Dagur


Dagur - 24.10.1935, Qupperneq 3

Dagur - 24.10.1935, Qupperneq 3
t! tbt. DAGUR 179 orku heldur en Goðafoss hefir, þegar fljótið verður sem nrinnst. Gerandi ráð íyxir að Dettifoss hafi aðeins 50 mtr. fall, og Jök- ulsá flytji aðeins 100 m.3 á sek., ekki 110 m.3, eins og G. J. Hlíð- dal segir, þá er orka Dettifoss 10°° x 50 x 100_ thö = 66666 thö 75 óbundin; og gerandi ráð fyrir að vatnsvélarnar hagnýti 75% ork- unnar, þá hefir fossinn 50000 eim- hestöll vinnandi dag og nótt til hvers sem vera skal. Hvers virði getur það orðið ? Eftir 2ja tíma dvöl við fossinn tókum við bilinn og keyrðum aftur að Lindarbekku, fengum þar ágætan miðdegisverð og héld- um síðan slitlaust til Húsavíkur í íegursta veðri og þaðan til Ak- ureyrar og komum heim til okk- ar litlu eftir kl. 10 um kvöldið hinn 9. okt. Þessa ferð tel ég eina hina heillavænleguslu og þýðingar- mestu, sem ég hefi farið hér á íslandi. Akureyri 14, okt. 1935. Frímann B. flrngrimsson. S k ý r s 1 a. Heilsufræðissýning læknafélags- ins var opnuð í barnaskólanum i Húsavík sunnudaginn 8. sept. 1935 af sýslumanni Júlíusi Hav- steen. Fiutti sýslumaður, fyrir hönd héraðsins, læknafélaginu þakkir fyrir þennan áhuga á heil- brigðismálum þjóðarinnar og lagði áherzlu á, að slík hvatninga- meðöl þyrftu sem oftast að fást til að vekja menn og brýna fyrir þeim þýðingu heilsunnar og varð- veilslu hennar. Jón Jónsson læknir þakkaði sýslumanni góð orð og skólanefnd góðar viðtökur, er hún lánaði skólastofurnar ókeypis fyrir sýn- inguna, skýrði siðan frá tildrögum hennar og tilgangi og hvernig henni væri nú komið íyrir í her- bergjum skólans. Héraðslæknirinn Björn Jósefs- son talaði þá um slíkar sýningar sem íræðsiu og uppeldismeðöl, og óskaði að almenningur vildi færa sér sýninguna sem bezt í nyt. Sýningin var opin til 15. sept., sem lika var sunnudagur. Sýning- una skoðuðu um 200 manns. Skólabörn höfðu ókeypis aðgang undir umsjón kennara. Þessi erindi voru flutt á sýn- ingunni: Héraðslæknir Björn Jósefsson: 1. Um berkla og berklavarnir. 2. Um byggingu líkamans. Héraðslæknir Kristján Þorvarð- arson á Breiðumýri: 1. Um kynsjúkdóma. . 2. Um meðterð ungbarna. Læknir Jón Jónsson: 1. Um tannskemmdir og með- ferð þeirra. 2. Um farsóttir og heilbrigðisá- standið. En auk þessara erinda var sýn- (áður Dyngja) er eina alislenzka ikúriduftið. Jafn góð Jafn vel umbúin því bezta útlenda. Jafn ó d ý r Fæst í öllutn hreinlætisvðruverzlunum norðsn Iands á aðeins 40 aura keilan, Vinum og vandamönnum tilkynnist, að móðir okkar, tengda- móðir og amma, Ragnhildur Jónsdóttir, andaðist 22. þ. m. að heimili sínu, Klapparstíg 1 Akureyri. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innileg hjartans þökk, til ykkar allra, er auðsýndu okkur samúð við andlát Sigtrj'ggs okkar, og heiðruðu minningu hans og útför, með nærveru ykkar og vingjöfum. En .sérstaklega þökkum við hjúkrunarkonunni ungfrú Halldóru Borláksdóttur fyrir alla hennar mildu hjálp, frá því fyrst í sjúk- dómslegunni og þar til hann var fluttur í hvíluna hinstu. Foreldrar og systkini. Tilkynnin Frá næstu mánaðamótum verður starfrækt almenningseldhús í húsi Hjálpræðishersins á Akureyri. Rar geta þeir fengið ókeypis fæði, sem sanna fyrir fátækra- stjórn bæjarins að brýna nauðsyn beri til. Menn, sem ekki eiga framfærslurétt að lögum í Akureyrarkaupstað og eigi þiggja af sveit, verða þó ekki teknir í mötuneytið, Bæjarstjórinn á Akureyri, 21. Okt. 1935, Steinn Steinsen. ingin ölJ skýrð fyrir gestunum er tækifæri gafst. Nokki'ir ungir pilt- ar sáu um dyravörzlu og út- breiðslu auglýsinga og umráða- menn samkomuhússins lánuðu bíósalinn til skuggamyndasýning- ar 1 kvöld. Þessum og öllum öðrum, sem veittu mér einhverja aðstoð, vil eg flytja þakkir fyrir hönd lækna- félagsins og mína. Aðgangur kostaði 1 kr. fyrir fullorðna, 0.25 kr. fyrir börn. Auk þess voru seldir nokkrir aðgöngumiðar fyrir fjölskyldur á kr. 5. — Að endingu vil eg þakka Sigurði Björnssyni, er var mín önnur hönd, fyrir ötulleik hans og stjórnsemi. .Ióii Jónsson læknir. KIRKJAN: Messað í Lögmannshlíð n. k. sunnudag (27. okt.) kl. 12 á hád. Trúónr — lcristniboði. Kínverjinn Zikka Wong heimsækir Akureyri sunnudaginn 27. og mánudaginn 28. október. Hann er fæddur í Shanghai fyrsta ári. Zikka Wong hafði farið víða um heim, meðal annars til Noregs. Hann reikaði um einmana, unz hann komst í kynni við Hjálpræðisherinn, sem tók hann í arma sína. Síðar tók hann kristna trú. Zikka Wong heldur fyrirlestur í samkomusal Hjálpræðis- hersins, sunnudaginn 27. okt. kl. 8%. Mánudaginn 28. okt. kaffisamsæti kl. 8%. Kosningamar til danska þingsins, er fram fóru í fyrradag, enduðu með sigri jafnaðarmanna, fengu 68 þingsæti, en höfðu áður 62. Hinir stærri flokkar hlutu þingsæti sem hér segir: Frjáls- lyndi flokkurinn 14 og hafði sama þingsætafjölda áður; íhaldsmenn 26, en höfðu áður 27. Vinstri flokkurinn 28, en hafði áður 36. StriÖið. Uin það er raunar lítið nýtt að segja. Bandalagsþjóðirnar eru nú hver fyrir sig að undirbúa framkvæmd refsiaðgerða gagnvart Itölum og eru þær viðskiptalegs eðlis. Hermt er að sjúkdómar geysi í ítalska hemum i Abessiníu og að hennennimir hrynji niður af þeim völdum. Bruni. Alþýðuhúsið á Siglufirði brann með öllú, sem f því var, aðfara- nótt 18. þ. m. Húsið var vátryggt en ihnanstokksraunir ekki, Kosningarr til sambandsþingsins í Ka- nada eru nýlega afstaðnar. Hefir frjálslyndi flokkurinn undir forystu Mac-Kenzie King unnið stórsigur. 1- haldsfiokkurinn, sem setið hefir að völdum síðastl. 5 ár, tapaði 93 þing- sætum. Helgi Valtýsson rithöfundur og kenn- ari er fluttur hingað til bæjarins. Hér í blaðinu auglýsir hann kennslu fyrir fullorðna og unglinga. H. V. er þaul- æfður kennari, þar sem hann í meira en 20 ár hefir starfað að kennslu við ýmsa skóla, bæði heima og erlendis, meðal annars var hann 7 ár kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og um nokkur ár yfirkennari við Landsmenntaskólann á Voss í Noregi o. s. frv. Hefir hann ætíð notið hylli og vináttu nemenda sinna. Athygli vakti það, að tveir íhalds- þingmenn voru fjarstaddir, þegar at- kvæðagreiðsla fór fram um þingsetu Magnúsar Torfasonar. Voru það þeir Kiríkur Einarsson og Jón Ólafsson. Eftirtekt vakti það lika, að sá af lög- fræðingum íhaldsins, sem helzt nýtur álits, Pétur Magnússon, tók engan þátt í hinum löngu umræðum um málið. Hjónaefni: Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Sig- urðardóttir frá Seyðisfirði og Stefán Þórarinsson trésmíðanemi á Akureyri; ungfrú Elsa Jónsdóttir, Akureyri, og Guðlaugur Marteinsson, sjómaður, á Hjalteyri. Stóra bifreiðasýningu opnaði prins- inn af Wales 17. þ. m. Voru bifreið- arnar frá 54 verksmiðjum, þar af 25 brezkum. Við lok þriðja ársfjórðungs þessa árs, voru útvarpsnotendur á öllu land- linu 11290, en á sama tíma í fyrra 9357. Hefir þeim því fjölgað um 1933. Garðávextir hafa verið fluttir tii landsins, það sem af er þessu ári, fyr- ir 300 þúsund krónur. Guðlaug Zakaríasdóttir, ekkja Torfa Bjarnasonar í ólafsdal, átti 90 ára af- mæli s. I. laugardag. 15. þ. m. var samkvæmt lögum heim- ilt að skjóta rjúpur, en óvanalega mik- ið af þeim hefir sézt í vetur víðsvegar um land, en þó mest á sunnanverðu Norðurlandi. T. d. segir í frétt úr Þingeyjarsýslu, að sjaldan hafi sézt jafnmikið af rjúpunni þar og nú. —. Aftur á móti segir útvarpsfregn frá Noregi, að þar sé næstum rjúpnalaust, og verð á rjúpuro sé þar kr. 1.80 stk. Athygli skal vakin á því, að Sjóvá- tryggingarfélag Islands er nýlega byrj- • að að starfrækja líftryggingar. Eru þær, samkv. auglýsingu í útvarpinu, með daglegri iðgjaldagreiðslu. — Ættu þeir, sem ætla að líftryggja sig, að at- liuga þau kjör, sem þetta eina innlenda vátryggingarfélag býður, og hvort ekki sé betra að líftryggja sig hjá því, fremur en öðrum tryggingarfélögum, sem reka starfsemi sína hér á landi. Bavnaskóllnn verður settur næsta laugardag. Allar skólavörur — frá því smæsta til hins stærsta — er að fá, eins og áður, í mestu úrvali í Bókaverzlun Þorst. Thorladus.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.