Dagur - 22.09.1934, Blaðsíða 2
298
DAGUR
109. tbl.
HEYSKAPARLOKIN.
ÁSTANDIÐ MJÖG ÁLYARLBGT.
Karl 0. Ruflólfssoi)
tónskáld er á förum héðan úr
bænum eftir 5 ára dvöl hér. Hann
hefir átt drjúgan þátt í menning-
arlífi bæjarins, bæði sem kennari,
fiðluleikari og' tónskáld, og þá
ekki síður fyrir starf sitt með
hljómsveit Akureyrar og lúðra-
sveitinni »Heklu«. Er illt til þess
að vita, að leiðandi menn bæjar-
ins skuli ekki hafa skilið hve þýð-
ingarmikið starf hans hefir verið-
í kvöld kl. 8.30 heldur hann
kveðjuhljómleika í Samkomuhús-
inu með aðstoð hljómsveitarinnar,
Geysis og lúðrasveitarinnar. Ættu
bæjarbúar að fjölmenna þar og
votta honum þannig þakkir og
virðingu fyrir starf hans hér í
þágu hljómlistarinnar. Hljóm-
leikarnir verða að hefjast kl. 8.30
stundvíslega vegna þess að tveir
hljóðfæraleikararnir frá Hótel
Akureyri spila með í hljómsveit-
inni.
Karolv SzcnássL
ungverskur fiðluleikari, maður
ungur að aldri, hefir dvalið í
Reykjavík nú um tíma og haldið
þar hljómleika, og haft mjög
mikla aðsókn, enda er þar enginn
meðalmaður á ferð í listinni. Sem
dæmi þess má geta að í Vín fór
fram samkeppni milli 200 fiðlu-
leikara og hlaut hann fyrstu verð-
laun-
Um hljómleika hans í Rvík seg-
ir Páll ísólfsson m. a.:
»Karoly Szenássy er mjög
merkilegur fiðluleikari. Leikni
hans er svo frábær og í alla staði
fullkomin, að hvarvetna vekur
undrun- Hann leikur hin erfiðustu
verk Paganini meistaralega«.
Karoly Szenássy er væntanleg-
ur hingað til Akureyrar nú um
helgina og heldur hljómleika i
Nýja Bíó á mánudaginn kemur.
ÚTYARPIÐ.
Laugard. 22. sept.: Kl. 19.35 GrammJ-
1 fóntónleikar. Kl. 20 Útvarpstríóið.
Kl. 21 Ólafur Priðriksson: Erindi.
fslendingar á Grænlandi. Kl. 21 Kór-
lög.
Sunnud. 23. sept.: Kl. 11 Messa í dóm-
kirkjunni. Sr. Sigurður Ólafsson, Ár-
borg, Manitoba prédikar. Kl. 15 Tón-
leikum útvarpað frá Hótel Borg. Kl.
18.45 Barnatími. Sr. Fr. Hallgríms-
son. Kl. 19.25 Grammófóntónleikar.
Óperulög. Kl. 20 Páll ísólfsson leikur
á orgel sónötu í B-moll eftir Men-
delsohn. Kl. 21 Þórður Kristleifsson:
Erindi um Caruso. Kl. 21 Danslög.
Mánud. 24. sept.: KI. 19.25 Grammo-
fóntónleikar. Norðurlandalög. Kl. 20
Útvarpstónleikar. Alþýðulög. Kl. 21
Sr. Sigurður Einarsson: Erindi frá
útlöndum. »Það sem enginn talar
um«. Kl. 21.30 Elízabet Einarsdóttir:
Einsöngur. Síðan Grammófóntónleik-
ar; viðfangsefni eftir Haydn og Mo-
zart.
Aufllrsiðí „DEOI
Haustið er byrjað og hinn eig-
inlegi sumartími á enda runninn.
Að því er landbúnaðinum við
kemur hefir þetta sumar haft tvö
áberandi einkenni: Það hefir verið
eitt mesta grassprettusumar í
manna minnum, en það hefir
jafnframt verið hið mesta ó-
þurrkasumar norðan- og austan-
lands, er elztu menn muna.
í samfleytt tvo mánuði, frá
miðjum júlí til miðs september,
mátti heita nær óslitinn óþurrka-
kafli á fyrrgreindu landssvæði.
Varð því heyfengur manna fyrir
hinum mesta hrakningi og stór-
skemmdum á þessu tímabili. Loks
kom g’óður þurrkur, sunnanvind-
ur og sólskin, þrjá»til fjóra daga
síðari hluta síðustu viku. Bætti
það vitanlega mikið úr skák, og
voru menn vongóðir um að nú
væri skipt um tíðarfar meira en
um stundarsakir- En því miður
varð ekki sú raunin á. Um síðustu
helgi snerist hann enn til norðan-
áttar með rigningu og jafnvel
krapahríð, svo að fjöll urðu hvít
af snjó um miðja vikuna niður í
rætur og jafnvel dimmviðrishríð
í útsveitum.
Heyskaparlok eru óhjákvæmi-
leg um þessar mundir vegna ills
tíðarfars og haustanna, er að
kalla. Og heyskaparlokin eru öm-
urleg að þessu sinni, heyin miklu
minni að vöxtum en efni stóðu
til þegar miðað er við hina ágætu
grassprettu og þar að auki stór-
skemmd eftir langvarandi ó-
þurrka.
Það er því ekki að furða, þó
bændur horfi með ugg og kvíða
fram til komandi vetrar. Alveg er
það fullvíst, að heyin reynast illa
til gjafar í vetur og búpeningur-
inn því í hættu, nema heppileg
bjargráð finnist._
i
Landsstjórnin hefir gert tvær
ráðstafanir til þess að bægja frá
mestu hættunni. Hún hefir lagt
svo fyrir að síldarmjölsbirgðir
yrðu óvenju miklar í landinu, er
nota mætti til fóðurbætis, og
jafnframt hefir hún falið Páli
Zophóníassyni ráðunaut að safna
sem gleggstum skýrslum um á-
standið í óþurrkahéruðunum. Er
nauðsynlegt að bændur í óþurrka-
héruðunum séu í sem nánastri
samvinnu við þann mann, sem
stjórnin hefir valið til þess að
stýra undirbúningi bjargráðanna
og láti honum. í té ýtarlega vit-
neskju um ástandið í hverri sveit-
Þá hefir Páll Zophóníasson gert
nýlega grein fyrir því í Tímanum,
hvaða ráð hann telji heppilegust
til þess að koma í veg fyrir van-
höld búpeningsins, sem fóðra
verður á hröktu heyjunum. Af
því að hér er um svo afar þýð-
ingarmikið mál að ræða fyrir
bændur, skal hér skýrt frá ráð-
leggingum ráðunautsins. Hann
segir meðal annars:
»Fyrst vil ég benda á það, að
í haust er sérstök ástæða til þess
að setja nú ekki á vetur gamalær,
sem aldrei er hægt að fóðra nema
með dekri og aukakostnaði, en
ómögulegt er að fóðra á hrakn-
ingi. Allar þær kindur, sem menn
hafa hugmynd um að vangæfar
muni reynast á fóðri, á að drepa í
haust á þeim svæðum landsins,
sem heyin eru mest hrakin á- Nú
er það að vísu svo, að ærkjöt er i
lágu verði og' raunar varla selj-
anlegt, en þá er að reyna að nota
það sem fóður, t. d. handa kúm,
með hröktum töðum. Þarf að gefa
það soðið. Kýr eru nokkuð van-
gæfar á að læra á því átið, en það
gengur og það er sæmilegur fóð-
urbætir...
f öðru lagi vil ég benda á það,
að þó alltaf ríði mikið á því að
láta féð halda heilsunni, þá ríður
aldrei meira á því en nú, því all-
ar veilur, sem til staðar eru í
fénu, koma miklu fremur fram í
vetur, er hröktu heyin eru gefin,
en á venjulegum tímum með skap-
legu fóðri.
Vegna þessa eiga menn almennt
að hreinsa ormana úr meltingar-
færum fjárins í haust og það
verður ekki betur gert með öðru
lyfi en því, sem fá má á rann-
sóknarstofu Háskólans og sem
reyndist vel í fyrra og virtist víða
bjarga fénu frá óþrifum og upp-
drætti.
{ fyrra var meðalið selt í pill-
um á stærð við lambaspörð, en nú
er það selt í brúsum, lítri í hverj-
um brúsa, og því hæfileg inngjöf
handa 200 fjár. Brúsinn mun
kosta um 6 krónur og sprauta til
að gefa inn með um kr. 1-50.
Þetta er vitanlega aukakostnaður,
en þeir, sem þurfa að gefa hröktu
heyin, ættu ekki að horfa í hann,
og sprautuna geta margir átt
saman.
í þriðja lagi ættu menn nú að
gæta þess vel að reyna að láta
mótstöðuafl fjárins ekki minnka
áður en það er tekið í haust. Það
verður gert ódýrast með því að
byrja að liýsa féð tímanlega og
gefa því þá ofurlítið af síldar-
mjöli með, t- d. 20—25 grömm á
kind. En þess má vel gæta, þegar
snemma er farið að hýsa, að
stytta ekki um of beititímann, og
það má vel vera, að víða hagi svo
til, að betra sé að gefa síldarmjöl-
ið í stokka í haganum, en að reka
féð heim til hýsingar. Hvort-
tveggja getur aftrað megrun, en
það er aðalatriðið.
í fjórða lagi þarf að gefa fóð-
urbæti með hröktu heyjunum. Þá
þarf að blanda það hafrafóður-
mjöli eða maís. — Trúlegt er
líka, að lítil lýsisgjöf með sé
nauðsynleg og gildir jafnt hvort
sem beitt- er eða gefið inni.
í fimmta lagi hygg ég, að menn
eigi n.ú, eins og raunar æfinlega,
að nota beitina eins og mögulegt
er. Hún mun reynast betri en
heyin i vetur, en vitanlega má
ekki oftieysta henni frekar en
öðru.
í baust þurfa menn að birgja
Takið eftir!
Höfum flutt verzlun okkar í nýju
búðina við hús Jóns Sigurðssonar
myndasmiðs, Strandgötu 1.
Nýkomið fjölbreytt úrval af alls-
konar vörum, svo sem Silki- og ullar-
tauum, Slifsum, Kápuefnum, afar ódýr.
Látum sauma kápur fyrir mjög
sanngjarnt verð. Höfum allar algengar
vörur,
Verzlunin Akureyri
Valg. & HalldL Vigfúsd.
Formiðdags§fulku
(með annari) vana öllum hússtörfum
og sem sofið getur heima, vantar
mig 1. okt.
Þorbjörg Halldórs
fra Hefnum.
sig npp af nægum fóðurbæti
handa fénu. Má þá ætla, að auk
venjulegs heymagns þurfi þeir,
sem eiga hröktu heyin, að ætla
Idndinni nm 60 grömm af fóður-
bæti á dag, tómt síldarmjöl þegar
beii.t er að ráði, en allt að Vj
blandað hafrafóðurmjöli, þegar
inni stendur«.
Um fóðrun kúnna segir ráðu-
nauturinn:
»Vilji menn láta kýrnar mjólka
vel í vetur, þá er öldungis óhjá-
kvæmilegt að gefa þeim fóður-
bæti. Er það þá, auk ærkjötsins,
sem áður er bent á, síldarmjöl og
maís eða síldarmjöl og hafrafóð-
urmjöl, sem bezt er að gefa. Er
því þá blandað saman þannig, að
V4—/3 verði af síldarmjöli, en
hitt maís eða hafrafóðurmjöl«-
Allar þessar bjargráðatillögur
og aðrar fleiri, verða bændur að
taka til rækilegrar athugunar og
notfæra sér eftir því sem við
verður komið á þeim alvarlegu
tímum, er nú fara í hönd eftir
mesta óþurrkasumarið, sem kom-
ið'hefir um marga tugi ára. Með
viturlegum ráðum, viljastyrk og
samtökum verður að reyna að
draga úr þungbærum afleiðingum
hinna óvenjulegu rigninga um
heyskapartímann í sumar.
HjálprssMsherinn. Samkomur sunnu-
dag'inn 23. þ. m. Helgunarsamkoma kl.
11, Barnasamkoma kl. 2, hjálpræðis-
samkoma kl. 8%. Kapt. Kjærbo og' Lt.
Skaara stjórna.
Með Gullfossi kom hingað Jón Steff-
ensen, læknir, til þess að setjast að hér
í bænum. — Með Gullfossi fór m. a.
Jóhanna Jóhannsdóttir söngkona til
r
Reykjavíkur, eftir sumardvöl hér við
kennslu og söng, hvorttveggja með á-
gætum árangri.
Nýlega er látinn í Reykjavík Borg-
þór Jósefsson, fyrrv. bæjargjaldkeri, úr
krabbameini eftir langa legu.
mil mcú íslenzkum skipum.
Fréttaritstjóri
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Ritstjóri Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Bjömssonar