Dagur - 24.04.1935, Page 3

Dagur - 24.04.1935, Page 3
17. tbl. DAGUR 69 að fá viðurkenningu sem ein af beztu smjörlíkistegundum lands- ins. Kaupfélag Eyfirðinga hefir með starfsemi smjörlíkisverk- smiðjunnar emi á ný átt mikinn þátt í lækkun verðlags á neyzlu- vörum landsbúa. Þannig hefir verksmiðjan lækkað almennt út- söluverð á smjörlíki í Reykjavík um 20 til 30 aura á kg. með nýrri verðlækkun á síðasta hausti. Þrátt fyrir þetta hefir arður af rekstri verksmiðjunnar orðið kr. 8630.00 á árinu 1934. Verksmiðjurnur »Sjöfn« og »Freyja« hafa alls selt fram- leiðsluvörur sínar á árinu fyrir nálega 197 þús. kr. Kjötbúðin hefir selt erlendar og innlendar vörur fyrir 217 þús. krónui'. í febrúar tók Jóhann Þ. Kröyér, er áður var útibússtjóri félagsins í ólafsfirði, við forstöðu kjötbúð- arinnar. Slátrað var á vegum félagsins haustið 1934 32,839 kindum. Ræktunarlán. í ársbyrjun voru útistandandi ræktunarlán 8839 kr.; á árinu voru veitt 18 ný lán að upphæð 6959 kr., afborgað af eldri lánum 2565 kr., og er því lánsupphæðin í árslok rúm 13 þús. kr. Frá því að félagið byrjaði að veita þessi lán, hafa alls verið veitt 109 lán að upphæð samtals 51,552 kr. H e yvinnuv é lalán. Eftirstöðvar eldri lána voru í ársbyrjun 9505 kr. Á árinu voru veitt 120 ný lán til kaupa á 70 sláttuvélum, 43 rakstrarvélum og 7 snúningsvél- um, samtals að upphæð 34,080 kr. Af eldri lánum var greitt á ár- inu 9002 kr. og er því í árslokin útistandandi í heyvinnuvélalánum 34,583 kr. Fi'á því byrjað var að veita bændum þessi lán, hafa alls verið veitt 340 lán að upphæð 93220 kr. til kaupa á 225 sláttuvélum, 101 í'akstrarvél og 14 snúningsvélum. Lánin eru veitt þannig, að véla- andvirðið greiðist á 4 árum. Acðsúthlntnn, uppbætur o. fl. Eftirfarandi tillögur frá stjóm og endurskoðendum vom allar samþykktar í einu hljóði á fund- inum. a. — Fundurinn ályktar að út- hlutað verði til félagsmanna arði af viðskiptum þeirra, er nemi 10% af ágóðaskyldum vörum og auk þess sama arði af komvör- um, kaffi og sykri. b. — Fundurinn ályktar að út- hluta til félagsmanna 1 kr. á hvert úttekið kolatonn. c. — Fundurinn ályktar, að arði af rekstri brauðgerðarinnar verði vai’ið til að greiða félags- mönnum 10% gegn afhentum brauðmiðum frá árinu 1934. Af- gangurinn færist í brauðgerðar- hússbyggingarsj óð. d. ■— Fundurinn ályktar að arði af smjörlíkisgerðinni, sem er kr. 8630.00 verði varið til af- skriftar af smjörlíkisgerðinni. e. — Fundurinn ályktar, að urður af viðskiptum utapfél&g&~ manna á árinu 1934 færist i Tryggingarsjóð að frátöldum 10% í Skuldtryggingarsjóð og 25% í Menningarsjóð. f. — Fundurinn ályktar, að eftirstöðvum ullarreiknings verði varið til að bæta upp vorull inn- lagða 1934 með 20 aurum á kg. nr. I og II og 10 aurum nr. III, IV og IIB. g. — Fundurinn ályktar, að gærur innlagðar 1934 verði bætt- ar upp með 5 aurum pr. kg. h. — Fundurinn ályktar að fela stjórninni að ákveða endanlegt verð á kjöti innlögðu í sláturhús félagsins 1934 af félagsmönnum, eftir að fullnaðarreikningar em komnir. i. — Fundurinn ályktar, að rekstursaf gangi M j ólkursamlags- ins skuli varið til að bæta upp innlagða mjólk samlagsmanna ár- ið 1934 með 2/2 eyri á lítra, y2 eyrir leggist í Samlagsstofnsjóð og 2 aurar færist í reikninga samlagsmanna við K. E. A. j. — Fundurinn samþykkir að afskrifa af innstæðu ágóðareikn- ings frá fyrri árum: 1) Rör og áhöld í sláturhúsinu á Akureyri um 10 þús. kr. 2) Muni félagsins um 15 þús. kr. k. — Stjórninni heimilast að taka að sér, fyrir hönd félagsins sjóvátryggingar að einhverju leyti á vörum til og frá félaginu, og skulu iðgjöld af þeim hluta vera hin sömu og félagið þyrfti annars að greiða og renna í sér- stakan sjóð, sem taki á sig sjó- skaðatöp, ef einhver verða. Samkv. framangreindu verður þá endanlegt verð á vorull nr. I kr. 1.80 kg., en á gærum 82 aur- .ar kg. Vpplaka nýrrar deildar. Viðvíkjandi beiðni Skagfirð- inga um upptöku nýrrar deildar, er þeir hafa stofnað, var svo- hljóðandi tillaga samþykkt með samhlj óða atkvæðum: »Fundurinn samþykkir að heimila stjórninni að veita upp- töku í félagið kaupfélagsdeild, sem stofnuð er í Akrahreppi i Skagafirði, þegar deildin hefir fullnægt þeim skDyrðum, er sett eru í samþykktum félagsins«. Fisksölusamlag. Framkvæmdastjóri hafði fram- sögu í því máli og lagði fram svohljóðandi tillögu: »Fundurinn telur æskilegt að stofnað sé innan K. E. A. fiski- samlag, til þess að gefa fiskfram- leiðendum beinni áhrif á málefni sín innan félagsins. Samþykkir því fundurinn að skipaðir séu 5 fulltrúar fiskframleiðenda í nefnd, til þess að semja frum- varp til reglugerðar fyrir »Fisk- samlag K. E. A.« Jafnframt heimilast stjórn fé- lagsins að staðfest^ bráðabirgða- reglugerð til næsta aðalfundar«. Að umræðum loknum var til- lagan samþykkt með samhljóða atkvæðum. Síðan var nefndin þannig skip- uð: Árni Antonsson, Dalvík, Frá barnaskólanum. Inntökupróf verður 27. apríl n. k. kl. 1 e. h. Prófskyld eru ölí börn, sem crðin eru 8 áia, eða verða það á þessu ári. Börn, sem fengið hafa undanþágu frá skólagöngu í vetur, mæti til prófs, í öðru eiR lestri og reikningi, 9. maí kl. 2 e. h. í reikningi 0g lestri er allsherjar landsprót fyrirskipað, og eru ÖII börn á skólaaldri skyld tij að taka það próf, hvar sem þau hafa lært í vetur, Verður reikningsprófið 7. maí kl. 9 f. h.. en lestrarprófið 4. maf kl. 9 f. h. TILK.YNNA ÞAR.F FORFÖLL. Fullnaðarpróf og bekkjapróf byrja 6. maí. Söngpróf og leikfimisýning stúlkna fer fram 26. apríl kl. 5 e. h., og leikfimisýning drengja 27. apríl kl. 5 e. h. — Sýning á handavinnu og teikningu barnanna veiður opin 12. maí frá kl. 1—7 e. h. Söngurinn og leikfimin verður í Samkomuhúsinu, allt hitt í skólanum. Skólaslit verða 15. maí kl. 2 e. h. Að þeirri athöfn lokinni, verða kennarastofurnar opnar, og þar til sýnis skrift barnanna og ýms bekkja- vinna. Akureyri 15. apríl 1935. Snorrí Sigfússon. Hreinn Pálsson, Hrísey. Þorleifur Rögnvaldsson, ólafsf. Þorbjörn Áskelsson, Grenivík. Valtýr Þorsteinsson, Rauðuvík. Ýms önnur mál voru rædd á fundinum og gerðar um þau á- lyktanir, en eigi er rúm til að skýra frá þeim hér. Kosningar. Loks var gengið til kosninga og fóru þær þannig: Bernharð Stefánsson endurkos- inn i stjórn félagsins. Eiður Guðmundsson endurkos- inn í varastjóm. Hólmgeir Þorsteinsson endur- kosinn sem endurskoðandi, og Valdemar Pálsson einnig endur- kosinn sem varaendui'skoðandi. f stjórn Menningarsjóðs endur- kosinn Bernharð Stefánsson. Kosnir 8 fulltrúar á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga þessir: Vilhjálmur Þór. Hólmgeir Þorsteinsson. Kristján Sigurðsson, kennari. Ingimar Eydal. Baldvin Jóhannsson. Gestur Vilhjálmsson. Björn Jóhannsson. Pálmi Þórðarson. Og til vara: Hreinn Pálsson. Þorsteinn Þorkelsson. Benedikt Sigurbjömsson. Fræðslu- og skemmtÞ atriði. Eftir kl. 8 síðdegis fóm fram ýms fræðslu- og skemmtiatriði í Nýja Bíó alla fundardagana. Höfðu allir félagsmenn þar ó- keypis aðgang, meðan húsrúm leyfði, enda var þar húsfyllir öll kvöldin. Fræðslu- o g skemmtiatriðin voru sem hér segir: Fyrsta kvöldið flutti ólafur Jónsson framkvæmdastjóri fyrir- lestur um tilbúinn áburð. Þá voru sýndar kvikmyndir frá Þýzka- landi og Noregi um sama efni, og loks söng karlakórinn Geysir nokkur lög. Annað fundardagskvöldið fluttu erindi þeir skólastjóri Snorri Sig- fússwn og ketmararnir Kriatján, Sigurðsson og Hannes Magnús- son. Ennfremur talaði Vilhjálm- ur Þór um ensku samvinnufélög- in, einkum í sambandi við og til útskýringar á kvikmyndum, er þá voru sýndar og fjölluðu um fram- leiðslustarfsemi félaganna. Loks söng Kantötukór Akureyrar undir stjóm tónskáldsins Björg- vins Guðmundssonar, nokkur lög úr tónverkum hans. Þriðja og síðasta kvöldið flutti Eiríkur Sigurðsson, kennari, er- indi, Sigfús Halldórs frá Höfnum las upp, síðan söng Karlakór Ak- ureyrar undir stjóm Áskels Snorrasonar og að endingu var sýnd kvikmynd. Að öllum þessum fræðslu- og skemmtiatriðum var gerður ágæt- ur rómur. Þrátt fyrir erfiðleika tímanna og ískyggilegar horfur framund- an, var ánægjulegur blær yfir fundinum, og bar hann þess vott, að félagsmenn eru staðráðnir í að standa fast saman um sam- vinnumálin og sigrast á þann liátt á erfiðleikunum. Er enginn vafi á því, að árásir þær og sundrungartilraunir, sem að und- anförnu hafa fram komið frá ó- vildar- og öfundarmönnum K. E. A., verka öfugt við það, sem ætl- að var, og á þann hátt að þjappa félagsmönnum fastar saman en ella. Það er hið veigamesta og réttlátasta svar samvinnumanna til handa spillingaröflunum í þjóðfélaginu. Kvenfélagið »Hlíf* hefir útsölu á heimaunnum munum á sumardaginn fyrsta í Skjaldborg. Öllum ágóðanum ver félagið til að styrkja veikluð börn tíl sumardvalar í sveit. Ættu því bæj- arbúar að sýna félaginu þá velvild að koma og kaupa munina. og styðja með því gott málefni um leið og þeir gera þarna góð kaup. Hjúskapur. Sunnudaginn 14. apríl síðastliðinn voru gefin saman í hjóna^ band Jakobína Sigurðardóttir frá Vatnsenda og Benedikt Guðmundsson, Hólakoti. Hjónavígsluna framkvæmdi sóknarpresturinn og fór hún fram að Vatnsenda að viðstöddum nokkrum éettingjum og víttum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.