Dagur - 16.05.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 16.05.1935, Blaðsíða 1
D AGUR íemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanus- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIll. ár ■í Akureyri 16* maí 1935. Afgreiðslan er hjfi JÖNI Þ. ÞóR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. J 20. tbl. Það er gott að heyra, að efnt er til Iðnsýningar hér í sumar, og eiga þeir, sem þar standa fremstir, Iðnaðarmanna- félag Akureyrar 0£ »íslenska vikan á Norðurlandic, þakkir skilið fyrir fram- tak sitt. Af ummælum blaðanna sé eg, að það vill brenna við eins og fyfri daginn, að menn eru dálítið tregir til að taka þátt í sýningunni, finnst þeir aldrei geta sýnt nógu gott og ekkert nýtt. fað er nú gott og blessað, að menn eru vandlátir við sjálf- an sig og gera miklar kröfur til sýn- inga, en ekkert er alfullkomlð á jörðu hér, ef ekkert yrði tekið á sýningar, nema það sem engin gæti fundið neitt að, þá yrði litið um sýningarhöld í heiminum. Sannast að segja er ég að komast á þá skoðun meir og meir, að við eigum ekki að tala svo mikið um sýn- inoar eingöngu, iðnsýningar heimilis- iðnaðarsýningar, héraðssýningar, lands- sýningar, heldur bara SÖIilSýnÍngar. Til þeirra eru ekki gerðar eins miklar kröfur. Erlendis eru árlega hafðar sölusýningar í mörgum bæjum og þorpura, og keppa þeir, sem selja vilja, auðvitað eftir að hafa vöru sína vel og snyrtilega útlítandi og hæla henni á ýmsan hátt (hafa sjálfir eftir- lit o. s* frv.), þeir setja og að sjálf- sögðu upp sína deild i samráði við sýningarnefnd og taka ofan, greiða . visst gjald fyrir húsnæði eins og ég sé að sýningin á Akureyri ætlast til. Pessar sölusýningar kallast »Messer«, eða »Markaðir« og líðkast það nafn nú orðið miklu meira en sýningarnafnið. Peir, sem gangast fyrir sölusýning- um þessum, hafa alla aðalumsjón, skreytingar í aðalatriðum, hita, Ijós, auglýsingar o. fl. En með áðurnefndri tilhögun verður ábyrgð og umstang þessara manna minna og kostnaður hverfandi, því hver borgar fyrir sitt. Á þennan hátt ætti að mega koma fyrir landssýningum, þannig að hver sýsla og hver bær hefði ábyrgð og umsjón með sinni deild. Létti það mikið á þeim, sem annast um og gangast fyrir þessháttar sýningum. Æskilegt væri að á sýningunni á Akureyri í sumar yrði dálítil söludeild fyrir útlenda ferðamenn, sem eincnitt verða á ferðinni um þetta leyti árs, og ætti þar að vera á boðstólum margt af íslenzkum, ódýrum smámun- um, haglega gerðum. Eg vil skjóta því hér inn í og leiða athygli »íslenzku vikunnar* að því, að hugsa til þess um jólin í vet- ur, að hafa þá til, með góðum fyrir- vara, söludeild, þar sem menn geta fengið ýmsa heimagerða smámuni, hentuga til jólagjafa. Pær sölusýning- ar tíðkast nú mjög erlendis og gefast ágætlega. Eg hlakka tii að sjá sýninguna á Akureyri í sumar, veit að þar verður margt gott og gagnlegt til sýnis og til sölu. Óska sýningunni, 'og þeim sem að henni standa, góðs gengis. Halldóra Bjarnadóltir. Góðurgesturl Það er ekki oft, sem við Akur- eyrarbúar eigum því láni að fagna að vera heimsóttir af lista- mönnum, er hlotið hafa viður- kenningu svo að segja alls hins siðmenntaða heims. Þó bar þetta við í síðastl. viku, er pólski píanó- snillingurinn, Ignaz Friedman, kom og hélt hér tvo hljómleika. Má það óefað telja merkisviðburð í sögu þessa bæjar. — Friedman vakti þegar á unga aldri eftirtekt á sér fyrir frábærar gáfur, og fékk viðurkenningu sem afburða listamaður skömmu eftir aldamót- in. Hefir vegur hans fai'ið vax- andi síðan. Hann hefir vakið mikla eftirtekt sem tónskáld, en þó hefir hann hlotið mesta viður- kenningu fyrir meðferð sína á verkum Chopins, landa sins. Kom það einnig fram á konsertinum hér, að einna mestum tökum náði hann á áheyrendum sínum með Chopin. Þori ég að fullyrða, að ekki hafi nokkur áheyrandi hlust- að svo á konserta þessa, án þess að veröa hrifinn, enda þótt mikill iiluti þess, er Friedman lék, hafi verið þeim flestum ókunnugt. Sannar þetta það, — sem við höfum því miður ekki haft næg tækifæri til, — að því meiri og fullkomnari sem listamaðurinn er, þess meiri líkur eru til, aö allir geti notið þess sem hann flytur, enda þótt enginn megi búast við að geta notið þess, sem hann heyrir, til fulls í fyrstu. Slíkt lær- ist ekki nema með því að fá mörg tækifæri til að heyra sem fjöl- breyttasta og fullkomnasta tón- list. Rekur maður sig þá á, að sá eiginlegi »skilningur« á tónlist cr Nýja-Bíó Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9 Qllaf í hup mér. lal- og hljómmynd í 10 póttum. flöalhlutverkin leika: Barbara §tanwyck «s Otto Krilger. Akureyringur segir Irá: Eg sá þessa mynd í einu slsersta kvikmyndahúsi Kaupmannahatnar nýlega* Undir eins i fyrsta þætti myndarinnar ríkti í húsinu hátíðleg kyrð, og var auðfundið að rayndin hertók hugi áhorfendanna, sem voru fjölda margir. Eg hefi enga mynd séð fegurri — rómantiskt ástaræfin- týri — hamingjusamt heimili. Enga mynd áhrifarikari — áhyggjur, stríð og sorg, allt listavel leikið, enda mátti sjá á hverju einasta andliti hve djúp sálræn áhrif myndin hafði á áhoríendun — Myndin biður um frið — frið milli allra þjóða. Ef hann fáist ekki, muni þjóðirnar tæma þann eiturbikar, er ríði þeim að fullu án tillits til alls þjóðernis. — Jarðaríör Magnúsar Sveinssonar, bónda á Sámsstöðum, sem lézt að heimili sínu 10. þ. m., fer fram að Munkaþverá, þriðjudaginn 2\. maf næstk , og hefst kl. 12 á hádegi. Aðstandendur. hrifningarástandið, er hún vekur og athugun á því. Verður það til þess, að hjá manni myndast (eða eykst) hrifnæmi, sem aftur leiðir af sér víðtækari og dýpri skiln- ing á því, sem maður heyrir, eða öllu heldur á áhrifum þess er maður heyrir. íslendingar hafa fengið orð fyrir að vera gestrisnir, og bera það nafn með rentu, en við meg- um ekki gleyma því, að gestir eins og I. Friedman koma hingað ekki sízt okkar vegna, —• til að lofa okkur að njóta eins hins bezta og göfugasta, sem heims- menningin hefir upp á að bjóða. Það er því ekki að ástæðulausu, að allir listelskir menn og konur fagni komu manna sem Fried- mans og óski þess, að sem flestir slíkir menn heimsæki okkur. G. S. FRÁ AMTSBÓKASAFNINU: Skiliö hókV'tn safnsirut sem allra fyrst. Safn- ið er opið daglega frá Jcl. 4—7; á öðr- vm tiinum dagsins er tekið á móti bók- um í ibúðinni niðri. GEYSIR; SÖngæfing í kvijld kl. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.