Dagur - 04.07.1935, Page 1
D AGUR
icemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR.
Norðurgötu3. Talsimi 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XVIII
. ár. |
Akureyri 4, júlí 1935.
27. tbl.
Aðalfundur S. I. S.
Á síðastl. ári óx viðskiftavelian um 1,8
milj. kr., vöxtur sjóðeigna um 134 þús.
kr.; kaupfélögin minnkuðu skuldir sínar
við S. Í. S. um 1,229 þús. kr.
Aöalfundur Sambands ísl. sam-
vinnufélaga hófst í Reykjavík
miðvikudaginn 26. i'. m. Stóð
hann yfir í 4 daga og var lokið
seint að kvöldi laugardagsins 29.
s. m. Fundinn sóttu milli 40 og
50 fulltrúar víðsvegar af land-
inu auk stjórnar og framkvæmda-
stjóra.
Sigurður Bjarklind kaupfélags-
stjóri var kjörinn fundarstjóri,en
til vara Þorsteinn Jónsson kaup-
félagsstjóri. Ritarar voru kjörnir
Hólmgeir Þorsteinsson Hrafna-
gili og Karl Kristjánsson Húsa-
vík.
Þrjú kaupfélög höfðu sótt um
inngöngu í Sambandið, Kaupfélag
Stöðfirðinga, Kaupfél. Fáskrúðs-
firðinga og Samvinnufélag Dala-
hrepps. Var samþykkt að veita
öllum þessum félögum inngöngu.
Úr skýrslu forstjóra.
Snemma á fundinum flutti Sig-
urður Kristinsson forstj. skýrslu
um afkomu S. i. S. á síðastl. ári.
Erlendar vörur hafði Sambandið
selt á árinu fyrir 6,459 þús. kr.,
iðnaðai’vörur frá verksmiðjum
sambandsfélaganna fyrir rúmlega
201 þús. kr. og iðnaðarvörur ann-
ara íslenzkra iðnfyrirtækja fyrir
79 þús. kr. Er þessi vörusala sam-
anlögð 40% hærri en árið áður.
Innlendar afurðir hafði S. f. S.
selt á árinu fyrir 6,685 þús. kr.
eða svipaða upphæð og árið áð-
ur, en þá var salan 2 millj. kr.
meiri en 1932.
Vörusalan öll hefir því numið
13 millj. 424 þús. kr. eða nálega
þrettán og hálfri milljón kr. Hef-
ir því heildarumsetning S. í. S.
aukizt um 1,8 millj. kr. frá ár-
inu áður.
Auk þess hefir S. f, S. selt fyrir
ríkið útlendan áburð fyrir 507
þús. kr. eða 43 smálestum meira
að magni til en árið áður.
Félög í S. í. S. voru 39 í árs-
byrjun og jafnmörg í árslok; tvö
höfðu bætzt við á árinu og tvö
hætt störfum.
Sambandsfélögin höfðu bætt
hag sipn við S. í. S. á árinu um
1,229 þús. kr. Voru 8 félög, sem
áttu inni í árslok, 22 höfðu lækk-
að skuldir * sinar á árinu, en 8
aukið skuldir.
Sjóðir S. f. S. voru í árslok
1,623 þús. kr. og höfðu aukizt á
árinu um 134 þús. kr. Tekjuaf-
gangur varð 145 þús. kr.
Skýrslur framkvæmda*
stjóra S. í. S.
Framkvæmdastjórar Sambands-
ins, þeir Jón Árnason og Aðal-
steinn Kristinsson fluttu sína
skýrsluna hvor um starfsemi S.
i. S. á árinu. f sambandi við
skýrslu Jóns Árnasonar voru af-
urðasölumálin tekin fyrir sér-
staklega og rædd á fundinum.
Fluttu þeir Jón Árnason og Jón
ívarsson formaður kjötverðlags-
nefndar ýtarleg erindi um þau
í byrjún umræðanna.
Að loknum umræðum um þessi
mál var samþykkt með öllum at-
kvæðum eftirfarandi tillaga frá
Kristjáni Sigurðssyni kennara:
»Aðalfundw S. /. S. finnur á>-
stæóu til að láta í Ijósi ánægju
sina yfir framkvæméum þeim,
sem gerðar hafa verið u.m skipu-
lag á meðferð og sölu aðalfram-
leiösluvara landbúnadarins. Telur
fundurinn, að ráðstafanir þessar
hafi þegar orðid og verði land>-
búnaðinum að miklu liði.
Vill fundurinn i þessu sam-
bandi sérstaklega þakka þeim
framkvæmdastjóra Jóni Árnasyni
og lundbúnaðarráðherra Her-
manni Jónassyni fyrir önugga
forystu i þcssu nauðsynjamálu.
Rcikninganefnd.
Eftir að forstjóri hafði flutt
ársskýrslu sína og lagt fram
reikninga Sambandsins fyrir síð-
astliðið ár, kaus fundurinn 7
manna nefnd til þess að athuga
reikningana og rekstur S. f. S. á
árinu. í nefndina voru kosnir:
Björn Kristjánsson.
Egill Thorarensen.
Guðmundur. ólafsson.
Hannes Pálsson.
Tngimar Eýdal.
Sigurður Þórðarson.
Vilhjálmur Þór.
Nefndin átti með sér nokkra
fundi og lagði að þeim loknum
skriflegt álit sitt fyrir aðalfund-
inn.
Kosningar.
Síðasta fundardaginn fóru fram
kosningar. Átti að kjósa tvo menn
í stjórnina til þriggja ára, og
voru þeir Einar Árnáson alþm.
og síra Sigfús Jónsson alþm.
endurkosnir. Varaformaður , til
eins árs var endurkosinn Sigurð-
ur Jónsson á Arnarvatni. í vara-
stjórn til eins árs voru kosnir
Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri
og Jón ívarsson kaupfélagsstjóri.
Þá fór fram kosning á endurskoð-
anda, var Jón Guðmundsson end-
urkosinn, og Guðbrandur Magn-
ússon kosinn varaendurskoðandi.
Hjúakapur: 28. júní voru gefin sam-
an í hjónaband Viglín Sigurðardóttir
og Ingvar ólafsson, bæði til heimilis í
Melgerði, Glerárþorpi. — 1. júlí Axel-
ína Geirsdóttir, Veigastöðum og Hall-
dór Jóhannesson bóndi, Sveinbjarnai’-
gerði. — Hjónavígslurnar framkvæmdi
síra Benjamín Kristjánsson.
NÝJA-BIO
Föstudags-, Laugardags- og
Sunnudagskvöld kl. 9:
Kvikmynda-
prinsinn.
(Hans Höjhed filmer).
Þýzk tal- og hljómmynd í 10
þáttum. Aðalhlutverkin leika:
Victor de Kowa. —
Liane Haid og skop-
leikarinn heimsfrægi:
Paul Kemp.
Mynd þessi er ein af skemmti-
legustu ínyndum, sem lengi
hafa sézt hér. Hún er leikin af
vinsælustu og hlægilegustu leik-
urum Þjóðverja — fallegu fólki
í fallegu umhverfi.
>Kvik myndaprinsinn t var
nýlega sýnd í Reykjavík við
ágæta aðsókn, og að lokinni
sýningu hér. fer hún þangað
aftur lil sýningar, vegna fjölda
áskorana.
Fulltrúa ■*
§amvinnufélaganna taka aístöðu
til rógburðarins gegn Sigurði
Kristinssyni, forstfóra S. í. S.
Forstjóriun fær traustsyfirlýsingu
með óskiptum fögnuði.
Eftir að Sigurður Kristinsson
forstjóri hafði flutt ársskýrslu
sína á aðalfundi S. í. S., vék hann
að árásum þeim, er hann hafði
orðið fyrir i Morgunblaðinu og
blaðinu »Framsókn«, og skýrði
frá málaferlum þeim, sem hann
hefir átt í út af þessum árásum.
Taldi hann sér skylt að gefa full-
trúunum skýrslu um þetta, því ef
hann hefði verið sekur um að
»gefa falsvottorð« og vera í
»þjónustu lyginnar«, þá hefði
hann tafarlaust átt að víkja úr
stöðu sinni. Frá þessu hermir
gerðabók aðalfundarins sem hér
segir:
»í lok ræðu sinnar sagði for-
stjórinn frá árásum, er hann
hefði orðið fyrir í Morgunblaðinu
s. 1. ár, og blaðinu Framsókn, og
tók fram að hann teldí sér skylt
að gefa skýrslu um þetta, því að
ef sakirnar, sem á sig hefðu verið
bornar, hefðu haft við sannleik
að styðjast, þá hefði hann eigi
talið Sambandi ísl. samvinnufé-
laga sæmandi að hafa sig sem
forstjóra áfram.
Svohljóðandi tillaga til fundar-
yfii’lýsingar kom fram frá Ingi-
mar Eydal:
nMorgunblaðiö beiir á næstliðnu ðri birt
ðhrððursgreinar um Sigurð Krislinsson (or-
stjóra Sambandsins, par sem honum er
borið á brýn, að hann hali gefið falsvott-
orð i ákveðnu máii. En með pvi að luli-
víst er, að 611 hin meiðandi ummæli blaðs-
ins eru staðlaus úsannindi - enda hafa
pegar verið dæmd dauð og ðmerk - pá
lýsir aðalfundur Sls andstyggð á sliknm
ummælum og telur, aö með pessari fram-
komu sinni verðskuldi biaðíð fyrirlitningu
allra gððra drengja f landinu.