Dagur - 08.12.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 08.12.1934, Blaðsíða 2
388 DAGUR 141. tbl. Skipulag fisksolunnar. — nýlenduv0rubúðin — býður yður nú, sem endranær, það bezta og það ódýrasta, sem fáan- legt er til fólabakstursins: < Flórmjölið, hið fræga »Alexandra«. Gerduftið, sem aliar húsmæður lofa, hjartarsalt, natron, strausykur, flór-sykur, vanillesykur, vanille-stengur, möndlur, sætar og bitrar, cardemommur, succat, eocosmjöl, eggjaduft, rúsínur. kúrennur, vanilledropa, citrondropa, möndludropa, cardemommudropa, ávaxtasultu, allar teg. Allt scnt heim. Munið að við gefum ávalt 50/" gegn staðgreiðslu. Kaupfélag Eyfiðirnga. KAFFISTELLUM.........fyrir 6 og 12 menn MOKKASTELLUM _ TESTELLUM ...........— - - - — og auk þess KAFFISTELL . . — 2 — MATARSTELL sem allir þurfa að eiga fyrir 6, 12 og 24 — Ef þið ætlið að fá ykkur stell fyrir jólin, þá vitið þið af undan- genginni reynslu, að þau fást ávalt fallegust og ódýrust í Kaupfél. Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. Þess hefir áður verið getið í þessu blaði, að ólafur Thors flutti frv. um svokallað fiskiráð, sem átti að vera mikið bjargráð fyrir fiskimarkað íslendinga. Frumv. þetta fékk þann dóm hjá meiri- hluta sjávarútvegsnefndar neðri deildar, að það væri »svo losara- lega samið og vanhugsað, að eng- in leið er til að breyta því, svo að vit verði í«. Hinsvegar hefir meirihluti sjáv- arútvegsnefndar, eftir frumkvæði ríkisstjórnarinnar, flutt frv. um þetta efni, og hafði það áður hlotið svo rækilegan undirbúning, sem kostur var á. Skal hér drepið á nokkur atriði þessa frv. um skipulag fisksöl- unnar. Ríkisstjórnin skipar 7 manna fiskimálanefnd. Þessir aðilar nefna mann í nefndina, einn hver: Ríkisstjórnin, Samb. ísl. sam- vinnufélaga, Alþýðusamband ís- lands, Fiskifélag íslands, botn- vörpuskipaeigendur, Landsbank- inn og útvegsbankinn. Verksvið nefndarinnar og vald skal vera sem hér segir: Fiskimálanefnd hefir með hönd- um úthlutun verkunarleyfa og út- flutningsleyfa á fiski og löggildir saltfisksútflytjendur. Hún skal gera ráðstafanir til þess að gerð- ar séu tilraunir með nýjar veiði- aðferðir og útflutning á fiski með öðrum verkunaraðferðum en nú eru mest tíðkaðar. Hún skal hafa forgöngu um markaðsleit og til- raunir til að selja fisk á nýja markaði og annað það, er lýtur að viðgangi sjávarútvegsins. Get- ur rikisstjórnin veitt nefndinni fé úr markaðs- og verðjöfnunar- sjóði í þessu skyni með samþykki s j óðstj ómarinnar. Enginn má bjóða til sölu, selja eða flytja fisk til útlanda, nema með leyfi fiskimálanefndar. Eigi má afgreiða farmskírteini fyrir fisksendingum til útlanda, nema slíkt leyfi liggi fyrir. Leyfi til út- flutnings á saltfiski skulu aðeins veitt þeim, sem fengið hafa lög- gildingu sem saltfisksútflytjend- ur. Þó getur nefndin veitt undan- þágu fyrir smásendingar af ó- verkuðum saltfiski, ufsa, keilu og úrgangsfiski. Viðvíkjandi veitingu útflutn- ingsleyfa er gert ráð fyrir tveim möguleikum. 1. Almennt félag fiskframleið- enda, sem sé opið fyrir Öllum fiskframleiðendum. Félagsfundir hafi æðsta vald í félagsmálum, enda megí þar enginn fara með meira fyrir sjálfan sig og aðra en 1/20 af atkvæðamagni. 2. Sé ekkert slíkt almennt félag til, er gert ráð fyrir, að löggilda megi til útflutnings tiltekna tölu útflytjenda, sem fullnægi ákveðn- um þar utn settum skilyrðum. Sem þrautavaraúrræði, ef þær leiðir, sem aðallega er gert ráð fyrir í frv., reynast ekki færar sökum vantandi samtaka, gerir fry. ráð fypir, að rlkisstjómin geti falið fiskimálanefnd einka- sölu á saltfiski. Eins og sjá má af framansögðu, er ætlunin að byggja á samvinnu- gi’undvelli með réttlátri hluttöku af hálfu allra fiskframleiðenda, hvar sem er á landinu. Er það i samræmi við tillögur þær, er Vil- hjálmur Þór flutti á fundi Sölu- samlags ísl. fiskframleiðenda í haust, en náðu ekki samþykki þar fyrir ráðríki Kveldúlfsmanna. ólafur Thors hefir haft í hót- unum við ríkisstjórn og Alþingi, ef frumvarp þetta verði samþykkt og skipulagi komið á fisksöluna á þann hátt, að fiskframleiðendur verði leystir undan yfirdrottnan Kveldúlfs. En vitanlega láta að- ilar slíkar hótanir ekki aftra sér frá því að gera það sem rétt er tíl hjálpar fisksölunni. NÆTURLÆKNAR: Sunnudagsnótt: Pétur Jónsson. Mánudagsnótt: Vald. Steffensen. Þriðjudagsnótt: Árni Guð- mundsson. Dánardægur. Þriðjudaginn 4. des sl. lézt á sjúkrahúsinu á Húsavík Skúli Ágústsson bóndi að Hólsgerði í Ljósa- vatnshreppi að nýafstöðnum uppskurði vegna magasjúkdóms, er hann hafði þjáðst af til margra ára. Skúli sál. var 59 ára að aldri og hafði búið að Hóls- gerði síðastl. 20 ár og lætur eftir sig ebkju og 8 börn. Hann var hinn mesti greindarmaður, bókhneigður mjög og vandaður til orða og athafna. Rausnarleg gjöf. Á fimmtugsafmæli . sonar síns, Hólmgeirs Þorsteinssonar á Hrafnagili, lét móðir hans, ICristjana Einarsdóttir, sem komin er hátt á átt- ræðisaldur, tilkynna, að hún gæfi hundrað krónur til fyrirhugaðrar stofnunar kvennaskóla í Eyjafii'ði, eft- ir nánari fyrirmælum síðar. Dánardægur. Hinn 26. nóv. sl. and- aðist að heimili sínu, Hrísum í Saur- bæjarhreppi, húsfrú Guðrún Jónsdóttir, eiginkona Benjamíns Stefánssonar, er þar hefir lengi búið. Guðrún sál. var prýðilega látin kona. og nokkuð hnigin að aldri. Þau hjón eiga uppkomin, mannvænleg börn. Norrœna félagið. Stofnfundur Akureyrardeild- ar Norrœna félagsins verður haldinn í samkomusal Sk/'ald- borgar þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 8 ‘/2 siðdegis. Á fundinum verður gengið frá samþykktum á lögum fé- lagins, svo og kosin st/'órn deildarinnar. Skorað á meðlimi félagsins að mœta. Nokkrir miðlimir Norræna lélagsins. Ægteskab. Jeg söger mig en Ven til at fölge mig igjennem Livet ved Ægteskab. Er en en- ligstillet Landmandsdatter, som kunde önske at brevveksle med en islandsk Herre. Kunde tænke mig at komme tll Island og bo deroppe. Formue haves. Brev sendes mrk. »JuIeönske«, til Annon- cekontoret »Triumf<, Nansensgade 19, Kð- benhavn. Naar 1 Kr. i Frimærker ved- Iægges vil Foto blive medsönt i Svaret. Ritföng í öskjum og veskjum af ýms- um gerðum mjög hentugt til jólagjafa. járn- og glervörudeildin, Bonnuð er sandtaka í landareign Lóns í Glæsibæjarhreppi án leyfis undirritaðs. Peir sem undan- farið hafa tekið þar sand leyfis- laust ættu, sín vegna, að gefa mér það upp hið fyrsta, og gjaida eftir samkomulagi. Akureyri 7: desember, 1934; Dorsteínn Dorsieinsson Irá Lóni. »EINN AF POSTULUNUM«, ný .skáldsaga eftir Guömund G. Hagalín komur á bókamarkaðinn nú ' um helg- ina. Útgefaudi Þorsteinn M. Jónsson. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.