Dagur - 30.10.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 30.10.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII . ár. \ Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖR. Norðurgótu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akurcyri 30, október 1934. 125. tbl. Stjórnarfrumvörp lögð fyrir Alþíngi, Réttindi skipulags- nefndar. Frv. til Iaga um heimild handa skipulagsnefnd atvinnumála til þess að krefjast skýrslna o. fl. Svohljóðandi greinargerð fylgir ir frv.: »Skipulagsnefnd atvinnumála er ætlað að hafa með höndum rannsókn á fjármálum ríkis og þjóðar og á hverskonar atvinnu- rekstri í landinu, framkvæmdum og framleiðslu, svo og á sölu og dreifingu afurða innanlands og utan og verzlun með aðfluttar vörur. Rannsókn þessi á jafnt að ná til framkvæmda og atvinnu- reksturs ríkis og bæja sem ein- stakra manna og félagsfyrir- tækja. Á grundvelli þessara rann- sókna er nefndinni ætlað að koma fram með rökstuddar tillögur og nákvæmar áætlanir um aukinn atvinnurekstur, framkvæmdir og framleiðslu í landinu. Svo og um það, hvernig komið verði á föstu skipulagi á allan þjóðarbúskap- inn. Til þess að nefnd þessi geti á fullnægjandi hátt unnið þetta umfangsmikla ætlunarverk ber nauðsyn til að henni sé fengið vald til þess að heimta skýrslur af embættismönnum og einstök- um mönnum, félögum og stofn- unum, eftir því, sem henni þykir þörf á. — Hinsvegar verður að telja sjálfsagt að farið verði með þær upplýsingar, sem nefndin fær á þennan hátt, sem trúnaðar- mák. Bréf til Daf s. (Framh.). Gasgrímurnar, sem stöðugt eru framleiddar, duga heldur ekki, því þó þær útiloki þær eiturgas- tegundir, sem eyðileggja öndun- arfærin og valda skjótum dauða, eru þær (grimurnar) gagnslaus- ar, er verjast skal ýmsum nýrri eiturgastegundum, sem efnasmiðj- ur framleiða og finna upp, og sem sumar eru svo banvænar, að þær sem ósýnilegar lofttegundir eyðileggja allt líf samstundis án innöndunar. Það er sízt að undra, þó geig- ur fari um þá, sem morðvopnin þekkja, en engin ráð vita til að verjast þeim. Því verður ráðið helzt þetta, að birgja sig að samskonar vopnum og aðrir. Þó mun það mála sannast, að alþýða manna vill ekkert annað frekar en frið og algera afvopnun, því flestum mun í fersku minni síð- asta styrjöld og afleiðingar henn- ar. Alþýðan á sannarlega við svo marga óvini að etja, að hún finnur enga hvöt til að skapa fleiri, en það eru valdhafar og auðmenn, sem óttast að aðrir komi og steypi þeim af hásæti sínu, og þaðeru fyrst og fremst þeir, sem hæst kalla á her og her- yaroir f hverju þjóðfélagi, Síðasta styrjöld var barnaleik- ur samanborið við þá, sem næst kemur. Um það eru allir sam- mála. Hún stóð í rúm f jögur ár, 10 miljönir manna féllu á víg- stöðvum; annað eins særðist og auk þess dó fjóldi með ýmsu móti beint og óbeint af hennar völdum. Næsta styrjöld getur á tólf sinn- um skemmri tíma, eða rúmum fjórum mánuðum eyðilagt tólf sinnum fleiri mannslíf, og hundr- að sinnum meiri verðmæti- Er svo ekki von að almenningur fyllist geig við þá tilhugsun? f nóvembermánuði 1918 voru vopn- in lögð niður eftir fjögurra ára stríð. Ellefu árum síðar, eða 1929, byrjar heimskreppan að leggjast af þunga sínum á þjóð- irnar, eins og mara á sofandi mann. Ýmsir vilja halda því fram, að kreppan standi { engu sambandi við síðasta stríð, en þegar öllu er á botninn hvolft, kennir þó alltaf grunns á gömlum væringum og atburðum frá heimsstyrjöldinni, þar sem þjóðirnar mætast til þess að ræða og reyna að leysa kreppumálin. Kreppan er fyrst og fremst viðskiftakreppa, með sífelldum flutningi og fljótandi gengi góð- n l i » ir liins fyiir únýt og ópöií störf. íhaldsmenn hæla sér mikið fyr- ir sparnað. Hér skulu nefnd nokkur dæmi um sparnað Magn- úsar Guðmundssonar, á meðan hann var ráðherra. M. G. réð Arnljót nokkurn Jónsson, er var nýsloppinn frá prófborðinu, til þess að rannsaka svonefnt Gjábakkamál, og var þar um að ræða brot á áfengis- löggjöfinni. Arnljótur fram- kvæmdi einhverja málajnyndar- rannsókn og dæmdi síðan í mál- inu, þó að hann hefði enga heim- ild til þess. Hæstiréttur ómerkti síðan dóminn. Eftir að annar maður hefir haft mál þetta til rannsóknar, er það komið í ljós, að öll meðferð Arnljóts á því hefir verið lítils eða einskis virði. En fyrir þetta ónýta verk voru honum greiddar 2260 kr. Þá fól M. G. sama Arnljóti rannsókn á kosningahneykslis- máli í Vestur-Skaftafellssýslu. Stóð mál þetta í sambandi við fylgisöflun til handa Gísla Sveins- syni þar í kjördæminu. Málið var að vísu einfalt og umfangslítið, en það mun þó hafa tekið upp mikinn tíma fyrir Arnljóti, því fyrir vei'kið voru honum grtiddar 3478 krónur eða sem svarar sæmilegum árstekjum fyrir eina verkamannsfjölskyldu. Starf þetta er þó ekki talið nema ör- fárra daga verk fyrir ötulan og skynugan lögfræðing. Þá er ótalið hið svonefnda »kollumál«, sem alræmt er orðið og miðaði að því tvennu frá hendi íhaldsins, að • skemma mannorð Hermanns Jónassonar og tryggja íhaldinu kosningasig- ur. Hvorttveggja mistókst og varð íhaldsmönnum til varanlegr- ar hneisu. En fyrir þjónustu sína í þessu máli var Arnljóti Jóns- syni greidd fjárhæð, er nam 2125 krónum. Magnús Guðmundsson hefir þannig greitt Arnljóti Jónssyni nær 8000 kr. á 10 mánuðum, mestmegnis fyrir ónýt og óþörf störf, en M. G. mun hafa talið mann þenna upprennandi stjörnu í íhaldsflokknum og því viljað hlynna sem bezt að honum. En ekki bendir þessi SÖ00 kr. greiðsla M. G. á sérstakan sparn- aðaranda hjá íhaldinu, þegar það sjálft eða gæðingar þess eiga í hlut. málmanna, skiftandi myntfæti og af því leiðandi óreiðu í öllum við- skiftamálum. Stríðsskuldirnar og meðferð þeirra eiga öllu öðru fremur sinn þátt í þessum atrið- um, og fyrr en skaðabótakröfur og stríðsskldir eru algerlega yfir- strikaðar, kemst viðskiftalífið varla í gott og fast horf. En að því mun koma, T>g ef til vill ekki svo langt eftir því að bíða. Það er heldur engin vanþörf að úr fari að rætast þeim vandræðum sem kreppan hefir haft í för með sér. öfugstreymi það, sem ríkt hefir um síðastliðin fjögur ár, er að færast mjög í rétt horf nú á síðustu mánuðum, og vonandi að í áttina miði betur. Atvinnuleysi er almennt langt- um minna á þessu ári en í fyrra, og kaupgeta verður því meiri, eftirspurn eftir vörum meiri og verðið fer hækkandi. Einstakar vörutegundir hafa náð sama verði og fyrir krepp- una, t. d- er verð á dönsku fleski á enska markaðinum sem næst það sama nú og 1929, og er því ástæða fyrir íslenzka bændur að gera aér vonir um að lambakjöt- ið þeirra seljist frosið á enskum markaði fyrir mun hærra verð en verið hefir á undanförnum árum. Já, vöruverð hækkar, en vöru- magnið, sem keypt er og selt, er tilfinnanlega takmarkað enn, og verður á meðan þjóðirnar reyna að halda verndarhendi yfir eigin atvinnugreinum með því að tak- marka eða banna innflutning á þeim vörum, sem framleiða má í landinu sjálfu. Menn hrópa há- stöfum á verzlunarfrelsi. Látum menn kalla og hrópa, en þau hróp, sem koma frá smáþjóðun- um, bera bara engan árangur, svo lengi sem stórþjóðimar halda uppi innflutning&höftum. Það eru þær sem ákveða hraðann. Ég hefi ekki séð annað barnalegra og hlægilegra í þeim íslenzkum blöðum, sem mér hafa borizt á síðastliðnum tveim árum, en hróp þeirra manna, sem heimta inn- flutningshöftin afnuffiin, og segja að þá muni kreppunni létta á fs- landi. Aumingja menn, sem slíku veifið úti á fslandi! Þið farið skakkt að. Fyrst þið álítið ykkur fjármálaspekinga meiri en ann- arsstaðar finnast í heiminum, því

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.