Dagur - 26.06.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 26.06.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhaims- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. XVII . ár. Í Akureyri 26. júní 1934. 71. tbl. Kosningaúrslit. Akureyri: Guðbrandur ísberg (S.) 883 persónuleg atkvæði og 38 af landslista flokksins, alls 921 atkv. og er kosinn þingmaður kjör- dæmisins. Einar Olgeirsson (K.) 640 per- sónuleg atkv. og 9 af landlista, alls 6U9 atkv. Árni Jóhannsson (F.) 312 per- sónuleg atkv. og 25 af landslista, alls 337 atkv. Erlingur Friðjónsson (A.) 227 persónuleg atkv. og 21 af lands- lista, alls 2Í8 atkv. Listi Bændafl. fékk 9 atkv. 9 seðlar ógildir og 1 auður. Reykjavík: A-listi; Alþýðuflokksins, 4989 atkvæði og af landslista 50, alls 5039 atkv. B-listi, Bændaflokksins, 170 átkv. og 13 af landslista, alls 183 atkv. C-listi, Framsjknarflokksins, 790 atkv. og 15 af landslista, alls 805 atkv. D-listi, Kommúnistaflokksins, 1002 atkv. og 12 af landslista, alls 101U atkv. E-listi, Sjálfstæðisflokksins, 7419 atkv. og 106 af landslista, alls 7525 atkv. F-listi, Þjóðernissinna, 215 at- kvæði.- Sjálfstæðisflokkurinn hefir þannig komið að 4 mönnum, óg eru það Magnús. Jónsson, Jakob Möller, Pétur HalHórsson og Sig- wröur Kristjánsscn. Alþýðuflokk- urinn kom að tveimur mönnum og eru það Héðinn Valdemarsson og Sigurjón ólafsson. ógild voru 45 atkvæði og auð- ir seðlar 59. Seyðisfjörður: Haraldur Guðmundsson (A.) kosinn þingmaður kjördæmisins me.ð 288 atkvæðum. Lárus Jóhannesson (S.) fékk 215 atkv. og Jón Rafnsson (K.) 26 atkvæði. Isafjörðiur: Finnur Jónsson (A.) hlaut kosningu með 701 atkv. Torfi Hjartarson (S). fékk 534 atkv. og Eggert Þorbjarnarson (K). 69 atkv. Vestmannaeyjar: Þar hlaut JóKann Þ. Jósefsson ,(S) kosningu með 785 atkv. PáU Þorbjarnarson (A.) fékk 388 at- kv., fsleifur Högnason (K.) 301 atkv. og óskar Halldórsson (Þ.) 64 atkv. Hafnarfjörður: Emil Jónsson (A.) kosinn með 1019 atkv. Þorleifur Jónsson (S.) fékk 719 atkv. og Bj. Bj. (K.) 33 atkvæði. Vestur-Húnavatnssýsla: Hannes Jónsson (B.) var kos- inn þmgmaður með 263 atkvæð- um. Skúli Guðmundsson (F.) fékk 242 atkv. Björn Björnsson (S.) 212 atkvæði. Ingólfur Gunnlaugs- son (K.) 36 atkv. Mýrasýsla: Bjarni Ásgeirsson (F.) var kosinn þingmaður með 481 atkv. Gunnar Ihoroddsen (S.) fékk 398 atkv., Guðjón Benediktsson (K.) 40 atkv. Pétur Þórðarson (B.) 38 atkv. Arngr. Kristjánss. 'A.) 22 atkv. llangávvallasýsla: Kosningu hlutu Jón ólafsson (S.) mcð 856 atkv. og Pétur Mugnwson (S.) með 850 atkv. Séra Sveinbjörn Högnason (F.) hlaut 836 atkv., Helgi Jónasson læknir ^F.) 808 atkv., Svafar Gaðmundsson (B.) 35 atkv., Lár- us Gíslason (B.) 34 atkv., Guð- mundur Pétursson (A.) 34 atkv. og Nikulás Þórðarson (utanfl.) 15 atkv. Austur-Húnavatnssýsla: Þar hlaut kosningu Jón Pálma- son (S.) með UU9 atkvæðum. Jón Jónsson í Stóradal (B.) fékk 329 atkvæði, Hannes Pálsson (F.) 213 atkvæði, Jón Sigurðsson (A.) 29 atkv. og Erling Ellingsen (K.) 15 atkvæði. Fyrra mánudag fóru börn þau, er fullnaðarprófi luku við barnaskólann hér í vor skemmtiferð austur í Þing- eyjarsýslur, undir forystu Snorra Sig- fússonár skólastjóra. Til að leiðbeina ferðafólkinu um Kelduhverfi og Mý- vatn&sveit tjógust í fö'rina Þórarinn Björnsson fiá Víkingavatni, Mennta- skólakenn&ri og Karl Strand stúdent frá Neslöndum. Ferðin stóð yfir í 4 daga og var komið m. a. í Slútnes, Dimmuborgir og Eeykjahlíð við Mý- vatn, og að Asbyrgi og Jökulsá á Fjöll- vmx. Nokkuð var kalt í veðri, en heið- skírt og sólskin alla leiðina, og komu allir sólbrenndir og ánægðir aftur. Innilegt pakklæti vottum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu, við frdfall og jarðarför verzlunarstjóra Pórsteins Sigvaldasonar. Sigvaldi E. Sí- Þorsteinsson. Sigvaldi Sigvaldason, Lunda Jóhannsdóitir. Innlendar fréttir. »Geysir« fór héðan í gærmorg- un áleiðis til Reykjavíkur. Var gert ráð fyrir að syngja á Blönduósi kl. 6 í gærdag og í Borgarnesi kl. 6 í dag. En ferð- inni er í raun og veru heitið á annað söngmót íslenzkra karla- kóra, sem hefst í Reykjavík á fimmtudaginn og stendur yfir til 1. júlí. Samkvæmt tilkynningu sambandsins verða þátttakend- ur þessir: 1. Karlakór Reykja- víkur, songstj. Sigurður Þórðar- son; 2. Karlakór K. F. U. M., Reykjavík, söngstj. Jón Halldórs- son; 3. Karlakór iðnaðarmanna, söngstj. Páll Halldórsson; 4. Karlakór ísafjarðar, söngstj. Jón- as Tómasson; 5. Karlakórinn Vís- ir, Siglufirði, söngstj. Þormóður Eyjólfsson; 6. Karlakórinn Geys- ir, Akureyri, söngstj. Ingimundur Árnason; 7. Karlakórinn Bragi, Seyðisfirði, söngstj. Jón Vigfús- son. Aðalsöngstjóri: Jón Hall- dórsson. Væntanlega verða haldn- ir 3 innikonsertar og einn útikon- sert, ef veður leyfir. Tilhögunin verður þannig, að hver einstakur kór syngur sérstaklega og svo all- ir saman (landskorinn) og syng- ur landskórinn eitt lag undir stjórn hvers söngstjóra. Á söng- skránni verða 60^—70 lög eftir innlend og erlend tónskáld. Með »Geysi« fór Björgvin Guð- mundsson tónskáld. Einsöngvari Geysis í förinni verður Gunnar Pálsson. Einsöngvari Vísis verð- ur Aage Schiöth. Nýjar tónsmiðar. Eg hefi nokkrum sihnum í ís- lenzkum blöðum séð minnst á ný- útkomnar tónsmíðar. Þetta er sjálfsögð kurteisi blaðanna við íslenzk tónskáld, sem eiga mjög erfitt uppdráttar, og það er engu síður nauðsynlegt að beina at- hygli lesendanna að nýútkomn- um tónsmíðum, en nýútkomnum bókum; hvorttveggja er ávöxtur andans og þjöðinni til heilla, ef góður er, og ég vona, að íslenzk skáld gefi þjóð sinni aðeins það bezta, sem andi þeirra fær skapað. Eg hefi hvergi séð minnst á »Þrjú einsöngslög« eftir Áskel Snorrason, sem komin eru út fyr- ir nokkru, og vil ég því leyfa mér að benda mönnum á þau. Hljóm- fræðilegur frágangur laganna er ágætur og bygging prýðileg sér- staklega á fyrsta og síðasta lag- inu. Tvö lögin hafa verið sungin opinberlega og annað þeirra, Sól- kveðja, þegar orðið fólki hugljúft og hin tvö eiga vonandi aítir /að. verða það. Prentsmiðjufrágangur laganna er sömuleiðis ágætur enda er það þekktur maður á því sviði, sem séð hefur um útgáfuna, en þó hafa slæðst inn í tvær prentvillur, og önnur nokkuð meinleg, sem verða að teljast pi-entvillupúkanum til syndar. Áskell Snorrason er þekktur hér á Akmeyri fyrir mikið og samvizkusamlega unnið starf í þágu hljómlistarinnar, eg veit því að lög hrns <verða vinsæl, mikið sungin, spiluð og keypt, því að eiit af aðalskilyrðunum til þess, að íslenzka þjóðin eign- iat tónskáld, er. að hún kaupi tónsmíðai þeirra. Karl O. Runólfsson. Innilegt þakklæti, öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð, við fráfall og jarðarför litlu stúlk- unnar okkar. Friðfinna Hrólfsdóttir. Viktor Krist/dnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.