Dagur - 10.11.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 10.11.1934, Blaðsíða 2
356 DAGUR 130. tbl- MHwmiHHnwwHi ur tekinn upp i dag. FJöIbi’eyií úrval. Nýjasta íízka. Kaupfélag Eyfirðinga, Vefnaðarvörudeild. ingu, er hagað væri á þennan hátt í stórum dráttum: Reist yrði skólabygging, 1 hæð á háum kjallara, á hentugum stað í bænum. Stærð hússins yrði 25 XI1 mtr. og viðbygging fyrir anddyri 5X5 mtr. Grunnflötur hvorrar hæðar þá alls 300 mtr.2 Á efri hæð hússins yrði komið fyrir 4 kennslustofum, 2 fyrir 30 nemendur hvor og 2 fyrir 20 nemendur hvor. Skilrúmum milli þessai-a stofa yrði þannig komið fyrir, að hægt væri að lyfta þeim og gera þannig 2 kennslustofurn- ar eða allar að einum samkomu- og fundarsal, þegar þörf væri á. Á efri hæð hússins yrði auk þess kennarastofa, áhaldaherbergi og rúmgóður gangur. í kjallara og viðbyggingu yrði komið fyrir stóru skólaeldhúsi, 2 handavinnustofum, annari fyrir pilta, hinni fyrir stúlkur, þvotta- húsi, búri, geymslum, baði, sal- ernum o. fl. Rúmmál hússins yrði þannig 300x7 = 2100 kubikm. Ef gert er ráð fyrir að hver kubikmeter í skólaeldhúsi kosti kr. 35,00 þá ætti byggingarkostnaður allur að verða 2100x35 = kr. 73500.00. Ef gert væri hinsvegar ráð fyr- ir að byggingarkostnaður reynd- ist kr. 75000.00, skiptist hann þannig eftir tillögum nefndarinn- ar: 1. Vegna Gagnfræðaskólans: Frá bæjarsjóði kr. 15.000.00, og frá ríkissjóði kr. 10.000.00. 2. Vegna Húsmæðraskólans: Frá kvenfélögum og áhugamönn- um kr. 10.000.00, frá bæjarsjóði kr. 5000.00 og frá ríkissjóði kr. 10.000.00. 3. Vegna Iðnskólans: Frá Iðn- aðarmannafélagi Akureyrar og á- hugamönnum kr. 10.000.00, frá bæjarsjóði kr. 5000.00 og frá rík- issjóði kr. 10.000.00. Tillög til byggingarinnar í heild skiptust þá þannig: 1. Frá félögum og áhugamönn- um kr. 20.000.00. 2. Frá bæjar- sjóði kr. 25.000.00 3. Frá ríkis- sjóði kr. 30.000.00=kr. 75.000.00. Að þessu athuguðu skorar nefndin á bæjarstjórn, að beita sér fyrir bráðri lausn málsins á þessum eða svipuðum grundvelli og sé þá samið um afnotarétt hússins við hlutaðeigendur um leið og' framlög þeirra eru tryggð. í sambandi við fundargerðina flutti bæjarfulltrúi Jóhann Frí- mann eftirfarandi tillögur: 1. »Bæjarstjórn Akureyrar skor- ar á Alþingi að setja þegar á þessu þingi iög um húsmæðra- skóla á Akureyri, þar sem gert sé ráð fyrir, að kostnaður við skóla- haldið skiptist í sömu eða svipuö- um hlutföllum milli bæjar og rík- is eins og lög um Gagnfræðaskóla í kaupstöðum landsins gera nú ráð fyrir um þá skóla. Ennfrem- ur skorar bæjarstjórn á Alþingi, að veita heimild til að greiða úr ríkissjóði % af byggingarkostn- aði skólabyggingar á Akureyri til sameiginlegra afnota fyrir fyrirhugaðan húsmæðraskóla Gagnfræðaskóla Akureyrar og Iðnskóla Akureyrar gegn % byggingarkostnaðarins annarstað- ar frá. Séu ætlaðar til þess kr. 30 þús. minnst á fjárlögum árs- ins 1935«. 2. »Fundurinn felur bæjarstjóra, í samráði við húsmæðraskóla- nefnd, að senda nánari greinar- gerð með umsókn þessari til Al- þingis og þingmanns kjördæmis- ins, þar sem gerð sé grein fyrir húsnæðisþörf skólanna, fyrirhug- aðri byggingu og kostnaði við hana, samkv. fundargerð hús- mæðraskólanefndar frá 21. okt. síðastl.«. 3. »Fundurinn felur húsmæðra- skólanefnd að leita eftir undir- tektum og tilboðum frá félögum þeim og stofnunum, sem sam- kvæmt tilögum nefndarinna)- tækju þátt í fyrirhugaðri sam- skólabyggingu, og að áliti þeirra og tilboðum fengnum, leggi nefndin málið á ný fyrir bæjar- stjórn til endanlegra ákvarðana«. Tillögur þessar voru samþykkt- ar með samhljóða atkvæðum. Þá var samþykkt tillaga um að vísa fundargerðinni að öðru leyti, sérstaklega hvað kostnaðarhlið málsins snertir, til fjárhags- nefndar. Dánardxgur. í gær andaðist hér A sjúkrahúsinu Björg- Björnsdóttir hús- írú á »Sig'urhæðum« hér í bænum og eiginkona Jónasar Sveinssonar bóksala, 72 ára að aldri (f. 4. júlí 1862). Björg sál. var góð kona og ágætlega verki farin, bæði mikilvirk og velvirk á með- an hún hafði heilsu. Mun öllum, er kynntust henni, hafa verið hlýtt til hennar. Einkadóttir þeirra hjóna er frú Sig- urlaug, kona Jónasar Þorbergssonar útvarpsstjóra. Þann 4. þ. m. andaðist að heimili sínu, Eyrarlandsveg 27 hér í bæ, Ólaf- ur Sumarliðason stýrimaður, 52 ára gamall. Hann var vellátinn dugnaðar- maður. — Þá er og nýlátinn að heimili sínu á Oddeyri Guðbrandur Guðmunds- son verkamaður, 77 ára gamall. — Ennfremur er nýdáinn Andrés Krist- jánsson að Höfða. í Glerárþorpi. Hann var 73 ára, sonur Kristjáns Ásmunds- sonar í Víðigerði, sem enn lifir, 102 ára gamall. — Fyrir sltömmu andaðist að Nesi í Fnjóskadal Karl sonur Krist- jáns bónda. þar, aðeins 23 ára gamall. I-Iann dó úr lungnabólgu. Hinn árlega afmælisfagnað Krist- neshælis halda sjúklingarnir þar sunnudaginn 11. þ. m. (á morgun). Verður þar ýmislegt til skemmtunar. Hjúskupur. Sunnudaginn 28. okt. si. voru g’efin saman í hjónaband af séra Benjamín Kristjánssyni, ungfrú Anna Sigurðardóttir frá Syðra-Hóli og Sveinn Brynjólfsson bílstjóri, Akureyri. Giftingar hafa. margar verið undan- farið. Vitum vér þar til að nefna ung- fi'ú Hrefnu Haligrímsdóttur og Jón Sigurgeirsson, bæði frá Akureyri, ung- frú Helgu Ingimarsdóttur frá Litla- Hóli og Svavar Helgason; ungfrú Ingi- björgu Pálsdóttur og Sigurð Eyj- ólfsson prentara; ungfrú Ósk Hall- grímsdóttur og Ingimar Júlíusson frá Bíldudal; ungfrú Aðalheiði Oddgeirs- dóttur, Hlöðum, Grenivík og Alfreð Pálsson, Pálssonar kaupmanns; ungfrú Guðrúnu Jónsdóttur og Guðmund Guð- mundsson skipstjóra. Nætiurlxknir í nótt er Árni Guð- mundsson; á mánudagsnótt Jón Geirs- son; á þriðjudagsnótt Jón Steffensen. Skáldlaun Nobels hreppti að þessu sinni ítalski leikritahöfundurinn heimsfrægi, Luigi Pirandello, Ungm.st. Akurlilja nr. 2 hefir kaffikvöld í Skjaldborg á afmælisdegi sinum n. k. sunnu- dag og hefst það kl, 8V2 síðd. Félagar eru beðnir að vitja aðgöngumiða í Skjaldborg á sunnudaginn kl. 2 — 4 e. h. Skóverkstæðið r Brekkiigötii 7 hefur nú ákveðið að selja dömu- og herra sólningar sama verði og er í Reykjavík. Sparið pening’a. mín er í Brekkugötu 5, Smíða spunavélar, beygi og tjöru- brenni skíði, og smíða hvað sem fyrir kemur. Kr. 3. Sigurðsson. Stofníundur Akureyrar- deildar •lorrœna^íÉflSins verður haldinn í Akureyrar-Bíó við Hafnarstræti sunnudaginn 11. nóvember n. k., kl. 21/2 síðdegis. Skorað er á meðlimi félagsins og aðra þá, sem hafa hug á að gerast meðlimir þess, að mæta og taka þátt í stofnun deildarinnar. Þessa árs rit félagsins fá þeir afhent á fundinum, sem greiða árgjald sitt. Nokkrir meðlimir Norræna (élagsins. Kofoed fiaosem, skógræktarstjóri, hefir sótt um og fengið lausn í náð frá embætti sínu frá 1. marz næstkomandi. Skarlatssótt hefir stungið sér niður i Dölum vestra og ér sögð komin þar á 9 bæi. Ritstjóri Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri Sigfús Halldórs frá Höfnum Prentsmiðja Odds Björnssonar. Sjóvátryggingarfélag /* f _• Islands h. f. |AI-íslenzkt félag. 9«® 3ri »• Hvergi lægri iðgjöld. i* Umboð á Akureyri: Kaupfólag Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.