Dagur - 12.06.1935, Blaðsíða 4
108
DAGUR
24. tbl.
#■
Askorun.
Hér með er skorað á lóðareigendur að græða upp brekkur
bak við hús sín, þar sem það hefir eigi verið gert, enr.fremur
að ganga frá girðingum kringum lóðir.
Jafnframt skal bent á, að samkvæmt byggingarsamþykkt
bæjarins, skal senda byggingarnefnd til samþykktar teikningar
að girðingum, áður en þær eru gerðar. Að fengnu samþykki
byggingarnefndar skulu þær settar niður eftir opinberum mælingum.
. *
Bæjarstjórinn á Akureyri, 11. júní 1935
Steinn Steinsen.
Höfðingleg gjöf. Fyrir síðasta bæjar-
stjórnarfundi lá erindi frá Óddi Björns-
syni prentmeistara, þar sem hann til-
kynnir, að hann gefi Akureyrarkaup-
stað og Amtsbókasafninu á Akureyri
allt bókasafn sitt, sem muni að verð-
mæti ekki minna en 25—30 þús. kr.
virði, eins og það er nú, og auk þess
allar bækur, er hann síðar kunni að
eignast. í erindinu voru fram tekin
ýms skilyrði, er gjöfinni fylgdu. — 1
sambandi við þetta samþykkti bæjar-
stjórnin svolatandi tillögu:
»Bæjarstjórn þakkar herra Oddi
Björnssyni hina höfðinglegu gjöf, er
hann hefir boðið Akureyrarbæ og felur
bókasafnsnefnd og f járhagsnefnd að
kynna sér safn hans og gera í sam-
bandi við hann tillögur um fyrirkomu-
lag þess«.
í sambandi við fundargerð bóka-
safnsnefndar samþykkti bæjarstjómin
eftirfarandi tillögu:
>Bæjarstjórnin samþykkir að ákveða
væntanlegri Matthíasarbókhlöðu stað
annaðhvort á hornlóðinni milli Brekku-
götu og Oddeyrargötu eða á lóð milli
Bjarmastigs og Hafnarstrætis og felur
bókasafnsnefnd og byggingarnefnd að
velja staðinn«. «
Stefán Guðmundsson söng í Nýja
Bíó á 2. hvítasunnudag við frábæra
hrifningu áheyrenda og troðfullu húsi,
en margir urðu frá að hverfa.. Hann
syngur aftur annað kvöld (fimmtudag-
inn 13. þ. m.) í Nýja Bíó kl. 9 e. h.
Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 2
e. h. sama dag í Nýja Bíó og mun
vissara fyrir menn að tryggja sér að-
göngumiða í tíma.
MacDonald forsætisráðherra Bret-
lands gekk á konungsfund 7. þ. m. og
afhenti lausnarbeiðni sína sem forsæt-
isráðherra- vegna heilsubrests. Konung-
ur féllst á lausnarbeiðni hans og fól
jafnframt Stanley Baldwin að mynda
ráðuneyti að nýju.
Jwðrannsók.nir á fslandi. Dr. Lauge
Koch, hinn merki landkönnunarforingi,
er kominn til Reykjavíkur, til þess að
undirbúa vísindaleiðangur til íslands í
því skyni að gera hér jarðvegsrann-
sóknir. Tilætlunin er að rannsaka að-
allega hverina og eldgígana.
Knattspymumót 1. flokks hefst n. k.
laugardag kl. 8%. Þátttakendur í mót-
inu eru íþróttafélagið »Völsungur«,
Húsavík, íþróttafélagiö »Þór« og K.
A. Fyrst keppa Þór og K. A. — Næsti
leikur verður á sunnudaginn kl. 5 e. h.
Úrslitaleikur 17. júní.
Úrslitakappleikur verður háður í
kvöld kl. 8 á Þórsvellinum milli III.
flokks K. A. og íþróttafélagsins Þór.
Ilmpanin í barnaskolanum
Barnaskólahúsið hér á Akur-
eyri er nú 5 ára gamalt. Mörg
hundruð börn njóta þar kennslu
7 mánuði ár hvert. Ekki hafa
stofur eða gangar hússins verið
málað síðan það var tekið til
notkunar, sem skólahús. Margar
íbúðir þarf að standsetja nær ár-
lega, og mætti því ætla að þörf
,væri á hinu sama með barnaskól-
ann, en svo hefir þó ekki verið,
því að enn sést ekkert á húsinu
eftir 5 ár. Það er ekki hægt að
sjá á því að þarna hafi mörg
hundruð börn gengið um í fleiri
ár. Málning á veggjum er hvergi
nudduð, snagar í göngunum eru
hvergi brotnir, borð og annar
húsbúnaður sést hvergi rispaður,
því síður skorinn með hnífum
eins og sumstaðar sést í skólahús-
um. Allt þetta er nær því eins og
það var fyrir 5 árum, þegar hús-
ið var tekið til notkunar. Á svona
góðri umgengni mun leitun. Að-
komumaður, sem skoðar skólahús
bæjarins, mun fá þá hugmynd um
bæinn, að hann sé óvenjulegur
hirðu- og menningarbær. En það
álit má bærinn, í þessu tilfelli,
þakka kennurum skólans, og þá
fyrst og fremst hinum óvenju
duglega og áhugasama skóla-
stjóra, Sr.orra Sigfússyni. Fátt er
þýðingarmeira í uppeldisstarf-
semi barnaskóla, en að skólinn
venji börnin á góða umgengni og
góða framkomu. Umgengnin í
skólahúsinu sannar að skólinn
venur börnin á góða umgengni og
hirðusemi. Og um framkomu
barna hér í bænum má það segja,
að hún hefir stórum batnað hin
síðari árin, og sennilega má
þakka barnaskólanum það ein-
göngu.
Bæjarbúi.
Friðrik Möller hefir lokið prófi í for-
spjallsvísindum við Kaupmannahafnar-
háskóla með ágætiseinkunn.
Helgi Skúlason augnlæknir verður
fjarverandi úr bænum frá 22. júní til
15. ágúst.
Hjónaband: Ungfrú Ragnheiður Mel-
stað Jónsdóttir frá Hallgilsstöðum og
Sigurjón Sæmundsson prentari.
Öpinbert uppboð
verður haldið að Vestari Krókum í Hálshreppi, mánudaginn 17.
þ. m , og þar selt: 2 kýr, nokkrar ær, 2 hestar og fleira af
lifandi peningi. Ennfremur búsáhöld og innbú. Allt veð, er
ábúandinn þar, Gunnlaugur Stefánsson, hefir framselt Kreppu-
lánasjóði.
Akureyri 11. júní 1935.
í umboði Kreppulánasjóðs.
Bernh. Síefánsson.
Verið einhuga um að liftryggja yður
hjá eina innlenda líftryggingarfélaginu.
LÍFTRYGGINGARDEI LD
Sjóvátryggingarfélagsíslandshf.
Umboð á Akureyri heflr: Kaupfélag Eyfirðinga,
Fyrir minni
Mývainssveitar.
Þú mæta, fagra Mývatnssveit,
þú mikla sveitadrottning.
Þann íslending ég engan veit,
sem ei þér veiti lotning.
Þú elur börn þfn upp svo vel
í æðstp menntaljósi.
Þér fagni sannleiks sólarhvel,
þér sagan ætíð hrósi.
Þín fégurð æ svo miklast mér,
þú mesta sveitaprýði.
Þars veiðisæla vatnið er,
sem veitir blessun lýði.
Og hraunaborgir, hólmar, sker
og háar eyjar standa.
Þai- fagurt hreiður fugl á sér
í fylgsnum blómsturvanda.
Að sjá þig fagran sumardag
með svipinn tignarháa,
er fuglar syngja frelsislag
og flögra um vatnið bláa.
Það vekur unun, veitir ró,
svo víkur deyfð úr sinni.
Og sá er lengst við brjóst þín bjó,
mun blessa æ þitt minni.
Og þér skal syngja þakkarljóð
og þér skal veita lotning.
Þú er svo fögur, ert svo góð,
þú allra sveita drottning. —
Á meðan ljómar svásust sól
og signir grund og fjöllin,
á meðan lifnar lilja’ á hól
og leiftrar dögg um völlinn.
Baldvin Jónatansson.
Ritstjóri: Ingimar Eydal,
Boltar
franskar skrúfur,
rœr, spenmskifur.
Miklar birgðir.
Verðið afar Iágt. —
Kaupfélag
Eyfirðinga.
Leikfélag Sauðárkróks
hefir ákveðið að koma hingað til bæj-
arins og ætlar að sýna hér í leikhúsinu
sjónleikinn »Hveitibrauðsdagar« eftir
Björnst Björnson, 14. og 15 júnf
n. k. Hebr Eyþór Stefánsson, verzl-
unarmaður á Sauðárkróki stjórnað
æfingum og leikurinn verið sýndur
þar við ágæta aðsókn og dóma um
leikendtírna. — Verður hér vafalaust
um skemmtilega sýningu að ræða, því
Sauðárkróksbúar hafa mjög mikið
fengist við að æfa og koma upp sjón-
leikjum, t. d. í hinni frægu »sæluviku«
Skagfirðinga, og verða í þessu leikriti
á ferðinni færustu Ieikkraftar Sauðár-
króks. — Er það gleðilegur vottur
um áhuga fyrir þessari göfugu list —
leiklistinni — þegar góðir sjónleikir
eftir þekkta höfunda eru æfðir og
búnir til leiks af alúð og nákvæmni og
leikendur leggja síðan á sig það erfiði,
sem því fylgir, að ferðast til annara
staða, til leiksýninga þar. — Er ekki
að efa að bæjarbúar muni taka vel
þessum góðu gestum, með það, sem
þeir hafa að bjóða. — non
Prentsmiðj a Odds Björnssonar.