Dagur - 03.12.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 03.12.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son f Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlf. XVII. Afgreiðslán er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. I. ár. I ¦-•-• ¦?-•¦¦• • • • • • Akureyri 3. desember 1934. -»'-»¦••--•--• • *-* -* «-•--•-• «-• •»¦••••••• -ft~ & • •. -•-*--•-?¦•«¦» •¦•?-«- y • « m •¦?¦• W* 139. tbl. Siglufjarðar- deilunni um Goos-eignirnar, sem skýrt hefir verið frá áður hér í »Degi«, lyktaði á föstudaginn var, með óvæntum, en glæsilegum sigri Þormóðs Eyjólfssonar og sam- herja hans í baráttunni gegn »einstaklingsframtakinu«, um hagsmuni bæjarfélagsins. Verður nánar skýrt frá þessu á næstunni. Stúdentafélagið minntist fullveldis- dagsins með borðhaldi og danzleik á >Hótel Ákureyri«. Formaður félagsins, Steindór Steindórsson, bauð gesti vel- l'omna, en Guðmundur Eggerz, settur bæjarfógeti, fyrrverandi sýslumaður, minntist föðurlandsins í tilefni af þessum hátíðisdegi. — Að uppteknum borðum var danz stiginn lengi fram- eftir og skemmtu þátttakendur sér hið bezta. NÆTURLÆKNAR: Miðvikudags- nótt: Vald. Steffensen. Fimmtudags- nótt: Ái*ni Guðmundsson. ÞINGFRÉTTIR. Alclur embættismanna. Allsherjarnefnd efri deildar hefir eftir beiðni forsætisráð- herra flutt frv. um aldurshámark embættismanna. í frv. er svo að orði kveðið, að opinberir starfs- menn í þjónustu ríkis, bæjar- eða sveitarfélaga eða opinberra stofn- ana skuli að jafnaði leystir frá starfi, þegar þeir eru 65 ára að aldri. Heimilt er þó að þeim, »sem þykja til þess nógu ernir til lík- ama og sálar«, sé leyft að vera í embætti til 70 ára aldurs. Aldurs- takmark þetta nær þó ekki til þeirra, sem kosnir eru almennri kosningu í opinberar stöður. Þeir, sem orðnir eru 70 ára, er frv. öðlast lagagildi, víki úr stöðum sínum 1. jan. 1935. Ríltisborgararétiur. Sama nefnd flytur frv. um rík- isborgararétt, og er í því frv. meðal annars ákveðið, að ekki megi gera útlending að íslenzkum ríkisborgara, nema hann hafi dvalið hér á landi í 15 ár, og að hann færi sönnur á, að hann hafi aldrei framið athæfi, sem er sví- virðilegt að almenningsáliti. Er á þenna hátt hert mjög að ákvæð- unum um að útlendingur geti öðl- azt þenna rétt hér á landi. Friðuu natturuminfa, Enn flytur sama nefnd. frv. um friðun náttúruminja, sem miðar að því að hindra að spillt sé nátt- úrufegurð eða fágætum náttúru- einkennum. Skal dómsmálaráð- herra láta gera skrá um slíkar náttúruminjar og birta í stjórn- artíðindunum, og eru þær þá frið- aðar. Kfotlögin voru fyrir nokkru afgreidd frá þinginu. Eina breytingin, sem gerö var á bráðabirgðajö^num og verulegu máli skipti, er hækk- un verðjöfnunargjaldsins. Er nú samkvæmt lögunum heimilt að á- kveða það allt að 10 au. á kg. í stað 8 au. í bráðabirgðalögunum. * Nú í haust hefir það verið 6 au. eins og kunnugt er. Breyting þessi var sett inn í lögin eftir ósk ríkisstjómarinnar og með hliðsjón af þeirri hættu, sem er á lágu verðlagi á útfluttu kjöti. f því sambandi benti landbúnaðar- ráðherrann, Hermann Jónasson á það, að menn yrðu að vera við því búnir, að sú uppbót á útflutt kjöt, sem fengist með verðjöfn- unargjaldinu, nægði ekki til að fá viðunandi verðlag miðað við það kjöt, sem selt er á innlendum mai'kaði. Lýsti hann jafnframt yfir því, að ríkisstjórnin myndi fylgjast nákvæmlega með því máli og láta athuga möguleika til frekari aðgerða, ef með þyrfti, og séð væri fyrir endann á sölu á kjötframleiðslu þessa árs og útkr.man lægi fyrir. Þá var það, að Þorst. Briem brá við og og bar fram tillögu um að ákveð- ið yrði í lögunum, að ríkið legði fram fé í verðjöfnunarsjóð. En við þær sex umræður, sem áður höfðu farið fram um málið í báð- um deildum, höfðu »Bændaflokks- menn« ekkert látið á sér bæra í þessa átt. Þessi fjörkippur þeirra átti því sýnilega rót sína að rekja til »yfirboða«-longunar þeirra. Stœkkun útvarpsstöðv- arinnar. Sigurður Einarsson, Páll Her- mannsson, Þorbergur Þorleifsson, Jónas Guðmundsson, Gísli Guð- mundsson, Ingvar Pálmason og Páll Zophoniasson flytja svo- hljóðandi tillögu til þingsályktun- ar: »Aiþingi álykta? að iveimila ríkisstjórninni að gera þegar ráð- stafanir til þess, að láta auka og endurbæta senditæki Ríkisút- varpsins, svo að þau fullnægi þörfum landsmanna. Skulu þær endurbætur fara eftir nánari á- kvörðun stjórnarinnar, enda beri Itíkisútvarpið sjálft kostnað allan af framkvæmdinni«. Þingsályktun þessari fylgir ýt- arleg greinargerð frá útvarpsstj. og verkfræðingi útvarpsins. — Leggja þeir til, að útvarpsstöðin verði aukin mjög að orku og end- urvarpsstöð reist á Austurlandi. Leggur útvarpsstjóri fram áætl- un um fjárhagshlið þessa máls og gerir ráð fyrir að hægt verði að greiða kostnaðinn við þessar framkvæmdir á 5 árum af rekstr- arhagnaði viðtækjaverzlunarinn- ar og án þess að leggja þurfi út- varpinu fé úr ríkissjóði til rekst- urs. Kostnaðurinn er áætlaður 580 þús. kr., sem gert er ráð fyrir að útvarpið fái að láni erlendis í byrjun hjá þeim, sem sjá um framkvæmd verksins og efni er keypt að. Stjórn Krepnulánasfóðs. Páll Zophoniasson og Héðinn Valdemarsson hafa borið fram frv. um að leggja Kreppulánasjóð undir Búnaðarbankann frá næstu áramótum og spara þannig laun sjóðstjórnarinnar. Um þetta segir svo í áliti landbúnaðarnefndar neðri deildar: »Nefndin hefir fengið þær upp- lýsingar um starfsemi Kreppu- lánasjóðs, að sjóðstjórninni hafi borizt um 2800 lánbeiðnir, veitt hafi þegar verið um 2000 lán, synjað hafi verið, eða líkur til að synjað verði um 300 lán, og þá séu óafgreidd um 500 lán ennþá, sem þó muni að miklum hluta vera hægt að afgreiða fyrir ára- mót. Að vísu geti enn bætzt við nýjar lánbeiðnir, en þó muni mestur hluti lánveitinganna vera að ljúkast nú í árslok. Það hefir verið upplýst, að fyrrverandi atvinnumálaráðherra, Þorsteinn Briem, hefir með bréfi 20. júlí 1933 skipað núverandi stjórnendur Kreppulánasjóðs til ársloka 1935, og síðar með bréfi "9. nóv. 1933 ákveðið mánaðarlaun hvers þeirra fyrir sig 600 kr. Nefndin er sammála um það, að það sé með öllu óeðlilegt, að aðal- bankastjóri Búnaðarbanka fs- lands hafi, auk launa sinna hjá bankanum, sem nú eru 19200 kr. á ári, sérstök laun fyrir þetta ná- skylda atarf, og þar sem raestu.ro, Pað tilkynnist hér með, að Kristján Skúlason frá Sigríðar- stöðurn andaðist föstudaginn 30. nóv. á heimili sínu hér i bænum. Jarðarförin fer fram að Hálsi í Fnjóskadal föstudaginn 7. desember næstk. og hefst kl. 12 á hádegi. Akureyri 30t nóv. 1934. Börn og tengdabbrn. Hreinii PáEssoo syngur í Nýja-Bíó miðvikudagskvöldið ö. desember (armað kvöld) kl. 9. — Við hljóðfærið verður Vigfús Sigurgeirs- son. Söngvarinn er nýkominn heim úr ferðalagi og hefur haldið átta konserta sunnan og vestanlands, við hinn glæsi- legasta orðstír, eins og áður er getið, þar af fjóra í Keykjavík við húsfylli og almenna aðdáun. Er þess að vænta, að bæjarbúar fjölmenni á konsert þennan, sér til ánægju, þar eð þeim jafnframt gefst kostur á að votta þess- um ástfólgna söngvara þjóðarinnar verðuga viðurkenningu með nærveru sinni, því að allra hluta vegna á eng- inn þeirra íslendinga, er nú syngja, fremur skilið húsfylli en Hreinn Páls- son. Og er þá ekki til þess litið, að þá er kemur hér í sveit, má hann að vísu kallast hold af Eyfirðinga holdi og blóð af þeirra blóði. D Rún 5Q34I258 == 2.-. Söngfélagið »Geysir« minntist í senn íullveldisdagsins og afmælis síns með ágætri samkomu í Samkomuhúsi bæjar- ins á laugardagskvöldið. Erindi flutti Valdemar Steffensen læknir, í tilefni af fullveldisdeginum, og um Guðmund Magnússon prófessor. — Kvað ræðumaður sér þykja vel á því fara að minnast á fullveldisdeginum þeirra manna, er með því að gera heimagarðinn frægan utanlands með vísindastarfsemi sinni fyrr og síðar, hefðu lagt mikinn skerf í grundvöllinn fyrir fótfestu sjálfstæðiskröfu Islend- inga á hendur Dönum. Einn þeirra manna' og einn hinn ágætasti hefði Guðmundur Magnússon verið, þessi af- ar fjölhæfi gáfnamaður og merkilegi hluta starfsins verði lokið um áramótin næstu, sé einnig sjálf- sagt að lækka laun annara stjórn- enda sjóðsins, enda sé landbúnað- arráðherra heimilt að ákveða breytingu á þessu frá næstu ára~ raóvum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.