Dagur - 05.09.1935, Blaðsíða 3
36. tbl.
DAGUR
155
samvinnufélaga sýnt þar lang-
mestan dugnað og fyrirhyggju.
Má nú svo heita að K. E. A. og
starfsfólk þess greiði um /4 af
aukaútsvörum til bæjarsjóðs.
Sýnir þetta vel, hvað máttur
samvinnunnar er mikill.
En mikið undrunarefni er það,
að foringjar »sjálfstæðisins« í
þessum bæ og sumir þeirra, er
telja sig fyrirliða verkamanna,
sameina fjandsamlegan hug sinn
gagnvart þessum stofnunum og
standa bölvandi yfir starfsemi
þeirra.
Ennþá má þó auka iðnaðinn
mjög mikið hér á Akureyri.
Eins og áður er sagt, fara
skinnavörurnar allar óunnar út
úr landinu á hrakverði,. en síðan
fáum við okkar eigin hrávörur til
baka, ummyndaðar í skófatnað,
hanzka, húsgagnafóður, kápur,
kraga og í heilum skinnum og
húðum til söðlasmíði o. fl.
Ullina sendum við út og fáum
kr. 1.70 fyrir kg., en kaupum aft-
ur ullardúka frá útlöndum fyrir
24—32 kr. hvert kg. Þessi vinnu-
laun greiðuon við út úr landinn.
Þá má nefna allan tilbúinn
fatnað, sjóklæði, vinnuföt, karl-
mannafatnað, skyrtur og fleira,
sem allt væri hægt að sauma hér
og skapaði mjög mikla atvinnu.
Það, sem þarf því fyrsc og
fremst að gera gangskör að, er að
auka iðnaðinn á því sviði, þar
sem við getum unnið úr okkar
eigin hráefnum.
Næst liggur svo fyrir að auka
þann iðnað, sem við þurfum að
kaupa til útlent hráefni, svo sem
tunnugerð, veiðarfæragerð, báta-
smíði og dósagerð í sambandi við
niðursuðuverksmiðju.
Það verður að leggja alla á-
herzlu á að beina öllu því fé, sem
lagt verður fram til atvinnubóta,
hvort sem það kemur frá einstak-
lingum, félagi, bæjarsjóði eða
ríkissjóði, eingöngu í fyrirtæki
og framkvæmdir, sem skapa
framtíðaratvinnu og auka gjald-
eyrismáttinn. Við þurfum því að
fá sútunarverksmiðju, skósmíða-
gerð í stórum stíl, hanzka- og
kápugerð, aukna fatagerð, niður-
suðuverksmiðju og dósagerð. Við
eigum að nota sem mest íslenzka
ullardúka. Allar tunnur, er þarfn-
ast, á að smíða hér heima og
hlynna sem mest að bátasmíði
hér á staðnum. Þá þarf og að
rannsaka hvaða aðstaða hér muni
vera fyrir hendi með steinlíms-
vinnslu.
Nú er svo komið, að útgerðin
er mjög að dragast úr höndum
bæjarbúa, og gerir það mikið lega
bæjarins, þar sem hann liggur
um 60 km. frá fjarðarmynni.
Iðnaðurinn einn og sá styrkur,
sem bærinn hefir af landbúnaði
og verzlun, er ekki fullnægjandi.
Atvinnulífið þarf að vera marg-
þætt, því tryggara er það. Akur-
eyrarbær þarf því að fá 2—3 tog-
ara eða jafngildi þeirra til út-
gerðar. Allt þetta skapar fram-
tíðaratvinnu, og atvinnu þarf
fólkið að hafa.
Hinn aukni iðnaður, sem hér
er minnzt á, mundi samkv. inn-
kaupi og tollum á þeim vörum,
sem þar um ræðir, skapa 200
manns ársatvinnu með sæmileg-
um launum, og 2—3 togarar
mundu veita 300—450 manns at-
vinnu lengri tíma af árinu.
Þá þarf og að skipuleggja at-
vinnuna betur en gert er. Slík ó-
hæfa á að hverfa, að sami maður
hafi fleiri en eitt lífvænlegt starf
með höndum, og eins þarf að
taka tillit til þess, hvort maður
hefir marga á sínu framfæri eða
ekki.
Um fyrirkomulagsatriðin i
þessum framtíðarmálum skal ekki
rætt að sinni, eða hvort það skuli
vera einstaklingar, félög eða bær-
inn, sem tekur þau upp. En eitt
er augljóst, að bæjarfulltrúarnir
eiga að vera hvatamenn allra
þeirra mála, sem bæjarfélaginu
eru til heilla, því til þess hafa
þeir verið kjörnir. Þeir eiga eftir
mætti að standa á móti því, að
vandræðaástand myndist í bæn-
um, og bæjarstjórinn á auðvitað
að vera sá frumlegi aðili, sem
bendir á nýjar leiðir til bjargráða
flkureyri og íítlendir
ferðamenn..
Á síðustu tímum eru menn al-
0
mennt að vakna til vitundar um
að verulegt gagn megi hafa af
ferðamönnum þeim, er hingað
munu sækja í framtíðinni.
Menn þykjast sjá möguleika til
ábatasamlegra viðskipta við
ferðamennina, þeir flytji gjald-
eyri inn í landið og auki eftir-
spurn og sölumöguleika íslenzkra
afurða, svo sem mjólkur, kjöts og
fleiri fæðutegunda. Þetta mun
vera rétt athugað og verður ekki
hrakið.
Menn þykjast ennfremur sjá
nauðsyn til að auglýsa landið og
hina margvíslegu náttúrufegurð,
er það hefir að bjóða. Þetta er
talað samkvæmt þeirri venju og
reynslu, sem kunn er frá öðrum
löndum, en auglýsingastarfsemi
sú, er jafnan ærið kostnaðarsöm;
þá er gripið til margskonar ráða.
Bækur og bæklingar á erlendum
tungum með myndum og lýsing-
um á löndum og héruðum er dýr
aðferð og ná ekki ætíð tilætluðum
árangri, og þó við hér á Akureyri
værum þess megnugir að gefa út
slík rit — sem við því miður ekki
erum, þá held ég, að raunin yrði
sú, að bæklingarnir lægju og
dröfnuðu í einhverju skúmaskot-
inu, og fénu til þeirra þætti hafa
verið óheppilega varið.
Hér á að taka upp aðra aðferð.
Akureyrarbær á að leggja ak-
veg upp á Súlur, eða eins hátt og
kostur er.
Á þeirri leið þarf að reisa
ferðamannaskála, hann mætti
vera í fornum stíl, gerður af
grjóti og torfi — nærtæku efni —
en fóðraður hið innra með timbri
eða massonite, og þar þarf að
vera greiðasala, og önnur nauð-
bæjarbúum og bæjarfélaginu, með
bæjarfulltrúana sér til aðstoðar.
Um hina fjárhagslegu hlið
málsins má taka þetta fram:
Mikið af því fé, sem þarf til
hins aukna iðnaðar hvað rekst-
urinn snertir, kemur af sjálfu
sér, því við leggjum fram daglega
stórfé með kaupum okkar á hinni
erlendu vöru. Til stofnkostnaðar
þarf auðvitað mikið fé, og á bak
við hann þurfa að standa ríkis-
sjóður, bæjarsjóður, bankar, ein-
stök félög og einstaklingar og
ætti það ekki að vera ofraun, ef
athugað er átak það, er Kaupfé-
lag Eyfirðinga, S. i. S., Jakob
'Kvaran, A'kra o. fl. hafa gert í
áttina til aukins iðnaðar.
Það verður að hefjast handa
um þessi efni nú þegar, og ef
bæjarstjórnin gengur ekki fram
fyrir skjöldu í þessum málum,
væri reynandi að halda almennan
borgarafund og velja þar þá
menn til starfa, er þora og vilja
taka á þessum málum, atvinnu-
leysismálunum, með föstum tök-
um.
G.
synleg aðhlynning fyrir ferða-
menn.
Flestum er nú ljóst, hversu
mikið kapp hinar yngri kynslóð-
ir leggja á fjallgöngur. Nú þykir
sá ckki maður með mönnum, sem
ekki iðkar þvílík ferðalög.
Fjalla- og jöklagongur eru að
verða einn þátturinn í uppeldis-
og menningarstarfsemi þessarar
aldar.
Eg hefi persónulega átt tal við
marga erlenda ferðamenn, er til
Akureyrar hafa komið, og þeir
hafa undantekningarlaust látið
uppi aðdáun sína á umhverfinu
og fjallasýninni, en þeir hafa
harmað, að hafa ekki tækifæri til
að ganga á fjöllin. Þeir hafa
skyggnzt eftir snjó í fjöllum, og
ég hefi sagt þeim frá hjarninu í
Glerárdalsbotni og að hægt væri
þaðan að ganga á Vindheimajök-
ul, og þeir hafa spurt, hvort ekki
væru' neinir hvílustaðir eða án-
íngarstaðir á leiðinni, og undruð-
ust að svo var ekki.
Ég geng þess ekki dulinn, að
ýmsum kunni að þykja uppá-
stunga mín ókleif fyrir margra
hlutasakir. Ég manerfiðleikana,er
á því voru, að fá suma forráða-
menn þessa bæjar til að ljá lauga-
veitunni fylgi sitt. En engan
þekki ég nú, er mundi vilja halda
því fram, að þar hafi verið unn-
ið fyrir gýg.
Leiðin upp á Glerárdal og Súlu-
mýrar er þannig’, að ruddur veg-
ur mundi víða nægja og verkið
yrði unnið sem atvinnubótavinna
og nokkur hluti þess sem sjálf-
boðavinna.
i byrjun mætti ef til vill kom-
ast af með húsaskjól og áningar-
staði að Fálkafelli og Skíðastöð-
um, en það yrði ekki til lengdar.
Sérstakur skáli til hvíldar og
hressingar " fjallgöngumönnum
yrði nauðsynlegur. Fjallgöngu-
mennirnir myndu fara með bif-
reiðum frá Akureyri og upp í
skálann, því hann yrði við vegar-
enda. Þaðan yrðu svo fjallgöng-
urnar farnar til nærliggjandi
staða: Á Súlur, fram um Glerár-
dal og á Vindheímajökul. Ég er
ekki í efa um, að fjöldi ferða-
manna fæst strax á þessar slóð-
ir, ef eitthvað verður gert til að
opna leiðina. Þaö er heimsvenja
meðal ferðamanna að skiptast á
frásögum um fjallferðir sínar og
æfintýr undir beru lofti. Það eru
í raun og sannleika beztu og á-
lmíamestu auglýsingarnar, sem
hægt er að koma af stað.
Maður, sem kom til Akureyrar
í fyrra með einu ferðamannaskip-
inu, segír öðrum frá því, að Ak-
ureyri sé snotur bær, innst inni
við botn hins langa Eyjafjarðar,
og að landslag sé þar fagnrt, og
íjallasýn margvísleg.
Þetta sögðu mér ferðamenn, er
hér komu í fyrsta sinni í sumar,
og lcváðust ekki hafa orðið fyrir
vonbrigðum hvað útlitið snerti,
»en hvernig stendur á að þið ger-
ið ekkert til að greiða fyrir fjall-
göngum?«
F. H. Berg.
Eggert Stefánsson
söngvari
er staddur hér í bænum. Ætlar
hann að efna til hljómleika í
næstu viku. Nýlega söng hann í
Laugaskóla og í Húsavík.
Eggert Stefánsson er sá af ís-
lenzkum söngvurum, sem mesta
eftirtekt hefir vakið meðal stór-
þjóðanna, bæði með söng sínum,
sem hlotið hefir framúrskarandi
lof merkra listdómara, og með
fjöldamörgum blaðagreinum um
ísland og íslenzka menningu og
íslenzkar listir. Hefir hann skrif-
að í sænsk, dönsk, ensk, hollenzk,
frönsk og amerísk blöð, og hefir
greinum hans verið veitt mjög
mikil athygli meðal erlendra
þjóða,
Síðan Eggert kom hér síðast,
hefir hann ritað í ensk og hol-
lenzk blöð. Hefir hann mjög auk-
íð þekkingu á Islandi úti um
heim. Það, ásamt sönglist hans,
er full ástæða til þess, að menn
ættu að votta honum virðingu
með því að sækja vel söng hans.
Eggert Stefánsson er fjölhæf-
astur allra íslenzkra söngvara.
Þó að rödd hans sé mjög mikill
»dramatiskur« tenor, þá er hann
samt mesti »lyriski« söngvarinn,
sem við höfum eignazt. En flutn-
ingur »lyriskra« söngva er ein
hin vandasamasta list, sem til er,
og útheimtir dýpri tilfinningu og
meira innsæi en nokkur önnur
list.
SUNDMÓT fyrir Norðlendingafjórð-
ung hefst n. k. laugardag (7. sept.) kl.
6 % e. h. í sundlaug bæjarins.
KIRKJAN. Messað í Akureyrar-
kirkju sunnudaginn 8. sept. kl. 10. f. h.
Síra Þorsteinn Briem prófastur pré-
jdikar.
»