Dagur - 21.02.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 21.02.1935, Blaðsíða 1
D AGUR íemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaidkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. NorðurgötuS. Talsími 112. Uppsögn, búndin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVIII . ár. | Akureyri 21. febrúar 1935. 8. tbl. Frá Alþi Á föstudaginn var,, 15. þ. m., kom Alþingi saman til setningar í Reykjavík. Kl. 12.45 var geng- ið í dómkirkju og prédikaði síra Friðrik Hallgrímsson og tók sér textann: »Allt sem þér viljið að mennirnir geri yður«, o. s. frv. Síðan var gengið til fundar í sameinuðu þingi, og las forsæt- isráðherra boðskap konungs um þingsetningu og umboð sitt til hennar. Aldursforseti, síra Sig- fús Jónsson, stýrði fundinum og minntist látins þingmanns, Lár- usar H. Bjarnasonar prófessors. Mættir þingmenn voru 42. Þá var gengið til embættismanna- kosninga í sameinuðu þingi. For- seti var kosinn Jón Baldvinsson með 24 atkvæðum. Magnús Guð- mundsson hlaut 16, en 2 seðlar voru auðir. Tók forseti þá við íundarstjórn og var þá kosinn 1. varaforseti Bjarni Ásgeirsson með 24 atkv., en Magnús Jónsson fékk 15,. og 2. varaforseti Emil Jónsson með 24 atkv. Skrifarar voru kosnir með hlutfallskosningu Bjami Bjamason og Jón Anðunn Jónsson. Allt eru þetta sömu em- bættismenn og á síðasta þingi, f efri deild voru þessir em- bættismenn kosnir: Forseti Ein- ar Ámason með 9 atkv. Pétur Magnússon hlaut 5 atkv. 1. vara- forseti var kosinn Sigurjón A. ólafsson með 9 atkv. Guðrún Lár- usdóttir hlaut 5 atkv. 2. varafor- seti var kosinn Ingvar Pálmason. Skrifarar voru kosnir Páll Her- mannsson og Jón Auðunn Jóns- son. í neðri deild var kosinn forseti Jörundw Brynjólfsson með 15 atkv.. Gísli Sveinsson hlaut 8 at- kvæði en 2 seðlar voru auðir. 1. varaforseti var kosinn Stefán Jóh. Stefánsson með 14 atkv. Pétur Ottesen hlaut 7 atkv. 2. varaforseti var kosinn Páll Zóp- honíasson með 14 atkv. Jón Pálmason hlaut 7 atkv. Skrifarar voru kosnir Jónas Guðrrvundsson og Guöbrandur tsberg. Allt eru þetta sömu emibættismenn í báð- um deildum og á síðasta þingi. Þegar eftir embættismanna- kosningu í sameinuðu þingi var útbýtt stjórnarfrumvarpi til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að taka allt að 11 millj. og 750 þús. króna lán, m. a. til fyrirgreiðslu fyrir útvegsbank- fmum við 150 þús. sterlingspunda ngi. greiðslu (um 3.320.000 kr.), en annars til hagkvæmra lánbreyt- inga. Málinu var í einu hljóði veitt þingskapaafbrigði og fór það deilu- og umræðulaust gegn- um allar níu umræður á 2 klukku- tímm og þá afgreitt sem lög. — Síðan var svo samþykkt í þessu sambandi frv. frá Héðni Valdi- marssyni um afnám laga nr. 19, frá 9. jan. 1935, um lánsheimild fyrir ríkisstjórnina. — Annars var kosningu fastanefnda frestað til mánudags, vegna fjai’veru sjö þingmanna. Kosningar í fastanefndir fóru svo; / sameinuöu þingi: Fjárveit- inganefnd: Jónas Jónsson, Jónas Guðmundsson, Þorbergur Þor- leifsson,, Sigurður Einarsson, Bjarni Bjamason, Pétur Ottesen, Jakob MÖller, Þorsteinn Þor- steinsson, Magnús Guðmundsson, allir sömu og á síðasta þingi. Utanríkisnefnd: Bjarni Ás- geirsson,. Héðinn Valdimarsson, Jónas Jónsson, Stefán Jóh. Stef- ánsson, ólafur Thors, Magnús Jónsson, Pétur Magnússon, Ás- geir Ásgeirsson, Magnús Torfa- son. f neóri deild: Fjárhagsnefnd: Sigfús Jónsson, Stefán Jóh. Stef- ánsson, Ásgeir Ásgeirsson, ólaf- ur Thors, Jakob Möller. SamgöngumáloMefnd: Gísli Guðmundsson, Finnur Jónsson, Þorbergur Þorleifsson, Gísli Sveinsson,, Jón ólafsson. Landbúnaðarnefnd: Páll Zop- hóníasson, Emil Jónsson, Bjarai Ásgeirsson, Jón Pálmason, Guð- brandur ísberg. Sj á'oarútv egsnefnd: Finnur Jónsson, Gísli Guðmundsson, Páll Þorbjarnarson, Jóhann Jósefsson, Sigurður Kristjánsson. Iðnnefnd: Bjarni Ásgeirsson, Emil Jónsson, Páll Zophóniasson, Guðbrandur ísberg, Jakob Möller. Menntamálenfnd: Ásgeir Ás- geirsson, Sigurður Einarsson, Bjarni Bjarnason,. Pétur Hall- dórsson, Gunnar Thoroddsen. Allsherjarnefnd: Héðinn Valdi- marsson, Bergur Jónsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Thor Thors, Garðar Þorsteinsson. f efri deild. —- Fjárhagsnef'nd: Jón Baldvinsson, Bernharð Stef- ánsson,, Magnús Jónsson. Samgöngumálanefnd: Sigurjón ólafsson, Páll Hermannsson, Jón Auðunn Jónsson. Landbúnaðamefnd: Bernharð Stefánsson, Jón Baldvinsson, Pét- ur Magnússon. Sjávarútv cgsncfnd: I ngvar Pálmason, Sigurjón ólafsson, Jón Auðunn Jónsson. Iðnnefnd: Ingvar Pálmason, Páll Hennannsson, Guðrún Lár- usdóttir. Menntamdlanefnd: Jónas Jóns- son, Bernharð Stefánsson, Guð- i'ún Lárusdóttir. AUsherjamefnd: Ingvar Pálma- son, Sigurjón ólafsson, Páll Her- mannsson, Magnús Guðmundsson, Þorsteinn Briem. (í allsherjara. efri deildar eiga eiginlega að vera 3 menn, en þau afbrigði hafa verið höfð að kjósa 5 menn). Þá hefir og verið lagt fram fi*v. til fjárlaga fyrir árið 1936, að mestu leyti samhljóða núgildandi fjárlögum. Og auk þess þessi 9 stjómarfrumvöi'p: 1) Um heimild til þess að inn- heimta ýms opinber gjöld (1936) með 10% álagningu. 2) Um 25% álagningu á tóbak, áfengi og ýmsar aðrar munaðar- vörur. 3) Um 80% aukagjald á skemmtanaskatti af skemmtunum útlendinga. 4) Um framlenging laga um verðtoll og bráðabirgðaverðtoll. 5) Staðfestingu á bráðabirgða- lögum um að undirskattanefndir sitji út kjörtímabil sín. 6) Um frestum á framkvæmd- um nokkurra laga. 7) Um ríkisútgáfu skólabóka (sama frv. sem dagaði uppi á síðasta þingi). 8) Um sveitastjórnarkosningar. Fer frv. í þá átt að færa núgild- andi lög um bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar til meira lýð- ræðis í samræmi við lög um al- þingiskosningar, en nú stangast þessi lög á margan hátt. 9) Um varnir gegn vörusvik- um. Landsfundur bænda hefir nú staðið i nokkra daga í Reykjavík. Sitja hann 149 viður- kenndir fulltrúar, en auk þéss margir bændur án fulltrúarétt- inda víðsvegar af landinu. Meðal umræðuefna er frumvarp til Iaga um landssamband■ bænda. Aðal- fundarstjóri alls fundartímabils- ins var kosinn Sigurður Bjark- lind með miklum meirihluta at- kvæða, NÝJA-BÍÓ ■■■ sýnir fimmtudagskvöld kl. 9 Sakfeysið úr sveitinni. Aðalhlutverkin leika: LUCIE ENOLICH og RALPH ARTHUR ROBERTS. □ Kún 5»»522«8 = Frl.*. Útvarp á Akurcyri. Sú nýlunda er orðin á, að nú er tekið að varpa út erindum héðan af Akureyri, og er útvarps- tækið sett í samband við talsím- ann. útvarpað er frá litlu her- bergi í húsi Ingimars Eydals rit- stjóra. Hefir verið útvarpað það- an fjögur kvöld undanfarið og tekizt ágætlega. Mun útvarpsráð hafa í hyggju að fullkomna þetta svo, að einnig megi útvarpa héð- an hljómleikum, messum o. s. frv. Ifiaiuiagiisgfaldið lækkað aftur! Á bæjarstjóraarfundi á þriðju- daginn var, var felld rafmagns- hækkunin, samþykkt að láta gjaldið vera framvegis hið sama og áður. Með þvi voru Elísabet Eiríksdóttir, Jóhann Frímann, Jóh. Jónasson, Sig. E. Hlíðar, Vilhj. Þór, Þorst. Þorsteinsson. Á móti: Gunnar Schram, Helgi Pálsson, Jón Guðlaugsson, Jón Guðmundsson, Svanlaugur Jónas- son. — Bókasafninu ákveð- inn sfaður. Á fundi bæjarstjórnar á þriðju- dag var fyrirhugaðri bókasafns- byggingu fundinn staður. Bygg- ingarnefnd hafði klofnað. Vildi meiri hl., J. Frím., Jón Guðm., bæjarstjóri og byggingafulltrúi velja til þess lóðina milli Brekku- og Oddeyrargötu, en minni hl., Tr. Jónatansson og ól. Ágústsson lóðina neðan við Eyrarlandsveg, en sunnan og ofan við »Sigur- hæða«-hvamminn. Féllst meiri hl. bæjarstj. á þá skoðun, þeir Helgi Pálsson, Jón Guðlaugsson, Jóh. Jónasson, Gunnar Schram, Sig. E. Hlíðar og Vilhjálmur Þór, en með Brekkugötulóðinni greiddu atkv. Elísab. Eiríksdóttir, Jóh. Frímann, Jón Guðmundsson, Svanlaugur Jónasson og Þorst, Þorsteinsson, -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.