Dagur - 24.01.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 24.01.1935, Blaðsíða 2
14 DAGUR 4. tbl. Hvert stefnir Sjálf- stæðisflokkurinn? „Oienjule^ir atburðir 1 vændum. Það Iilýtur að drag'a til úrsliía.“ segir Ólafur Tliors. Formaður SjáKstæðisflokksins, ólafur Thors, lét aðalmálgagn flokksins flytja nýjársboðskap sinn á gamiársdag síðastl., þar sem hann boðar skammlífi nú- verandi ríkisstjórnar, því óvenjvr legir atburðir séu í vændum og að það hljóti að draga til úrslita milli stjórnmálaflokkanna. Um sömu mundir var Mbl. að hafa orð á því að »losa sig við þingið«. Þenna nýársboðskap hafa marg- ir skilið sem hótun um það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði á- kveðið að beita einhverskonar of- beldi gegn núverandi stjórn og þingi og vikja út af þingræðisleg- um grundvelli í stjórnmálabaráttu sinni. Allir vita, að ólafur Thors er orðhvatur angurgapi í stjórn- málaumræðum og því ekki alltaf mikið mark takandi á orðum hans, en í þetta skipti verður þó ekki hjá því komizt vegna undan- genginna atburða. Skulu þeir at- burðir lítið eitt rifjaðir upp hér. Á undan kosningunum í vor flutti tímarit Magnúsar Jónsson- ar, Stefnir, ritgerð um »lífsskoð- anir og stjórnmál«, eins og marga mun reka minni til. Þar var því haldið fram, að ef íhaldsmenn næðu völdum eftir kosningarnar, þá þyrftu þeir ekki að láta sér koma til hugar að halda þeim stundinni lengur, ef þeir létu með öllu afskiptalaust hvaða lífsskoð- anir yrðu boðaðar þjóðinni. í- haldsmenn yrðu því að taka sér til fyrirmyndar þær þjóðir, sem rekið hefðu »rauðu hættuna« af höndum sér. Ekki var um að villast í hvaða átt var bent með þessum ummæl- um. íhaldsmenn ætluðu, ef þeir ynnu kosningarnar, að taka sér til fyrirmyndar stjórnarhætti Þýzkalands og ftalíu og reka »rauðu hættuna« af höndum sér með fangelsunum, limlestingum, líflátum og útlegðardómum, og til þess að vernda »lífsskoðanir« í- haldsins átti að afnema málfrelsi, ritfrelsi, trúfrelsi, skoðanafrelsi og atkvæðisrétt þeirra, er höfðu aðrar lífsskoðanir; það átti að af- nema lýðfrelsið og taka upp ein- ræði á grundvelli »lífsskoðana« í- haldsins. Með öðru móti gat það ekki haldið völdunum stundinni lengur, sagði höf. Stefnis-greinar- innar. En þessar fyrirætlanir íhalds- ins fóru út um þúfur, eins og þær voru hugsaðar, af því að þjóðinni leizt ekki á þenna boðskap íhalds- manna um einræðisharðstjóm, skoðanakúgun, haft á mál- og rit- frelsi o. s. frv., allt eftir fyrir- jnynd einræðisflokkanna í Þýzka- landi og ítalíu. íhaldið tapaði í kosningunum og komst því ekki til valda, til þess að framkvæma sín nazistísku áform. En svo kemur eftirleikur í- haldsins. Á síðasta þingi kom það við og við í Ijós, að íhaldsmenn höguðu sér að hætti útlendra ofbeldis- flokka og mátti af því sjá að niðri í djúpinu logaði eldur hót- ananna frá því í vor. T. d. óð ólafur Thors eitt sinn að forseta sameinaðs þings og hótaði því, að' hann skyldi verða »dreginn niður úr forsetastólnum«, og Sigurður Kristjánsson hafði orð á því að sjálfsagt væri að fleygja þing- mönnum ur stjórnarliðinu út. Þá bendir framkoma sjálfstæð- ismanna í fjármálum landsins á algerðan skort ábyrgðartilfinn- ingar, ef ekki hreint og beint æði. Hvað eftir annað hefir flokk- urinn risið upp með hávaða og gauragangi og heimtað, að felldir væru niður tekjustofnar, en þver- neitað að sjá fyrir nokkrum tekjustofnum í staðinn. En í sömu andránni bera svo þessir sömu menn fram tillögur um að hækka útgjöld ríkisins um milljónir. Hefir það verið reiknað út, svo að ekki verður véfengt, að ef far- ið hefði verið í öllu eftir stefnu og tillögum sjálfstæðismanna, þá hefði greiðsluhalli á fjárlögum 1935 orðið nálega firrni milljónir lcróna. Eins og skiljanlegT er, gengur gætnum kjósendum ekki vel að átta sig á þessari brjálsemis- kenndu framkomu íhaldsins. Sú skýring liggur nærri, að þessi framkoma íslenzka íhaldsins hafi rætur sínar í s'mitun frá að- förum erlendra ofbeldisflokka og fjandmanna þingræðisins, því þeir hafa leitazt við að koma fjármálunum í öngþveiti og jafn- framt tilkynnt »óvænta atburðk, eins og ólafur Thors gerir. Að lokum setti svo Sjálfstæðis- flokkurinn kórónuna á framkomu sína með því að gera þá flokks- samþykkt, eftir tillögu ólafs Thors, að ganga af þingi áður en því væri lokið. Verður ekki öðru- vísi á þetta tiltæki litið en sem yfirlýsingu frá flokknum um það, að hann viðurkenni ekki lengur Alþingi, eins og það nú er skipað, sem lögmæta löggjafarsamkomu þjóðarixmar. Aðalmálgagn flokks- ins hefir síðan hert á þessari yf- irlýsingu með þvi að taka fram, að þingm>önnum flokksins hefði verið saemra að ganga af þingi strax í þingbyrjun, og að réttast væri að þeir losuðu sig við þing- ið hið fyrsta. Þetta, sem h$r hefir verið fram tekið, eru allt staðreyndir, sem fyrir liggja. Alþýðublaðið skýrir frá því, að síðan Alþingi lauk hafi háttsettir menn innan Sjálf- stæðisflokksins látið svo um mælt, »að flokkurinn hafi í hyggju aö mæta elclci á næsta þingi eða ganga af því þegar i þingbyrjun, ef lionum takist ekki að ná þar meirihluta með ein- hverjum ráðum, eða gera það ó- starfhæft á annan hátt«. Það er því svo, að þó orð ólafs Thors séu venjulega léttvæg og lítils metin, þá verður nýjársboð- skapur hans til flokksmanna hans, um að »óvenjulegir atbui’ð- ir séu í vændum«, og að »til úr- slita hljóti að draga«, að ein- hverju leyti að takast til greina. Verður því að líta svo á, að ein- hver hluti íhaldsins hafi ofbeldis- stórræði í huga, og ættu stjórnar- flokkarnir því að vera við því búnir, þó að hinsvegar geti svo farið, að hinir gætnari menn í Sjálfstæðisflokknum hafi vit fyr- ir ólafi Thors, Sigurði Kristjáns- syni og þeirra líkum og kæfi hin stóru ofbeldisáform fyrir þeim. Ekki verður því trúað að ó- reyndu, að allir ráðamenn Sjálf- stæðisflokksins séu fúsir til naz- istískra ofbeldistilrauna. „Hrossakaupin á Alþingi." Fjárnpiálaráðherra og samtök stjórnar- flokkanna kveða þau niður. í fjárlagafrumvarpi því, er stjórnin lagði fyrir síðasta Al- þingi, voru útgjöld ríkisins fyrir árið 1935 áætluð 13 milj. 756 þús, kr. í meðferð þingsins hækk- uðu útgjöldin um 291 þús. kr. og urðu því í fjárlögunum 14 millj. 47 þús. kr. í þessari upphæð eru innifald- ar afborganir af skuldum, sem nema all-t að einni miljón, og einnig það fé, sem ríkið ver til þess að auka eignir sínar á árinu. Ef þessar upphæðir eru dregnar frá allri útgjaldaupphæðinni, lækkar hún því um nokkuð á aðra milljón kr. Til samanburðar má geta þess, að útgjöld fjárlaganna fyrir árið 1934 hækkuðu í meðferð þingsins 1933 um 547 þirs. kr. og voru af- greidd með 477 kr. greiðsluhalla. Nú varð hækkun útgjaldanna í meðferð þingsins eins og- áður er sagt 291 þús. kr. í stað 547 þús. í fyrra, Mismunurinn er 256 þús. kr., eða rúmlega fjórðungur úr miljón. Á síðasta þingi voru fjár- lögin raunverulega afgi’eidd tekjuhallalaus. Þetta hvorttveggja, greiðslu- hallalaus fjárlög og stórum minni hækkun útgjaldanna í meðferð þingsins, er að þakka breytingu til bóta á vinnubrögðum á Al- þingi. — Eins og kunnugt er, hafa áður tíðkast hin illræmdu »hrossa- kaup« milli einstakra þingmanna. Voru þau í því fólgin að j^ng- menn gerðu samning um að greiða atkvæði hver með annars tillögum. Hefir þessi óvani verið þinginu til vansæmdar og stór- spillt afgreiðslu fjárlaga fyrr og síöar. Nú hafa stjórnarflokkarn- ir undir forystu fjármálaráðherra kveðið þenna fjármálaósóma nið- ur með sterkum samtökum um af- greiðslu fjárlaganna. Þingflokk- arnir, er saman vinna, og sem mynda meiri hluta þingsins, komu sér algerlega saman um af- greiðslu fjárlaganna á síðasta þingi, svo engin »hrossakaup« meðal einstakra þingmanna kom- ust þar að. Þetta er á allan hátt eðlilegt og sjálfsagt, því sá þing- meirihluti, sem fer með völdin, ber einn alla ábyrgð á afgreiðslu fjárlaganna. En þessi bættu vinnubrögð þingmeirihlutans fá harða dóma hjá íhaldinu, sem vill halda »hrossakaupunum« og öllum þeim ósóma, er þeim fylgir, við líði. Guðsþjónustur í Grundarþingapresta- kalli: Grund, sunnudaginn 3. febr. kl. 12 á bádegi. Kaupangi, sunnudaginn 10. febr. kl. 12 á hádegi. Munkaþverá, sunnudaginn 17. febr. kl. 12 á hádegi. MöðruvöJium, sunnudaginn 24. febr. kl. 12 á hádegi. ■fwmnmmmwwui w ®m Ferða-töskur af ýmsum stœrðum og gerðum. — Verð við allra hœfi. — Kaupfélag Eyfirðinga. — Járn- og glervörudeild. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.