Dagur - 21.02.1935, Blaðsíða 3

Dagur - 21.02.1935, Blaðsíða 3
8. tbl. DAGUR 31 Á útleið. Leikur þessi hefir verið sýnd- ur tvisvar sinnum hér í leikhús- inu. Frumsýningin var síðastl. laugardagskvöld og önnur leik- sýning á sunnudagskvöldið. Að- sókn var minni en æskilegt hefði verið, því leikurinn á það skilið að vera vel sóttur, bæði vegna efnis hans og meðferðar leikend- anna. Til leiksýninganna' hefir mjög verið vandað, og hefir leik- stjórinn, Ágúst Kvaran, leyst leikstjórnina snilldai*vel af hendi. Leikurinn hefst með því,. að sunginn er sálmurinn »Hærra minn guð til þín« á bak við og í leikslok heyrist annar sálmur sunginn. Hefir söngurinn mikla þýðingu og eykur á blæfegurð leiksins. Þjóninn Scrubby leikur Ágúst Kvaran af frábærri snilld. Er leikur hans svo stílfastur, að hvergi er blettur eða hrukka á. Framkoma hans öll og fas er tig- inmannleg, en þó jafnframt með mildum blæ. Frú Ingibjörg Steinsdóttir leik- ur frú Clivedem-Banks svo af- burðavel, að telja verður með því bezta, er hér hefir sézt á leiksviði. Nær hún að sýna skapgerð þess- arar grófu heimskonu prýðilega og persónugervið er fyrirtak. Frú Svava Jónsdóttir leikur hina trúu, hógværu og lítilþægu konu, frú Midget, ljómandi vel, gerir persónuna heilsteypta og sanna eins og á að vera. Tom Prior, er Jón Norðfjörð leikur, er vandasamt hlutverk meðferðar. Hefir leikandinn auð- sýnilega lagt sig fram til þess að leysa það sem bezt af hendi, enda nær hann yfirleitt ágætum tök- :um á því; er meðferð máls og tal leikandans mjög eðlilegt, sérstak- lega er þessi leikandi nú sem að á þeim, þar sem þeir sjálfir hafa öll yfirráð í félaginu. Sam- kvæmt þessu eiga bændur að vera sínir eigin kúgaraf og böðl- ar. Á meðan ísl. getur ekki skýrt þetta á viðunandi hátt, svo að einhver vitglóra verði í, er það ein sönnun fyrir því, að hann sé á flótta í málinu í heild sinni. Eftir allt saman ætlar ísl. að vera svo náðugur að lofa kaupfé- lögunum að lifa! En samkvæmt umræddri grein þríhyrningsins er sú náð ekki veitt alveg skilyrð- islaust hvað K. E. A. snertir. Skilyrðin eru þau, að félagið hafi lélegan húsakost fyrir starfsemi sína,. lítið eða ekkert rekstursfé, en þó eiifkum það að samvinnu- menn verði ofurseldir tvöfalda skattinum. Þessa miskunn munu samvinnu- menn þakka eins og verðugt er. Um tvöfalda skattinn verður ritað sérstaklega hér í blaðið inn- an skamms. Eins o’g að framan er sýnt fram á, er »íslendingur« lagður á flótta frá árásum sínum á Kaupfélag Eyfirðinga. Sá flótti skal verða rekinn. endi-anær snillingur í því að segja stuttar og blátt áfram setningar mjög skemmtilega. Ungfrú Elsa Friðfinnsson og Skjöldur Hlíðar sýna »villing- ana«, Önrni og Henry. Elsu tekst víðast vel,. en þó verður að geta þess, að þar sem mest á reynir, í iok þriðja þáttar, vill töluvert skorta á, að hún hafi það vald á á hlutverkinu, sem æskilegt væri, vantar t. d. þrótt í röddina og nægilega dramatiskan örvænting- arkraft. Er þetta tæplega með- færi nema þaulæfðrar og tilbreyt- ingaríkrar leikkonu. — Skjöldur leysiv sitt fremur vandræðalega lilutverk af hendi lýtalaust og sýnir mjög virðingarverða við- leitni í þá átt að skila hlutverkinu sómasamlega. Þá eru ótalin þrjú hlut'verk og öll þýðingarmikil hvert á sinn hátt. Þessi hlutverk eru: Fjár- málamaðurinn Lingley, leikinn af Alfreð Jónassyni, séra William Duke, leikinn af Sigurjóni Sæ- mundssyni, og séra Frank Thonu- son (rannsóknardómarinn), er Kristján Sigurðsson kennari leik- ur. Eru þau öll sæmilega af hendi leyst, þegar tekið er tillit til þess, að leikendurnir eru viðvaningar ( Ritfregn. Séra Magnús Helgason: SKÓLAEÆÐUB. Útgef- andi: Samband íslenzkra bamakennara. Skömmu fyrir jólin veturinn 1931 kom á markaðinn bók, er vakti svo mikla eftirtekt og hlaut slíkar vinsældir, að sjaldgæft mun vera um bók af líku tægi. Þetta voru Kvöldræður séra Magnúsar Helgasonar. Þeir, sem kynnst höfðu séra Magnúsi per- sónulega,. voru að visu ekki hissa yfir þessum vinsældum bókarinn- ar, því frá slíkum manni gat ekk- ert annað en gott komið, auk þess sem það var mörgurn kunn- ugt, að séra Magnús talaði og ritaði afburða fagurt íslenzkt mál. Og nú má það vera gleðiefni öllum þeim, sem lásu Kvöldræð- urnar sér til hugbótar og ánægju, að nú er komin á markaðinn ný bók eftir þennan öndvegis kenn- ara og kennimann, og ber sú bók nafnið Skólaræöur. Eins og kunnugt er, starfaði séra Magnús Helgason heilan aldarfjórðung sem skólastjóri við Kennaraskóla íslands. Fyrst 4 ár við kennaradeild Flensborgar- skólans, og síðan 21 ár lem for- stöðumaður Kennaraskólans i, Reykjavík, og er hann lét af því starfi vorið 1929, hafði hann starfað samfleytt 50 ár sem prestur og kennari. Það er þó ekki vegna hins langa starfstíma, sem hann ber höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína á þessu sviði, heldur fyrir afburða hæfi- leika og glæsimennsku, sem prest- ur og skólamaður, er ætíð mun skipa honum höfðingjasess á því sviði. starfi sínu. Þó má geta þess, að leikur Alfreðs er mun beztur, enda er hlutverkið eitt af þeim skemmtilegustu og skýrustu í leiknum. Það verður að teljast mikið þrekvirki af Leikfélagi Akureyr- ar að hafa komið sýningu þessa einstæða leiks upp, á jafn stór- myndarlegan hát't og raun ber vitni um. Leikurinn er mjög vandasamur viðfangs og krefst mikillar nákvænmi og alvöru í meðferð allri, miklu meiri en flestir áhorfendur gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Er það leiðbeinandanum, Ágúst Kvarah, til mikils sóma, hve vel hefir tekizt. Ber öll sýningin glögg merki hinnar öruggu og vandvirku leikstjórnar hans. Bæj- arbúar ættu að sýna þessu starfi hans þann sóma að sækja vel þessar íeiksýningar, þar sem þá líka, að leikurinn sjálfur,. frá hendi höfundarins verðskuldar það, en um þá hliðina hefir áður verið getið í þessu blaði og verð- ur ekki endurtekið hér. Skal þess eins getið, að leikurinn »Á útleið« skilur meira eftir í huga áhorf- enda en venjulegar leiksýningar gera. Slcólaræður byrja á endurminn- ingum hans heiman frá Birtinga- holti, æskuheimili hans. Þar næst kemur meginkafli bókarinnar, ræður haldnar við set'ningu og uppsögn Kennaraskólans fi’á 1908—1929, þó ekki nærri því allar, og loks: Nokkur erindi um uppeldi og kennslumál, og þar af þrjú erindi um ' kristindóms- fræðslu barna. Af þessu yfirliti munu nú ef til vill einhverjir fá þá hugmynd um bókina, að hér geti vart verið um girnilega bók að í’æða, en svo er þó vissulega, og sá, sem bókina byrjar að lesa, mun tæp- lega geta hætt fyrr en bókin er á enda. Það eru einhverjir töfrar í stíl séra Magnúsar. Yfir honum er einhver heiðríkja og fegurð, sem getur jafnvel gert hvaða efni sem er skemmtilegt, og þar við bæt- ist svo frábær frásagnargáfa. Af þeim 24 ræðum í bókinni, sem haldnar hafa verið annaöhvort við skólasetningu eða skólaslit, er engin annari lík. Þær eru að vísu líkar að því leyti, að hinn sami andi svífur þar alls staðar yfir, andi, sem jöfnum höndum er mótaður af kjarna kristindóms- ins og því göfugasta og heilbrigð- asta í íslenzkri þjóðarsál að fornu og nýju. En hver einasta ræða flytur eitthvað nýtt,. einhver gull- korn, eitthvað, sem fer eldi um hugina, og lætur manni hlýna um hjartaræturnar, þótt alls staðar sé sama hjartað, sem undir slær. Þeir, sem engan áhuga hafa fyrir kennslu eða skólamálum, geta vissulega lesið slíkar bækur sér tii óblandinnar ánægju. Og það er sannarlega hressandi að geta við og við fleygt frá sér öilu þessu rusli,. sem maður er næst- um því neyddur til að lesa, og Jöriio flxnafellskot í Saurbæjarhreppi er iaus til ábúðar í næstk. fardögum. — Sala getur kom- ið til mála. — Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Kálfagerði 18. febr. 1935. Jón Sigfússon. Götulif. Ljós eru kveikt, — nú er kvöld í bænum — og kyrð yfir sænum. — Tungisljósið strýkur um strendur og og stjörnurnar loga. — V0Sa> Glauniur og hróp hinna gjallandi róma um göturnar óma. — Hið blossandi líf er úr böndtun að rakna, og bærinn að vakna. — — Þeir, sem að nærast við nautnanna — nóttunni unna. brunna, Meðan tunglsljósið strýkur um strendur og voga — og stjörnurnar loga. — Og' þeir, sem að finna ekki þreyju í sér heima en þurfa að gleyma, fleygja sér út í freyðandi strauminn — í freisið og glauminn. •— Það er skilið og mætzt, það er skrafað og skoðað og vegið. °k hfegið Læðst út í húmið og lifað og notið og lögmálið brotið. •— Og stundum er dómur sá fluttur og felldur, sem framtíðin geldur. — Þá sorgirnar elta til yztu skara, sem afvega fara.------- Nautnanna skjól, það er næturlífið ög náðin og kífið. í augnablikshrifningu allt er goldiö, bæði andinn og holdið. Það er lofað og svikið með lygi á og lipurð í svörum. vörum Hin sjúka gleði er til sigurs hafin, og sorgin er grafin. — — Æskan er tryllt í að tilbiðja og hljóta og töfranna njóta. — Rún mænir sig þreytta inn í munaðareldinn í myrkrinu á kveldin. — Hún gálaust því hampar, sem er helgast og skýrast og hjartanu dýrast. — Og nautnimar sigra, þær svelgja allan þróttinn og svo kemur nóttin.---------- / Valdemar H6lm Hallstað. tekið Kvöldræður eða Skólaræður og notið þeirVa andlegn nautna, sem þær hafa að flytja manni. Og eins og ég get ekki kosið þjóð minni betra hlutskipti en það, að eignast sem flesta syni líka séra Magnúsi Helgasyni, svo vildi ég um leið óska, að þjóðin bæri gæfu til að eignast margar slíkar bækur sem Kvöldræður og Skólaræður, svo sígildar exm þær báðar. Kaupið og lesið þær bækur, þær munu fást hjá flestum bók- sölum og Sambandi íslenzkra barnakennara. Hanne$ J. Magnússon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.