Dagur - 11.09.1934, Síða 2

Dagur - 11.09.1934, Síða 2
284 D AGUR 104. tbl. 4? Annáll 19. aldar. III. bindi, 3. hefti, er nýlega kom- inn út. Nær þetta hefti yfir tíma- bilið frá 1864 og fram á árið 1867. Þetta ritverk séra Péturs Guðmundssonar frá Grímsey flytur afar mikinn frððleik og margvíslegan og er hið eiguleg- asta ritsafn. Lakast er, hvað út- gáfan gengur seint, sem stafar af því, að útgáfan er dýr, en kaup- endur of fáir, svo að útgefandinn, Hallgrímur Pétursson, á í vök að verjast fjárhagslega með útgáf- una. Færi vel á því, ef úr þessu væri hægt að bæta á einhvern hátt, svo sem með kaupendafjölg- un, eða jafnvel opinberum styrk. Sem sýnishorn af frásagnastíl höfundar Annálsins skal hér birt frásögnin um séra Jón á Grenjað- arstað. Hún er á þessa leið: »17. s. m. (þ. e. júní 1866) dó að Grenjaðarstað Jón Jónsson, uppgjafaprestur þar og riddari af Dannebrog, á fjórða ári yfir ní- rætt, fæddur að Stærra-Árskógi í Eyjafjarðarsýslu 15. október 1772. Foreldrar hans voru Jón Jónsson prestur að Stærra-Ár- skógi Gunnlaugssonar og Hildur Halldórsdóttir Hallssonar, prests að Melstað í Miðfirði. (Þessi prestur finnst eigi á Melstað í prestatali Sveins prófasts Níels- sonar, og má vel vera að hann hafi verið þar aðstoðarprestur, og líklega hinn sami, sem fékk Breiðabólstað í Vesturhópi 1721). Á 4. ári fluttist hann með for- eldrum sínum til Reynistaða- prestakalls í Skagafjarðarsýslu, 15 vetra fór hann í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1793, svo var hann fjögur og hálft ár ritari hjá Jóni Jakobssyni, sýslumanni í Eyjafjarðarsýslu. Síðan var hann kosinn meðkennari (conrektor) við Hólaskóla 1797 og kenndi þar í fjögur ár; en þá er Hólaskóli var lagður niður 1801 flutti hann fyrir tillögur stiptamtmanns og biskups til Reykjavíkur og kenndi þar í 2 ár. Hann prestvígðist fyrst til Möðruvallaklausturs- brauðs 1804 og þjónaði þar í 13 ár, og bjó að Auðbrekku þangað til hann hafði brauðaskifti og fékk Stærraárskóg og fluttist þangað að fæðingarstað sínum 1816. Var veittur Grenjaðarstað- ur 13. desember 1826 og fluttist þangað árið eftir, hélt hann þar fram prestsþjónustu til ársins 1854, er hann með leyfi biskups afhenti syni sínum og aðstoðar- presti, Magnúsi, stað og kirkju til allrar ábyrgðar, hafði hann þá þjónað sem embættismaður í 56 ár, fyrst sem kennari í 6 ár og síðan sem prestur í 50, 1849 var hann sæmdur riddaranafnbót. Árið 1812 tók hann að stunda lækningar, eftir leyfi landlæknis og með konungsbréfi 28. júní 1816 var honum veitt leyfi til að lækna í Eyjafjarðar- og Þingeyj- arsýslum og gefin nokkur læknis- verkfæri. Jón prestur var þrí- }cvæntur( fyrsta kona hans var Kristrún Guðmundsdóttir, hún dó 6. ágúst 1800, eftir 6 ára sambúð, þeim varð eigi barna auðið. Önn- ur var Þorgerður Runólfsdóttir, þau giftust 5. júní 1801. Þau eignuðust 10 börn, dóu þrjú í æsku, en 7 urðu fulltíða og voru þessi: 1. Björn, ritstjóri Norðan- fara, 2. Guðný, kona Sveins Ní- elssonar prests á Staöastað, þau skildu, 3. Kristrún, kona Hall- gríms Jónssonar prests á Hólm- um, 4. Hildur, átti fyrr Pál Þor- bergsson lækni, síðar Jakob Þór- aiúnsson Johnsen, verzlunarstjóra í Húsavík, 5. Magnús, prestur á Grenjaðarstað, 6. Margrét, kona Edvalds Möller, verzlunarstjóra við Höepfnersverzlun á Akureyri, 7. Halldór, bóndi að Geitafelli í Helgastaðahrepp. Séra Jón missti þessa konu sína eftir 54 ára sam- búð 1857. Tveim árum síðar kvæntist hann þriðja sinn, þá 87 ára gamall, Helgu Kristjánsdótt- ur, og var sambúð þeirra tæp 7 ár. Séra Jón þótti með lærðari mönnum, er honum voru samtíða, enda var hann mikill vísinda- og menntavinur, og þótti kveöa mik- ið að honum sem fræðara og kennimanni«. Áfengið og ríkissjóðurinn. »Nýja ríkisstjórnin mun aldrei láta sér detta sú fá- sinna i hug, að stuðla að því, að þjóðin geri inn- kaup yfir efni fram, til þess eins, að ná um leiö tekjum í ríkissjóðinn«. Eg verð að segja það, að mér þótti vænt um þessa yfirlýsingu í greininni »FjármáI ríkis og þjóð- ar« í 38. tbl. »Tímans« þ. á., með því að ætla má, að hér sé rétt farið með vilja ríkisstjórnarinn- ar. Mér kom undir eins í hug eitt mál í sambandi við þetta, sem bíður nú úrlausnar, áfengismálið, eða bannmálið. Því hefur látlaust verið haldið fram af andbann- ingum, og það réttilega, að bann- ið hefði tolltekjur í stórum stíl af ríkissjóð. En á hitt hafa þeir ekki bent, að fyrir hvern einn pening, sem í ríkissjóð kemur, fara marg- ir út úr landinu, og hver flaska áfengis, sem flutt er inn í landið, gcrir þjóðina raunverulega fá- tækari, þótt ekkert sé talið nema peningarnir. Það er bæði sorg- legt og hlægilegt í senn, að á slíkt skuli vera bent sem lausn á fjár- hagslegum örðugleikum. Nú bendir margt til þess, að horfur bannmálsins séu þannig, að »nú falli öll vötn til Dýra- fjarðar« og eigi verði aftur snú- ið við í þetta sinn, þótt tening- unum sé ekki að fullu kastað um það. En fari svo, að næsta þing afnemi bannið, er mér óhætt að fullyrða, að mikill meiri hluti þjóðarinnar væntir þess, að þing Qg stjórn standi við ofanskráða Það líður óðum að þeim tíma er þið þurfið að fara að hugsa fyrir vetrinum með því að sjóða niður garð-ávexti, kjöt og fiskmeti. — Nú, eins og undanfarið, er sjálfsagt að panta Xtðursíuðudösíir með smelltu loki. Niðursuðudðsíir með loki og gúmmí- hring. „Weck“ niðursuðuglös, sem viðurkennd eru um allan heim þau beztu. Leirkrukkur og -krúsiir af öllum stærðum Járn- & glervörudelld Kaupfél. Eyfirðinga. yfirlýsingu stjórnarblaðsins, er til þess kemur að setja skal ný á- fengislög. Ef þjóðin hefði verið spurð að því á síðastliðnu hausti, hvort hún vildi meira og sterkara áfengi, mundi meginþorri hennar hafa sagt nei, og svo mun enn vera. Sá litli meirihluti, sem fékkst með afnámi bannsins, var fyrst og fremst borinn uppi af veikri von um að losna við heima- bruggið. Og eins og það er nú talið rétt frá lýðræðislegu sjónar- miði, að láta að vilja hins litla meirihluta, með að gera tilraun að bæta ástandið með afnámi bannsins, svo er hitt engu síður skylda þings og stjórnar, að látá að vilja hins stóra meirihluta þjóðarinnar sem vill vera laus viö böl áfengisnautnarinnar, ef ekki með beinum takmörkunum á inn- flutningi áfengis, þá með sterkum hömlum á sölu og neyzlu þess innanlands, og eftir því sem fram kom í umræðum um þessi mál síðastliðið haust, virtust andbann- ingar einnig fyllilega gera ráð fyrir slíkum takmörkunum með »skynsamlegri áfengislöggjöf«, og allir sögðust vera hlyntir bind- indi.. Við bindindismenn bíðum einnig eftir því að þeir standi við yfirlýsingar sínar, og ekki mun standa á okkur að taka í hönS þeirra, ef að þeir í alvöru vilja vinna með okkur að útrýmingu áfengisbölsins, þótt þeir geti ekki átt samleið með okkur að öllu leyti. Hanncs J. Magnússon. Héraðsfundur presta og fulltrúa. Gert er ráð fyrir, að héraðs- fundur presta og safnaðarfull- trúa innan Eyjafjarðar prófasts- dæmis verði haldinn á Siglufirði miðvikudaginn 12. sept. n, k, verður haldinn hér á Akureyri í söng- sal barnaskólans, dagana 15. — 16. þ. m, Stefnuskrármál sambandsins verða rædd og lagðar fram tillögur, Stefnuskrármál S. N. K. eru þessi: Uppeldismál, heilbrigðismál, heim- ilisiðnaðarmál, garðyrkja og húsmæðra- fræðsla. Verður sérstaklega rætt um húsmæðraskóla Eyfirðinga. Auk þess verður framtíð Sambandsins rædd ítar- lega, • Á fundinum mæta fulltrúar frá hinum ýmsu deildum S. N, K. Fröken Halldóra Bjarnadóttir, heiðurs- félagi og stofnandi sambandsins, talar. Er hún nú nýkomin úr ferð sinni um Norðurlönd og hefur frá mörgu oð segja. Eitt eða tvö erindi verða flutt, ef til vill fleiri skemmtiatriði. Allar konur eru velkomnar á fund- inn og hafa umræðu og tillögurétt. Atkvæðisrétt aðeins fulltrúar. Dagskráin liggur frammi í fundar* byrjun, Stjórniu. Skólanefnd Reykjaskóla hefir ráðið Jón Sigurðsson frá Yztafelli sem skólastjóra í vetur, en 1. kennara si*. Jón Guðnason á Prestsbakka. Telur »Nýja Dag- blaðið« allar horfur á því að skól- inn verði vel sóttur. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Kitstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.