Dagur - 28.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 28.06.1934, Blaðsíða 2
200 ÐAGUR 72. tbl Vinnufatnaður, mest úrval, lægst verð. Brauns Verzlun Páll Sigurgeirssion. skvompum gefa þessum bletti Mývatnshrauna þann undra- og ævintýrasvip, er orð fá ekki lýst. Börnin eru hugfangin. Þau hlaupa milli hraunstrókanna og skríða inn í skvompurnar, inn í hellana, koma út um göt í margra faðma fjarlægð, æpa og kalla af fögnuði og mynda allt meðan filman hrekkur. En gát þarf að hafa á hópnum, svo ekkert týnist fog villist í þessu undralandi. — Eftir 2 klukkustunda dvöl kveð- ur hljóðpípan allan hópinn sam- an til brottferðar. Og nú er geng- ið til Geiteyjarstrandar og stigið á skipin á ný. Síðan er siglt um kvöldið að Höfða, inn á milli eyj- anna, inn í vogana og smakkað á »hvannanjólanum« og glímt við að þekkja allar andategundirnar, sem þama búa. Og nú skilja leiðir. Allt kven- fólkið fer í annan bátinn, og held- ur til gistingar að Grænavatni, undir umsjön konu minnar, sem með er í förinni, en karlar allir til Skútustaða. Og svo er mælt sér mót daginn eftir í Reykjahlíð. — Allt gengur eins og í sögu. Hvorttveggja flokkarnir eiga á- gæta nótt hjá inndælu fólki, er sýnir mikla rausn og alúð og um- hyggju, sem ekki verður goldin í gulli einu saman. — Snemma morguns, 19. júní, er risið úr rekkju á Skútustöðum, því drengirnir vilja sjá Þang- brandarpoll, Paradís og Skútu- helli, áður en lagt er af stáð. Og það tekst. Þá er snæddur árbítur og síðan stigið á skip og erum við nú rúman klukkutíma að Reykja- hlíð. Er þar heilsað upp á hús- bændur, er taka okkur með al- úð og gleði. Er byrjað á að skoða hraunið kringum kirkjuna, sem rann þar fyrir rúmum 200 árum, tók af bæinn, en hlífði kirkjunni á undursamlegan hátt. Síðan gengið að Stórugjá, sem þar er spottakorn frá bænum, og hún skoðuð. Er sú jarðsprunga djúp og merkileg og hvarf allur hópur- inn á augabragði í gjána. Var nú klifrað og skriðið um gjótur og stalla, kallað og sungið, en undr- unararópin bergmáluðu í gjánni. Ódýrt r Kv. buxur frá kr. 0.90 - skyrtur - - 0,90 - sokkar - - 0.90 Corselet - - 2.90 Kaupfél. Eyfirðinga /\ Vefnaðarvörudeild. I j <zxz>o<xoo Og er blásið var til brottgöngu, þótti vissara að telja »lömbin« uppúr gjánni. Og er allt var heimt, var gengið að hinum mikla helli við túnjaðar Reykjahlíðar, sem talinn er að geta rúmað allt að 1000 fjár. Þar hurfu börnin i jörð niður, gengu þar um og komu upp um ýms göt hér og þar og þótti þetta heldur en ekki skrítið og skemmtilegt og mun flestum ógleymanlegt. — Nú er stigið á skipin og haldið í Slút- nes, sem þar er skammt undan landi. Þar er bóndinn á Gríms- stöðum fyrir í eggjaleit. Hann leyfir okkur landgöngu á þessari undurfögru eyju. Börnin hlaupa þar milli runnanna, lesa blóm í lággróðrinum, horfa á fugla í hreiðrum og dást að fegurðinni. Rifjað er upp kvæði Einars Ben. um Slútnes og þykir öllum, sem Einar hafi þar ekkert oflofað. (Framh.) ÚTVARPIÐ. Fimmtud. 28. júni: kl. -18 Synodus-* messa í Dómkirkjunni og' prestvíglsa, séra Ófeigur Vigfússon prédikar. Kl. 19.20 Dagskrá næstu viku. Kl. 20.30 Synodus-erindi í Dómkirkjunni. Kl. 21.15 Útvarpshljómsveitin. Einsöng- ur: Þorbjörg Ingólfsdóttir. Danzlög. Föstudaginn 29. júní: Kl. 20.30 Syno- duserindi í Dómkirkjunni. Kl. 21 Grammofóntónleikar. Félagar unglingastúkunnar Akur- lilja nr. 2 hafa ákveðið að fara skemmtiferð sunnudaginn 1. júlí n. k. í Vaglaskóg. Lagt verður af stað frá Skjaldborg kl. 8 f. h. ■imwrowHWwniHM Snarlriii triai t?ija, gleymið ekki að líta á hinn fjölbreytta sumarvarn- ing, sem nú er nýkominn. — Fallegir kvenkjólar kosta nú aðeins frá kr. 12.00. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. i Saumavélarnar HUSQVARNA og JUNO eru áreiðanlega beztar. Samband ísl. samvinnufélaqa. L J Gúmmíborðduka ■ í ýmsum fallegum litum mjög hentuga í sumarönn- unum höfum við nú fengið. — Verð frá kr. 2.80. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. Akureyrarbær. DffÁTTARVEXTIR falla á fyrri hluta útsvara í Akureyrarkaupstað árið 1934, ef eigi er greitt fyrir 1. Júlí næstkomandi. Dráttarvextirnir eru \% á mánuði og reikn- ast frá 1. Maí þ. á. Bæjargjaldkerinn. Þeir, sem gert hafa kröfur á þá menn í Eyjafjarðarsýslu, sem sótt hafa um lán úr Kreppulánasjóði, eru hér með áminntir um, að fá umboðsmenn í Reykjavik til að mæta fyrir sína hönd á skuldaskilafundum og undirskrifa samninga. Umboðunum verður veitt móttaka í Útibúi Búnaðarbankans og þurfa þau að afhendast fyrir 15. n. m. Akureyri 26. júnf 1934. Bernh. Stefánsson. Athygli manna skal hér með beint Kitstjóri: Ingimar Eydal. að auglýsingu með yf irskrif tinni: Fréttaritstjóri. »Kröfur til Kreppulánasjóðs«, sem birtist í þessu blaði. Er áríðandi fyrir Sigfús Halldórs frá Höfnum. hlutaðeig. að athuga efni hennar vel. Prentsmiðja Odds Bjömssonax. <

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.