Dagur - 20.11.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 20.11.1934, Blaðsíða 3
135. tbl DAGUR 369 V efnaðarnámskeið. Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands hefir ákveðið að hafa námskeið í vefnaði hér á Akureyri frá 15. janúar til 15. apríl 1935. — Væntanlegir nemendur gefi sig fram við undirritaða fyrir 15. desember. Akureyri, 21. nóvember 1934. Erna Ryel. sem þeir hafa viðurkennt allar þær falsanir, sem efnafræðingur- inn hefir skýrt frá. Þess skal getið, að landlæknir lét framkvæma matvælai’annsókn- irnar í samráði við fyrrv. ráð- herra Magnús Guðmundsson og réði fyrmefndan efnafræðing til þess starfs, einnig með samþykki sama ráðherra íhaldsins. Þegar því Mbl. og Jak. Möller ráðast á landlækni út af þessum ráðstöf- unum, þá er jafnframt ráðist á Magnús Guðmundsson. En svo er ofurkapp Mbl. mikið að verja vörusvikin, að »ekki sér það sína menn, svo það bera þá líka«. Auðvitað er það ekki nema versti sorinn úr fhaldsflokknum, sem hagar sér svona auðvirði- lega. §ápu> og efnaget'ðin (Framh. af 1. síðu). Þegar upp er komið, verða fyr- ir auganu tveir hyldjúpir og for- aðsvíðir járnstrokkar, og bullar sem í Víti í báðum, líkt og grá- myglug hraunleðja að sjá. Hver strokkurinn tekur um 6000 lítra, en venjulega eru ekki soðnir nema 4—5000 í einu. I öðrum er soðin handsápa, sólsápa og stangasápa, en blautsápa í hinum. Járnið í strokkunum er 1 cm. þykkt; utan um er girt með stöfum, en einangrað á milli, til þess að hitinn geymist sem bezt í strokkunum. Gegn um hvern ketil, lóðrétt á botnflötinn, geng- ur járnás, og lóðrétt á hann fest 4 skrúfublöð, sem ganga stöðugt, og halda sápugrautnum í sífelldri umferð, ekki einungis í hring um ásinn, heldur róta einnig grautn- um í sífellu frá botni til yfir- borðs, svo að allt blandist sem bczt. í báðum strokkunum er soð- ið við yfirhitaða gufu, um 200— 250°, sem er leidd frá gufukatli með 7 loftþyngda þrýstingi. Fitan, sem »Sjöfn« notar í handsápur sínar, er eingöngu kó- kos- eða olíupálma-olía, ásamt hreinustu dýrafeiti, sem völ er á. 1 blautasápu sína notar »Sjöfn« aðeins línolíu, en alls ekki lýsi, hverrar tegundar sem er, og er það þó notað enn allvíða við blautasápugerð. Gerir það sápuna ódýrari, en rýrir hreinsunarmagn hennar. En hér er viðkvæðið: Einungis hið bezta. Handsápan er sæpt með na- trónlút, en blautsápan með kalí- lút. Lúturinn er geymdur í tveim- ur járngeymum og er blásinn úr þeim með gufuafli upp í geyma, er greyptir eru í vegginn uppi á loftinu, en frá geymunum liggja hólkrennur til sápusuðukatlanna. Má lesa á mæli, hve mikið af lút er í hvert skipti hleypt um hólk- rennurnar í suðupottinn. En hver lúthlaða tekur um 2500 lítra (2y2 m.s). Handsápugeiðlu. Nú er fróðlegt að fylgjast með sápugerðinni, frá því að fiturnar eru sæptar með lútnum í suðu- strpkkunum, unz þær liggja ilm- andi vafðar í voðfelldan tréning gagnsæjan, reiðubúnar að »fegra, styrkja og mýkja«, hörund hús- freyju sem hispursmeyjar. í hinum miklu kötlum eða strokkum, verður til undirstöðu- sápan að handsápunni. Hún er soðin þar í 4—5 daga. Og stöð- ugt skófla skrúfurnar sápuleðj- unni fram og aftur, upp og nið- ur. Saman við grautinn er svo í suðunni blandað saltlegi til hreinsunar og bleikingarefni. Þegar suðunni er lokið, er sápu- grauturinn látinn standa í strokknum a. m. k. 2 daga og heldur sér heitum og fljótandi þar, sökum einangrunarinnar. Við þessa stöðu skilur grauturinn sig í þrennt: Kjarnann, sem not- hæfur er þegar, og er um % af suðunni, límið, sem aftur er soð- ið með í næsta skifti, og undirlút- inn, en það er saltvatnið, sem nú hnígur til botns og dregur með sér allan soi'a, er leynzt hefir í suðunni. Er nú gripið sýnishorn af »kjarnanum« og athugað gaumgæfilega á efnarannsóknar- stofu sápugerðarinnar, hvort þar finnist óbundinn lútur, er myndi erta hörundið, og einnig er rann- sakað salt- og fitusýruinnihald kjarnans. Sé þetta allt í lagi, er kjarnanum hleypt í járnsái mikla. Tekur hver þeirra 1000 kíló, og má skrúfa hliðar og gafla á sán- um af eða á, eftir vild. Er sápan fullkæld þarna eftir 3—4 daga. Þá eru þessir risahnausar skom- ir með stálþræði í ca. 100 kílógr. þunga hnausa, sem svo eru aftur skornir í venjulegar stangir í vél þar til gerðri, er sker allan hnausinn í einu. Að þessu er meðferðin á undir- stöðusápum hand- og sólsápunnar nálega eins. Eini munurinn er eiginlega sá, að í undirstöðusápu handsápunnar eru notaðar enn verðmætari fitur, inar allra verð- mætustu, sem völ er á. — En nú höldum við áfram handsápugerðinni. Stengurnar eru nú teknar og heflaðar í spónavél í pappírsþunna spæni. Þá er spónunum komið í þurrk- unarvél og þurrkaðir þar með því að láta leika um þá 40—50° heitt loft. Við það léttast spænirnir um 20%, en fitumagn sápunnar vex að sama skapi, eða úr 60—65% í 80—85%. Nú er þessum þurru og mjog stökku spónum komið í hrærivél með sterkum stálspöðum, er hrær- ir þá langa lengi, og blandar þá um leið ilmolium og ýmsum úr- vals yfirfitumeðulum, svo að sáp- an erti á engan hátt hörundið. Hver snjall sápugerðarmaður heldur því vandlega leyndu, hver yfirfitunarmeðul og ilmmeðul hann notar, og liggui á forskrift- um þeirra sem ormur á gulli, því að undir þeim er mjög komið á- gæti sápunnar. En einmitt í þess- um efnum standa Þjóðverjar, færustu efnafræðingar heimsins, sérstaklega vel að vígi. Eigi nú handsápan að vera lituð, þá er litarefninu blandað saman við um leið, í þessari vél. Þegar hið ilmandi — og kann- ske litaða — sápumauk hefir ver- ið hrært þarna hæfilega lengi, er því komið í »pilier«-vélina.* Það er mikið bákn, með 4—5 digrum völturum úr eldsteini, eða pur- purasteini (porfýr). Þar er ilm- sápumaukið elt og þvælt, til þess að það verði sem þéttast og teygj- anlegast. Áfastur við þessa vél er tenntur hnífur, þar sem önnur hver tönn gengur sentimeter lengrafram en hinar. Þá er sápan hefir verið þvæld sem þurfa þyk- ir, er hnífurinn felldur að fremsta valtaranum, og skefur þá af sápuna, í örmjóum spónum, er líkist litpappírsræmum þeim, er menn á kjötkveðjuhátíðum ut- anlands varpa á og yfir nágranna sína. »Sjöfn« er fyrsta verksmiðjan hér á landi sem framleiðir þannig soðnar, hrærðar og eltar (»piler«- aðar) handsápur. En með þeim aðferðum næst fyrst nákvæmt eftirlit með fullkominni efna- blöndun sápunnar. Áður voru sápurnar kaldhrærðar, en við það hélzt ætíð eitthvað af olíu (palmentinsýru) ósæpt, en þá ertu sápurnar höi’undið. Þá er og sá gagngerður munur á hinum nýju sápum og þeim kaldhrærðu, að hinar síðarnefndu innihalda aðeins 60—65% fitusýru, en nýja Sjafnarsápan 80—85%, eins og * Eltingar- eða þófaravél mætti kalla hana- óður er sagt. Og síðast — en ekki sízt — er þess að geta, að ein- ungis með því að sjóða vélhrærða og vélelta sápuna, fær slyngur ilmbyrlari notið íþróttar sinnar til fullnustu og töfrað í sápuna hverskyns hugsanlega angan milli himins og jarðar. Nú eru teknir þessir teygjan- legu og þanþolnu spænir, er hefl- ast af eltivélinni, og þeim stung- ið í hlaupvíða sogskál í vél, er að nokkru líkist tröllaukinni kjöt- kvörn. Vindusnígill úr stáli saxar nú spænina í mauk og þrýstir þeim síðan gegnum fíngataða plötu — svipað og kjötkvörnin kjötinu — inn í keilumyndað hol. Þar þjappar hinn skrúfgengi vindusnígill sápunni afar fast saman við yfirhitun og þrýstir henni síðan, um munnstykki, sem þétthörðnuðum kólfi, er mismun- andi ummál og lögun hefir eftir vídd og oplögun munnstykkisins. Þessi vél er af sérfræðingum nefnd »peloteuse«-vélin.* — Kólf- inum er ýtt eftir mjóu borði und- ir fótstigið stálþráðarhögg, er bitar niður sápusnúðinn í hæfilega búta. Frá þessari skurðarvél eru bútarnir bornir í stimpilvél, settir þar i það mót, er hverri gerð er markað, og fergt þar enn í mót- unum, um leið og nafni og eink- unn er þrýst í sápuna. Og loks eru þessi sápustykki tekin, slétt- * Mætti e, t. v, kallast »þéttivinda«.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.