Dagur - 25.10.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 25.10.1934, Blaðsíða 4
338 DAGUR 123. tbl. veður, í sífelldu sólskini, unz komið er yfir áfangastaðinn. Þegar svo er komið, eiga íslend- ingar ekki langt til næsta bæjar. Þá verður hægt að borða sinn morgunmat í næði heima hjá sér, stíga síðan upp í loftfarið, svífa síðan yfir hafið og lenda síðan í einhverri af stórborgum Evrópu eða Ameríku löngu fyrir miðdag, borða þar miðdegisverð, skoða umhverfið og fljúga heim aftur, áður ‘en dagur er að kveldi. Að sjálfsögðu kostar svona ferðalag langtum meir en algeng- ur farmiði, en þeir, sem þurfa að flýta sér, nota þetta og spara með því marga daga. Annars er, eins og nú standa sakir — flestum fært að fljúga milli stórborga Evrópu, því far- gjöldin eru orðin tiltölulega lág með hinum föstu ferðum. En það er með fluglistina, eins og margt annað gott, sem upp er fundið, og orðið getur mannkyn- inu til góðs ef á réttan hátt er notað; hana má líka misnota. Þetta vita allar þjóðir, og marg- ar þeirra leggja verulegt kapp á að byggja þær flugvélar, sem fýrirhugað er að nota til eyði- leggingar eingöngu. Á hverju ári eru haldnar friðarráðstefnur, friðarsamningar eru gerðir, í stuttu máli: á yfirborðinu reyna allir að sýnast og tala fagurt um frið og aftur frið. En sannleikur- inn er sá, að hver þjóðin óttast aðra- Á meðan nokkrir menn frá hverju þjóðfélagi sitja á alheims- friðarráðstefnu, vinna vopna- smiðjurnar í öllurn löndum af meira kappi en nokkru sinni áð- ur, að vopnagerð. Hvert ríkið keppir við annað, leynilega — en þó opinberlega, því óvart berst út sú fregn, að Þjóðverjar smíði lofther, og þá er ekki um annað að ræða fyrir Frakka og Englendinga en að gera slíkt hið sama. Og svo segja allir: Við höfum ekki her og smíðum ekki vopn í þeim tilgangi að ráðast á aðra, heldur til þess að verjast, ef á okkur verður ráðizt. Þrátt fyrir alla friðar- samninga trúir enginn öðrum. Vopn og vítisvélar eru framleidd- ar í stórum stíl, keypt og selt, og þó kemur öllum saman um, að næsta styrjöld — því allir gera ráð fyrir öðru stríði — verði gerólík þeirri síðustu. Allir hugsa og ræða fyrst og fremst um það, sem auðsætt er að verða muni, fari svo að ný styrjöld geysi. Næsta stríð verður háð í loft- inu og skiptir þá engu máli hve marga hermenn hver þjóð hefir vopnum búna, og hve margar vél- byssur smíðaðar hafa verið til einkis. Dauði og eyðilegging nær fyrst og fremst til almennings í þéttbýlinu, því bæir og stórborg- ir eru þeir staðir, sem óvinaher- inn læðist að í loftinu, varpar niður sprengjum og eiturgas- hylkjum, sem á fám mínútum sundra öllum menningar- og mannvirkjum, og gera borgina að einni stórri dauðans gröf. Menp þekkja möguleikana mætavel, og gtórfé er árlega varið til að finna Raksápur, Rakkrem, Rakburstar, Rakvélar, Rakblöð, Rakvötn. Verð við allra hæfi. Kaupfélag Eyflrðinga NýlendtivörudeildiBi. Vetrarstúlku vantar nú þegar (hálfan daginn). Si^urgeir Jonssoii. Spítalaveg 15t — Sími 58. Vínber. Aðeins 1.90 kiloið gegn periingum. Nýlenduvörudeild. þau ráð, sem duga muni gegn þessum óvinaher, sem sækir að í i Jloftinu ef ný styrjöld kemur. Vélar eru uppfundnar, til þess að hlusta eftir flugvélaferðum úti í geimnum. Þær heyra og gefa til kynna hvar og hve langt í burtu óvinurinn sé, og þá er að grípa til þeirra gagnslausu varnar- tækja, sem halda skulu honum í hæfilegri fjarlægð, og verjast þannig árásinni- Þeir menn, sem dauðahaldi toga í viðhald alls vígbúnaöar, telja al- menningi trú um að öllu sé hægt að verjast, bara ef þjóðirnar leggi fram fé til hergagnaútbún- aðár. Hvílík fásinna og einstakur óvitaháttur. Fyrir mánuði síðan voru í Frakklandi gerðar tilraun- ir til þess að verjast lofthersárás- um. Nokkrar flugvélar voru látn- ar prófa að sækja París heim sem óvinavélar, með saklausum bomb- um og sprengjum að sjálfsögðu. öllum var kunnugt um að þessir tilbúnu óvinir voru á ferðinni og öllum hinum nýjustu og beztu varnargögnum var beitt, til þess að uppgötva þær og hindra árás- ir þeirra. En allt kom að einu marki. Frá Frakklandi barst með útvarpinu um allan heim sú frétt, að allar varnir gegn loftárásum væru fullkomlega árangurslausar. Ekkert getur hindrað dauða og eyðileggingu, þar sem flugvélar varpa eitri og eldi yfir saklausan landslýð. (Framh.). I ið ísleozkum skipum. Akureyratbœr. Dráttarvextir falla á seinni hluta útsvara í Akureyrarkaupstað, fyrir árið 1934, ef eigi er greitt fyrir 1. nóvember n. k. Dráttarvextirnir eru 1°|0 á mánuði og reiknast frá 1. sept. s. 1. Bœjargjaldkerinn, Sænska prjónavélin FAMA er frá- bær að gerð og smíði, enda búin til af hinum velþekktu H U S- Q V A R N A vopnaverksmiðjum. — Vélin hefir alla þá kosti, sem fullkomnustu þýzkar vélar hafa að bjóða. Leitið tilboða hjá okkur og glæpist ekki á að kaupa dýrari vélar. »FAMA« prjónavélin býður yður alla þá kosti, sem krafizt verður. — Samb. isl. samvinnufélaga. Matvæla-afhending af Frystihúsi voru fer fram aðeins: þriðfudag'a og föstudag'a frá kl. 10 f. h. til 4 e. h. Kaupfélag Eyfirðinga. SkíisstalaneBH! Aðalfundur á Skíðastöðum sunnud. 28. okt. kl. 10 f. h. Allir Skíðastaðamenn mæti! Stjórnin. Niðursoðnir ávextir. Apricosur >/i og '/2 dósir Bl. ávext. i/i og i/2 dósir Perur Ferskjur; Kaupfélai Eyfirðiiga Nýienduvörudeild. í HAUST voru mér dregin tvö gimbrarlömb með mínu marki: biti a. hægra, stýft biti a, vinstra. Lömb þessi á eg ekki. Réttur eigandi gefi sig fram hið fyrsta. Víðivöllum S.-Þing. ao. okt. 1934. llulda B. Kristjánsdóftir. Göður grammófónn er til sölu með tækifærisverði. Ingólfur Kristj&nsson, Oddagötu 4. BARNAVAGN til sölu með tækifærisverði. Uppl. í Ránargötu 1. Ritstjóri Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri Sigfús Halldórs frá Höfmun. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.