Dagur - 24.10.1935, Page 2
182
DjKGUR
43. tbl.
♦ ♦♦ -♦ -♦-♦-
Heimiliserfurnac i
Bændaflokknum.
Þegar »EiiikafyTÍrtækið« klauf
sig út úr Framsóknarflokknum,
sögðu þeir, er fyrir klofningnum
stóðu, að þeir hefðu verið neydd-
ir til brottfarar úr flokknum, af
því að flokksaginn hefði verið svo
strangur,. að þeir hefðu ekki haft
frið með sannfæringu sína. Þess
vegna hefðu þeir orðið oð stofna
sinn eiginn flokk, þar sem sann-
færing einstaklingsins ætti öllu
að ráða um framferði hans og
framkomu í þjóðmálunum, en all-
ur flokksagi að vera útilokaður.
Á þessum grundvelli buðu
Bændaflokksmenn sig fram við
síðustu þingkosningar. Þegar per-
sónuleg sannfæring rækist á
ílokksviljann, ætti það fyrnefnda
að ráða; sögðu þeir. Allt átti að
vera svo einstaklega frjálst og
óþvingað, engin höft á sannfær-
ingunni, engin »handjárn«.
Þegar til þingstarfanna kom,
fór brátt að brydda á því, að
þeir Þorsteinn Briem og Hannes
Jónsson vildu halla sér að íhalds-
flokknum til samvinnu. Magnús
Torfason var aftur á móti alveg
móthverfur þessari samvinnu við
íhaldið og taldi hana meira að
segja svik við kjósendur sína í
Ámessýslu, því forkólfar og mál-
pípur Bændaflokksins hefðu lýst
því þar yfir, að ætlunin væri að
flokkurinn ynni til vinstri og
•hefði samvinnu við hina frjáls-
lyndari flokka.
Þessi ágreiningur var raunar
ekki annað en »heimiliserjur« inn-
an »Einkafyrirtækisins« og áttl
því að réttu lagi að útkljást innan
vébanda þess. En þessar heimilis-
erjur leiddu það brátt í Ijós, að
allar hinar fögru yfirlýsingar um
persónulegt sannfæringarfrelsl
höfðu verið yfirskin eitt og fals,
froðuhjóm, sem hreykt hafði ver-
ið upp til kosningafylgis, og ann-
að ekki. Skyndilega var frelsis-
múrinn um sannfæringu Magnus-
ar Torfasonar rifinn til grunna,
og flokksmenn hans tóku að ýfast
við honum, af því að hann vildi
ekki beygja sig fyrir flokksagan-
um, vera hlýðinn og góður og
vinna með íhaldinu. Gengu þessar
ýfingar svo langt, að Magnús
Torfason sá sig neyddan til að
tilkynna 'flokki sínum, að hann
»sliti við hann samvinnu«, en úr
flokknum hefir hann aldrei sagt
sig og heldur ekki verið formlega
úr honum rekinn.
En svo var frekja flokksmanna
Magnúsar Torfasonar mikil, að
þeir nú í þingbyrjun kröfðust
þess, að Alþingi tæki af honum
þingmennskuumboðið og fengi
það öðrum í hendur. Gengu f-
haldsmenn fram fyrir skjöldu í
þessu máli og studdu kröfuna um
brottreþstur M. T. af þingi af
öllu megni. Ekkert stoðaði það,
þó að stjórnarflokkarnir færðu að
því skýr rök, að þingið brysti með
öllu lagaheimild til brottreksturs-
ins. íhöldin bæði sátu föst við
sinn keip. Magnús Torfason
skyldi dæmdur frá þingmennsku
þrátt fyrir heimildarleysi bæði í
stjórnarskrá og kosningalögum.
Hann hafði óhlýðnast því að láta
af sannfæringu sinni, beygja sig
fyrir vilja meiri hluta flokks síns
og gerast þægur þræll íhaldsins á
Alþingi. — Þessar sakir töldu
stjórnarandstæðingar nægar til
þess, að Magnús Torfason yrði
gerður þingi-ækur.
Meiri hluti þingsins var nú
svo hlálegur að vilja ekki sinna
kröfu Bændaflokksins, sem ein-
ungis var sprottin af erjum á
heimili »Einkafyrirtækisins«, þar
sem sannfæringarfrelsi einstak-
lingsins átti að vera hinn lýsandi
hnöttur, en var nú orðinn for-
myrkvaður í höndunum á Þor-
steini Briem og Jóni í Stóradal.
Áttundi aðalfundur
Prestafélags Vestfjarða.
(Niðurl.).
2. Prestakallafælclcun. Formað-
ur félagsins var málshefjandi.
Svohljóðandi tillaga var sam-
þykkt í einu hljóði: Fundurinn
skorar á þing og stjórn að fækka
ekki prestaköllum landsins frá
því, sem nú er, nema með sam-
þykki hlutaðeigandi safnaða.
3. Dýrafjarðarþing. Eftirfar-
andi tillaga var samþykkt í einu
hljóði: Fundurinn skorar á þing
og stjórn að endurreisa Dýra-
fjarðarþing, sem felld voru niður
með lögum 1907. Jafnframt telur
fundurinn, að vel færi á því, að
prestur Dýrafjarðarþinga væri
jafnframt kennari við Héraðs-
skólann á Núpi.
4. SálmAlög. Síra Halldór Kol-
beins flutti inngangserindi. Að
því loknu urðu allmiklar umræð-
ur um málið. Svohljóðandi tillaga
var samþykkt í einu hljóði: Aðal-
fundur Prestafélags Vestfjarða
óskar eindregið eftir því, að þeg-
ar næst verður efnt til kirkju-
söngsbókar vorrar, þá sé gömlu
lögunum sérstaklega gaumur gef-
inn. (Vitnar fundurinn um ágæti
þeirra til lagsins: »Vist ert þú
Jesús kóngur klár«). Telur hann
félag sitt jafnvel geta stutt að
söfnur) ef til kæmi. Yfirleitt ósk-'
ar fundurinn að kirkjusöngur ver
rnegi verða íslenzkari en nú er og
að í því skyni verði leitað eftir
nýjum lögum, sem nú munu vera
til víðsvegar um landið.
5. Oxfordhreyfingin. Síra Sig-
urður Z. Gíslason flutti allýtar-
legt erindi um Oxfordhreyfing-
una.
Kl. 814 á miðvikudagskvöldið
í'lutti síra Einar Surlaugsson op-
inbert erindi um síra M'atthías
Jochumsson, en sunnukórinn söng
bæði fyrir og á eftir sálma eftir
síra Matthías.
Fimmtudaginn 5. sept. kl. 9 f.
h. var sunginn sálmurinn nr. 194,
en síra Jón ólafsson las Jóh. 21,
15—17 og flutti bæn.
Var síðan gengið til dagskrár:
6. Samvinna presta og lækna
vm sálgæzhmál. Málshefjandi var
síra Sig. Z. Gíslason. Um málið
urðu miklar umræður. Eftirfar-
andi tillaga frá frummælanda var
samþykkt í einu hljóði: Fundur-
inn skorar á Prestafélag íslands
að taka til athugunar möguleika
á samvinnu milli presta og lækna
um sálgæzlumál og önnur skyld
efni, þar sem starfssvið þeirra
fellur saman að meira eða minna
leyti. — Þessi tillaga var einnig
samþykkt í einu hljóði: Fundur-
inn samþykkir að aðalmál næsta
fundar Prestafélags. Vestfjarða
verði sálgæzla og andlegar lækn-
ingar.
7. Sóknartekjur kvrkva. Frum-
mælandi Sigtryggur prófastur
Guðlaugsson rakti málið nokkuð
og ýmsir aðrir tóku til máls, en
engin fundarályktun var gjörð.
8. Eftirlaun presta. Málshefj-
andi var síra Böðvar Bjamason.
Rakti hann nokkuð hvaða kjör
iuppgjafaprestar eiga við að búa
jog sýndi fram á, hve eftirlaun
þeirra væru fjarri öllum sanni
lág eftir gildandi lögum. Lagði
hann loks fram eftirfarandi til-
lögu: Aðalfundur Prestafélags
Vestfjarða skorar á Prestafélag
íslands að beita sér fyrir því, að
eftirlaun presta verði bætt þann-
ig að lágmark eftirlaunanna verði
2000.00 kr. og eftir 75 ára aldur
presta 2500.00 kr. — Tillagan var
samþykkt í einu hljóði.
9. Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt samhljóða og árið áður:
»Fundurinn lýsir því yfir, að
hann heldur fast við samþykkt
síðasta aðalfundar um að sálma-
bókin verði öll tekin til endur-
skoðunar og gefin út í heild og í
nefnd þeirri, er verkið vinni, eigi
7 menn sæti, þar af a. m. k. 3
þjónandi prestar«.
Stjórnin var endurkosin: Sig-
urgeir Sigurðsson prófastur, síra
Böðvar Bjarnason, síra Halldór
Kolbeins.
Bending kom fram um, að vel
færi á, að næsti fundur yrði hald-
inn á Flateyri, en stjórninni var
falin endanleg ákvörðun í því
máli.
Fundarmenn voru allir boðnir
gestir á ýmsum heimilum á ísa-
firði.
Fyrsta l'undarkvöldið voru
fundarmenn heima hjá formanni
félagsins við góðar veitingar og
ánægjulegar samræður.
Seinasta kvöldið kl. 8Vk komu
allir fundarmenn saman á heimili
Jónasar Tómassonar bóksala í
boði sóknarnefndarinnar og sátu
þar í gððum fagnaði og við ágæt-
ar veitingar fram á nótt. Þaðan
héldu fundarmenn svo til kirkj-
unnar og lauk svo fundinum með
bænarstund í kirkjunni 6. sept.
1935.
(Heimildarm. síra Halld. Kolbeins).
Deltiloss.
Ferð til orkumesta
foss Norðurlands.
Niðuriag.
t*eir Gisli og Guðmundur, sem
voru mun fótkvatari en ég, fet-
uðu sig fljótt niður af hjallanum
sem bíllinn stóð á, og komustað
lítilli stundu liðinni mjög nálægt
fossinum, i hérumbil 50 íaðma
fjarlægð. Þar renndu þeir út
seglgarnssnúru, sem stálstöng var
bundin við annan endann, niður
að vatnsborði árinnar, en sú hæð
taldist þeim vera tæpir 50 mir.,
það er 8 mtr. lægri en G. J. Hlíð-
dal telur Dettífoss vera (sbr. rit-
gerð hans »Fossar á Islandk,
birta í Verkfræðingaritinu, út-
gefnu í Reykjavik árið 1917).
Petta voru einu mælingarnar,
sem ég gat gert í þessari ferð,
því mæliáhöldin, sem ég lét búa
mér til á Akureyri árið 1916, og
ég notaði upp frá því til hausts-
ins 1932, hafa að líkindum tap-
azt, eftir að ég fluttist á sjúkra-
húsið 20. jan. 1932.
En þótt Dettifoss sé 8—10 mtr.
lægri en hann er talinn í ofan-
greindri ritgerð G. J. Hlíðdals, þá
hefir hann samt áttfalt meiri
Saumavélar.
Höfum nú hinar viðurkenndu Husqvarna
og Juno saumavélar, handsnúnar og
fótvélar af mörgum gerðum.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeildin.
iilillliillliiiftillliiiP