Dagur - 30.10.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 30.10.1934, Blaðsíða 2
342 DAGUR 125. tbl. Skíði, Skíðastafir, Skíðabönd. Ýmsar gerðfir — allar stærðir. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. Saltfisk 1. flokks, liillverkuðou sel eg á kr. 0.45 kg. gegn staðgreiðslu. Sverrir Ragnars. eruð þið að mælast til þess við þing og stjórn á íslandi að upp- hefja innflutningshöftin? Þið eig- ið að snúa ykkur til ríkisstjórna í Englandi, Frakklandi, Þýzka- landi, Spáni og víðar, og benda þeim á, að ef þeir upphefji inn- flutningshöftin í dag, þá sé kreppunni létt á morgun. íslandi einu þýðir ekki að afmá sín inn- ílutningshöft, eða sjá menn ekki hvert mundi stefnt, væru sprengdar þær stíflur sem halda munaðarvöru og ýmsu öðru utan við landssteinana? Þegar sá hluti íslenzkrar framleiðslu, sem selst á erlendum markaði, ekki hrekk- ur til að greiða nauðsynjamar, hvar á þá. að taka fé fyrir mun- aðarvörur? Ýmsir spá því, að langt muni verða að bíða, þar til öll viðskipti verða frjáls og ó- þvinguð eins og áður var, og sú spá er á eðlilegum grunni byggð. England — sem ætíð hefir haldið fríverzlunarstefnunni hátt á lofti — er nú það ríkið, sem flesta viðskiftasamninga hefir gert. Þar heima fyrir eru kröftugar raddir, sem kalla á fleiri atvinnugreinar og meiri framleiðslu lífsnauð- synja í landinu sjálfu, einkum á sviði landbúnaðarins, sem í Eng- landi er mjög lélegur og gamal- dags. En England framleiðir aldrei lífsnauðsynjar handa meira en nokkrum hluta þjóðar- innar. En það eru aðrar atvinnu- greinar í Englandi, sem ætíð hafa staðið í miklum blóma, en fá nú keppinauta, harðvítuga keppinauta, sem Englendingar geta aðeins á einn veg hrundið af sér, með því að banna inn- flutning á ýmsum vörum til Eng- lands og enskra nýlendna í Asíu. Þessa leið hafa þeir nú farið og ólíklegt að þeir snúi við. Lengst í austri er land sólar- uppkomunnar, Japan. Þar hefir iðnaði fleygt fram á allra síðustu árum, svo að engin þjóð í heim- inum getur keppt við japanska markaðinn. Hin staka nægjusemi Japana, og hið lága kaup, sem þar er greitt, hjálpar til þess, að þeir flytja á markaðinn ýmsar iðnaðarvörur svo ódýrar að undr- um sætir. Ég hefi nýskeð átt tal við mann, sem verið hefir all- lengi þar eystra hjá verzlunarfé- lagi, og gat hann þess sem dæm- is, að venjulegar rafmagnsperur kostuðu sem svaraði frá 7—15 aura, og gúmmístígvél ca. 100 kr. danska, en þessar vörutegund- ir framleiða þeir í stórum stíl. í nýlendum preta var sú leið lengi farin að leyfa innflutning frá Ja- pan, en til þess að vernda inn- lenda iðnaðinn var á japönsku vörurnar lagður tollur, sem nam — stundum fleiri hundruð % og fið síðustu var bann lagt við. En þessi japanslci markaður lokar markaði Breta algjörlega úti á þeim stöðum, sem brezk yfirráð ná ekki til. Sami maður sagði mér, að feikn af gúmmívörum væru seld- ar frá Japan til Ameríku, og það- an til Evrópu, sem amerískur iðnaður, bara undir fölsku flaggi, stundum með amerísku vöru- merki. Nei, því er ver, að íslendingar geta ekki í einu né neinu ráðið á heimsmarkaðinum, ekki elnu sinni á sviði sinnar eigin fram- leiðslu og sölumöguleikum henn- ar, nema í einu atriði — vörur vöndun. Kreppuna ráða þeir ekki við — hversu hátt sem einstök íslenzk málgögn gala — fremur en veðráttuna, sem reynzt hefir erfið á íslandi í sumar vegna votviðra og erfið um gjörvalla Evrópu í sumar vegna þurrka. Á stórum svæðum bæði hér í Danmörku og vítt um álfuna, hefir skort svo úrkomu í sumar, að til vandræða hefir horft. — Neyzluvatn hefir verið skammtað og keypt dýrt, þvi dýpstu brunn- ar hafa þornað á ýmsum svæð- um. Uppskerubrestur hefir sum- staðar oi’ðið tilfinnanlegur af völdum ^urrka, og hefir það í för með sér verðhækkun að mun, á kornvöru og kartöflum og kart- öflur eru slæmar, því grasið féll í júlímánuði, visnaði algerlega, en kartöflurnar á ökrunum hafa svo spírað í moldinni og nýjar byrj- að að myndast út frá þeim. En sumarið hér hefir líka verið langt og sólríkt með afbrigðum allt frá aprílbyrjun. Sumstaðar standa eplatré hlaðin eplum, og nú springa þau út á ný eins og vor væri. Það er ekkert sérstakt með eplatrén, því kastanían gerir slíkt hið sama og beykið, sem hefir fyrir löngu búið sig undir vetur- inn, er nú að springa út á ný. Eg hefi fengið alveg nýjan og mjúk- an sprota af beykigrein inn til mín. En sumarið er bráðum á enda. Þar með er þó ekki sagt að hér þurfi að koma slæmur vetur á eftir góðu sumri, en eftir íslenzk- um mælikvarða ætti að verða snjóavetur, því ber spruttu vel, já, meira að segja hefir jarðai- berjaplantan haldið tvö sumur, — gefið tvær uppskerur — á ein- stöku stöðum í sumar, utan vermihúsa. úr stjórnmálaheiminum ætla ég ekki að segja fréttir, því þar veltur á svo mörgum end- um og köntum, að ekki verður í fám dráttum mikið sagt. Það eitt ætla ég þó að segja, að þeirri miðalda einveldisstefnu, — sém ætíð hefir sett svartan blett á söguna, og setur enn í dag, þar sem hún ríkir suður í Evrópu — henni er hér í Danmörku hrund- ið algerlega, því Nazistaflokkur- inn danski uppleystist þann 1. sépt. Saga hans — þó lítil væri — eru mest óknyttir, strákapör og glæpir. I nýafstöðnum bæja- og sveita- stjórnakosningum í Svíþjóð hefir íhaldsstcfnan tapað tilfinnanlega, og segja flestir ástæðuna, að þeir hafi sleikt snjáldrið á nazistum helzt til mikið. Á Norðurlöndum er alþýðumenntunin of mikil, til þess að einveldi geti þrifizt, enda er stjórnarfarið í eins manns hendi þrælahald í nýrri mynd. Að svo mæltu stanza ég, því blekið í pennanum er nú þorrið. Kaupmannahöfn í sept. 1934. Gísli B. Kristjcmsson. Bækur og rit. Búnaöarritið fyrir árið 1934 er nýlega komið út. Efni þess er sem hér segir: Prófessor dr. phil. C. Ferdi- nandsen: Yfirlit yfir plöntusjúk- dómafræði vorra daga. Þórir Guðmundsson: Nokkrar efna- greiningar á heyi frá sumrinu 1933. Páll Zophoníasson: Búnað- arástandið árin 1932 og 1933. Metúsalem Stefánsson: Bændafé- lag Noregs og önnur ritgerð eftir sama höf., er nefnist Jarðabæt- urnar 1933. Theódór Arnbjörns- son: Skýrsla um vanhöld á búfé árið 1932. Fyrsta ritgerðin er sex fyrir- lestrar fluttir við Iláskóla íslands í febrúar 1934 og nær yfir nokkru meira en helming ritsins. Ársrit Nemendasambands Lamga- skóla, 9. ár, er út komið og er hið læsilegasta að vanda. í það rita meðal annars Þóroddur Guð- mundsson, Tómas Tryggvason, Páll H. Jónsson, Þorgeir Jakobs- son, Konráð Erlendsson og Þórð- ur Jónsson. í ritinu er kvæði eft- ir Kára Tryggvason, sögukafli eftir Knut Hamsun, skýrsla um Alþýðuskóla Þingeyinga veturinn 1933—1934 eftir skólastjórann, Leif Ásgeirssön og m. fl. Skýrshx um radíumlækningar 1929—1932, eftir Gunnl. Claes- sen dr. med. Skýrslan er um 113 sjúklinga, sem geislaðir voru á þessu tíma- bili með radíum, vegna ýmsra sjúkdóma, og árangurinn af radí- umlækningunum. Radíumforðinn er eign Radíumsjóðs fslands, er Niðursoðnir ávextir Apricosur i/i og «/2 dósir BI. ávext. i/i og 1/2 dósir Perur Ferskjur. Kaupfélag Evfirðinga Nýlenduvörudeildin. stofnaður var fyrir örlæti ýmsra manna. Alþingi hefir veitt nokk- urn styrk, til þess að sjúklingar geti notið þessara lælniinga fyrir vægt gjald eða ókeypis. Skýrslan ber það með sér, að árangur lækninganna hefir orðið allmikill. Krabbameinssjúklingar voru flest- ir. Myndir eru í skýrslunni til skýringar. ÚTVARPII). Þriðjudaginn 30. okt.: Kl. 14 Guðs- þjónusta í dómkirkjunni; settur fundur presta og sóknarnefnda. Kl. 20.30 Oddfríður Hákonardóttir: Er- indi. Kl. 21.15 Emil Thoroddsen: Píanósóló. Grammófóntónleikar: ís- lenzk lög. Síðan danslög. Miðvikudaginn 31. okt.: Einar Bene- diktsson: Erindi. Guðmundur Finn- bogason og Kristján Albertsson: Upplestur kvæða eftir Einar Bene- diktsson. Pétur Jónsson: Einsöngur; sungin kvæði eftir Einar Benedikts- son. Auglýsið l „DEO /.“ Ritstjóri Ingimar Eydal, Fréttaritstjóri Sigfús Halldórs ír& Höfnum. Prentsmiðja Odds Björnssonar. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.