Dagur - 02.01.1936, Page 2
2
D AGIIR
1. tbl.
Oddur Björnsson
kjöcinn heiðursborgarí
prentmeistari
Akureyrarbæfar.
Bæjarstjórn Akureyrar hefir á fundi
sinum 28. desember síðastliðinn kjörið
Odd Björnsson prentmeistara heið-
ursborgara Akureyrarbæjar með svolát-
andi fundarályktun:
»Bæjarfulltráunum er það Ijóst, að
hinn mesti heiður, sem bæjarlélagið getur
í té látið, megi þeim einum hlotnast,
sem verið heflr öðrum til fyrirmyndar,
og með störfum sínum unnið bæjarfélag-
inu svo mikið gagn og sóma, að ætla
megi samhuga vilja allra góðra íbúa
bæjarins, að honum verði auðsýndur
hinn fyllsti vottur virðingar og þakk-
lætis.
Herra prentmeistari Oddur Björnsson
hefir uin þriðjung aldar dvalið á Akureyri,
rekið þar prentiðn og bókaútgáfu við
ágætan orðstír. Auk þess hefir hann
safnað bókum alla æfi, helgað því starfi
tómstundir sfnar og umhyggju, og loks
sýnt þá höíðinglegu rausn, að gefa Ak-
ureyrarbæ bókasafn sitt, frábært að
verðmæti, með fögru fyrirheiti um mikla
tjárupphæð, þvi til viðhalds og eflingar.
Um leið og bæjarstjórnin gerir sér
þetta allt fyllilega ljóst, telur hún sér
sæmd að því og er einhuga um, að
herra prentmeistari Oddur Björnsson sé
kjörinn heiðursborgari Akureyrarbæjar,
þar sem hann hefir með störfum sinum
veriðöðrum til fyrirmyndar, sýnt fágæta
fórnarlund og gjafmildi, og lagt fram
krafta sina alla, samborgurum sinum,
öldnum og óbornum, til þroska og
menningar.
Bæjarstjórn Akureyrar:
fón Sveinsson. Steinn Steinsen.
Sig. Ein. Hlidar. J. Frlmann.
Brynleifur Tobiasson.
Helgi Pálsson. fóhs. fónasson.
Steingr. Aðalsteinsson.
Erlingur Friðjónsson.
Stefán fónasson. fón öuðmundsson.
Þorsteinn Þorsteinsson.«
★ ★
*
Áður hefir þremur mönnum hlotnazt
sá heiður að vera kjörnir heiðursborgar-
ar Akureyrar: Matthias Jochumsson
skáld árið 1920, Finnur Jónsson prófes-
sor árið 1928 og pater Jón Sveinsson
árið 1930.
Samvinna vinstri
flokkanna I Húsavík.
í vetur — 17. nóvember — fór
fram aukakosning á einum manni í
hreppsnefnd Húsavíkurhrepps.
Kosningu hlaut Sigurður Kristjáns-
son, starfsmaður hjá Kaupfélagi
Þingeyinga. Hann er í félagi Jafn-
aðarmanna í Húsavík og ákveðinn
samvinnumaður. Að kosningu Sig-
urðar stóðu allir vinstri flokkarnir:
Framsóknarmenn, Jafnaðarnrenn og
Kommúnistar. Þessir flokkar —
hver unr sig —■ hafa starfandi félög
í þorpinu, og stjórnir félaganna
undirrituðu 15. nóv. yfirlýsingu unr
bandalag við kosninguna. 1 yfirlýs-
ingunni voru tekin fram nokkur at-
riði, er félagsstjórnirnar telja að
flokkarnir eigi að geta unnið sanran
að, og geri eðlilegt að þeir kjósi
saman að þessu sinni, þegar aðeins
var um eins manns kosningu að
ræða.
Löngu fyrir 15. nóv. höfðu Fram-
sóknarfélagið og Jafnaðarmannafé-
lagið ákveðið kosningabandalag sín
á tnilli og komið sér saman um að
kjósa áðurnefndan mann. Fékkst
samkomulag unr þennan mann, af
því bsöði Framsóknarnrenn og Jafn-
aðarmenn töldu sig eiga ítök í
skoðunum hans. Ekki höfðu þessi
félög talið ástæðu til að gera skrif-
lega samstarfsskrá, enda hafa full-
trúar þessara flokka lengi átt sam-
leið í sveitarstjórn Húsavíkur, þótt
Framsóknarflokkurinn hafi átt þar
fleiri fulltrúa, og því haft þar meiri
ráð.
Kommúnistar höfðu frá því I
september leitað »samfylkingar«
bæðl við Fifamsóknarféjsgið og
Jafnaðarnrannafélagið, en ekki orðiö
ágengt. Hvorttveggja var, að úrslit
kosningar þóttu örugg án þeirra
stuðnings, og einnig hitt, að þeh
vildu fá undirritaða aljkomnrúnist-
íska yfirlýsingu unr samstarfið
. (þessa yfirlýsingu — hið svokall-
aða »Samfylkingartilboð« — hafa
þeir látið birta í blöðunr flokks
síns).
En 15. nóv. var í ljós komið, að
Sjálfstæðisflokkurinn, setn engan
veginn treysti sér til að etja kappi
fyrir sinn eigin fulltrúa í kosning-
unni, var farinn að beita sér fyrir
að kosinn yrði formaður Jafnaðar-
mannafélagsins, Þórður Eggertsson,
og hugðist með því kljúfa Jafnað-
artnannafélagið og vekja ágreining
um kosningu Sigurðar Kristjánsson-
ar, sem Sjálfstæðismenn prédikuðu
að yrði eingöngu fulltrúi fyrir
Kaupfélag Þingeyinga og Framsókn
í hreppsnefndinni, en ekki fulltrúi
Jafnaðarmanna.
Munu Sjálfstæðlsinenn að líkind-
um hafa gert sér einhverjar vonir
um beinan eða óbeinan stuðning
Kommúnista, reiknað með því, að
Kommúnistar hafa fjandskapazt við
Kaupfélag Þingeyinga, sem sterk-
asta andstöðuvígið í þorpinu.
Með þessu segi ég ekkert um
það, að þessar vonir mundu hafa
rætzt og Jafnaðarmenn virtust ör-
uggir. En þegar hér var komið, datt
mér í hug, að réttast væri að sýna
Sjálfstæðisflokknum, að þegar á
reyndi gætu allir vinstri flokkarnlr
staðið saman á móti honum, og
beitti mér þessvegna fyrir því, að
kosningabandalag var gert þá sam-
stundis við Kommúnista. Var það
á þann hátt gert, að samstarfsyfir-
lýsing var samin og stjórn Komm-
únistafélagsins boðið að sktifa und-
ir hana með sfjórnum hinna félag-
anna, og gekk hún inn á það, enda
höfðu kommúnistar áður leitað fast
eftir samstarfi um kosninguna —
eins og fyrr segir — boðið að
styðja Framsóknar- eða Jafnaðar-
menn, en viljað þá að öðru leyti
ráða miklu um skilmála.
Geta má þess, að ég hygg, að
formaður Jafnaðarmannafélagsins,
Þórður Eggertsson, hafi gengið —
svo hiklaust sem hann gerði — til
bandalags við Kommúnista, af því
hann vildi sýna óbeit sína á stuðn-
ingi þeim, er Sjálfstæðismenn vildu
veita honum — og hann gat ekkert
að gert, frekar en heiðvirður maður
fær við því gert, þó hann verði fyrir
nærgöngulli ástleitni léttúðugrar
konu.
Ekki þótti okkur Framsóknar-
mönnum né Jafnaðarmönnum þetta
svo merkilegur viðburður, að við
færum að rita um hann í blöðin. En
kommúnistar birtu strax samstarfs-
yfirlýsinguna í sínum blöðum •— og
viðþaðhefði ekkert verið að athuga,
ef fylgt hefðu réttar frásagnir og
skýringar. En svo var ekki. Einkum
ber á ósannindum í framhaldsum-
ræðum hjá blöðunum sjálfum og
verður ekki við því þagað lengur.
»Verkamaðurinn« 30. nóv. deilir
við »Alþýðumanninn« um »sam-
fylkinguna«, sem hann (Vm.) kall-
ar. Segir hann þar m. a.: »En hitt
vita þeir, sem til þekkja, að á Húsa-
vík er kjörfylgi Kommúnistaflokks-
ins álíka mikið og hinna flokkanna
beggja (þ. e. Framsóknar- og Jafn-
aðarmanna) og að þótt óvíst væri
um kosningu fulltrúa hans við þessa
hreppsnefndarkosningu. var þess-
vegna jafn óvist um kosningu sam-
eiginlegs fulltrúa fiinna beggja«.
■HHWWiWWfHWWfW
| Sjafnar-vörur.
«Baðsápa, Gólfáburður,
Handsópa, Skóáburður,
Baðsápa,
Handsópa,
Sólsápa,
Stangasápa,
Krystalssápa.
Gólfáburður,
Skóáburður,
Tannkrem,
Næturkrem,
Dagkrem o. fl.
Notið Sjafnar-vörur.
i