Dagur - 10.10.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 10.10.1935, Blaðsíða 2
174 DAGUK 41. tbl. Loforð og svik ihaldsmanna. „Slétt nicð stétt“ lyrir kosningar. Stétt móti stétt eflir kosningar. Um síðustu kosningar til Al- þingis lét eitt hróp íhaldsmanna hærra öllum öðrum. Þeir sögðust ætla að sameina allar stéttir þjóð- félagsins til samvinnu og sam- taka. íhaldsmenn sögðust vera flokkur allra stétta, og að þeir bæru því hag allra þeirra jafnt fyrir brjósti; þess vegna væru þeir til þess kjörnir að sameina stéttirnar til átaka allri þjóðinnl til blessunar og farsældar. ihalds- menn sögðu, að stjórnmálalegt heróp sitt væri: »stétt með stétt«. Þetta væri þungamiðja eða kjöl- festa í pólitík þeirrá. Fyrir kosningarnar þreyttust íhaldsmenn ekki á því að útlista fyrir kjósendum, hversu háska- legt það væri, að ein stétt stæði mót annari í hagsmunalegum efn- um. Allar ættu þær að vinna sam- an að almennri velferð hver ann- arar. En Adam var ekki lengi í Para- dís, og Adam íhaldsins var heldur ekki lengi talsmaður friðarins stétta á milli, því strax og kosn- ingaúrslitin urðu kunn, tóku í- haldsmenn að bera hinn svartasta róg milli þeirra tveggja vinnandi stétta, er í sameiningu höfðu sigr- að íhaldið, og því rógstarfi hafa þeir haldið áfram allt til þessa dags. Meginþátturinn í pólitísku starfi íhaldsmanna hefir verið rógurinn milli bænda í sveitum og verkamanna í kaupstöðum. Meg- inorka íhaldsblaðanna gengur ekki til þess að sameina þessar stéttir, heldur til að æsa þær hvor mót annari. Þannig hafa foringjar í- haldsflokksins troðið niður í saúr- inn si-tt eigiö margyfirlýsta á- huga- og hjartans mál: Stétt með stétt, gerzt böðlar og svikarar gagnvart sínum eigin hátíðlegu loforðum um fastheldni við þetta stefnumál sitt og sýnt með þvt, að þetta boðorð þeirra, sem þeir hömpuðu fyrir síðustu kosningar, var ekki annað og átti aldrei ann- að vera en kosningafals. Þetta er harður dómur um þann stjórnmálaflokk, er kennir sig við »sjálfstæði«, en hann er jafn- framt sorglega sannur, því stað- reyndirnar tala, og það eru þær, sem fella óhagganlegan dóm yfir sundrungar- og spillingaröflum I- haldsins. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir sannleikanum, þó hann á stundum geti orðið rauna- lega ferlegur ásýndum, eins og þegar verk íhaldsins eru krufin til mergjar. Augu hinna hyggnari bænda og verkamanna hafa á seinustu tím- um opnast fyrir því, aö hagsmun- ir þessara stétta fara mjög sam- an. Þenna aukna skilning þola í- haldsmenn ekki og reyna því með dyggri aðstoð einkafyrirtækis þess, er nefnir sig »Bændaflokk«, að koma af stað sundrung meðal bænda og verkamanna og vekja tortryggni þeirra hver gegn öðr- um. íhaldsmenn vita þ'að, að því fastara sem bændur og verka- menn þoka sér saman um sameig- inleg hagsmunamál, því örðugra verður fyrir íhaldið að skara eld að kökum »máttarstólpanna« í þeim flokki, en þeir »stólpar« eru meðal annara milliliðirnir í verzl- unarefnum að ógleymdum ýmsum íjárbröskurum og fjársvindlurum, sem íhaldið vill halda verndar- hendi yfir. é í sundrungar- og rógsiðju i- haldsins og þess flokks, sem kenn- ir sig við bændur, hefir komið fram svo bjánalegt ósamræmi, að óhugsandi er að nokkur heilvita maður taki lengur nokkurt mark á fleipri rógberanna. Morgunblað- ið hefir tekið að sér það hlutverk með aðstoð »bændavinanna«, aö reyna að læða þeirri trú inn hjá bændum, að Framsóknarmenn séu algexdega háðir jafnaðarmönnum. Vísir hefir aftur á móti það hlut- verk að fi-æða verkamenn í því, að þingfulltrúar þeirra séu orðnir ánauðugir þi-ælar hjá Framsókn- arflokknum. Þetta ósamræmi í blekkingunum hefir komið víðar fram en í blöðum íhaldsins. Það hefir einnig komið fram á sjálfu Alþingi hlægilegur tvískinnungur í blekkingavaðlinum. Svo ramt hefir kveðið að þessu, að þegar í- haldsmaður var að halda ræðu 1 neðri deild um það, að Framsókn- axTnenn væru alveg í vasa sósial- ista, þá var annar íhaldsmaður í efri deild að þruma um það, að sósíalistar fengju engu að ráða fyi'ir ofríki Fx-amsóknarmanna. Þessu til sönnunar má geta þess, að á Alþingi 1934 sagði Magnús Jónsson í efri deild: »En ég fer nú að efast um and- stöðuna, úr því að hv. þm. Alþfl. hér í deild hafa greitt atkvæði með innflutningshöftunum, sem þeir áður hafa verið mjög á móti. Ég sé nú, að þeir hafa orðið að kaupa dýru verði að fá að sitja í sólskininu stjórnarmegin, og ef til vill eiga þeir nú að greiða hluta af því gjaldi«. Sami íhaldsþingmaður lýsti þvf og yfir í umræðum um mjólkux- málið, að Framsóknarmenn hefðu sett »handjárn« á sósíalista í því máli. En rétt um sama leyti sagði Thor Thors í neðxd deild: »Langmestur hluti þeirra, sem kusu Fi’amsóknarflokkinn, hefir ekki ætlast til, að sá flokkur gengi óskiptur sósíalistum á hönd og léti þá eina öllu ráða«. Geta menn nú borið saman vitnisburði þessara tveggja sann- leiksvotta íhaldsins um samband- ið milli þeiri-a tveggja stjórn- málaflokka, sem gert hafa með sér málefnasamband um stjórn landsins. Annar þeirra, M. J., segir, að Alþýðuflokkurinn eigi þátt í stjórn landsins af náð Framsóknarflokksins Qg verði að kaupa þá þátttöku dýru verði, þar sem þingmenn Alþýðuflokks- ins séu kúgaðir til að greiða at- kvæði að vrlja Framsóknai- manna. Hinn íhaldsþingmaðuriim, Th. Th., segir í sömu andr'ánni, að Framsóknarflokkurinn sé ó- skiptur genginn sósíalistum á hönd, og að þeir ráði öllu. Getur Íhaldsflokkurinn gert sig berari að háðung en á þenna hátt? Auðvitað dylst engum að íhalds- menn ljúga til og frá um sam- bandið milli stjórnarflokkanna, svona sitt á hvað, eftir því sem þeir telja sér bezt henta í þann og þann svipinn. Það er öllum ljóst, að stj órna rflokkarni r hafa gert með sér málefnasamband urn ákveðna lausn ákveðinna mála, t. d. um afurðasöluna innanlands, tryggingarmálin o. fl. íhaldsflokk- urinn hefir eftir megni reynt að spilla fyrir því að kjötlögin geti komið að tilætluðum notum fyrir bændur. íhaldsmenn hafa reynt að espa neytendur gegn skipulagi á sölu mjólkur og sláturfjáx-af- urða, en hefir lítið orðið ágengt og orðið sér til minnkunar fyrir allt það brölt sitt og margendur- tekna sundrungarviðleitni. Allar þeirra skemmdatih'aunir hafa sti’andað á skilningi framleiðenda og neytenda á sameiginlegum hagsmunum beggja aðila, og að allt sé betra en íhaldið. Bændur vita, að því betri sem afkoma vex-kalýðs kaupstaðanna er, þvi hægai’a er þeim um vik að selja framleiðslu sína á innlendum markaði. Hirxsvegar skilja vei’ka- menn í kaupstöðum það, að sízt er það þeim til bóta að bændur flosni upp frá búum sínum og bætist í atvinnuleysingjahópinn á mölinni. Það er þessi gagnkvæmi skiln- ingur, sem á að vera traustur grundvöllur undir samvinnu þess- ara tveggja vinnandi stétta, verkamanna og bænda, nú og framvegis. En foringjar íhaldsins munu halda áfram að bera róg á milli þessara stétta, þar til beisk reynslan kennir þeim, að svik þeirx-a við eigin yfirlýsingai’, þó undir fölsku yfirskini hafi verið gefnar, koma þeim sjálfum held- ur óþægilega í koll. Fimmtíu ára minniarrit Hins Evangeliska Lúterska Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi 1885—1935, eft- ir prófessor Riehard Beck Ph. D. Það heyrist stundum talað um, aðdeyfð sé yfir íslenzku kirkjulífi og er það þá jafnframt afsakað með dreifbýli íslenzku sveitanna, fámenninu og þeii’ri hörðu bai’- áttu, sem menn verða að heyja þar oft og einatt fyrir tilveru sinni, svo að hin andlegu mál lenda í undandrætti og komast ekki að fyrir annríki dagsins. — Satt er það, að margir slíkir örð- ugleikar hafa æfinlega orðið steinar í götu íslenzkra málefna, ekki aðeins kirkjunnar, heldur hverskonar félagssamtaka yfir- leitt, enda munu fáar þjóðir vera sundui’lyndari en vér fslendingar. Slíkt er og að vonum, því að vér eigum ætt vora að telja til hinna mestu ójafnaðarmanna, þar sem voru forfeður vorir, þeir er fyrst- ir íoru að byggja ísland. Þeir felldu að jafnaði ekki skap saman við aðra menn, enda leituðu þeir hingað, til þess að þurfa ekki að semja sig að neinna siðum nema sjálfra sín. Þegar landið fór svo að byggjast og ekki varð hjá því komist, að hafa meira samneyti við aðra menn, en að fremja á þeim víkingu og ránskap, lenti allt í styrjöld, eins og kunnugt er orðið og varð það því valdandi, \ að fsland komst undir erlend yf- irráð og hneig til niðurlægingar og ómenningar um margar aldir. Nú þegar sjálfforræðið er endur- heimt og þjóðin örlítið að rétta sig úr kútnum, logar allt í deilum enn á ný. Hið eina, sem menn sýnast þá hafa nokkum veginn rænu á í dreifbýlinu, er að flokka sig til sundurlyndis og óeiningar í stjórnmálum. Þetta er ávöxtur- inn af vorri hreinræktuðu ein- staklingshyggju. En þetta er nú ekki nema útúr- dúr! Þeir, sem blöskra örðugleik- arnir á íslenzku félagslífi hér heima fyrir, ættu að kynna sér sögu íslenzku kirkjunnar vestan- hafs. Hvað er dreifbýlið hér í ■HHHHHHHHHIHW ÍVínberl ágæt tegund nýkomin. 'M* Kaupfélag Eyfirðinga. g® Nýlenduvörudeild. MiimmimmmiiiiiMi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.