Dagur - 23.05.1935, Page 4

Dagur - 23.05.1935, Page 4
96 DAGUR 21. tbl. 99 66 SKÓYERZLUN M. H. LYKGDAL Sölubúðin opnuð í dag. Höfum fengið mikið af allskonar nýtísku kvenskófatnaði. Einnig nýkominn karlmanna- og barnaskófatnaður. ... 10 nýju 10. SK00I "W ]T! 2 undirritaðir höfum keypt vörubirgðir og nafn »Skóverzlun M. H. \/ * U LyngdaU Akureyri. — Vonumst við eftir að viðskiftamenn verzl- " unarinnar Iáti okkur njóta viðskifta sinna og velvildar framvegis eins og að undanförnu. — Utistandandi skuldir verzlunarinnar eru okkur óviðkomandi. Karl L. Benediktsson. Gnnnar H. Kri§tjáns§on. Jfiðursoðnir áoextir. I Perur, Apricosur, Blandaðir ávextir, Ferskjur. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. Sælgætisvörur BHHHKHnBBHS fjölbreyttastar, HHBHHni ódýrastar, HHHHHHH beztar. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. menn almennt leggja leið sína til. öll fjarsýni er hér opnari og hreinni vegna berangurs en venjulegt er 1 skóglöndum. Hið hreina fjallaloftslag veldur því og að litir lofts og lagar eru margvíslegri, fegurri og skírari en títt er annarstaðar. Og ekki má gleyma jöklum, fossum, eld- fjöllum, hveiTim og laugum, sem allt eru sjaldgæf náttúrufyrir- brigði víða um heim, og hvera- vatnið enda talið læknislyf að laugast í gegn ýmiskonar krank- leika. Ennfremur má ætla, að mönnum þyki meira um vert að koma þangað, er fáir hafa áður farið, en troða sí og æ sömu slóð- ir. Margt bendir því til þess að kleyft muni reynast að koma því í tízku að ferðast hingað. En til þess að slíkt megi takast verður fyrst og fremst að kynna landið. Munu ljósmyndir héðan m. a. mjög heppilegar til þess. Sýning Vigfúsar í Hamborg hefir. vafa- iaust tekizt ágætlega sem upphaf slíks starfs. Skólaráð Hamborgar hefir nú þegar pantað 200 skuggamyndir til þess að hafa í safni sínu, er gengur skóla frá skóla, borg úr borg um allt Þýzkaland, setn einn liður landafræði og landfræði- kennslunnar. Geta má þess í þessu sambandi að nú er nýlega komin út óvenju skemmtileg bók um ísland sem ferðamannaland, »Das unbekann- te Island«, eftir Þjóðverjann Walther Heering, prýdd sæg stór- fagurra Ijósmynda. Yfirleitt ger- ast þess ýms stórmerki, að er- lendir ferðamenn séu þegar að koma auga á ísland úr fjarlægð- inni. Mjög nauðsynlegt væri að tekn- ar yrðu kvikmyndir af atvinnu- vegum landsmanna, einkum síld- ar- og fiskframleiðslu vorri og landbúnaðarháttum. Væru þar tvær flugur slegnar í einu höggi: Að auglýsa afurðirnar og sér- kenni og fegurð landsins sam- tímis. Mönnum er kunnugt um, að fleiri ljósmyndasmiðir íslenzkir en Vigfús Sigurgeirsson, og það Akureyringar, hafa tekið ágætar myndir af íslenzku landslagi og staðháttum, þótt fæstum hafi þeim, enn sem komið er, gefizt tækifæri til að sýna þær fjöl- menni. En viðurkenning sú, er slíkar myndir hafa nú hlotið er- lendis, ætti að vera þeim hvöt til að setja ekki ljós sitt undir mæli- ker, því að með því að sýna myndir sínar almenningi, afla þeir sjálfum sér orðstírs og vinna þjóðnýtt starf. J. Fr. Litil athugasemd. Björgvin Guðmundsson tón- skáld eyðir rúmum þrem dálkum í síðasta »Degi« til andsvara á söngdómum mínum um Kantötu- kór Akureyrar í 4. og 19. tbl. »Dags«. Á grein hans má skilja að hann álíti söngdóma þessa á- vás á sig og koma úr hörðuatu átt, þar sem ég leyfi mér að setja þá fram. Hann reynir þó ekki að hrekja neina af röksemdum og staðhæfingum mínum, sem ætti að vera auðvelt fyrir hann með jafn yfirgripsmikla þekkingu á musik, heldur tekur það ráð að reyna að sanna (með háðglósum o. fl.) að.ég hafi ekkert vit á mu- sik og þess vegna sé ekki takandi mark á orðum mínum. Athugum svo nánar tilefni greinar B. G. Það er sem sé mestallt um það, að ég hafði sagtíbáðum söngdóm- um mínum, að »óskandi væri að heyra tónverk eftir f leiri* höf- unda en B. G.« en hann hefir les- ið orð mín þannig, að mín fyrsta og síðasta bæn sé að fá að heyra tónverk eftir aðr ct* .höfunda en sig. Sjá allir, sem læsir eru og skilja mælt mál, að ég átti hér við, að óskandi væri að heyra tónverk eftir B. G. líka. Þessu til frekari staðfestingar vil ég til- færa orð mín um þetta í 4. tbl., þar sem ég segi, að »sjálfsagt sé að hlynna að því sem íslenzkt sé og fram komi á hverjum tíma, með því að flytja það og gagn- rýna«. Munu allir skilja — nema ef til vill B. G. — að hér er ekki verið að amast við, þótt hann láti tónverk sín heyrast, heldur þvert á móti. Aðaltilefni greinar hans er því byggt á misskilningi eða vísvitandi rwngfærslru. Þá vill B. G. draga þá ályktun af söngdómum mínum, að »mað- ur þai-f svo sem ekki að heyra verkin til að vita það fyrirfraní, að þau eru einskis virði«. Ég leyfi mér að spyrja: Hvar og hvenær hefi ég haldið slíku fram? Hvar hefi ég skrifað um verk B. G. og talið þau fyrirfram léleg? — Ber víst að skilja þessi orð hans o. fl. svo, að hann sé einhver úthrópað- ur píslai*vottur, sem hvergi fái að stinga upp höfði. Enginn hefir vonandi lagt þennan skilning í söngdóma mína — nema B. G. — og virði ég honum það til vork- unnar. B. G. hefir skilið þá litlu at- hugasemd, sem ég gerði við tón- verk hans »Friður á jörðu« svo, að ég ætli að fara að kenna sér að »componera«. Með allri virð- ingu fyrir kunnáttu B. G. á þessu sviði, tónlistaskólanum í London og kennurum hans þar, vildi ég leyfa mér að segja þetta: Telur B. G. að maður, þótt stundað hafi nám við erlendan tónlistaskóla, sé svo fullkominn í tónsmíðum og tónvísindum, að ókleyft sé að finna nokkurn ófullkomleika á verkum hans? Eða telur hann sig svo upp yfir alla gagnrýni haf- inn, að öll orð sögð í þá átt, séu sprottin af illum huga? Álítur B. G. verk, sem fær þau ummæli að vera »real oratorical«, vera óað- finnanlegt? Einhver glæta virðist vera í höfði tónskáldsins fyrir, að svo muni þó kannske ekki vera, því hann segir, að »verkum sínum muni sjálfsagt eitthvað ábóta- vant eins og verkum annarra manna«. Hann virðist álíta, að a. * Leturbreytmg hér. m. k. enginn hér í bæ muni heyra það, sem er ábótavant, og í söng- dómum má ekki nefna neitt í þá átt. Eins og allir sjá, er aðalefni söngdóma minna um kórinn og flutning hans á tónverkunum, og bendingar um að bæta hann, því — eins og B. G. viðurkennir — er honum mjög ábótavant um marga hluti. Þessar bendingar hefir hann tekið illa upp. Hann gefur í skyn, að kórinn viti um ófullkomleika sína — Sott og vel. — Þá er tilætlun söngdóma minna náð, en mér virtist margt benda til, að kórinn vissi þetta ckJd, og þess vegna kom ég með bendingar mínar. Ég óska þess af heilum hug, að Björgvin Guðmundsson eigi eftir að láta kórinn taka miklum fram- förum í náinni framtíð og verða einn liður, til að sýna bæjarbúum inn í hin göfugu heimkynni tón- listarinnar. Gunnar Sigurgeirsson. hítstjóri: Ingimar Eydal. Vinnu- hanzkar mikið úrval nýkomið í Járn- og glervörudeild. Gððiir haröíiskKf M6torh|61 í g<sðu iag;, ósk- ast til kaups. Björn Guðnason, Brekkug. 41. Unglingð-stúlkn “Söj vantar í ca. mánuð. Ir. Guömundsson. Hafnarstræti 77. Prentsmiðja Odds Björnssonar. G. 6.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.