Dagur - 25.10.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 25.10.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. » • m •»»»•» m • > •-• «-• -• m m m m XVH. ár. í Afgreiðslan ,er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 25. október 1934. Hvenær opiO er. Opioberar sioinanir, bankar o. s. trv. Pósthúsið virka daga kl. 10—6, helgi- daga kl. 10—11. Landssíminn milli Reykjavíkur, Akur- eyrar og Hafnarfjarðar opinn alla daga, allan sólarhringinn, einnig bæjarsímar þessara bæja. Skrifstofa bæjarfógeta kl. 10—12 og 1 —3 alla virka daga, nema laugar- daga kl. 10—12. Skrifstofa héraðslæknis Brekkugötu 11, kl. 1—2 alla virka daga. Skrifstofa bæjarstjóra kl. 10—12 og 1%—5 alla virka daga. Skrifstofa bæjargjaldkera kl. 1—5 alla virka daga nema á mánud. kl. 1—7. Landsbankinn kl. 10%—12 og 1%—3, alla virka daga. Otvegsbankinn kl. 10%—12 og kl. 1— 2%, alla virka daga. Búnaðarbankinn kl. 2—4 frá Yio—Vb' 1—3 frá x/e—Vio a^a **!}£& daga. Allir bankar loka kl. 1 á laugardag. Sparisjóður Ak. kl. 3-4 alla virka daga. Afgreiðsla »Eimskipsf kl. 9—12 og 1— 5 alla virka daga. Afgreiðsla »Sameinaða« kl. 9—12 og 1—7 alla virka daga. Afgreiðsla >Bergenske« kl. 9—12 og 1 —6 alla virka daga. Skrifstofur K. E. A. kl. 9—12 og 1—6 alla virka daga. Heimsóknartími sjúkrahúsa. Sjúkrahús Akureyrar kl. 3—4 alla virka daga og kl. 2—4 á helgidögum. Kristneshæli kl. 12%—2 virka daga, 3%—5 á helgidögum. Á þessum tím- um eru fastar bílferðir milli Akur- eyrar og Kristneshælis. Hjálp Rauða Krossins, Brekkugötu 11. Ókeypis. Fyrir mæður og börn: alla þriðjudaga kl. 2—3. Fyrir berkla- veika: alla föstudaga kl. 3—4. Viðtahtími lækna. Steingr. Matthíasson, héraðslæknir, kl. 1—2 alla virka daga í Brekkugötu 11. Á sunnudögum heima kl. 1—2. Valdemar Steffensen kl. 10—12 og 4— 6 virka daga og 10—12 helgidaga. Pétur Jónsson kl. 11—12 og 5—6 virka daga og kl. 1—2 helgidaga. Árni Guðmundsson, kl. 2—4 alla virka daga, l%-2% helgid. á 2. lofti K. E. A. Jón Geirsson, Hafnarstr. 108 kl. 1—3 virka daga og Aðalstræti 8 kl. 7—8 síðd., alla daga. Jón Steffensen, Hafnarstræti 83 kl. 1 —3 á virkum dögum, og kl. 10%— 11% á helgum. Helgi Skúlasön augnlæknir kl. 10—12 og 6—7 virka daga og kl. 1—2 helgi- daga á 2. lofti K. E. A. Friðjón Jensson tannlæknir kl. 10—12 1-3 og 4-6 virka daga,kl. 10-12 helgid. Stjórnarfrumvörp lögð fyrir Alþingi. Vinnumiðlun. Frv. til laga um vinnumiðlun- í greinargerð frv. segir svo með- al annars: »Nauðsyn ber til skjótra ráð- stafana til aukinnar atvinnu og réttlátrar skiptingar þeirrar vinnu, sem kostur er á, milli vinnuþurfandi manna. Ein ekki ómerk tilraun til lausnar þessa vandamáls er vinnumiðlun, eða stofnun skrifstofa er hafa það verk með höndum, að miðla vinnu á milli manna, að hafa milligöngu meðal þeirra manna, er vinnu vilja selja, verkamanna, og þeirra, er vinnu vilja kaupa, atvinnurekenda, og fylgjast með atvinnuháttum, til þess að geta gefið nauðsynlegar upplýsingar, er verða mættu undirstaða að- gerða til útrýmingar á atvinnu- leysi, eða til betra skipulags á at- vinnuháttum. Skrifstofur þessar, vinnumiðl- unarskrifstofur, hafa verið stofn- aðar víða um lönd, og verið rekn- ar af ríki og bæjum. Um 1890 voru slíkar skrifstofur fyrst stofnaðar í Sviss og í ýmsum ríkjum Suður-Þýzkalands. Og um aldamótin síðustu voru skrifstof- ur þessar víða stofnaðar hér á Norðurlöndum, og löggjöf og fyrirmæli um þær settar. Reynsl- an af þessum stofnunum hefir verið góð, og er það almennt við- urkennt að þær hafi gert mikið gagn, til þess að bæta úr ringul- reið og allskonar skipulagsleysi í atvinnuháttum. Sumstaðar hafa skrifstofur þessar verið stofnað- ar og reknar af einstaklingum, en það þótti illa gefast, og ekki full- nægja þeirri félagslegu þörf, er vinnumiðlunin á að hafa«. iiisiflstoiur. Xakmörkun ræðu- Ei.&ltla í þinginu. Stjórnarflokkarnir á Alþingi hafa sent öðrum þingflokkum svohljóðandi bréf: »Alþingi, 9. okt. 1934. Þingflokkar þeir, sem standa að núverandi rikisstjórn, bjóða hér með (nafn hlutaðeigandi flokks) að ganga til samninga um takmörkun ræðuhalda á Al- þingi- Skuli ræðuhöld aðallega bundin við framsögumenn flokka og nefnda, flutningsmenn mála 'og ráðherra í ríkisstjórninni. Jafnframt sé ræðufjöldi hvers einstaks ræðumanns og ræðutími takmarkaður, og þá sérstaklega ræðutími þeirra, sem ekki eru framsögumenn flokka eða nefnda, flutningsmenn mála eða ráð^herr- ar í ríkisstjórninni. Vér viljum benda á, að tak- markanir, samskonar og hér er um áð ræða, tíðkast í þingum ná- Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kl. 10—11 og 5—6 virka daga á 2. lofti K. E. A., og aðra tínia eftir sam- koniulagi. Nýja-Bið föstudagskvbld kl. U>. grannaþjóðanna, og eru t. d. lög- festar í þingsköpum danska fólks- þingsins. Myndu þær hafa í för með sér mikinn tímasparnað fyr- ir Alþingi og í sambandi við það, verulega lækkun á kostnaði við Alþingi. Vér óskum þess, að þér tilnefn- ið 1—2 menn úr flokki yðar til þess að semja við fulltrúa frá öðrum flokkum um þetta mál. Svar yðar óskast fyrir 12. þ. m. Fyrir hönd Framsóknarflokks- ins á Alþingi- Bernharð Stefánsson. Gísli Guðmundsson. Fyrir hönd Alþýðuflokksins á Alþingi: Héðinn Valdimarsson. Stefán Jóh. Stefánsson«. Bökarfregn. Jóhannes úr Kötlum: Og björgin klofnuðu, saga. Akureyri 1934. — Þorsteinn M. Jónsson gaf út. Hið þjóðkunna ljóðskáld, Jó- hannes úr Kötlum, sendir nú á markaðinn fyrstu skáldsögu sína, 326 blaðsíður að stærð. Áður hafa birzt eftir hann smásögur 1 vikublaðinu »Fálkinn«. Saga sú, sem hér um ræðir, t 123. tbl. Nýja-Bíó Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvo'ld kl. 9. Undir hitabeltissól Talmynd í 9 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Clark Gable og Jean Harlow. Mynd þessi byggist á leikritinu »RED DUST« eftir Wilson Collison. Hún gerist meðal hvítra tnanna á gummíekrunum í Coc- hin-Kína. Myndin er mjög spenn- andi og viðburðarík og gerir leikur þeirra CLARK GABLE og JEAN HARLOW og hið einkennilega umhverfi, sem hún gerist í, hana ógleymanlega. Sunnudaginn kl. 5. fllpýðusýning. Hiðursell verð. Sólargeisli í síðasta sinn. gerist á 20. öldinni. Söguhetjan er fátækur bóndasonur frá niður- níddu sveitaheimili, gagnfræðing-* ur að menntun. Hann gengur að eiga fátæka bóndadóttur, tekur við jörð föður síns fullur áhuga á að bæta hana og rækta. Hann byrjar með því að byggja íbúðar- hús úr steini, og kemst við það í mikla skuld við kaupfélagið. Fljótt kemur í ljós, að hann hefir reist sér hurðarás um öxl. Vextir og afborganir af skuldinni gleypa allar hans tekjur, og »hjálpræð- ið í hofuðstaðnum (þ. e. banka- lán) bregzt«. Ofan á þetta bætast misfellur á hjónabandinu, harð- indi og horfellir, og ungi bóndinn flosnar upp og flytur á mölina, — til Reykjavíkur. (Framhald á 3. síðu). Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð við jarðarför Jóhannesarjónssonarfrá Munka- þverá. Aðstandendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.