Dagur


Dagur - 02.01.1936, Qupperneq 1

Dagur - 02.01.1936, Qupperneq 1
LA MI) ó d6 i\ A3á F N | Jth 139363 ,j V '\iV }.i DAGUR feraur út á hverjum fimtu- degi. Iíostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaiddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðsian er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. NorðurgötuS. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin tii af- greiðsiumanns fyrir 1, des. - • • •• • • • XVIV . ár. | ■ -*■-# #-#--#-#• • #~ Akureyri 2. janúar 1936. 1. tbl. ■-#-#- •-#-#• # • • Áramót. Árið 1935 er liðið í aldanna skaut. »Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lídð blóm í skini hreinu«. Þannig kvað Jónas. Hér verður ekki ri'taður annáll liðna árs- ins, heldur aðeins stiklað á stærstu atburðunum, sem við koina afkoinu atvinnuveganna. Eins og öll önnur ár hefir lióna árið haft sína örðugleika í för með sér fyrir þjóðarheildina og einstak- lingana. Sumarið 1934 var ineð af- brigðum óhagstætt fyrir landbún- aöinn hvað veðráttufar snerti. Bændur voru því illa viðbúnir að taka á móti síðasta vetri. Leit illa út um framgang búfjárins i lok vetrarins vegna harðrar veðráttu. En til allrar hamingju kom einkar hagstæður bati um sumarmál, sem bjargaði miklu við. Þó urðu fjár- liöld norðan- og austanlands ærið misjöfn á síðasta vori, og átti margur fjáreigandi um sárt að binda í þeim efnum. Voru það af- leiðingar af skemmdu fóðri eftir ó- þurrkasumarið 1934. Sumarjð 1935 var erfitt til hey- öflunar. Grasspretta að miklum mun rýrari en sumarið áður og ó- þurrkar allmiklir norðan- og aust- anlands, þó ekki kæinist í samjöfn- uð við það, er átti sér stað 1934. Nú um áramótin er fannkingi á þessu landsvæði. Sala íandbúnaðarvara hefir geng- ið greiðlega á árinu. Útflutningur- inn allmikið hærri en árið á undan og verðlag nokkru hærra. Hefir verðlag stöðugt farið hækkandi þrjú síðustu árin. Þó að landbúnaðurinn hafi átt við mikla örðugleika að etja á síð- astliðnu ári, hafa framkvæmdir á því sviði verið miklar og framleiðsl- an fjölbreytfari en nokkru sihni fyrr. Kornrækt hefir verið stunduð á i200 stöðum í landinu, að vísu í smáum stíl víðast hvar, en tilraun- ir þessar virðast gefa svo góða raun, að hægt sé að gera sér vonlr um, að atvinnugrein þessi eigi fyr- fr sér að blómgast og vaxa. Ætti það að vera einn bjartasti draumur þjóðarinnar, að »akrar hylji móa« í framtfðinni. Sjávarútvegurinn hefir átt við mikla örðugleika að stríða á liðna árinu. Fiskaflinn yfirleitt miklu minni en áður og þó meiri fisk- birgðir i landinu um árainót, Á ár- inu hefir verið gerð tilraun um breytta verkunaraðferð fiskjar, þannig að nokkur hluti hans er hertur til sölu, og eru vonir um, að það geti orðið til mikils hagnaðar í framtíðinni. Jafnframt er farið að leita eftir víðtækari markaði fyrir þessa framleiðslu en áður. Síidveiði brást stórkostlega fyrir Norðurlandi á síðasta sumri, en aft- ur á móti var veitt mikið af síld tit söltunar við Faxaflóa, og hefir sú veiði verið stunduð nokkuð til árs- loka. Þar sem verð á síldinni hefir verið hærra en áður, mun mega telja heildarútkomuna af síldveiðun- um sæmilega. Þá voru teknar upp karfaveiðar á díðasta sumri. Er það alveg ný atvinnugrein, sem haldið mun verða áfram og líklegt áð gefi góðan hagnað. Gleðilegt er til þess að vita, að ýmiskonar iðnaður hefir færzt injög í aukana á síðasta ári og undirbún- ingur hafinn til frekari aðgerða í því efni. Þegar á allt er litið, er ekki á- stæða til annars en fagna nýja ár- inu með bjartsýni og vongleði. Með þeirri bjargföstu trú að við sigrumst á örðugleikunum, og að íslenzka þjóðin eigi bjarta og far- sæla framtið fyrir höndum, bjóðum við hver öðrum G l e'ð i l e g t n ý j á r. ýrmulegt slys. A mánudagskvöldið var jólatrés- skemintun barna haldin í samkoinu- húsi í Keflavík. Voru þar saman komin 180 börn og 20 fullorðnar manneskjur. Kviknaði í jólatrés- skrautinu og læsti eldurinn sig um allt húsið að innan, svo að við ekk- ert varð ráðið. Fórust þarna 4 börn í brunanum og 2 gamlar konur, en auk þess skaðbrenndust allmörg börn og önduðust 2 þeirra síðar af brunasárum og auk þess 1 kona. Hafa því alls farizt 9 inanns af völdum eldsins, auk þeirra er liggja í brunasárum. Er þetta hörinulega slys sárara en tárum taki. Tunnuefni ei- væntanlegt til Akur- eyrar með Súðinni snemma í þessum mánuði. Alþingi heimilaði ríkisstjóyn- inni að ábyrgjast allt að 150 þús. kr. lán fyrir bæinn til reksturs tunnuverk- smiðjunnar í vetur. Er því gert ráð fyrir að tunnusmíðið geti hafizt um miðjan janúar. Barnastúkan »Samúð« heldur fund sunnudaginn 6. jan. kl. 1%. Inntaka nýrra félaga o. m. fl. «— B-flokkur skemmtir. Komið öll k fundl Stjðrnu apótek K. i A. Hin nýja lyfjabúð K. E. A., sem hlotið hefir nafnið Stjörnu apótek, var opnuð fyrir almenning í morg- un. Er það fyrsta lyfjabúð, sem stofnað er til á samvinnugrundvelli, ekki aðeins hér á landi, heldur á öllum Norðurlöndum. Lyfjafræðingur sá, sem veitir hinni nýju lyfjabúð forstöðu, heitir Holger Mikkelsen; er hann danskur maður, en talar islenzku reiprenn- andi. Á nýjársdag var læknum bæjar- ins, blaðamönnum og nokkrum fleirum boðið að skoða stofnunina. Luku læknarnir lofsorði á hana og töldu apótek þetta eitt hið full- komnasta og prýðilegasta, er til væri hér á landi og jafnvel þó víðar væri leitað. Kantötukór Akureyrar. Söngæfing í Zíon föstudagskvöld kl. 8,30. NÝJA-BÍÓ BM sýnir (östudagskviHd 3. p. m. kl. 9: Bjacteyg. Tal- og hljómmynd í 10 þátlum. Aðalhlutverkið leikur : Shirlejj Temple, B lilla telpan ameríkanska. Skemmtileg og spennandi mynd fyrir unga og gamla. Laugardagskvöld kl. 9: Continentat með sinum fjörugu og fall- egu dönsum. Sunnudagskvöld kl. 9: Bjarteyg. Bílitjóraverkfallinu i Iteykjavík og Hafnarfirði aflýst. Bílstjóraverkfallinu var aflýst kl. 6 árdegis á gamlársdag eftir sam- eiginlegan fund bílstjórafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði. Er þetta alger uppgjöf verkfallsmanna, jiví verkfallið var hafið í þeim tilgangi að kúga ríkisstjórnina til þess að afnema hækkunina á benzinskattin- um eða iáta hana ekki koma til framkvæmda. Verkfallið var hafið rúmri viku áður en lögin öðluðust gildi og upphafið einum degi áður en lögin komu til framkvæmda. Að vísu var þetta tiltæki ekki verkfall í venjulegum skilningi, heldur uppreisn og ofbeldi gegn lögum og stjórnarvöldum. Er því vel farið, að verkfallið fékk þenna enda. Verkfallsmenn telja aflýsinguna byggða á því, að hlutafélagið Nafta liafi fengið leyfi til innflutnings á pólsku benzíni. En hækkunin á benzínskattinum stendur óhögguð. Eitt hefir þetta bílstjóraverkfall leitt í ljós, sem er eftirtektarvert. Hin látlausu samfylkingartilboð kommúnista hafa loks hlotið bæn- heyrslu hjá nazistadeild Sjálfstæð- isflokksins, því koinmúnistar og nazistar stóðu hlið við hlið í þeim skemmdarverkuin, sem ætlað var að framkvæma með bílstjóraverk- fallinu. Hér eftir vita menn því, að þessir tveir ofbeldisflokkar eru reiðubúnir að taka höndum saman til ofbeld- isverka. Sú vitneskja er nokkurs virði og lærdómsrík fyrir landslýð- inn. ; Hiál'præ&isherinn. Fimmtudag 2. jan- úar kl. 8% opinber jólatréshátíð. Kaffi og kökur, inng. 25 aura. Laugardag 4. jan. JólatréshátíÖ í Glerárþorpi. kl. 3. Sunnudag kl. 10% bæn, kl. 2 sunnu- dagaskóli og kl. 8% opinber samkoma. Allir velkomnir. J ólatrésskemmtun. B amastúkurnar »Sakleysið« og »Samúð« halda jólatrés- skemmtun fyrir félaga slna í Sam- kömuhúsi bæjarins laugardaginn 4. jan., eí hefst kl. 5 e. h. stundvjslega. Aðgöngumiðar verða afhentir í stúku- stofunni í Skjaldborg á föstudag kl. 5 —7, og' er þess óskað að allir félagar sæki þá þangað og greiði það sem þeir skulda í stúkunni um leið, ef eitthvaö er. — Skemmtunin or aðeins fyrir stúkufélaga. Dánardxgwr. Á jóladagsmorguninn andaðist hér $ bænum Hallfríður Egg- ertsdóttir Guðmundssonar, smiðs, 23 ára að aldri, myndarstúlka, vel látin, l?anameinið voru berklar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.