Dagur - 30.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 30.06.1934, Blaðsíða 2
202 DAGUE 73. tbl. Bambusstengurnar marg eftirspurðu af ýmsum stærðum eru nú komnar aftur. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. Nýkomið: mikið úrval af skjalaveskjum, kventöskum, kven- veskjum, karlmannaveskjum og peningapyngjum. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. dagurinn, fimmtudagurinn 21. júní. Kl. 81/2 að morgni er sezt undir kirkjugarðinn og opnaðar nestistöskurnar, en prestsfrúin eys 1 okkur sjóðheitu kakaóinu. Veðrið er kalt og bjart, en sólin yljar óðum loft og láð. Og kl. 9 eru ágætir húsráðendur kvaddir með kærri þökk og ekið af stað heim á leið. Stanzað er við Keldu- nes og Skúla fógeta minnst. Á Víkingavatni er kvenþjóðin tekin og eftir að hafa kvatt húsmóður- ina ágætu með vinsemd og virkt- um, og hrópað ferfalt húrra fyrir bæ og héraði, var ekið úr hlaði og brunað í áttina til heiðarinn- ar, yfir heiðina og til Húsavíkur og komið þar kl. V/2 e. h. Var það afar fljót ferð og ólíkt betri en börnin fengu 1932, þegar þau komu að austan, en þá voru þau 10 stundir milli byggða í snjó og illviðri. — En lánið lék við okk- ur. Á Húsavík var okkur búin kaffi- og mjólkur-veizla í barna- skólanum og höfðu kennararnir, Benedikt Björnsson, skólastjóri, Egill Þorláksson og Jóhannes Guðmundsson annast það. Settumst við þar til borðs létt í lund, hrifin af gestrisni og al- úð fólksins. Voru þar ræður haldnar og sungið. Og er því var lokið, var enn sezt í bílana og ek- ið að bókhlöðu Húsvíkinga, fall- egu og sérstæðu húsi. Þar á tröppunum minntist fararstjóri þessa merkilega menningarvirkis og þá helzt forstjóra safnsins, Benedikts frá Auðnum, er stóð þar við hlið honum, og telja má einn merkasta mann þessa lands. Var Benedikt og Húsvíkingar að lokum hylltir með kröftugum búrrahrópum og þeim innilega þökkuð fádæma alúð og gestrisni. Var svo þeyst úr hlaði, stanzað í Aðaldalshrauni og skoðaður hinn frægi, holi hraunhóll, og síðan ekið beina leið að Lauga- skóla. Var litast þar um, og síð- an ekið að Fosshóli. Þar var þömbuð mjólk og etnar nestis- leyíar. Þá var ekið í Vaglaskóg, stanzað þar og svo lagt upp í síð- asta áfangann. — Og er komið var á brún Vaðlaheiðar og Akur- eyri blasti við, laust upp fagnað- arópi úr hverjum bíl, því þrátt fyrir alla dýrð hins ágæta ferða- lags, er þó yndislegt að koma aftur heim hress og glaður til mömmu og pabba og allra vina og frænda, og þar býst ég við, að leyst hafi verið frá skjóðunni. En til Akureyrar var komið kl. 9/2 að kveldi, eða 12% klst. eftir að farið var úr hlaðinu á Skinna- stað í Axarfirði, og hafði þó ver- ið tafið á leiðinni um 4% klst. — Slíkar eru nú samgöngur orðn- ar á Islandi. Náms- og skemmtiför bam- anna er lokið. Til hennar var mikið hlakkað. Engar vonir brugðust. Börnin komu allsstaðar prýðilega fram og fólk allt tók þeim með kostum og kynjum. — Fyrir það þakka ég af alhug í nafni allra foreldra og bæjarins í heild. Veðrið var ágætt. Enginn veiktist, og varla sáust þreytu- merki á nokkru barni. — Og minningarnar úr þessari för munum við öll geyma lengi í Ijúfri endurminningu. Og alveg vafalaust mun slílc för auka börn- unum þroska og víðsýni og treysta »islenzka« þáttinn í eðli þeirra, — lífi, og starfi. — Og það er fyrst og fremst aðalmark- mið þessara náms- og skemmti- ferða. Snorri Sigfússon. Nú á tímum er mikið talað um sveitabúskapinn — bændurna — getu þeirra, en þó sérstaklega getuleysi. Það er vaninn að mikið sé rætt um þessi mál. Fjárhag margra bænda virðist vera þann veg farið, að ósýnt megi telja, hvort framtíð þeirra sem sveita- bænda sé ekki fallin að fótum fram. Hinsvegar dylst það engum rétthugsandi manni, að hlutföll atvinnuveganna mega alls ekki raskast frá vissu marki til þess að þjóðinni farnist vel. Sveitabú- skapurinn var að klæðast úr reif- unum; það rofaði fyrir nýjum möguleikum, nýjum leiðum. — Margur færðist mikið í fang, því margt og mikið þurfti að gera. Áhugi bænda reis sem háreist úthafsalda og flæddi yfir byggð- ir og ból. Bæir voru reistir og brotið land til ræktunar. Túnin stækkuðu og þúfunum fækkaði. Þar sem áður voru holt og móar, mýrar og jafnvel melar, liðast nú góðgresið. Vonirnar tengdust þessum glæsilegu umskiftum — en þá kom útsogið — verðfallið, sem sogaði með sér megin þorra íslenzkra bænda í skuldafenið hyldjúpa. Sem betur fór hefir þó all- mörgum bændum heppnast að finna fótum sínum forráð, með framsýni og fyrirhyggju. Eins þessa bónda vil ég að nokkru geta, og þess, sem hann hefir framkvæmt, meðan sem mest hefir á móti blásið. Það er Stefán Ingjaldsson, bóndi í Hvammi í Höfðahverfi. Vorið 1923 flutti Stefán á þessa jörð og kvæntist þá ekkj- unni Sigurlaugu Jóhannesdóttur, sem þar bjó og hafði eignarhald á jörðinni. Þar var sem víða ann- arsstaðar gamall og lélegur bær, óslétt tún og litlar girðingar, — yfirleitt mjög lítil mannvirki. Eftir þessi 10 ár er fróðlegt að litast þar um, og sjá hinar stór- felldu breytingar, sem þar hafa orðið. Eitt það fyrsta, sem maður sér, er hið stóra íbúðarhús úr steini, gert með tvöföldum veggj- um og miðstöðvar upphitun. Raf- stöð er þar byggð til suðu og ljósa fyrir heimilið og auk þcss leitt þaðan til ljósa á næstu tvo bæi og skólahús sveitarinnar. Þá er steypt fjárhús undir járnþaki yfir 100 fjár, ennfremur byggt fjós, áburðarhús og- safnþró úr steini. Þá blasir nýræktin við. — Þar sem áður vor grasgisnar mýrar, er nú búið að grafa nær tveggja kílómetra langa skurði og lokræsi og gera að tööuvelli, um 25 dagsláttur. Vírnetsgirðing- ar umlykja nú að mestu tún og engjar jarðarinnar. En það sem vekur sérstaklega aðdáun hjá manni á þessum miklu framkvæmdum, er það, að búreksturinn sjálfur ber þær uppi án skuldaraukningar, enda furðu lítil vinna verið aökeypt. Þau hjón hafa með sameigin- legri óbilandi trú á gróðurmagn jarðar starfað sem einn maður að framantöldum framkvæmdum. Enginn gengur þess dulinn, er lítur slíkar framkvæmdir, eftir jafn skamman tíma, að þær eru ekki afkast 8 stunda vinnu á sól- arhring, heldur óslítandi elju og atorku, cinhuga og djarfhuga manns. Vel sé þessum hjónum fyrir stórt starf. Vel sé hverjum þeim, sem fórn- ar lífi og kröftum til að klæða landið, til að sanna mönnum, að þeir eiga að »elska byggja og treysta á landið«. Kunnugur. Degi væri þökk á að fá fleiri greinar sem þessa um framtaks- semi einstakra bænda á bújörð- um sínum. Ritstj. Karlakór Akureyrwr. Æfing í fyrra- niálið kl. 10.30. — Fjölmennið. Fimmburar. Kíanadisk bóndakona, Oliva Di- onne að nafni, eignaðist fimm- bura fyrir stuttu síðan. Voru það allt stúlkur og heilsaðist þeim vel að sögn. Áður áttu hjónin fimm börn og var það elzta þeirra 7 ára, svo nú eiga þau 10 barna hóp innan 8 ára aldurs. Mælt er að. faðirinn hafi orðið mjög áhyggjufullur út ^if þessum óvænta barnahóp. Talið er, að þessi fimmbarna- fæðing sé met fyrir Kanada og þó víðar væri leitað, en þetta hef- ir þó þekkst fyrri, og fyrir fáum árum átti kona í Buenos Aires í S.-Ameríku sexbura. N. dagbl. Morrænn fu.ndur var haldinn síðastl. sunnudag á Skamlingsbakken og sóttu hann um 25 þúsundir manna. Fulltrúar frá öllum norrænu þjóðunum töl- uðu þar, og talaði Gunnar Gunn- arsson skáld fyrir hönd íslands. Ritstjóri Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.