Dagur - 22.09.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 22.09.1934, Blaðsíða 1
kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. NorðurgötuS. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII* ár . | Akureyri 22. september 1934. | 109. tbl. Blindhríð um Norðurland. Manntjón. — Fé fennir. Stórfelld símslit. Veðurbati sá, er varð síðari hluta vikunnar er leið, hélzt ekki lengi. Um og eftir helgina gekk aftur í stórfelldar hlýindarign- ingar víðast um Norðurland, frá Vestfjörðum til Austfjarða. Aðfaranótt miðvikudags brá til kaldara veðurs, og voru fjöll og heiðar hvít af snjó um morgun- inn. Fór veðrið og snjókoman vaxandi á miðvikudaginn, og síð- ari hluta dags og eftir dagsetur var blindhríð um útnes og fjall- vegi- Fannkoma var geysimikil víða. Fimmtudagsmorgun tók að lægja veðrið og fór það heldur rénandi þann dag, þótt á fjöllum væri sumstaðar versta veður fram undir kvöld. En í fyrrakvöld mun víðast hafa verið lægt að öllu. En eins og við mátti búast með svo snöggt áfelli, hefir stórtjón hlotizt af og jafnvel mannskaði. Maður verður úti, í fyrrakvöld hermdi útvarpið eftir fregnritara sínum á Blöndu- ósi, að úti hefði orðið aðfaranótt fimtudagsins Guðmundur Magn- ússon bóndi að Koti í Vatnsdal. Hafði það orðið með þessum at- burðum: í Undirfells- og Auðkúlurétt var veður svo vont á miðvikudag, að um tíma var hætt að draga, að því er útvarpsfregn hermdi á miðvikudagskvöld. — Samkvæmt fregninni í gærkvöldi hefir þó verið byrjað aftur, sennilega fljótlega, er eigi sáust horfur á að létta mundi. Guðmundur heitinn lagði af stað með stóðrekstur frá Auð- kúlurétt, miðvikudaginn síðdegis og með honum tólf ára gamall piltur, Ingvar Steingrímsson- Ætluðu þeir að stytta sér leið með því að fara yfir Vatnsdals- fjall. Er þá komið niður hjá Marðarnúpi, framarlega í Vatns- dal. Blindhríð var á þeim; slydda í byggð, en frost er á fjallið kom. Fór þá svo að þeir villtust á fjall- inu og vissu ekki lengi hvar þeir fóru, og gaf Guðm. þá lausan tauminn hesti sínum að hann skyldi ráða förinni. Eftir nokk- urn tíma tók að halla undan fæti ofan í dal nokkurn. Komust þeir að á í dalnum og fór þá Guð- mundur af baki og gekk ofan að ánni, til þess að sjá hvert hún rynni. En er hann sneri frá ánni, komst hann ekki til hests síns, heldur lagðist fyrir í brekkunni, veikur og lémagna. Ætlaði dreng- urinn þá að halda áfram, en Guð- mundur bað hann að yfirgefa sig ekki. Settist drengurinn þá í brekkuna hjá honum og skefldi yfir báða. — Alla nóttina hélt Guðmundur uppi samræðum við drenginn. Síðari hluta nætur tók óráð að færast yfir hann og fór þá að draga af honum. Um birtingu hætti að heyrast til hans- Þreifaði drengurinn á honum og fann ekki lífsmark að hann taldi. Brauzt hann þá úr skaflinum, hélt ofan eftir dalnum og komst að Stóru Giljá kl. 8 um morguninn. En dalurinn, sem þeir höfðu villzt niður í, var reyndar Sauðadalur, eyðidalur nú orðið, fram af Ásum, milli Vatnsdals- og Svínadalsfjalls- Frá Stóru Giljá var þegar sent eftir héraðslækni á Blönduós og farið eftir Guðmundi. Var hann algjörlega stirðnaður, er hann fannst. Drengurinn var á Stóru- Giljá í fyrradag og leið vel. Guðmundur heitinn var 57 ára að aldri. Hann átti sjö börn, flest uppkomin. liilar festast á heiðuin. Frá Húsavík lögðu tveir bílar frá B. S. A- á Reykjaheiði á mið- vikudaginn, með 8 farþega. Kom- ust þeir yfir Grjótháls, en sátu þá fastir í snjósköflum. Komust farþegar og bílstjórar blautir og þrekaðir til Húsavíkur um kvöld- ið. — Þriðji bíllinn, er í voru Stgr- Jónsson fyrrv. bæjarfógeti og Páll Stefánsson frá Þverá, lagði á Reykjaheiði frá Fjöllum í Keldu- hverfi kl. 4 síðd. á miðvikudag. Var veður þá hið versta. Höfðu þeir símað á Húsavík og beðið að senda á móti sér, ef þeir væru ekki þangað komnir á væntanleg- um tíma. Komust þeir yfir »Hell- ur«, en er hjá Höskuldsvatni kom, festist bíllinn- Var þá dimmt orð- ið af hríð og náttmyrkri. Sátu þeir þar um nóttina í bílnum. Er þeir ekki komu til Húsavík- ur, sem vonað var, fóru menn i bíl til móts við þá. Fór svo að þeir fundu þá eigi, en festust sjálfir og urðu að ganga af bíln- um. En í fyrramorgun komu þeir Stgr. Jónsson ofan að Húsavík kl- 10.45. Höfðu þeir brotizt frá bílnum, eftir að bjart var orðið. Símuðu þeir að vel liði, en annars hefir illa frétzt að austan sökum símslita. í fyrramorgun var lagt af stað eftir bílunum er fastir sátu og og náðust þeir í fyrrakvöld ofan að Húsavík, a. m. k- bílamir, er á austurleið voru. Útvarpsfregn kvað snjóinn á Reykjaheiði vera um meter á dýpt á háheiðinni. Á Stóra-Vatnsskarði vestarlega festust tveir bílar, er héðan fóru í fyrramorgun, annar frá B. S. A., hinn frá Steindóri. Bílar er að sunnan komu stönzuðu í Bólstað- arhlíð. Gengu farþegar héðan vestur af, en hinir austur fyrir torfæruna- — Á Holtavörðuheiði er snjór til trafala, en eigi er heiðin ófær. Kom bíll yfir hana í gær til Blönduóss. Simslit og aðrar §kemmdir, Fé fennir? Símþræðir hafa margkubbazt bæði austan og vestan við Akur- eyri, verst þó líklega að austan. Hefir þess vegna ef til vill ekki enn heyrzt um allt það tjón, er orðið hefir. Á Húsavík var blindhríð og haugabrim. Skemmdist bryggja Guðjohnsens svo að hún mun að mestu ónýt. Bæði á Húsavík, Blönduósi og Ilvammstanga er talið mjög hætt við því, að fé hafi fennt. útvarps- fregn frá Blönduósi kveður þar hafa verið aftaka norðvestan veð- ur og stórbrim og mittissnjó sumstaðar á fjöllum, Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, Jóns heitins Jóhannessonar frá Munkaþverá. Margrét fúliusdóttir. Síðustu fregnir. útvarpsfregn í gærkvöldi kvað tvo menn úr Aðaldal hafa villzt í göngum á Reykjaheiði, í mið- vikudagsbylnum. Annar þeirra rakst á bil Páls Stefánssonar frá Þverá, er, fastur sat við Höskulds- vatn, sem áður er frá sagt, og féklc þar áttað sig og komizt til byggða- Hinn komst loks í gær- morgun, eftir tveggja sólarhringa villu ofan að Geitafelli í Reykja- hverfi og þá svo rammvilltur, að hann hafði enga hugmynd um hvert hann var kominn. Hafði hans verið leitað árangurslaust daginn áður. Slys* varð í gær í Reykjavík, er sand- bíll keyrði aftur á bak, og varð að bana 4 ára gamalli stúlku, Halldóru Jörgensen, dóttur Ottó Jörgensen, póstmeistara á Siglu- firði og Þórunnar konu hans. ♦ * * Aðfaranótt þriðjudags féllu tveir menn í sjóinn af bryggju á Siglufirði, Guðmundur Guðbjarts- son, skipstjóri úr Hafnarfirði og Sigurður nokkur. Voru þeir á leið í skipið »Ingimund gamla«. Ljós hafði verið ofantil á bryggj- unni, en myrkt hið neðra. Er hjálp kom að reyndist Guðm. drukknaður, en Sigurður liggur á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, veikur af sjó er hann fékk í lungun. Kvenfiélag'asamband Ansturlands átti fund með sér í síðustu viku á Reyðarfirði. Eru 14 kvenfélög í sambandinu. Voru í stjórn kosn- ar Sigrún Blöndal, skólastýra á Hallormsstað, Margrét Péturs- dóttir, Egilsstöðum og Drop- laug Sölvadóttir, Arnheiðarstöð- um- — Sambandið heldur uppi umferðakennslu í vefnaði og sam- þykkti að styrkja saumanámskeið í kaupstöðum, þar sem tiltækilegt. þætti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.