Dagur - 07.03.1935, Síða 1
D AGUR
icemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri:. Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfiröinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
XVIII
. ár. j
^ 'Afgreíðslan
•r hjá JÓNI í>. ÞóR.
Norðurgötu3. Talslmi 112.
Úppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
gveiðslumanns fyrir l.des.
Akurcyri 7, marz 1935.
10. tbl.
Mjólkurverkfallið
virðist ekki ætla að hafa mikla
fremd í för með sér fyrir komm-
únista- o g íhalds-»samlag«
Reykjavíkur. Hefir mjólkursölu-
nefndin látið rannsaka mjólkur-
söluna í Reykjavík í febrúar og
birt skýrslur um mánudagssöluna
í þeim mánuði og er hún sem hér
segir:
Mánud. 4. febrúar 12608 lítrar.
Mánud. 11. febrúar 13430 lítrar.
Mánud. 18. febrúar 12920 lítrar.
Mánud. 25. febrúar 13116 lítrar,
en hinn 25. hófst einmitt mjólk-
ur-»verkfallið«. Hefir því salan
þann dag verið í góðu meðallagi.
Þá lét og nefndin rannsaka
mjólkursöluna vikuna 21.—28.
febr., að báðum dögum meðtöld-
um. Kom þá í Ijós, að 4 dagana
næstu á undan verkfallinu seld-
ust að meðaltali 13252 lítrar á
dag, en 4 fyrstu verkfallsdagana
12589 lítrar á dag að meðaltali.
Hefir rýmunin því numið aðeins
663 lítrum á dag að meðaltali 4
fyrstu dagana. Má það óverulegt
teljast.
Annars hamast blöð »verk-
fallsmanna«, sérstaklega íhalds-
blöðin, við að óvirða mjólkursölu-
nefndina og við að spilla á allan
hátt fyrir sölunni. En nefndin
lætur
hart rnæta liiirðu.
A fundi 26. f. m. tók nefndin
til athugunar, hvað gera skyldi
til þess að mæta þessum hatram-
legu árásum og gerði þá m. a.
þessar ákvarðanir:
xMjólkursölunefnd ályktar, að
Jón Jónsson bóndi frá Sigurð-
arstöðum i Bárðardal andaðist
fyrir fáum dögum eftir uppskurð,
á Landsspítalanum í Reykjavík.
Pór hann suður í s. 1. janúarmán-
uði, að leita sér læknishjálpar, en
allt dró til þessarar niðurstöðu.
Jón var kvæntur Jónínu, dóttur
Sölva, er síðast bjó að Kaupangi,
góðri konu og myndarlegri hús-
freyju, lifir hún mann sinn, á-
samt 5 bömum uppkomnum, en
yngsta Dara þeirra, stúlka að
nafni Steinunn, lézt fyrir tæpu
ári síðan, svp að skammt er þar
högga á milli.
Jón hóf búskap á Sigurðíwf*
gangi mjólkursalan saman, sem
nemur meira mjólkurmagni en
því, sem nú er flutt austan yfir
Hellisheiði, þá verði dregið úr
mjólkurflutningum frá' Korpúlfs-
staðabúinu, og verði því búi fal-
ið að vinna úr þeirri mjólk, sem
ekki yrði markaður fyrir óunna«.
2) Mjólkursölunefnd ályktar,
að teknir séu upp samningar um
kaup eða leigu á mjólkurstöð
Mjólkurfélags Reykjavíkur, og
fer þess á leit við framkvæmda-
stjóra Mjólkurfélags Reykjavík-
ur, að hann undirbúi þetta mál
fyrir fund mjólkursölunefndar
næstkomandi föstudag«.
3) »Mjólkursölunefnd ályktar
að fela formanni að leita álits
lögfræðinga um hvort ekki heyri
undir atvinnuróg og gefi því
tilefni til að höfðað sé skaðabóta-
mál á hendur félagi því og ein-
staklingum, er beitast gegn eðli-
legri mjólkumeyzlu í bænum.
Ennfremur er formanni falið
að leita álits lögfræðinga um,
hvort ekki sé tilefni til að höfða
skaðabótamál á hendur Morgun-
blaðinu og Vísi fyrir aðgerðir
þeirra í sambandi við hið svo-
nefnda mólkurverkfalk.
Málshofðun.
Árangurinn af þessum ákvörð-
unum hefir nú orðið sá, að nefnd-
in hefir ákveðið að höfða skaða-
bótamál gegn ritstjóra Vísis rit-
stjórum Morgunblaðsins og hinu
nýstofnaða Húsmæðrafélagi
Reykjavíkur.
stöðum laust fyrir síðustu alda-
mót, við nokkur efni og frekar
góða aðstöðu, kom það brátt í
ljós, að hann var í tolu nýtustu
bænda, enda af því bergi brotinn.
Vann hann heill og óskiptur að
heimili sínu og virtist kunna hín
réttu tök á hverjum hlut, um
heimilisstjóm og búnað allan.
Olli það miklu um gæfu hans
og gengi, að hann var, án efa, á
réttri hyllu, sem bóndi, og auðn-
aðist því að beita starfsorku sinni
að þeim verkefnum, sem honum
voru hugleiknust og skapi næst.
Annars var þessi maður gæddur
slíkum manndómi, að hann hlaut
að verða að miklu liði, að hverju,
sem hann sneri sér.
Jón hafði jafnan fá orð um
fi’amtíðarráðagerðir sínar, en
hann virtist lifa eftir kjörorðinu:
»Kapp er bezt með foi*sjá«. Hann
sótti fram, jafnt og þétt. »Verkin
tala« að öllu honum í vil. Jörð-
inni tók hann við, að vísu í góðu
lagi, eftir þeirra tíma mælistiku,
en þó bætti hann hana mjög mik-
ið — reisti ný hús, að nútíma
kröfum, bæði fyrir fólk og fénað,
átti nú orðið járnþaktar hlöður
fyrir öll sín hey; byggði rafstöð,
sem nægði til hitunar, suðu og
Ijósa. Þá jók hann og drjúgum
túnið; útvarp var komið ■ að Sig-
ríðarstöðum fyrir nokkru, og
þörfum bamanna ekki gleymt,
því öll voru þau kostuð til náms,
meira og minna og séð fyrir
menningu þeirra á einn og annan
hátt.
En skuldir Jóns »falla« ekki,
því lánsfé notaði hann aldrei og
þar af leiðandi engar skuldir til.
Bú átti hann stórt, og þó einkum
fallegt, var prýðis fjármaður og
skepnur hans svo vel með farnar
og eftirlætislegar, að unun var að
sjá. Heimilið bar vott um þrifn-
að og reglusemi, og athygli hús-
bóndans viðbrugðið um allt,
smátt sem stórt.
Jón var meðalmaður á voxt,
þéttlegur á velli, fríður sýnum og
drengilegur. — En nú er hann
dáinn. Sveitungar hans eiga þar
á bak að sjá góðum dreng. Ásfc-
vinir og frændur sakna hans sárt.
Mörgum góðvini í fjarlægt vakn-
ar hlýja í huga. En ekki ber að
æðrast; sextugum manni er hvíld-
in góð. Jón fór á mis við svokall-
að skólanám, og hefir því, að ein-
hverju leyti staðið ver að vígi,
sökum þess. En eigin brjóstvit,
holl ráð og bendingar ágætra for-
eldra, hafa dugað honum vel.
Nú á dögum gerir þjóðfélagið
mikið fyrír æsku landsins. Tak-
ist bænda- og alþýðuskólunum,
sem leika við ungmenni sveit-
anna, að ala upp marga bændur,
sem reynast jafn traustir og trú-
ir sínu starfi, þegar á hólminn
kemur, og sem bera bændamerk-
ið með slíkum sóma, sem Jón á
Sigurðarstöðum gerði, þá er á-
stæðulaust að kvíða framtíð
sveitanna.
3. marz 1935.
Þorl. Martevnsson.
Gar/nfræðaslcóli Akwreyrwr hélt í gær-
kvöldi kvöldskemmtun £ Samkomuhúsi
bæjarins, til ágóða fyrir hljóðfærasjóð
sinn, við húsfylli og beztu ánægju á-
heyrenda. Verftur kvöldsins nánar get-
iý i næsta fclaði.
NÝJA-BÍÓ HBBHI
sýnir fimmtudagskvöld kl. 9
Vester vo vo.
*
Litli og Slóri.
SíraBjörnÞorláksson
látijnn,
Hinn þjóðkunni merkismaður,
séra Björn Þorláksson frá
Dvergasteini, andaðist á sunnu-
daginn var að heimili sínu í
Reykjavík, 84 ára gamall. Hann
var lengi alþingismaður og þjóð-
kunnur bindindisfrömuður.
Sigurður Eggerz,
bæfarfógell,
itti sextugsafmæli á föstudaginn var.
Höfðu ýmsir vinir hans ætlað að halda
honum samsæti, en hann beðiit undan
því. Heimsóttu þau hjón fjöldi manns
um daginn með ámaðaróskum, en frú
Eggerz var einmitt nýkomin heim, að
fengnum góðum bata eftir langa og
þunga sjúkdómsvist í Reykjavík.
KIRKJAN. Messað á Akureyri n. k.
sunnudag, kl. 2.
Dánardægwr. í gærdag lézt að heim-
ili sínu hér í bæ Karl Bye-Pettersen,
steinsmiður, 58 ára að aldri, eftir lang-
varandi lasleika. Hann var kvsentur
Sólveigu, systur Lárusar Thorarensen
og áttu þau eina dóttur bama.
Guðrún Pwsteinsdóttir syngur £
Samkomuliúsi bæjarins i kvöld kl. 9.
Á söngskránni verða mörg íslenzk lög,
þar á meðal nýtt lag eftir Karl O.
Runólfsson »Borte«, samið við hið
fagra kvæði Ibpens; ennfremur »Med
en Vandlilje« og »Elsk« eftir Grieg,
lög eftir Schumann og Brahms, og arí-
ur úr frönskum óperum, xÞekkirðu
land« eftir Tliomas, vögguvísa úr op.
»Jocelyn« eftir Godard, og aSamson og
Delilah« eftir Saint-Saent. Má á ofan-
töldu sjá, að söngskráin er vönduð 0|g
fjölbreytt. Má telja víst að margir
verði til að hlusta á ungfrú Guðrúnu
að þessu sinni, og fagna því að hún
nú lætur til sín heyra, og munu bæjar-
búar minnast hins ánægjulega konserts
hennar í vetur, og þeirra vinsamlegu
viðtaka sem hún þá hlaut,
Búówni og skrifstofum verður lokað
frá kl. 1214—3% á morgun vegna
jai'ðarf^var Halldórs G. Aspars.