Dagur - 28.11.1935, Side 3

Dagur - 28.11.1935, Side 3
48. tbl. DAÖUR 203 blaðaafgreiðslumaður hér í bæ átti sextugsafmæli 25. þ. m. Þann dag færðu nokkrir vinir hans og samstarfsmenn við leik- sýningar honum vandað útvarps- tæki að gjöf ásamt heillaóska- ávarpi, og mörg árnaðarskeyti bárust honum að fjær og nær við þetta tækifæri. Hallgrímur hefir lengi verið og er enn helzti frömuður í Ieikstarf- semi hér i bæ og hefir unnið að því áhugamáli sínu af mikilli ó- sérplægni fyrir litla eða enga borgun. Er hann kunnur sntekk- maður á þessu sviði. Hann er for- maður í stjórn Leikfélags Akur- eyrar og kjörinn heiðursfélagi þess. Ákveðið hafði verið að halda honum samsæti á sextugsafmæl- inu, en hann baðst undan því. 0 Hallgrímur fluttist hingað í bæ- inn innan við fermingu og hefir dvalið hér óslitið síðan. ustu. Kostnaður við að gera skól- ann úr garði greiðist úr rikis- sjóði. öllum tekjum af starf- rækslu skólans skal varið til þess að standa straum af reksturs- kotnaði við hann. En að því leyti, sem þær ekki nægja, skal greiða kostnaðinn úr ríkissjóði. Skilyrði til garðræktar á Reykj- um og sölu framleiðslu þar eiai mjög góð. Árlegur reksturskostnaður skól- ans er áætlaður kr. 13500,00. Gert er ráð fyrir verulegum árlegum tekjum af garðræktinni. Stofnun þessa skóla er einn veigamikill þáttur í baráttunni fyrir aukinni framleiðslu garðá- vaxta innanlands og afnumdum innflutningi þeirra vara. Árlega eru garðávextir fluttir inn fyrir mikið fé, en sá innflutningur ætti með öllu að hverfa. (Framh.). Nýafstaðinn er aðalfundur í Fram- sóknarfélagi Reykjavíkur. Fráfarandi stjórn skoraðist undan kosningu, en í þeirra stað voru kosnir: Guðmundur Kr. Guðmundsson, skrifstofustjóri, for- maður, Sigurvin Einarsson, kennari, ritari, og Guðjón Teitsson, skrifstofu- stjóri, féhirðir. 1 varastjórn voru kosnir: Magnus Stefánsson (varafor- maður), Gísli Guðmundsson og Helgi Láruason. Iðnskóli Aku/reyrcvr. — 30 ár eru nú liðin frá því að Iðnaðarmannafélag Ak- ureyrar fyrst hóf kveldskólahald hér 1 hænum fyrir iðnaðarnema. Eldri og yngri nemendur skólans hafa ákveðið að minnast þessa afmælis laugardaginn 28. des. n. k. með samsæti í Sanikomu- húsi bæjarins. Má vænta þess, að það verði fjölmennt, því að fjöldi nemenda hefir stundað nám í skólanum á þessu timabili og flestir héðan úr bænum. Askriftalisti um þátttöku í afmælis- fagnaðinum liggur frammi í Electro Co. og éru þar gefnar nánari upplýs- ingar um skemmtiatriði o. fl. Aðventkirkjun. Prédikun n. k. sunnu- dag' kl. 8 síðdegis. Allir hjartanleg-a velkomnir! Skrílæði. Sá fáheyrði atburður gerð- ist fyrir nokkrum dögum síðan í Rvík, að 8 nazistar réðust á verkamanninn Guðjón B. Baldvinsson, þar sem hann var einn á ferð, seint að kvöldi. Léku þeir hann allhart, lömdu hann og börðu og misþyrmdu á ýmsan hátt. í þessum svifum bar þar að félaga Guðjóns, sem heyrt hafði til nazistanna, og tóku þá þessar hugprúðu hetjur til fótanna, og' íorðuðu sér hið bráðasta. — Mál þetta hefir verið kært til lögreglunnar, og hefir henni tekizt að hafa upp á árás- armönnunum, en það eru allt ungir menn, synir háttsettra embættismanna í Reykjavík. Sýnir þetta aðeins hvaða lýður það er, sem nú skipar sér undir merki nazistanna. Skugga-Sveinn verður leikinn n. k. laugardag 30. þ, m. og þá með LÆKK- UÐU VERÐI. Á sunnudaginn 1. des. verður leikurinn ekki sýndur. Næst verður leikið iaugard. og sunnud. 7. og 8. desember. — Alls er búið að leika Skugga-Svein 5 sinnum nú, og alltaf við húsfylli óhorfenda. Skákblaðið, 5.—6. tölublað, er nýút- komið. Efni: Skákfræði, Nokkur orð um B.—R., Skákir, Guðmundur Guð- mundsson (minningarorð), Frá skák- þinginu í Moskva 1935, Tölugildi tafl- mannanna, Bréfaskákir, Alþjóðaskák- mótið, Skákannáll, Samuel Reseschev- sky, Lausnir, Or tefldum skákum, Skákdæmi, Eins og fyrrum er blaðið mjög fjölbreytt og hefir inni að halda margvíslegan fróðleik, skáklistinni við- víkjandi. Allir þeir, sem áhuga hafa fyrir þessari hollu og skemmtilegu í- þrótt, ættu að gerast áskrifendur að blaðinu, því með því styrkja þeir gott málefni. Verð þess er aðeins 4.25, nær 100 bls. lesmál. Ritstjórn Skákblaðsins annast Haukur Snorrason og Bjövn Halldórsson. Nýtt skátafélag er stofnað á Akur- eyri og' heitir skátafélagið »Drengir«. Auk skátalaga er algert bindindi á stefnuskrá þess. Zion. Sunnud. 1. des. Rarnasamkoma kl. 10 f. h, Síra Friðrik Rafnar talar við börnin. Almenn samkoma. kl. 8%. Sæmundur Jóhannesson prédikar. Allir velkomnir. Sveskjnr nýkomnar. Nýlenduvörudeildin. • «• •• • •• • •• •••••• Hjartans þakklæti öllum þeim, er auðsýndu samúð og hlut- tekningu, við andlát og jarðarför Karls Ingfalclssonar. Pökkum þó sérstaklega framkvæmdarstjóra og starfsfólki Kaup- félags Eyfirðinga. Aðlstandendur. Ætlingjum og vinum tilkynnist hérmeð, að maðurinn minn ást- kær, faðir okkar og tengdafaðir, Jóhannes Tryggv Guðmundsson, andaðist að heimili stnu, Garðshorni í Glæsibæjarhreppi, þriðjudag- inn 26. nóv, — Jarðarförin fer fram fösludaginn 6. des, n. k., og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 11 f. h. Oaröshorni, 27. nóv. 1935. Kona, börn og tengdabörn. thefir seðlaveski á leið- inni frá Akureyri vestur í Öxnadal. í veskinu voru pen- ingar, ásamt ýmsum pappírum. Finnandi vinsamlega beðinn að skila veskinu á Reiðhjólaverk- stæði Akureyrar, gegn fundar- launum. með sæmilegum húsum, óskast tii kaups, helzt nálægt Akureyri. Út- borgun ckki mjög mikil. Semja má við Böðvar Bjarkan. Cream Cracker komið aftur, í pökk- um og lausri vigt. Nýlenduvörudeildin. það tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að Gíslína Kristín Magnúsdóttir frá Hurðarbaki and- aðist á heilsuhælinu í Kristnesi föstudaginn 22. þ. m. Jarðarförin er ákveðin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. desember n. k. kl. 1 e. h. F. h. aðstandenda Eirfkur G Brynjóifsson. Jólavörur. Jóla-löber með 12 serviettum Jóla-löber án servietta Jóla-umbúðapappír 10 teg. Jóla-serviettur Jóla-böglaumbönd Jóla-kort með ísl, áletrun Jóla-böglanafnspjöld Jóla-diskar Jóla-skrautpappír o. m. fl. komið. Bókavcrzlun Þorst. Thorlacius. Góðir ávextir: Epli, Appelsinur, Citronur, Vínber. Kaupf él. EyfIrðinga Nýlenduvörudeild. Þann 12. þ. m. voru rekin 270 mar- svín á land í Ytri-Njarðvíkum, keypti útgeröarmaður einn í Keflavík alla hvalina, og' lætur frysta allt, kjöt, spik, lungu og hjörtu, og' mun síðan selja það til Noregs, til refaeldis. — Værj ekki ráðlegt að fá einhvern Njarðvík- ing hingað tii bæjarins, til þess að kenna, Akureywngum að reka marsvín á land, í staðinn fyrir að fæla þau í burtu, þegar þau heimsækja »Pollinn« í næsta skipti?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.