Dagur - 25.07.1935, Side 2

Dagur - 25.07.1935, Side 2
130 DAGUR 30, tbl. Svafari Guðmundssyni sagf upp sfarfi við S. I. S. Á síðastl. vetri bar Morgunbl. upplognar sakir á forstjóra Sam- bands ísl. samvinnufélaga, Sigurð Kristinsson. Blaðið hélt því fram, að forstjórinn hefði gefið »íals- vottorð« og væri í »þjónustu lyg- innar«. Fyrir þessi illmæli höfðaði Sig- urður Kristinsson mál gegn rit- stjórum Mbl. og voru ummælin dæmd dauð og ómerk. Blað »einkafyrii'tækisins«, Framsókn, studdi hinar upplognu ásakanir gegn forstjóranum, og Mbl. tók sér þann stuðning til inntekta. í útgáfustjórn »Framsóknar« eru Tryggvi Þórhallsson og Svaf- ar Guðmundsson. Hinn fyrmefndi birti þegar yf- irlýsingu þess efnis, að árásin á Sig. Kr. væri gerð og fram komin án vilja hans og vitundar. Svafar Guðmundsson gaf aftur á móti enga slíka yfirlýsingu. Þegar stjórn Sambandsins kom saman til fundar næst á eftir þessum atburðum, skömmu eftir síðustu áramót, tóþ hún rógsmál þetta til athugunar. Stjómin gat ekki þolað, að undirmaður í Sam- bandinu bæri ábyrgð á blaði, sem styddi að andstyggiiegri rögmælgi i vor. Eins og kunnugt er, boðaði Framsóknarflokkurinn til lang- flestra þeirra landsmálafunda, sem haldnir voru víðsvegar um landið í vor. Til þessara funda- halda höfðu Framsóknarmenn tvöfalda ástæðu, fyrst þá að þeir líta svo á, að í lýðfrjálsu landi eigi þingmenn og kjósendur sem oftast að ræða sín á milli helztu vandamál þjóðarinnar, og í öðru lagi var einmitt nú sérstök ástæða til að ræða stefnu stjórnarflokk- anna í fjármálum og viðskipta- málum, ásamt baráttu þessara flokka við íhaldið um'skipulagn- ing afurðasölunnar, kjötlögin, mjólkurlögin og fisk- og síldar- málin. íhaldsmenn höfðu, eins og kunnugt er,. beitt sér á móti öllu þessu, einkum í gegnum blöð sín, en þegar augljóst var, að umbóta- mál þessi áttu vinsældum að fagna, þá sneru íhaldsmenn snældu sinni og þóttust alltaf hafa verið þeim vinveittir. Með þessa reynslu að baki var það eðlilegt og ofur skiljanlegt, að íhaldsmönnum var ekki mikið gefið um fundahöld þau, er Fram- sóknarmenn höfðu stofnað til. I- haldsmenn voru hræddir við að þurfa að standa auglitis til aug- litis frammi fyrir framTeiðendum afurðanna, sem skipulagðar höfðu vei'ið þeim til hagsbóta, og eiga að svara þar til saka. 1 samræmi við þessa hræðslu íhaldsmanna prédikaði Morgunbl. fyrir lesend- gegn yfirmanni hans í stofnun- mni. Stjórnin gaf því Sv. G. kost á að hreinsa sig af ábyrgðmni á þessum verknaði, með því að hann segði sig úr útgáfustjórn þess blaðs, sem hlut átti að máli. Sv. G. fékk langan umhugsun- arfrest, en svo þegar stjóm Sam- bandsins kom saman á næsta fund, seint í júní s. 1., þá liggur fyrir frá Sv. G. eindregin neitun hans um að hverfa úr útgáfu- stjórninni. Sendi þá stjóm Sam- bandsins honum uppsögn á starfi hans við Sambandið. frá 1. jan. næstk., eða með hálfs árs fyrir- vara. Það verður ekk annað sagt, en að stjórn Sambandsins hafi farið svo vægilega með Svafar Guð- mundsson, sem kostur var á. — Fyrst gefur hún honum margra mánaða frest til þess að átta sig á, hvort hann vilji halda starfi sínu áfram við Sambandið, en þegar Sv. G. vill ekki ganga að þeim sjálfsÖgðu skilyrðum, er honum voru sett, þá segir stjórn- in honum upp með 6 mánaða fyr- irvara, sem mun vera helmingi lengri tím^ en venja er til í verzl- unarfyrirtækjum. Það lítur út fyrir, að íhalds- um sínum, að ekkert gagn væri að þessum fundum og átti vitan- lega við það, að ekkert gagn væri að þeím fyrir ihaldsflokkinn eða forystumenn hans, og sá blaðið þetta alveg rétt. Það var því sýni- legt, að íhaldsmenn óskuðu síður en svo eftir fundahöldum og um- ræðum um ágreiningsmálin, en kusu heldur að um þau yrði sem mest þögn, svo að framkoma þeirra yrði sem mest fallin f gleymsku við næstu kosningar. Sýnir þetta ótrú þeirra á sinn eigin málstað. Það kom einnig greinilega I ljós á fundunum, að íhaldsmenn litu á sjálfa sig í vamaraðstöðu og voru því eðlilega á undanhaldi í umræðunum. Kom þetta undan- hald íhaldsmanna fram á ýmsan hátt. Má í því efni nefna Sauðár- króksfundinn. Þar mættust þeir Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra og Magnús Jónsson próf- essor. Ráðherrann tók sér fyrir að ræða fjármálin og skipulagn- ingu afurðasölunnar og hélt sig fast við það allan fundinn, en M. J. þorði ekki að koma nærri þeim málum í ræðum sínum, en tók það ráð að gambra um alls óskyld efni, sem ekkert komu landsmál- um við. Hitt var þó meira um vert og enn lítilmannlegra, þegar íhalds- menn gáfust algerlega upp og gerðu verkfall. Á Húsavík t. d. gerðu þeir verkfall nafnamir Magnús Jónsson og Magnús Guð- mundsson og neituðu að fara blöðin ætli að ærast vegna þessar- ar uppsagnar Sv. G. Þeim hefir sýnilega Verið mjög annt um að hann héldi áfram starfi í Sam- bandinu. En hvað ætluðust þau til að hann starfaði þar? Uppsögnin er eingöngu byggð á því, að blað, sem Sv. G. ber á- byrgð hefir stutt upplognar á- sakanir, sem Morgunblaðið hefir borið á Sigurð Kristinsson for- stjóra Sambandsins og yfirmann Sváfars. Það liggur í augum uppi, að í engu verzlunar- eða atvinnufyrir- tæki getur það orðið þolað, að undirmanni haldist uppi að vera riðinn við rógburðarofsóknir gegn æðsta manni þeirfar stofn- unar, sem hann vinnur við, og eftir sem áður verið starfsmaður hennar. Framkoma íhaldsblaðanna verð- ur þv! ekki skilin öðruvísi en svo, að þau hafi ætlazt til, að Sv. G. sem stívrfsmaður Sambandsms, héldi áfram að styðja rógburð Mbl. gegn Sigurði Kristinssyni. En frekja íhaldsmanna er orð- in taumlaus, þegar þeir vilja hafa hönd í bagga um það,hvaða menn starfa í þjónustu Samb. ísl. sam- vinnufélaga. Samvinnumenn líta svo á, að íhaldsmönnum komi þetta ekkert við, og sé því réttast fyrir þá að vera ekki að sletta sér fram í þau efni. lengra áleiðis. Á fundunum aust- anlands kom þó berlegast í ljós undanhald og hrein uppgjöf í- haldsins. Voru íhaldsmenn þá komnir til fulls skilnings á því, að ekkert þýddi að reyna að halda uppi málstað íhaldsins í sveitun- um. Þegar á þetta er litið er í hæsta lagi broslegt, þegar íhaldsblöðin eru að gorta af frammistöðu sinna manna á landsmálafundun- um. Það er ekkert annað en láta- læti. Gott dæmi um þenna látalætis- gorgeir íhaldsms er það, að á ein- um fundi hér norðanlands mættí Magnús Jónsson prófessör fyrir hönd íhaldsins. Þegar af þeim fundi kom, sagði prófessorinn að hann mundi ékki hafa átt eitt ein- asta atkvæði þar og vii'tist ekkert vera stúrinn yfir. En þegar Is- Fjórða bindi íslenzkra fornrita. Hið íslenzka fornritafélag hefir nú hleypt af stokkunum 4. bindi íslenzkra fornrita. Eru áður kom- in út 2. og 5. bindi: Egíls saga og Laxdæla saga ásamt Halldórs þætti Snorrasonar og Stúfs þætti. 1 þessu 4. bindi eru: Eyrbyggja- saga, Brands þáttur örva, Eiríks saga rauða, Grænlendinga saga og Grænlendinga þáttur. Dr. Ein- ar ól. Sveinsson hefir séð um út- gáfu tveggja fyi'stu sagnanna, en Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður þriggja hinna síðustu. Til leiðbeiningar lesendum hafa út- gefendur samíð langan formála og nákvæmar skýringar á textan- um neðanmáls. Einnig íylgja u.ppdrættir af viðburðasvæðum sagnanna. Þá eru einnig ættartöl- ur höfuðpersóna sagnanna. út- gáfan er á þennan hátt hentug bæði lærdómsmönnum og þeim, sem einkum lesa sér til skemmt- unar og dægradvalar. Skíp fwrast. I síðustu viku kom norskt selveiðaskip til tsafjaróar með skipshafnir af fjórum selveiðaskipum, sem farizt höfðu í ísnum við Grænland 9. og 11. þ. m. Moluðust skipin sund- ur í ísnum í stormi, en skipshafnii-nar hjörguðust á ís til næstu skipa. Skip- brotsmennimir fóru til Reykjavíkur og þaðan heimleiðis með »Lyra«. Látin er Guðrún Rannveig Jóhann- esdóttir að heimili bróður síns, Júlíus- ar Jóhannessonar, hér í bæ, eftir þung- bær veikindi. Hún var 49 ára gömul. lendingur kom að þessum fundi í frásögn sinni, var hún á þá leið, að talið væri að Framsókn hefði átt þar heldur meira fylgi að fagna en íhaldið! Á fundunum reyndu íhalds- menn aldrei að skýra það, hvers vegna íhaldsblöðm hafa alltaf reynt að ófrægja og tortryggja lögin um afurðasölu landbúnaðar- ins, en hitt ráðið tóku þeir, t. d. Magnús Guðmundsson ng Jón á Akri, að afneita sínum eigin blöð- um og vilja þvo sig hreina af allri þátttöku í ófrægingunum og tor- tryggnistilraunum íhaldsblaðanna. Vitanlega geta engir tekið nokk- urt rnark á þeim kisuþvotti og gera það ekki heldur. NYTT! NÝTT! Sjafnar-Raksápa er komin á markaðinn kostar aðeins 70 aura stykkið. Fæst í Kaupfélagi Eyfirðínga. Nýlenduvörudeildin. ■ro—i—w——w Landsmálafundirnii*

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.