Dagur - 23.05.1935, Síða 3

Dagur - 23.05.1935, Síða 3
21. tbl. DAGUR 95 Dúe Benediktsson, fyrv. lögregluþiónn, verður jarðsunginn föstudaginn 24. þ. m. Athöfnin hefst með bæn d heimilinu, Brekkugötu 29, kl. 1. e. h. Kona og börn. r farðarför Arna fónssonar í Stóra-Dunhaga fer fram að Möðruvöllum laugardaginn 1. júni n. k. Athöfnin byriar d heimilinu kl. 11 drdegis. Aðstandendur. spor. aftur á' bak, og- eyðileggur grundvöll barnafræðslunnar í lándinu. Eins og nú er háttað á landi hér, er þaö óhjákvæmilegt, að skólarnir hjálpi heimilunum við lestrarnám hinna yngri barna, bæði í sveitum og kaupstöðum. Fundurinn er eindregið fylgjandi tillögum fræðslulaganefndar, að öll börn í landinu skuli skóla- skyld á aldrinum 7—14 ára. Fundurinn skorar á Alþingi, að taka frumvarp til laga um barna- fræðslu fyrir, jafnhliða tillögum launamálanefndar. * * * Aðalfundur F. B. E. haldinn á Akureyri 12. maí 1935 telur að meiri hluti milliþinganefndar i launamálum hafi sýnt skilnings- leysi á gildi barnafræðslunnar í landinu og ósanngirni í garð kennarastéttarinnar. Fundurinn mótmælir því tillög- um nefndarinnar og skorar á alla kennai'a að fylkja sér um þau mótmæli. Ennfremur skorar fundurinn fastlega á stjórn S. I. B., að fylgja fastlega eftir þeim andmælum og kröfum, er hún hefir samþykkt 3. febr. þ. á. og afhent ríkisstjórn. Fundurinn fellir sig vel við greinargerð minni hluta launa- málanefndar (G. M. M.) og til- lögur hans í aðalatriðunum og skorar á alla kennara að standa saman um þær hagsmunakröfur kennarastéttarinnar, sem þar koma fram. Hins vegar vill hanh benda á ósamræmi í þeim tillög- um um laun kennara: 1. Á launum kennara við 6 mán. skóla og kennara við 7XA mán. skóla. 2. Að laun farkennara eru of lág í samanburði við laun við fasta skóla. Fundurinn skorar á Alþingi við afgreiðslu launamálsins að taka fullt tillit til samþykktar Kenn- araþingsins 1934 um lágmarks- kröfur um laun kennara. Um einstök atriði í tillögum launamálanefndar vill fundurinn taka fram eftirfarandi: a. Fundurinn álítur að 5 kcnnslustundir daglega sé nægi- legur starfstími fyrir barnakenn- ara og samsvari fyllilega 7Vá st. vinnudegi hjá öðruni starfsmönn- um ríkisins, þegar tiliít er tekið til allra þeirra starfa, sem kenn- arar verða að inna af hendi utan kennslustunda í nútíma skólum. Sérstaklega mötmælir fundurinn því, að starfsdagur kennara sé lengdur, en lækkuð hámarkslaun þeirra, eins og frumvarp meiri hluta launamálanefndar gerir ráð fyrir. b. Að fjarstæða sé að miða laun kennara við það, að þeir kenni 40 börnum á aldrinum 10—14 ára. Sumir kennarar eiga þess engan kost, að kenna svo mörgum börn- um á þessum aldri, og annarstað- ar hlýtur þetta að draga úr nauð- synlegum kennslustundafjölda á hvert barn, t. d. í 6 mánaða skól- um. En væri skólaskylda 7—14 ára, þá myndi hver kennari geta kennt miklu fleiri börnum, (Fi'anúisld). (HHENBiHBHHHtDUBB t Oddnv Porkelsdottir frá Syðra-Hvarfi er borin til moldar í dag, að Völlum í Svarfaðardal, háöldruð, farin að heilsu og kröftum. Hún andaðist á Akureyri s.l. páska- dagsnótt, hjá dóttur sinni Ósk Jóhann- esd. og Anton Ásgrímssyni. Oddný var ein af þessum gæða konum og mæðrum sem eru gersemi hverrar þjóð- ar. Alla æfi barðist hún eins og hetja með manni sínum við fátækt og margs- konar mótlæti, og skiiaði þjóð sinni stórum og mannvænlegum barnahóp. Og aldrei átti hún svo Iítið af þessa heims gæðum, að henni fyndist ekki sjálfsagt að gefa og gleðja. Með bros á vör og bljúgri sál gekk hún á móti hverri raun og andstreymi, enda streymdi góðhugur hennar og kærleiksþel inn í sálarfylgsni hvers þess manns, er henni kynntist. Pessvegna var í raun og veru alltaf bjart í kringum hana, hversu skuggalegt sem umhverfið var. En kjarkur hennar og þrek og trúarstyrk- ur bar hana yfir alla boða, og átti hún afl mikið til að miðla öðrum í þeim efn- um. - Pvi er hún kvödd með kærleikspökk. 4: maí 1935. s. Minoingarorð. Ennþá einu sinni ómar Líkaböng og margir bíða við dyrnar og biðja um inngöngu. Þegar kallið kemur að hverjum og einum í röðinni, er hann boðinn velkominn innfyrir. Fað er gamalla manna mál, þegar ómur af klukknahljómi berst að eyr- um manns, þá boðar hann mannslát. Miðvikudaginn hinn 17. apríl s, 1. andaðist að heimili sínu, Ölvesgerðí í Saurbæjarhreppi, bóndinn Sfmon Jóuas Kristjánsson, Hann gekk snemma dags til fjár- húsa sinna á túninu og lauk þar fyrri verkum, en þegar hann kom inn til sín aftur, hné hann örendur niður. ’ Símon var fæddur að Hólsgerði í Saurbæjarhreppi, 6. júní 1864 og því rúmlega sjötugur, er hann lézt. Til átta ára aldurs ólst hann upp hjá foreldrum sínum, Kristjáni Jónas- syni og Guðrúnu Ólafsdóttur, búandi hjónum í Hólsgerði. Vegna fátæktar foreldranna varð hann að fara til vandalausra og dvaldi á ýmsutn stöð- um. Á uppvaxtarárunum fékk Símon að- eins tilsögn f lestri og kristindórnii eins og venja var f þá daga, einkum’ með hin fátækari börn, Um fermingu réði Símon sig í vinnumennsku, og var mikið eftir hon- um sótt í vistir, sökum dugnaðar hans til allra verka. Haustið 1893, gekk Sítnon í bún- aðarskólann á Hólum í Hjaltadal og lauk þar námi, með góðum vitnis- burði, eftir tvö ár. Meðan Símon dvaldi á Hólum, þótti bæði kennurum og skólabræðr- um hans mikið til hans koma, sökum ýmsra góðra kosta hans, svo sem: staðfestu hans og karlmennsku, hrein- lyndis og frábærrar atorku til starfs. Bótti það rúm jafnan vel skipáð, er Símon sat. Að loknu skólanámi hvarf Sfmon aftur heim til átthaga sinna og stundaði kaupavinnu á sumrum, jarða- bótavinnu vor og haust, en barna- kennslu á vetrum. 20. október 1900, kvæntist Símon greindri og myndarlegri heimasætu, Maríu Sigtryggsdóttur að Úlfá í Eyja- firði. Sama ár reistu þau bú á lh af Úlfá við léleg efni. Árið 1902 flutt- ust þau að Ölvesgerði og fóru að búa þar. Peim varð 5 barna auðið, en tvö eru dáin, drengur 7 ára og stúlka nýfermd, 1919. Sama ár missti hann konuna — 8, maí 1919 —, og frá þeim tíma bjó Sfmon einn f Ölvesgerði með syni sínum, sem þá var barn að aldri — aðeins fjögurra ára gamall, er hann missti móðurina. Af því, sem hér hefir verðið sagt, má sjá, að Sfmon átti við raunir að búa og hafa margar áhyggjur að hon- um sótt í lífsbaráttunni, sem drógu hann til einverunnar, en það var eins og hann að síðustu væri búinn að fá eitthvert ástfóstur á kotinu, þótt lélegt væri, þar, sem það var búið að fæða hann og klæða í 33 ár, þótt hann að öðru leyti væri orðinn þreyttur eftir langan og erfiðan vinnudag og far- inn að þrá hvíldina, sem hann nú einnig hefir hlotið. Hann var jarðsunginn að Miklagarði — af sóknarprestinum sr. Benjamín Kristjánssyni — 27. apríl síðastl., og hvílir hann þar hjá konu og börnum. Fyrir tilstilli eftirlifandi sonar hans sungu valdir söngmenn við gröfhans, og sögðu viðstaddir, að jafn góðan söng hefðu þeir aldrei heyrt við jarð- arför áður. Ritað í maí 1935. BekkjarbrúOir. Á sumardaginn fyrsta. Komin sól og sumartíð! sofnuð gjóla-tetur. Út þeir róla árla og síð, sem eirðu bóli í vetur. S. G. S. Rantötuhór Akureyrar endurtók með- ferð á tónverki Björgvins Guðmunds- sonar, >Friður á jörðu«, í Nýja Bíó á þriðjudagskvöldið við góða aðsókn og ágsetar viðtökur áheyrenda. Látinn er að Stóra-Dunhaga Arní Jónsson bóndi þar, eftir langa van- heilsu. Var hann einn af fremri bænd- um hér um sveitir, greindur og vin- sæll maður. Leiðrétting við 8. (síðasta) eríndið í kvæðinu »Gakktu á fjöll«, er birtist í tímaritinu »Jörð«, IV. árg. (1., 2. og 3. hefti): 1. 1. fjallatindum, les: fjallstindinn. 4. 1. heimur, les: heimurinn. Nýr búnaða/rmáhistjóri. Hinn 15. þ. m. tók stjórn Búnaðarfélags Islands á- kvörðun um veitingu búnaðarmála- stjórastarfsins. Fyrir valinu varð Steingrímur Steinþórsson skólastjóri á Hólum. Bjami Ásgeirsson og Tryggvi Þórhallsson greiddu honum atkvæði, en Magnús á Blikastöðum, sem er vara- maður í stjóminni, greiddi atkvæði á móti. Landbúnaðarráðherra hefir sam- þykkt ákvörðun félagsstjórnarinnar. Steingrímur Steinþórsson er, eins og kunnugt er, gáfaður áhugamaður, sem hefir mikla þekkingu og reynslu um hagi landbúnaðarins, og má því vænta hins bezta frá honum í þessu nýja starfi hans. Nýtt búnaöarblað ei* ráðið að byrji að koma út um mánaðamótin júní— júlí og vei-ður Methúsalem Stefánssyni falin ritstjórn þess. Landbúnaðarráð- herra hefir lofað að hlutast til um, að reksturshalli, sem kynní að verða af blaðinu, yrði greiddur úr ríkissjóði. Er hér um þarfafyrirtæki að ræða. StórJeostlegasta brúarmannvirki Ev- rópu var vígt 14. þ. m. Það er brúin yfir Litlabelti, sem tengir saman Fjón og Jótland. Brúin er 1177,80 metrar á lengd. Hún verður jöfnum höndum notuð fyrir umferð járnbrautarlesta, bifreiða og gangandi manna. K. A. heldur tvxr mjög fjölbreyttar útisamkomur, til ágóða fyrir sundlaug bæjarins, sunnud. 26. þ. m. — Skemmtf- atriði verða: Ræður, fimleikar, sund, tenn- ii, söngur (Geysir) o. fl. (Framh. af 1. síðu). árlega til þess geysi fjárfúlgum að hæna til sín ferðamanna- strauminn, enda er hann ein drýgsta tekjulind ýmissa þjóða, svo sem Svisslendinga o. fl. Er sizt fyrir það að synja, að tekjur af greiðasölú geti orðið oss all- verulegur styrkur á þessum erf- iðu tímum, þegar skortur á er- lendum gjaldeyri sverfur svo að oss, að til fullra vandræða horfir. Með þessu er þó ekki sagt, að ís- land sé afbragð allra annarra landa að náttúrufegurð. Vafalaust eru mörg lönd mun. yndislegri að ýmsu leyti. En land vort hefir þann höfuðkost sem ferðamanna- land, að náttúrufar þess er ný- stárlegt og ólíkt því sem annars gerist í þeim löndum, sem ferða-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.