Dagur - 14.06.1934, Blaðsíða 1
D AGUR
kemur út á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugar-
iögum. Kostar kr. 9.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreíðsían
er hjá JÖNI Þ. ÞOR.
Norðurgötuö. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
•
XVII. ár. |
• -mt-
Akureyri 14. júní 1934.
’-Wr-m
66. tbl
Innlendar fréttir.
Frá jarðskjálftasvœdinu
Snemma á þriðjudagsmorgui,i-
inn kom síðasti kippurinn, sem
heyrzt hefir um. Var hann all-
snöggur. Síðan var allt kyrrt
þann dag og hefir ekki heyrzt að
hræringar hafi fundizt síðan. Er
nú vonandi að framúr sé raknað
með þær hörmungar, er dunið
hafa yfir á jarðskjálftasvæðinu.
í Svarfaðardal eru 14 bæir svo
gjörfallnir af völdum jarðskjálft-
anna að byggja verður þá upp frá
grunni. Auk bæjanna eru mörg
peningshús í rústum.
Samskotin til hjálpar fólki á
jarðskjálftasvæðinu hafa gengið
vel að þessu. T. d. hefir Samb. ísl.
samvinnufélaga gefið 10 þús. kr.,
íslandsdeild lífsábyrgðarfélagsins
Andvaka 1000 kr. og útibú olíu-
verzlananna hér, Shell og Olíu-
verzlun íslands, 1000 kr. hvort.
Mjög er þó hætt við að hjálp
sú, sem fæst með samskotum ein-
um nái of skammt. Verður því að
gera þá kröfu, að ríkið hlaupi
undir bagga. Á annan hátt verður
tjónið tæplega bætt sem verðugt
er. Er það eðlilegt og sjálfsagt,
að auk einstaklinganna komi rík-
ið eða þjóðarheildin öll til skjal-
anna með nauðsynlegt úrslita-
átak, þegar slík tíðindi ^gerast,
sem hér hafa orðið.
Framsóknarfélag ungra manna
á Akureyri hélt fund síðastl.
þriðjudagskvöld. Á fundinum
gengu 18 menn í félagið og auk
þess lágu fyrir fundinum 12 um-
sóknir um inngöngu manna, sem
ekki gátu mætt að þessu sinni. Má
því sjá að allmikið líf er að fær-
ast í félagið nú.
Mannalát. Frú Ásthildur Rafn-
ar, kona' Stefáns Rafnar starfs-
manns í Samb. ísl. samvinnufél.,
andaðist í Reykjavík í þessari
viku. — Nýlega er látinn á Sel-
fossi syðra Sigurbjörn Einarsson
verkamaður, bróðir Magnúsar sál.
organista og faðir Jóns Halls hér
í bæ. Var Sigurbjörn lengi hér í
bænum. Lík hans er flutt hingað
til greftrunar. — Fyrir skömmu
andaðist hér á sjúkrahúsinu Ind-
riði Indriðason verkamaður, eftir
stutta legu í lungnabólgu. — Þann
7. þ. m. andaðist hér i bænum
húsfrú Sigurborg ólafsdóttir,
kona Guðbrandar Samúelssonar
úrsmiðs. — Látin er í Hornafirði
frú Ingibjörg Friðgeirsdóttir,
kona Þórhalls Daníelssonar kaup-
manns þar. — Nýlega er látinn
fyrir sunnan Einar Þórarinsson
verkamaður héðan úr bænum. —
Nýlátinn er hér í bæ Norðmaður-
inn Petter Honningsvaag vélstj.;
hann var kvæntur íslenzkri konu.
Hjónabönd: Ungfrú Ingibjörg
Jóhannsdóttir og Bernharð Lax-
dal klæðskeri. — Ungfrú Sigrún
Pétursdóttir og Agnar Guðlaugs-
son verzlunarmaður. — Ungfrú
Ingibjörg Jónsdótir og Þórhallur
Kristjánsson Breiðumýri. —Ung-
frú Anna Kristinsdóttir og Valdi-
mar Haraldsson verzlunarmaður.
Ungfrú Kristín Hinriksdóttir frá
Sauðárkróki og Höskuldur Geir-
finnsson frá Tjörn í Aðaldal. —•
Ungfrú Marianna Baldvinsdóttir
listmálari og Sigurður Pálsson
Menntaskólakennari.
Hitar sterkir hafa verið um
land allt nú um tíma og mikill
vöxtur í ám og lækjum. Jörð hef-
ir farið ört fram, en víða hefir
þó skort rigningu. Hér um slóðir
rigíidi nokkuð í þessari viku og
þokur og döggfall hefir verið
sumar nætur.
Malbikun er verið að undirbúa
í Brekkugötu hér í bænum.
Stjórnmtdaumræður eiga að
fara fram í útvarpinu dagana 18.,
19. og 20. þ. m. Eiga þær að hefj-
ast kl. 8 e. h. öll kvöldin.
Sigurdvr Eggerz hefir verið
skipaður bæjarfógeti á Akureyri
og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu
frá 1. næsta mánaðar að telja.
Embættisprófi i lögfræði hafa
lokið við háskólann í Reykjavík
Ragnar Bjarkan og Valdemar
Stefánsson frá Fagraskógi, báðir
með I. einkunn.
4 '
Kosningasmalarnir hér í bæ eru
nú farnir að hóa á hjarðir sínar.
Smalar íhaldsins biðja kjósendur
að herða sig upp og kjósa ísberg
bæði hart og títt, því annars sé
h.... hann Einar viss að komast
að! Kommúnistasmalarnir segja
kjósendum að herða sig að kjósa
Einar, því það vanti aðeins
herzlumuninn til þess að hann
komist aðl Smalar Erlings hrópa
á 300 sálir honum til fulltingis,
því þá geti hann orðið uppbótar-
þingmaður, og þá fái Akureyri
tvo þingmenn, ísberg og Erling!
Hjörtur Lárusson hefir keypt
80 smálesta gufuskip í Álasundi
og er nýlega kominn með það
hingað heim. Hefir skipið verið
skírt »Rúna«, og mun ætlunin að
halda því á síldveiðar.
Siglufjarðarlæknisliéraó er frá
1. júlí veitt Halldóri Kristínssyni
lækni í Bolungarvík.
Fyrsti bíll frá Reykjavík á
þessu sumri kom hingað í gær.
Bílstjóri Páll Sigurðsson.
B'rúarfoss kom að sunnan og
vestan kl. 10 í morgun. Meðal far-
þega var Jónas Þorbergsson út-
varpsstjóri.
Sóknarpresturinn biður þess
þess getið, að hann fari úr bæn-
um á þriðjudagsmorgun og verði ‘
fjarverandi fram yfir mánaða-
mót. í fjarveru hans þjónar séra
Sigurður Sigurðsson á Möðruvöll-
um emlsættinu.
Laugardagslokun sölubúða á
Akureyri kl. 4 síðdegis byrjar
laugardaginn 16. júní og stendur
þriggja mánaða tímabil.
SAMKOMA verður haldin í Þinghúsi
Hrafnagilshrepps næstkomandi laugardags-
kvöld, til ágóða fyrir jatðskjálftasvæðið.
Fjölmennið.
Pökkum hjartanlega öllum
þeim mörgu, er auðsýndu okk-
ur hjálp, samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför eiginkonu
okkar og móður, Þuríðar Jóns-
dóttur.
Öxnafelli 13. júní 1934.
Eiginmaður og börn.
Jarðarför elsku litlu stúlk-
unnar okkar, er andaðist 11. þ.
m.'i er ákveðin mánudaginn
þann 18., og hefst kl. 1 e. h.
að heimili okkar Oddeyrarg. 16.
Friðfinna Hrólfsdóttir.
Viklor Krist/dnsson.
Nýja-Bíó fjH§
I
Föstudags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld kl. 9.
Ást
Indverjans.
Tal- og hljómmynd í 10 þáttum.
Aðalhlutverkin leika:
Ramon Novarro
og Míkg'da Evens.
RAMOM NOVARRO leikur hér
indverskan gimsteinakaupmann í
Bombay, sem verður ástfanginn
af amerískri stúlku. — Fer
hann með henni á tígrisdýra-
veiðar og sýnir henni allt skraut
indverskra auðmanna. Er myndin
mjög spennandi og skrautleg og
framúrskarandi fögur og hugð-
næm er lýsingin á Hindúanum, sem
af þakklátssemi og tryggð fórnar
því dýrmætasta sem hann á.
Guðmundur Finnboga-
son: íslendingar. Nokk-
ur drög að . þjóðarlýs-
ingu. Rvík. 1933.
Þessi bók er girnileg til fróð-
leiks og auk þess hin skemmtileg-
asta í sinni röð. Dr. Guðmundur
Finnbogason er fjölkunnugur
maður í bezta skilningi þess orðs,
þaulfróður og margvíss um
flesta hluti í jörðu og á, sífjör-
ugur andi og þrunginn af áhuga
um fjöldamörg málefni. Er hann
ekki aðeins marglesinn í erlendri
neimspeki, heldur einnig svo ger-
kunnugur íslenzkum fræðum og
bókmenntum að fornu og nýju, að
fátt virðist honum þar vera ó-
kunnugt og og vekur það undr-
un, að honum skuli hafa unnizt
tími til þess með margháttuðum
störfum, að sökkva sér svo djúpt
i Mímisbrunn sögunnar. Auk þess
er hann manna hagastur á ís-
lenzkt mál og verður aldrei ráða-
fátt við að klæða strembnustu
hugmyndir, jafnvel tölvísinnar, í
íslenzkan hátíðabúning. Er hann
þessvegna kjörinn maður til þess
að skrifa bók um íslendinga og
manna líklegastur til þess að líta
skyggnum augum á kosti þeirra
og bresti og varpa ýmsum hlið-
(Framh. á ,4- síðu)..
✓