Dagur - 24.01.1935, Blaðsíða 4
16
DAGUR
4. tbl.
Jörðin Qarðsá í flngulsstaðahr.
fæst til kaups, eða ábúðar á næsta vori. Tún gefur af sér 400 hesta,
er að 2I» slétt, engjar 800 hesta. Túr og engjar afgirtar. Peningshús
I góðu standi. Hlðður yfir 500 hesta. Bær gamall en allstæðilegur.
Vatnleiðsla f hann og öll peningsbús. Beitiland mikið og gott, Afrétí-
ur fylgir jðrðinni. Mótekja við túnið. — Semja ber við undirritaðan
fyrir febrúarlok. —
Garðsá 19. janúar 1935.
Jóhann Frímannsson.
ÁVARP
til Norðlenzkra gagnfræðinga
og stúdenta.
Gamlir nemendur frá Möðru-
völlum og Akureyri, allir munuð
þið hafa margs að minnast frá
skólaáranum, og ég veit, að þær
minningar eru ýmsum kæi'ar. Ef
til vill hafið þið þá átt beztu ár
æfinnar í glöðum hópi djarfhuga
félaga. Og eflaust hafið þið marg-
ir skilið það síðar, að fræðslan og
námið hefir þroskað, enda þótt
það virtist stundum liggja á eins
og mara, þegar ólman æskulýð
fýsti meira frjálsi'æðis. Fyrir
þroskann, og ánægjuna, sem þið
hafið sótt í skólann ykkar, veit
ég, að margur vildi gjalda. Og
því þá ekki að gera það?
Á almennum skólafundi 'í
Menntaskólanum á Akureyri í
vetur var kosin nefnd kennara og
nemenda til að athuga um stofn-
un sambands fyrir nemendur
Möðruvallaskólans gamla og áf-
sprengis hans, Gagnfræðaskólans
á Akureyri, sem nú er orðinn
Menntaskólinn á Akureyri. Slíkur
félagsskapur, ef vel tækist, gæti
unnið tvöfalt hlutverk, bæði orð-
ið gömlum nemöndum til ánægju
og skólanum til blessunar. Sam-
komur, sem félagið beitti sér fyr-
ir, myndu halda við gömlum
kynnum og efla önnur ný á milli
eldri og yngri kynslóða skólans.
Þannig héldi hann áfram að vera
fornum vinum sínum til gagns og
gleði.
Þó skiptir hitt ekki minnu, að
sambandið yrði skólanum mikill
styrkur, bæði siðferðilegur og
fjárhagslegur. Skólinn vex nú óð-
um, þ. e. nemöndum fjölgar ár-
lega, en húsakynni og önnur þæg-
indi svara ekki lengur kröfum
tímans. Sambandið hefði því ærið
verksvið. Og þótt árgjald yrði
lágt, þá safnast, þegar saman
kemur. En hitt hefði ekki minna
að segja, að gömlum nemöndum
gæfist betri kostur en ella á því
að kynnast starfsemi skólans og
skilja þarfir hans. Ætti það að
vera framtíð hans mikil trygging,
ekki sízt þegar þess er gætt, að
•ýmsir þeir, sem sóttu skólann í
æsku, eru jafnan með áhrifa-
mönnum þjóðarinnar.
Eitt er það, t. d., sem næst
lægi, að sambandið tæki að sér.
Én það er útgáfa 50 ára minn-
ingarrits skólans. Það liggur í
handriti, en skortir útgefendur.
Sigurður Guðmundsson, skóla-
meistari, hefir samið ritið, og
geymir það stórmerkan fróðleik
Býlið Staðarhóll
á Akureyri er til sölu nú þegar og
Iaust til ábúðar á næsta vori. Tún
f fullri rækt ca. 15 dagsláttur og
2—3 dagsláttur af óræktuðu rækt-
anlegu landi, kartöflugarður og
blómagarður. tbúðarbús úr timbri,
járnklætt, á steinsteyptum kjallara,
fjós yfir 6 kýr, fjárbús yfir 20 kind-
ur, heyhlaða, er tekur ca. 100 besta,
hænsnahús og safnbrær — allt úr
steinsteypu — fylgir jörðinni. Allar
nánari upplýsingar gefa Ounnar
Pilsson, jóhann Frimann skóla-
stjóri (simi 264), eða undirritaður
eigandi jarðarinnar.
Páll Jónsson
Staðarbóli, simi 286.
um meuningarsögu þjóðarinnar.
Sambandið ynni því menningar-
starf með útgáfu þess.
Ég skora því á alla nemendur
skólans, eldri og yngri, sem vilja
honum vel, að gerast þátttakend-
ur í sambandinu. Með því sláið
þið tvær flugur í einu höggi,
gamlir nemendur. Þið skapið
sjálfum ykkur gleði með því að
rækja gömul kynni, og þið styrk-
ið skólann ykkar^ sem mörgum
ykkar mun ljúft.
Á sunnudaginn kemur, 27. jan.,
. kl. IV2 e. h., verður haldinn
fundur í hátíðasal Menntaskólans
á Akureyri, þar sem reynt verður
að koma skriði á þetta mál.
Gamlir nemendur í bæ og
grennd, fjölmennið á fundinn!
Þórarinn Bjömsson.
Hin hljóða sorg.
Hin hljóða sorg það í burtu ber,
sem birtan og dagurinn helga sér.
í myrkranna nafni hún mótar og sker
hvei'ja mannssál, er tregar og grætur,
— hún þylur við eyrað á þér og mér
um þöglar og dimmar nætur. —
Hún læðist á tánum svo létt og hljótt
og leitar að. bráð sinni kalda nótt. —
Hún geymir sjaldan, en gleypir fljótt
alla gleði frá horfnum árum.
Og hún hefir margoft í sortann sótt
hinar síðustu fómir — með tárum.
Hún kemur til sumra og' hvíslar lágt
og krýpur við stokkinn í helgri sátt.
Hún gefur þeim styrk til að hugsa
hátt,
og hefja sinn anda særðir. —
En sumum g-efur hún gleymsku mátt,
til að gráta sig þreytta — í værðir.
Farðu varlega, vinur minn„
og varastu að trufla svefnfriðinn.
Þú veizt ei hvort það verður þessi eða
hinn,
., ■ 'i ■ • • -
Brauðgerðararðmiðum
fyrir árið 1934 verða féiagsmenn að hafa skilað á skrifstofu
okkar fyrir 15. febrúar n. k. ef þeir vilja verða aðnjótandi vænt-
anlegrar arðsúthlutunar brauðgerðarinnar.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Hefi til sölu tvo nýja triliubáta, án véla, um 25—27 feta langa, úr
eik og luru, Smíða einnig eftir pöntunum ef óskað er. Ennfremur
nýlegan trillubát 17 feta langan með 2 lk hestafla Sleipnisvél.
Selst raeð tækifærisverðn — Komið og athugið. Til viðtals í Evesenshúsinu á Odd-
eyrartanga. Einnig upplýsingar í síma 108.
Guðbjartur F. M. Friðriksson.
Landsmálafundir
verða haldnir fimmtudaginn 31. jan. 1935 í Þinghúsi Glæsi-
bæjarhrepps og sama dag í Þinghúsi Hrafnagilshrepps.
Fundirnir hefjast báðir um hádegi.
(
Bernh. Stefánsson. Einar Árnason.
Lög
um aldurshámark opin-
berra embættis- og
starfsmanna.
1. gr. —Hver sá opinber em-
bættis- eða starfsmaður í þjón-
ustu ríkis, bæjar- eða sveitarfé-
laga eða stofnana, sem þau ráða
yfir eða eiga, hvört sem hann er
skipaður af konungi eða ráðherra
eða öðrum löglegum aðila, eða þó
hann sé fastráðinn, skal leystur
frá embætti sínu eða starfi sínu
af sama aðila, er veitti honum
það eða réði hann til þess, þegar
hann er orðinn fullra 65 ára.
Heimilt er þó, að þeir opinber-
ir embættis- og starfsmenn, sem
þykja til þess nógu emir til lík-
ams og sálar, séu látnir halda
störfum sínum þar til þeir eru
fullra 70 ára, en enginn má yera
í opinberu embætti eða stöðu, sem
eldri er.
Ákvæði þessarar greinar ná
ekki til ráðherra, alþingismanna
og annara opinberra fulltrúa, sem
kosnir eru almennri kosningu, né
heldur til þeirra sýslunarmanna,
er ekki hafa sýslanina að aðal-
starfi.
Ef embættismaður, sem hlotið
hefir embætti sitt með almennri
kosningu, fer fi'á, samkvæmt á-
kvæðum þessara laga, skal honum
heimilt að sækja um embættið að
nýju. Hljóti hann kosningu, skal
sem þráir.að hvílast og dreyma.
Og allt vill það kveðja í síðasta sinn,
ev hann syrgir, en þarf að — gleyma.
Hin hljóða sorg þylur þeirra mál,
sem þjáningar teyga af beiskri skál.
Hún lífsþránni drekkir í dimmum ál.
—- Hún er da.uðum við hjartarætur. —
Hún var mótuð og brennd inn í
mannsins sál
í myrkri hinnar fyrstu nætur.-------—
Valdimar H6hn Halletað.
Hofteigur
í Arnarnesshreppi er laus til
sölu og ábúðar.
Semja ber við undirritaðan,
eiganda býlisins.
Lítlubrekku 19. jan. 1935.
I
Hermann Sigurðsson..
Jörð til sölu.
jörðin Oröf f Öngulstaðahreppi
er laus til kaups og ábúöar
f næstkomandi fardögum.
Semja ber við undirritaða
eigendur jarðarinnar fyrir 1.
marz næstkómandi.
Gröf 22. jan. 1935.
Iiyggvi Stelánsson. Jón Stelánsson.
hann fá veitingu fyrir embættinu
um 5 ár.
2. gr. — Þegar opinberum
starfsmönnum er veitt lausn frá
störfum sínum samkv. 1. gr., skal
miða lausnina við 1. dag næsta
mánaðar eftir að þeir ui'ðu 65
eða 70 ára, nema ráðherra þyki
annar tími á árinu hagkvæmari
vegna mannaskipta við störfin.
Hafi opinber starfsmaður ekki
verið leystur frá embætti sínu eða
stöðu, er hann varð 65 ára, getur
hann orðið leystur frá stöðunni
hvenær sem er á tímabilinu
þar til hann er 70 ára og verður
að láta af störfum skilmálalaust.
3. gr. — Þeir opinberir embætt-
is- og starfsmenn, sem eru orðnir
70 ára er lög þessi öðlast gildi,
skulu víkja úr stöðum sínum 1.
janúar 1935, eða gangi lögin síð-
ar í gildi, þá fyrsta dag næsta
mánaðar eftir að lögin öðlast
gildi.
Fréttaritstjóri:
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.