Dagur - 07.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 07.08.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár. í ^Afgreiðslan et hjá JÖNI Þ. ÞOE, Noröurgötu3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.dea. Akureyri 7. ágúst 1934, 89. tbl. Friðarhorfur í Evrópu. Kyrrt má heita að hafi verið fyrirfarandi daga í Evrópu, að minnsta kosti á yfirborðinu. Allt fram að þessu hafa þó verið smá- skærur í Austurríki, milli nazista og stjórnarhersins, og lítur út fyrir, að byltingartilraunirnar þar háfi verið miklu víðtækari, en fréttir hafa á kveðið. Fjöldi uppreistarmanna — að því er fréttir herma yfir 3000 — hafa bjargað sér á flótta yfir landa- mæri Jugo-Slavíu. Schuschnigg, hinn nýi kanslari Austurríkis, er talinn mjög gætinn maður, enda var hann sérstaklega kjörinn með það fyrir augum, því Stahrem- berg fursti, foringi Heimvehr- manna, sem að vísu mun hafa haft meira innaniandsfylgi, var álitinn ótryggari til varðveizlu friðar, bæði innanlands og utan. Enda þótt þannig megi segja, að fullur friður sé í Evrópulönd- unum í svipinn, er þó langt frá, að útlitið sé glæsilegt, og ber margt til þess. Fyrst og fremst líta margir kvíðvænum augum til framtíðar- skipunar mála í Þýzkalandi. Hin- denburg, hinn nýlátni forseti, og hershöfðinginn sigursæli, hefir verið átrúnaðargoð þjóðar sinn- ar, og er enginn efi á því, að hann hefir verið sá maðurinn, sem mest og bezt ber að þakka, að þýzka ríkið ekki hefir sundr- azt- af innanlandsdeilum.. En nú óttast menn, þegar hann er fall- inn frá, að til stærri atburða kunni að draga, ekki einungis vegna pólitískra klofninga, held- ur, og jafnvel frekar, vegna hins örðuga fjárhags þýzka ríkisins. Hefir nú gengið svo langt, að ýms erlend verzlunarhús, er mik- ið hafa við Þýzkaland verzlað - - þar á meðal baðmullarverksmi'' ur í Englandi, — hafa stöðvað viðskipti sín við Þýzkaland, þar til greiðslujöfnuður fæst. Þá er ennfremur langt frá því, að hægt sé að segja að málum Austurríkis sé ráðið til friðvæn- legra lykta, þó kyrrt sé þar á yf- irborðinu. Á fyrirfarandi árum hafa þrjú nágrannaríkin, Þýzka- land, ítalía og Frakkland haft nánar gætur á stefnum og straumum í Austurríki. Það hef- ir lengi verið draumur Hitlers að sameina Austurríki og Þýzka- íand,endaerþað opinberlega vitað að ein sérstökútvarpsstöðíÞýzka- Jandi hefir unnið að þvl eingöngu, að útbreiða nazisma í Austurríki. Að vísu hefir Hitler nú nýskeð neitað allri hlutdeild í starfsemi þessarar útbreiðslustöðvar og þegar vikið útvarpsstjóranum frá starfi sínu, en hjá því gat hann auðvitað ekki komizt, eins og sak-. ir stóðu. Á hinn bóginn hefir Mussolini gert allt sem hann hef- ir getað til að fyrirbyggja sam- einingu Austurríkis og Þýzka- lands, og stendur enn á landa- mærum Austurríkis með her manna, reiðubúinn að hefjast handa »til hjálpar Austurríki« ef nokkrar frekari óeirðir verða. í sjálfu Austurríki eru eðlilega miklar æsingar og beinast þær sérstaklega gegn Þýzkalandi. Víða festa menn upp spjöld á húsum og götuhornum með ó- kvæðisorðum um Þjóðverja, er þeir kalla »hina raunverulegu morðingja« Dolfuss. Þá • hefir Frakkland, sem á geysimikilla fjárhagsmála að gæta í Austurríki, stöðugt verið á verði gegn því, að það gengi annaðhvort ítaííu eða Þýzkalandi á hönd. Má því með sanni segja, að boginn sé svo spenntur, að hin minnsta hreyfing í Austurríki geti komið allri álfunni í bál og brand. Þá glæðir það ekki friðarhorf- urnar hversu mjög stórþjóðirnar leggja kapp á að auka flota sína, og þá sérstaklega flugflota. Bæði England og Bandaríkin hafa í hyggju stórkostlega aukningu flugflota sinna, og nýlega hefir verið gefin 1200 millj. líra fjár- heimild til aukningar ítalska flugflotans. Loks má hér minnast á hin frægu orð Stanley Bald- wins,um að »landamæri Englands séu við Rín«. Þessi orð hans hafa flogið eins og eldur í sinu um all- an heim, og vakið feikna athygli, sem dulbúin styrjaldarhótun. Þó skýra margir þessi orð Baldwins á þá lund, að hann hafi þar átt við sameiginleg áhugamál Frakk- lands og Englands, þannig, að hann telji þau svo náin, að landa- mæri Frakklands og Þýzkalands megi í reyndinni kalla landamæri Englands líka. Hné líka síðari hluti ræðu hans eindregið í frið- arátt. Eitt hundrað Áv eru nú liðin frá afnámi þræla- halds í brezku samveldislöndun- um. Var þessa víða minnzt með samkoraum og rseðuhöldum. De Valera neitar. Næstkomandi vor munu fara fram mikil hátíðahöld í Englandi, i tilefni af því að þá er liðinn ald- arfjórðungur síðan Georg V. Bretakonungur tók við völdum. Hefir undirbúningur þegar verið hafinn undir þessi hátíðahöld. Forsætisráðherrum brezku sam- veldislandanna hefir verið boðin þátttaka og hefir De Valera, for- seti frlands, þegar svarað og til- kynnt að hann muni ekki sitja hátíðahöld þessi. Þurrkar i Þýzkalandi, Útlit er fyrir stórkostlegan uppskerubrest í Þýzkalandi vegna þurrka, er þar hafa gengið í sumar. úrkoma hafði verið tveim þriðju minni en venjulega frá maíbyrjun og fram í miðjan júhV og álitið að uppskera verði 20— 30% minni en í fyrra. Mun þó stjórnin hafa í hyggju að láta þetta ekki hafa nein veruleg áhrif á verðlagið, og eru það vonbrigði fyrir bændur, þar sem þeir höfðu gert sér vonir um að uppskeru- bresturinn yrði ekki eins tilfinn- anlegur vegna verðhækkunar. Bílslys aukast. Skýrslur frá Bandaríkjunum sýna, að bílslys hafa aukizt þar stórkostlega síðan bannlögin voru afnumin. Þó að bílslysum af öðr- um ástæðum hafi sumstaðar fjölgað nokkuð, hafa þau, er or- sakast hafa vegna neyzlu áfengra drykkja aukizt allt að 25% í ýmsum borgum. Tveir konsertar. (Niðurl.). Ungfrú Jóhanna Jóhannsdóttir hafði einungis Schubert-hlutvérk á söngskrá sinni. Fyrsti kaflinn voru fjögur lög úr hinni rómuðu »Meyjaskemmu«, er leikin var í Reykjavík síðastliðinn vetur við mikið lof og geysi-aðsókn, með ungfrú Jóhönnu í aðal kvenhlut- verkinu. Það er f jarri mér að á- fellast ungfrúna fyrir að taka þessi lög á söngskrá sína, þyí vitanlegt var, að fólk hér fýsti mjög að heyra þau — og senni- legast hafa þau verið sæmilegur smekkbætir í viðburðarás óper- ettunnar. En á konsert reyndust þau alveg gagnslaus. Bœði lög og Það tilkynnist að Jakob Snorrason frá Steðja andaðist 3. þ. m. að heimili sínu Norðurgötu 31. — Jarðarförin er ákveðin laugardaginn 11. þ. m. að Möðruvöllum í Hörgárdal, en hefst með kveðjuathöfn kl. 1 e. h. að heimili hins látna, Akureyri, 6. ágúst 1934. Möðir 0« systkini. útsetningar var hið mesta úthey, en þó tóku textarnir steininn úr. Furðulegri smíðisgripi hefi ég ekki heyrt. Þar »rak sig allt á annars horn, eins og graðpening hendir vorn«; áherzlur lags og ljóðs stönguðust á hinum undar- legustu víxlsporum og gekk það sumstaðar svo langt, að ekki var laust við að gaman yrði af, þó að á annan hátt væri, en til var ætlazt. Úr því ég minntist á texta> kemst ég ekki hjá, að víkja nokkrum orðum að textunum við miðkafla söngskrárinnar. Þeir voru allir þýddir á íslenzku, að vísu miklu miskunnsamlegar, en óperettutextarnir, en þó mjög ó- fullnægjandi, Réttmæti lagatexta- þýðinga, yfirleitt, er mál, sem mjög orkar tvímælis, en er ekki tóm að tala um hér. En þar sem að orð og tónar eru í eins inni- legum blóðtengslum, eins og í þessum lögum Schuberts, er á- reiðanlega mjög misráðið að nota þýðingar. Væri þá miklu betra að prenta í söngskrá, eða segja af söngpallinum, aðalinntak kvæð- anna, fólki til leiðbeiningar. Ann- ars áttu báðir seinni liðir söng- skrárinnar sammerkt í því, að þar voru tóm úrvalslög. Lög, sem að hvarvetna erU fastur og mik- ilsverður liður á verkefnaskrám hinna beztu konsertsöngvara heimsins, karla og kvenna. En hvað er það nú, sem gerir þau verðugt viðfangsefni hinna beztu listamanna? Falleg eru þau nátt- • úrlega, yndisfögur. En sama er að segja um ótölulegan urmul ann- ara laga, svo fegurðin ein getur það ekki verið. Nei, það sem að gefur þessum hljóðlátu, fyrir- ferðarlitlu lögum aðalgildi sitt, eru hinar dularfullu fjarvíddir þeirra, sem gefa rúm fyrir tján- ingu hinna fjarskyldustu kenzla mannssálarinnar, allt frá dýpstu sorg til hæstu nautnar. En ef þessir eiginleikar þeirra eiga að njóta sín, verður listamaðurinn, líka að leggja í þau sína innstu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.