Dagur - 28.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 28.08.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. jfiií. XVII •-•• • *.••'• • . ár. í »-•-••-••-• - Afgreiðsían •r hjá JÖNI Þ. ÞOR, Norðurgötu 3. Talslmi 111. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiöslumanns fyrir 1. dea. ¦i » » • • * •-•¦-• Akureyri 28. ágúst 1934. 98. tbl. Meistaramót 1 S. í. hófst fyrra laugardag í Reykja- vík. Var keppt þann dag í þess- um íþróttum.: 100, 800 og 5000 metra hlaupi, þrístökki, kringlu- varpi og boðhlaupi, 4X100 metra. Þessir urðu íslandsmeistarar: Garðar Gíslason (K. R.) í 100 metra hlaupi, 11.4 sek; ólafur Guðmundsson (K. R.) í 800 m. hlaupi, á 2 mín. 8.8 sek.; Sverrir Jóhannesson (Vestm.eyj.) í 5000 m. hlaupi, á 17 mín. 38 sek.; Davíð Loftsson (Vestm.eyj.) í þrístökki; Júlíus Snorrason (Vestm.eyj.) í kringluvarpi, kast- aði 35,69 metra; Knattspyrnufé- lag Reykjavíkur í 4X100 m. boð- hlaupi á 48,6 sek. Meistaramótinu verður haldið áfram næstu daga. ÍI Nýlega hefir komist upp afar mikið launbrugg í Höfnum syðra. Hafði hreppstjórinn þar, ólafur Ketilsson, sterkan grun um að mikil bruggun færi þar fram, svo að hann kvaddi sér til aðstoðar 3 lögreglumenn úr Reykjavik og gerði húsrannsókn á hinum grun- uðu stöðum. Fundust þar alls 8 tunnur af bruggi, grafnar í jörðu, þar af 5 fullar, en 3 í gerjun. Bær brennur. iSíðastliðinn föstudag brann til kaldra kola bærinn Blakksgerði í Svarfaðardal. Hafði bærinn, og sérstaklega reykháfurinn bilað mjög í jarðskjálftunum í vor, enda álitið að kviknað 'hafi um rifu á reykháfnum. Bæði hús og innanstokksmunir voru óvá- tryggðir. Húsawikurbryggfa. Hin nýja bryggja á Húsavík mun verða lengsta bryggja á is- landi. Verður hún 280 metra löng, og geta þá skip Eimskipafélags- ins og önnur álíka stór, lagzt við hana. Raflýst verður hún og vatn leitt fram á hana til enda. Finn- bogi Rútur Þorvaldsson, verk- fræðingur, hefir yfirumsjón með smlðinu, „Frjálsf werkafólk á íslandi." heitir nýútkomin bók eftir dr. Guðbrand Jónsson. Bók þessi var rituð fyrir samkeppnina um prófessorsembættið við Háskóla fsiands. Er hún 392 blaðsíður í íðunnarbroti. Vinnutími sendisveina. í síðasta Lögbirtingarblaði er birt samþykkt frá bæjarstjórn Reykjavíkur um vinnutíma sendi- sveina í Reykjavík. Er vinnutím- inn 8 stundir fyrir sendisveina á aldrinum 12—14 ára', en 91/2 stund fyrir sendla eldri en 14 ára. Ennfremur skal starfi sendisvein- anna vera lokið eigi seinna en 1 stund tftir lokun búða. Viðskiptabann Oyðinga. Síðastliðinn föstudag lauk al- þjóðlegri Gyðingaráðstefnu í Ge- néve. Var þar samþykkt að halda áfram að herða á viðskiptabanni gegn hinum þýzku nazistum og að skora á hverskonar félög að gera slíkt hið sama. — í tilefni. af þessu hafa þýzkir Gyðingar sent Hitler mótmæli sín gegn »þessum ofstopafullu, útlendu Gyðingum«, er eigi séu á nokkurn hátt full- trúar þýzkra Gyðinga. „ Skynsemiskortur" Landskyttnafélagið svissneska hélt fyrir skömmu árshátíð sína í höfuðstað landsins, Bern. Aðal- ræðumaður hátíðarinnar var fyrrverandi forseti lýðveldisins, Motta, sem nú er stjórnmálaráð- herra landsins. Hann kemst með- al annars svo að orði: »Aldrei gæti komið til mála, að ráðleggja svissnesku þjóðinni, að leggja allt vald i hendur einum manni, þótt vitað væri, að hann að dugnaði og samvizkusemi skaraði fram úr öllum mönnum. f stuttu máli: Að ætla sér að reyna að fá Svisslendinga, er frelsisþráin er í blóð borin sem erfðavenja, til að fallast á ein- ræði, í hverri mynd sem væri... væri áberandi vottur um skort á almennri, heilbrigðri skynsemi«. íslendingum mættu vel verða hugföst þessi orð eins af fyrir- mönnum hinnar svissnesku þjóð- ar, svo tímabær eru þau, töluð sem úr hugskoti hennar, er senni- lega er allra þjóða víðfrægust, og það maklega, öldum saman, fyrir sjálfstæðis- og frelsisþrá, er engri harðstjórn, erlendri né innlendri, hefir tekizt að temja né kúga, hvort sem beitt hefir verið blíðmælum eða vopnum. Pagnariimi i London. Frá Lundúnaborg berst það ný- mæli, að gera tilraunir með þagn- artíma og þagnarsvæði í borg- inni. Skal banna bílöskur frá kl. 24 til kl. 7 á 5 enskra mílna svæði á alla vegu frá Cnaring Cross járnbrautarstöðinni, er telja • má miðdepil heimsborgarinnar. Er talið að þessi fyrirmæli muni einnig stuðla að því, að bílstjórar fari gætilegar ferða sinna, er þeir geta eigi lengur skákað í skjóli bílalúðranna. Þá hefir og verið skipuð nefnd til þess að rannsaka hvernig takast megi að gera bíl- ana að öllu hávaðaminni. Djúpköfurii Hinn frægi hafdjúpakönnuður William Beebe hefir nýskeð end- urbætt met sitt í djúpköfun. Hafði hann áður komizt 800 metra en komst nú niður á 910 metra dýpi. Hafði hann með sér myndatæki og heppnaðist að taka margar stórmerkilegar myndir af ýmsum óþekktum, sjálflýsandi fisktegundum. Kveður hann að svo megi segja, að nýr, ókunnur dýraheimur sé þar í neðri byggð- um. Vísindaárangurinn er talinn mjög mikill af þessari síðustu kafför hans og vekur hún hina mestu eftirtekt náttúrufræðinga. — Kafför þessi mun, sem áður, hafa verið farin í afar sterkri kúlu, er þolir heljarþrýsting, og ei kristallsrúða geysiþykk greypt í vegginn á einum stað og má um hana taka myndir af umhverfinu niðri í djúpinu. Kornwerð hœkkar. Kornverð hefir hækkað að miklum mun undanfarið, bæði í Evrópu og Ameríku. Er það af- leiðing hinna ógurlegu akra- og uppskerueyðinga í Norður-Ame- ríku. Þó hefir verðhækkun þessi stöðvazt í bili eftir að rigna tók aftur og hveiti hefir jafnvel fall- ið ofurlítið síðustu viku. Frá barnaleikvellinum. Með starfrækslu leikvallarins á Oddeyri í sumar vottar ofurlítið fyrir skynsamlegri umhyggju fyrir börnum þessa bæjar, þann tíma, sem þau eru ekki í skóla. Er hér þó aðeins vísir þess, sem gera þarf, ef forðast skal götu- skríl, sem nú þegar vottar fyrir. En götuskríll barna má ekki og þarf ekki að skapast hér. Ráðið er að láta börnin hafa nóg að sýsla við leik og starf á heppi- legum stöðum, með eftirliti og leiðsögn. Það þarf að binda þá orku, sem brýzt út í götuólátum, við eitthvað fegurra og hollara. Leikvöllurinn var opnaður 11. júlí. Þá 20 daga, sem eftir voru af mánuðinum, voru til jafnaðar um 40 börn flest á vellinum f einu, en fram til 21. ágúst um 50 til jafnaðar flest. Tíð hefir verið slæm, þess vegna oft fátt, en í góðu veðri eru oftast 60—70. Stöku sinnum hefir talan orðið 80 í einu. Nægja þá ekki leiktæk- in, þótt allar rólur séu tvísettar, margir á hverju salti og svo mörg utan um sandkassann, sem lömb þéttast við jötu. Er þá gripið til ýmsra annara leikja. Auk þess er unnið úr lituðu snæri. Er alls búið að gera nokkuð á annað hundrað svippubönd og nokkra tugi af laglegum borðmottum. Fleira smávegis er unnið. Þetta eykur fjölbreytni og gleði. Börn- in kaupa efnið fyrir nokkra aura. Þeim er betur varið þannig en fyrir sleikipinna. Oddeyrarleikvöllurinn er slétt- ur og harður grasflötur. Mun leit- un á öðrum jafngóðum fyrir inn- bæinn, en hans er þörf, því þessi notast ekki nema fyrir útbæinn. Ég vil nota tækifærið og minn- ast á þær umbætur, sem þarf að gera þarna, svo völlurinn komi að tilætluðum notum næsta sum- ar. Það þarf að slá upp háum skjólgarði úr bárujárni að norð- an, og helzt ofurlitið suður með að austan, til þess að fá hlé fyr- ir sterku hafgolunni og norðaust- an næðingunum. Norðurkantur vallarins er 70 m. Suður af skjól- girðingunni þarf svo regnþak á parti. Einnig þarf að endurbæta girð- inguna allt í kring og sjá svo um, að fólk geti komizt ferða sinna, án þess að príla yfir hana. Það er hlægilegt að auglýsa að leiks

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.