Dagur - 02.10.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 02.10.1934, Blaðsíða 2
308 DAGUR 113. tbl. „Margt er gott í lombunum, þegar þau koma af fjöllunum.“ Morgunbl. Iivetnr Reykvihlnga til að hætta að kaupa kjöt. — íslending'ui- segir, að liii* ir efnaðri meiiii iimiii draga við sig kjöt- kaup, þvi þeir sætti sig ekki við hátft vcrð og þvíngiiii. Göngur standa yfir og sláturtíð er byrjuð fyrir nokkru. Þá hvarflar mörgum í hug gamla vís- an eða það upphaf hennar, sem notað er sem yfirskrift þessarar greinar. Morgunblaðið er að vísu á öðru máli en að »margt sé gott í lömbunum«. Það er farið að halda því fram með miklum á- kafa; að menn eigi alls ekki að neyta kjöts. Blaðið birtir mynd af Sigurjóni á Álafossi og skýrir jafnframt frá því, að hann hafi ekki bragðað kjöt í 16 ár og sé þó sterkur og stæltur eins og þjálfaður jötunn. Kjöt sé því alls engin lífsnauðsyn. Neyzla þess geri menn daufa og þunglamalega og manni líði ver en ella. Mbl. ráðleggur mönnum að fara að dæmi Sigurjóns og neyta ekki kjöts, en borða í þess stað kart- öflur og lýsi eins og hann. Og næsta sumar ætlar hann að borða ýms grös söxuð í mjólk. Þá ræðir Mbl. um það, að kjöt- ið sé svo dýrt( að það sé ekki kaupandi. í því sambandi talar blaðið um »offors« og »stráks- skap« í garð kjötneytenda og »skefjalausa árás« á þá. Hér hnígur allt að einu marki. Mbl. reynir að beita áhrifum sínum í þá átt, að Reykvíkingar hætti að kaupa þessa framleiðslu bænd- anna, kjötið. Og þetta er gert undir því yfirskini, að heilbrigði Reykvíkinga krefjist þess. Haldi þeir áfram að neyta kjöts, verði þeir daufir og þunglamalegir og líði illa; en lifi þeir á kartöflum og lýsi og grösum söxuðum í mjólk, þá verði þeir sterkir og stæltir og líði prýðilega. Þessar kenningar flutti Mbl. um fyrri helgi — í byrjun slátur- tíðar. Það er engin tilviljun, að blaðið velur einmitt þenna tíma til þess að prédika skaðsemi kjöt- neyzlunnar. Þá er almenningur vanur að gera aðalkjötkaup sín. Nú víkur sögunni til »íslend- ings«. Hann heldur því fram, að ekki einasta fátæklingar og tekju- litlir menn geti ekki keypt kjötið þessu verði, »hinir efnameiri munu einnig draga við sig kjöt- kaup og kaupa heldur aðra ódýr- ari fæðu, heldur en að sætta sig við þetta háa verð og þá þvingun, sem kjötsölulögin leggja á menn«, segir blaðið. Með hinum »efna- meiri« mun blaðið einkum eiga við íhaldsmenn. Það er því sýni- legt, að meðal íhaldsmanna er verið að skipuleggja árás á kjöt- sölu bænda hér innanlands með það fyrir augum að eyðileggja hana að svo miklu leyti sem unnt er. Það er ekki af umhyggju Morg- unblaðsins og fslendings fyrir heilbrigði þjóðarinnar eða pyngj- um manna, að blöð þessi leggja sig svo fram um að spilla fyrir kjötsölunni. Það er ekkert annað en hefnd íhaldsins í garð bænda vegna kosningaósigurs þess. Af því að íhaldinu þótti bændur ekki nógu leiðitamir við málstað sinn í síðustu alþingiskosningum, þá skulu þeir nú fá að kenna á því við sölu annarar aðalframleiðslu- vöru sinnar, hugsar íhaldið. Þess vegna beita nú blöð þess áhrifum sínum í þá átt að fá almenning í kaupstöðum til þess að hætta að kaupa kjöt undir því yfirskini, að það sé óholl fæða og að bænd- ur okri á þvi. íhaldsblöðin byrjuðu á því að reyna að vekja óánægju meðal bænda út af kjötsölulögunum og fá þá til að trúa því, að þau væru sett þeim til meins. Þegar þetta ekki tókst, sneru blöð þessi sér að neytendunum og beita nú kröft- um sínum til þess að vekja hjá þeim svo mikla óánægju og hræðslu við kjötkaup, að þeir snúi sér sem mest frá þeim. Hvort þeim tekst betur við neytendur en framleiðendur er eftir að vita. En maklegt væri að íhaldið færi þar sömu fýluförina. Það er rétt, að kaupgeta margra kaupstaðabúa er mjög takmörk- uð. Hún er það á öllum tímum. Bændum er hinsvegar lífsnauð- syn að fá fremur hækkað en lækkað verð fyrir afurðir sínar. Og vitanlega nær það engri átt að miða löggjöf um þetta efni við kaupgetuleysi einstakra neyt- enda. Það kaupgetuleysi verður alltaf fyrir hendi, og skiptir litlu máli í því efni; hvort þyngdar- cining kjötsins er nokkrum aur- um hærri eða lægri. Það er held- ur ekki bændanna að sjá um fá- tækraframfærslu 'í kaupstöðun- um. Það eru aðrir aðilai*, sem þar eiga um að fjalla. f sambandi við tilraunir íhalds- blaðanna um að spilla fyrir kjöt- sölunni má geta þess, að Mbl. skýrir frá því, að danskir bænd- ur fái aðeins 91/2 eyri fyiír mjólk- urlítrann. En hér á »útborgun til bændanna fyrir hvern lítra að hækka, frá því sem nú er«, bæt- ir blaðið við. Það er svo að skilja, sem blaðinu finnist það nóg, að íslenzkir mjólkurframleiðendur fengju 91/2 eyri fyrir lítrann, eða sem svarar helmingi þess verðs, er bændur í Eyjafirði fá fyrir sína mjólk. Samkvæmt þessum kenningum íhaldsblaðanna myndu íhalds- menn, ef þeir mættu ráða, banna innanlandssölu á kjöti vegna ó- hollustu og láta bændur fá 9*/2 eyri fyrir mjólkurlítrann, af því Lækningastofu opna ég fimmiudaginn 4. okt. í Hafnarstræti 83. Viðtalstími kl. 1 — 3 á virkum dögum og kl. IOV2—IP/2 á helgum. Auk þess eftir samkomulagi. Sími á lækningastofu 76; heima 132. Jón Síeífe»§en. G flyt lækningastofu mína f Hafnarstræti 83 4. október. næstk. — Viðtalstími kl. 11—12 og 5 — 6 á virkum dögum ; kl. 1—2 á helg- um. Sími á lækningastofu 76. Vald. Steffensen. GagnfrœðaskQli Akureyrar verður settur mánudaginn 15. okt., kl. 2 síðdegis. liarnafrœðsluskírteini er inntökuskilyrði í 1. bekk. Einnig fylgi heiisuvottorð Skólavist er ókeypis fyrir bæjarnem- endur. Utanbæjarpiltar greiði 80 kr. kennslugjald á ári, en utan- bæjarstúlkur 40 kr. Þriöja bekk verður bætt við skólann í vetur. K.ennslugreinair eru íslenzka, danska, enska, reikning- ur, Islands- og mannkynssaga, félagsfræði, Ianda- og átthaga- fræði, dýrafræði, grasafræði, eðlisfræði, líkams- og heilsufræði, bókfærsla, viðskiftabréfritun, sund og söngur. Umsóknir séu komnar mér í hendur eigi síðar en 10. október. Að 3. bekk eí próflaus aðgangur fyrir þá, er áður hafa lokið fullnaðarprófi við skólann. Sigíns Halldórs frá Höfnum, skélastfóri. rs ¥ i — með smelltu loki — kosta hjd okkur: lh kflos 25 aura 1 „ 35 l>/2 -- 45 2 - OO - Pantið strax meðan birgðir endast Kaupfélag Eyfirðinga. Jám- og glervöradeildin. að stéttarbræður þeirra í Dan- mörku fengju ekki meira fyrir sína mjólk. Þá yrði nú gaman að lifa fyrir íslenzka bændur, þegar þeir væru komnir undir þá sælustjórn í- haldsins. O peysuföt, upphluia wðOTTTfl og krakkafatnað. Elín Jóiisdóttir, KorðurQÖtU 19. óskast í vetrarvist á Norð- firði. Upplýsingar gefur Hólmfríður Júlíusdóttir, Oddagötu 5. Brefar skipuleggfa mjólkursöluna hjá sér. Á sunnu- daginn gengu í gildi lög, er á- kveða eitt fast mjólkurverð um allt landið. Er það í fyrsta sinn í sögu Bretlands að nokkuð líku skipulagi hefir verið komið á mjólkursöluna. Préttaritstjóri Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.