels- um, pyndingum og dauða. Nái sjálfstæðismenn völdunum eftir næstu kosningar, verða þeir að taka upp sömu aðferð, annars halda þeir ekki völdunum stund- inni lengur. Sjálfstæðismenn ætla að afnema innflutningshöft í verzlunarsökum, en í stað þess ætla þeir að veita Nazistunum innflutningsleyfi á útlendri of- beldis- og ofsóknarstefnu, sem leggur höft á mannsandann og læsir hugsanir manna og orð i dróma andlegrar einokunar. Ekki er að furða, þó að Stefnir væri látinn- rísa úr rotinu, til þess að boða lýðnum þennan fagnaðar- boðskap fyrir ..kosningarnar. Og allt þetta á að framkvæma í nafni trúarinnar, sem sjálfstæðismenn eru að gofta af á undan kosning- unum.. Fyrir löngu síðan var stjórn- málaflokkur uppi austur í Gyð- ingalandi. Þeir voru nefndir Far- ísear. Þeir þóttust vera réttlátari og betri en aðrir menn. Það var við þá, sem Kristur sagði: Þér hræsnarar! Og liann líkti hugar- fari þeirra við kalkaðar grafir, sem væru áferðarfagrar hið ytra, en að innan fullar af dauðra manna beinum og allskyns ó- þverra. Það væri ekki úr vegi að trú- málagasprarar íhaldsflokksins rifjuðu upp þá sögu. Þeim myndi hollt að skyggnast um í eigin sál- arlífi eftir dauðum beinum og öðrum óþverra og hreinsa slíkt burtu í stað þess að kasta grjóti að meðbræðrum sínum og hreykja sér upp yfir þá. ÚTVARPIÐ. Þriðjud. 22. maí: Kl. 19.25 Sr. Fr. Hallgrímsson: Mæðradagurinn. Er- indi. Kl. 20.30 Sr. Sigurður Einars- son: útlönd. Erindi. Kl. 21 Emil Thoroddsen: Píanósóló. Síðan gram- mófónhljómleikar. Danslög. Miðvikud. 23. maí: Kl. 19.25 Grammó- fónhljómleikar. Kl. 20.30 Bjarni M. Jónsson kennari: Enskir skólar. Ei’- indi. Kl. 21 Útvarpshljóinleikar, Kynbótafiesiur 4. vetra, grár að lit, verð- ur til afnota á þessu vori að Þórustöðum í Ongul- staðahreppi. — Foreldrar hans voru báðir 1. verð- launagripir. Hestakynbótanefnd öngulstaðahrepps. Frambjóðendur Bœndajlokksins í Eyjafjarðarsýslu haga sér nokk- uð óvenjulega í kosningaundir- búningnum og hafa tekið upp ný vinnubrögð og þó sinn með hvor- um hætti. Annar þeirra laumast til að boða til almennra funda í kjördæminu, án þess að láta með- fvambjóðendur sína vita, og fer á þann hátt huldu höfði. Þess hef- ir áður verið getið hér í blaðinu, að hvorugur frambjóðandi Bændaflokksins mætti á fundi í Glæsibæjarhreppi, sem Jónas Jónsson boðaði til og hélt fyrir nokkru síðan. Af þessu má ráða að frambjóðendum Bændaflokks- ins muni óljúft að mæta keppi- nautum sínum á opinberum mannfundum, hvort sem það staf- ar af óframfærni þeirra við um- ræður um landsmál, eða að þeim finnist málstaður klofningsmanna nokkuð hæpinn og vilji því ekki leggja sig í hættu eða undir högg frambjóðenda Framsóknarflokks- ins, nema hvorftveggja sé, sem er sennilegast. Hinn frambjóðandi Bænda- flokksins hefir aftur á móti tekið upp þá vinnuaðferð að ferðast bje frá bæ, tala við einn í senn og Jbið’ja að kjósa sig fyrir kunnings- skapav sakir. Honum kvað vera tekið Ijúfmannlega og með fullri kurteisi eins og Vera ber, en beiðni um atkvæðaloforð vegna kunningsskapar eins telja fæstir sig geta sinnt,, því þar eigi mál- efnin ein að ráða. til framboðs í Reykjavík er þessi: 1. Hannes Jónsson, dýralæknir. 2. Guðm. K. Guðmundsson, skrifstofustjóri. 3. Magnús Stefánsson. afgr.m. 4. Eiríkur Hjartarson, rafv. 5. Guðrún Hannesdóttir, frú. 6. Hallgr. Jónsson, kennari. 7. Guðm. ólafsson, bóndi. 8. Magnús Björnsson. fulltrúi. 9. Þórh. Bjarnason, prentari. 10. Aðalst. Sigmundss., kennari. 11. Sig. Baldvinsson, póstm. 12. Sig. Kristinson, forstjóri. Almanak fyrir árið 1934, er ól- afur Thorgeirsson gefur út í Winnipeg, hefir blaðinu verið sent. Skýrir það að þessu sinni meðal annars frá landnámi Is- lendinga í Pineybyggð, sem ligg- ur meðfram merkjalínu Canada og Bandaríkja. Margar myndar af landnenvunum fylgja Ennfrem- ur flytur það æfintýri eftir J. Magnús Bjarnason og fleira. Þetta er 40. ár almanaksins. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: SigfÚ3 Halldórs frá Höfnnm. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.