Dagur - 11.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 11.08.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhaims- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII . ár. I ^Afgreiðslan »r hjá JONI Þ. ÞOR. Norðurgötu 3. Talsími llí. Úppsögn, bundii: við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 11. ágúst 1934. 91. tbl. Bráðabirgðalög um ráðstafan- ir fyrir viðskiptum með slátur- fjárafurðir hefir landbúnaðarráðuneytið gefið út, og voru þau undirskrifuð af konungi 9.þ,m. Bráðabirgðalögin eru í 15 gr., og ákveður 1. gr. þeirra að skip- uð skuli 5 manna nefnd til þess að annast viðskipti með slátur- fjárafurðir og verðlag þeirra innanlands — Nefnist þessi nefnd kjötverðlagsnefnd. — Fer kosning hennar þannig fram, að Samband íslenzkra samvinnu- félaga kýs einn mann, Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Borg- firðinga í sameiningu einn mann, Landssamband iðnaðarmanna einn, Alþýðusamband íslands einn og landbúnaðarráðherra einn. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Aðalstarf hennar verður að ákveða verðlag sláturfjárafurða, bæði í heildsölu og smásölu. Má enginn einstak- lingur eða stofnun slátra fé nema með leyfi nefndarinnar, og veitir hún leyfi til eins árs í senn. For- gangsrétt til slátrunar hafa kaup- félög og verzlanir, sem rekið hafa sláturhús fyrir 1933. Nefndin kveður á um hámark þess, er hver einstök stofnun má slátra. Hver, sem leyfi fær til slátrunar, skal gjalda verðjöfnunar tillag af kjötmagninu, og nemur það tillag allt að 8 aurum á hvert kg. kjöts. Innheimtir verðlagsnefnd gjald þetta og leggur í sérstakan sjóð, er varið er til verðuppbótar á út- fluttu dilkakjöti og fyrirgreiðslu á innanlandssölu eftir nánari á- kvæðum bráðabirgðalaganna. Auk sauðakjöts gefa bráðabirgðalög þessi einnig heimild til samskon- ar meðferðar á nautakjöti, ef ráðuneytinu þykir þess með þurfa- Ein hitabylgjan enn geysar riú*I Bandaríkjunum. Hef- ir hún þegar valdið afarmiklum skemmdum á uppskeru, og hefir stjórnin gert víðtækar ráðstafan- ir til hjálpar bændum á hita- bylgjusvæðinu. f fylkinu Kansas hefir hitinn komizt upp í 42° C- Pýzka stjórnin hefir nú gert gangskör að því, að taka fyrir undirróðursstarfsemi þá, er rekin hefir verið af Naz- istum í Munchen, og aðallega beint til Austurríkis. Hafa marg- ir menn verið teknir fastir, er að starfsemi þessari stóðu, og full- yrðir þýzka stjórnin að hún sé búin að taka fyrir rætur undir- róðursins. Hefir þessu verið mjög vel tekið í Austurríki, og almennt álitið að þessar ráðstafanir þýzku stjórnarinnar muni styrkja vin- áttuna við Austurríki. f tilefni af Kinni nýju »ríkis- leiðtoga«-tign Hitlers, hefir hann gefið ýmsum pólitískum föngum upp sakir. Eru þetta þó aðallega minniháttar afbrotamenn, sem gert hafa sig seka um óvirðulegt umtal um Hitler eða stjórnina, og ýmsar slíkar smáyfirsjónir. Undrajlugvélin. Við lestur greinarinnar um hina dularfullu flugvél í blaðinu á fimmtudaginn, rifjaðist • það upp fyrir manni einum utan úr sveit vestan Eyjafjarðar, að hann ásamt fleira fólki hafi heyrt til flugvélar þennan sama dag, að hann hyggur, er hann starfaði að heyvinnu. Nánari fregnir mun blaðið flytja um þetta bráðlega, og einskis láta ófreistað, til að útvega upplýsingar um þetta ein- kennilega mál. Væri blaðinu þökk á því, ef fleiri hefðu orðið varir við umrædda flugvél, að þeir til- kynntu því það hið fyrsta. Ver&mxti útfluttra afurða fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs nam 16,173,290 kr., eða 4% meira en fyrir sömu tímalengd í fyrra. Verðmæti inn- fluttra afurða er á sama tíma 24.546.272 krónur. lnnjlutningstakmarkan- ir á fiskL Tilkynning kom í gær í útvarp- inu frá stjórnarráðinu um, að vegna innflutningstakmarkana á fiski til Bretlands og Þýzkalands verði allir, er fisk ætla að selja til þessara landa, að senda beiðni um útflutningsleyfi að minnsta kosti einni viku fyrirfram. Skal í beiðninni tilgreint fiskimagn og nafn skipsins, ef sama skip flyt- ur út, sem veitt hefir fiskinn og ennfremur nafn móttakenda. Á nýjum leiðum. (NiðurL). Haraldur Björnsson leikari kenndi upplestur eða framsagnar- list og var að því gerður ágætur rómur. Frú Arnheiður Jónsdóttir kenndi pappírsvinnu allskonar. Það er afar fjölbreytt og merki- leg grein skólavinnunnar, sem einkum er notuð í neðri bekkjum skólanna, og er talin að hafa geysimikið uppeldislegt gildi. Þá áttu námskeiðsmenn kost á því, að kynnast smábarnakennslu í vorskóia fsaks Jónssonar og vor- skóla Austurbæjarskólans í Rvík. Auk þess áttu menn kost á að fá leiðbeiningu í skriftarkennslu, og útskurði myndamóta í linole- uni, sem mjög er nú farið að nota við vinnubókagerð, þar sem hún hefir verið upp tekin. Enginn gat tekið þátt í þessu öJlu, en svo mikið er víst, að vel var unnið og flestir reyndu að komast yfir það, sem þeim var mögulegt. Langflestir unnu því nær sleitulaust frá því kl. 8 á morgnana og stundum langt fram á kvöld, annaðhvort á námsskeið- inu og sýningunni og var sann- arlega hressandi að horfa á þann vinnuákafa og vonandi að þessir mörgu kennarar flytji drjúgan skerf af honum heim í skólana sína, svo að vinnugleðin komi í stað námsleiðans, sem því miður hefir hvílt eins og skuggi yfir mörgum skólunum okkar. Flesta daga á meðan náms- skeiðið stóð yfir, voru flutt erindi eða haldnir umræðufundir. Þessir fluttu erindi á námsskeiðinu: Steingrímur Arason, kennara- skólakennari, dr. Gunnlaugur Claessen, læknir, Paul Möller, forstöðumaður danska skólasafns- ins, Hannes J. Magnússon, ísak Jónsson, kennari, Reykjavík, Árni Friðriksson, náttúrufræðingur, Aðaísteinn Sigmundsson, kennari, Reykjavík, Valdemar ösurarson, kennari í Sandgerði, Friðrik Hjartar, skólastjóri á Siglufirði, Jóhannes Áskelsson, jarðfræðing- ur og Sigurður Thorlacius, skóla- stjóri í Reykjavík. Flest voru þessi erindi um uppeldi og kennslumál. Auk þessa flutfu er- indi í útvarpið á vegum kennara- sambandsins þessa daga: Ásgeir Ásgeirsson, forsætisráðherra, Að- alsteinn Eiríksson, kennari, Rvík, Guðjón Guðjónsson, skólastjóri í Hafnarfirði, Aðalsteinn Sig- mundsson og Snorri Sigfússon, skólastjóri á Akureyri. Tvær ferðir voru farnar meðan á námsskeiðinu stóð, önnur um nágrenni Reykjavíkur undir leið- sögu Jóhannesar Áskelssonar, jarðfræðings, en hin til Þingvalla á Jónsmessudag, og þar flutti Pálmi Hannesson rektor erindi að Lögbergi um myndun og sögu' Þingvalla, og byrjaði sögu sína 70 þús. ár aftur í tímanum. Fimmtudaginn 28. júní var námsskeiðinu slitið og þótti flest- um tíminn hafa verið of stuttur og sama kvöldið var kennaraþing- ið sett í Iðnó og stóð það yfir í rúma 4 daga. Þingið munu hafa setið um 150 kennarar víðsvegar að af landinu, og munu aldrei jafnmargir kennarar hafa verið samankomnir í Reykjavík eins og um þessar mundir Fjöldi mála var til umræðu á þinginu, en hin merkustu voru: Málgagn stéttarinnar, launamáfið og skipulagning félagsmála. stétt- arinnar. Því máli lauk svo, að framvegis munu haldin árleg full- trúaþing í stað hinna almennu þinga og svo almenn uppeldis- málaþing t. d. þriðja hvert ár. Erindi fluttu á þinginu: Sver- ker Stubelius, Jóhann Karlsoy, kennari frá Færeyjum, sem var gestur kennarasambandsins, Osk- ar Olsson, hátemplar og Stein- grímur Arason. Þinginu var slitið með kaffi- samsæti í húsi Oddfélaga. Þar voru ræður fluttar, fleiri en tölu yrði á komið, sungið og að lok- um dansað fram á nótt. Það var ekki alltaf bjart yfir Reykjavík þessa júnídaga, en það var gróandi í náttúrunni og það var líka sýnilegur gróandi bæði J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.