Dagur - 02.01.1936, Side 4

Dagur - 02.01.1936, Side 4
4 ÐAGUR 1. tbl. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að okkar hjart- kæra dóttir og systir, Hallfríður Eggertsdóttir andaðist 25. desem ber síðastiiðinn. Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 7. janúar 1936, kl. 1 e. k., frá heimili okk- ar, Gránufélagsgötu 11, Akureyri. Foreldrar og systkini. Hjartans þakklæti til allra þeirra nær og fjær, er sýndu okkur samúð við fráfall og jarð- arför Þóreyjar sál. frá Vallholti í Glerárþorpi. Aðstandendur. minnast nánara á fyrsta og síðasta flokkinn. Af ölluin svínaættum virðist hið svonefnda landsvín nálgast mest yillisvínið í formi og eðli: þunnt liátt bak, háfætt með löngu og mjóu höfði. Talsverður afbrigðilegur breytileiki er innan þessa kyns. Sum eru með löng framlafandi eyru, önnur með stutt, uppstæð o. s. frv. Bætt meðferð í aldaraðir, hefir skapað ættir innan þessa stofns, sein eru- stórar mjög. Frumstæðari svínin eru minni vexti og til þeirra éru yfirleitt talin hin józku og norsku landsvín, sem helzt hafa þýðingu fyrir okkur. Ég get ekki stilit mig um að fara nokkrum orðum um þá tegund land- svína' í Noregi, sem líklegt er að sé sú sanra og hér var ræktuð til forna. Aðaleinkenni þeirra erur Langt, beint höfuð, háir fætur, þunnvaxin, eyrun lítil og upp- og framstæð, háriS ullkennt og liturinn siálgrár. Þau eru svo harðgerð, að þau geta hagnýtt sér útibeit að vetri til, þegar ekki er því meiri snjór og kuldi, en fremur smávaxin eru þau og ekki eins arðsöin og önnur teg- und norskra landsvína, með stór, frainlafandi eyru og sem ég keni þegar að. Flestir munu því hættir að rækta gömlu, stálgráu svínin, en útdauð eru þau þó ekki og hafa eitthvað batnað með bættri meðferð. Sú landsvínategund, sem mesta hefir útbreiðslu í Noregi nú á tím- uin, er hvít að lit með langt trýni og — eins og áður er á minnzt — stór, framlafandi eyru. Rúmið leyf- ir ekki að nánara sé farið út í bygg- ingu þeirra. Þess skal þó getið, að sláturgrísir af þessari tegund, jafn- ast yfirleitt við Yorkshire-grísi á sama aldri. En gylturnar eru mun betri mæður en Yorkshire-gylturn- ar, mjólka betur og leggjast síður á grísina. Gamlar, fitaðar landsvínsgyltur geta náð 300 kg. sláturþunga. Svínaræktin í Englandi verður að köina hér ofurlítið við sögu. Ensku svínin eru upphaflega komin af evrópisku landkyni. En Englending- ar eru dálftið kunnir að því að vilja táka fr^m fyrir hendurnar á skap- > • • Aðalfundur BnnaðarsaÉands Eyjafjaljarðar verður haldinn í Gróðrarstöðinni á Akureyri laugardaginn 1. febrúar næstkomandi; hefst kl. 1 e. h. — Á fundinum fer fram kosning á bún- aðarþingsfulltrúa til næstu fjögra ára. Fulltrúar á fundinn verða að hafa kjörbréf. Stjórnin. Nýbýlið 8KAEÐ við Akureyrft er laust til kaups og áðúðar á næsta vori (1936). — Semja ber við undirritaðan. Skarði, 30. desember 1935. Tryggvi Emilsson. Það er aðeins efitf íslenzkt og það býður betri kjör en nokkuð annað líftryggingarfélag starfandi hér á landi. LíHryggingardeild Sjóvátryggingarfélags íslarids h.f. aranum og móta húsdýrin sín eftir eigin höfði. — Svínin hafa ekki farið varhluta af því sköpunarverki. Það var um miðja síðastliðna öld að vefarinn Jósef Tuley frá York- shire sýndi meira framúrskarandl svín, en menn þangað til áttu að venjast, og hafði hann þó framleitt það af einhverri lélegustu svínateg- und Englands, gamla Yorkshire- svíninu. Menn ruku upp til handa og fóta og tóku að nota hinn fall- ega stofn vefarans frá Yorkshire, til kynbóta, bæði í Englandi, Norður- löndum og víðar. Grísir hans seld- ust fyrir of fjár, svo að sagt er að hann hafi eitt sinn byggt sér dýra »villu« fyrir einn einasta gothÖp (Kuld). Þetta stóra Yorkshire-svín er hefir verið notað til að setja eins konar aðalsstimpil á svína- ræktina, bæði í Noregi og víðar, er miður harðgert og viðkvæmt injög fyrir slæmum aðbúnaði, hefir þunna húð og fín hár. Höfuðið er fremur stutt, enni breitt, eyrun meðal stór og standa út og upp. Búkurinn þykkur og oft fremur stuttur. Trýn- ið stutt og »skálin« oft djúp og kinntannaraðirnar útstæðar svo að nálgast Asíusvínið. Liturinn hvítur, stundum flekkóttur og stafar það af gamalli íblöndun (krydsning) svo- nefndra Poland-China-svína. Oft eru dökku flekkirnir vaxnir hvítum hárum og er það talið ættarein- kenni. Á síðara hluta síðastliðinnar ald- ar var svínaræktin orðin svo blönd- uð, bæði í Noregi og Danmörku, með Yorkshire og fleirum afbrigð- um, að búfróðutn mönnum þótti nóg um festuleysið og glundroðann I því efni. Þess vegna hlupu ríkin undir baggann með svínaræktar- inönnum, og stofnuðu svínakyn- bótabú víðsvegar, um og eftir s. 1. aldamót, þar sem kynjunum var haldid hreinum, bæði stórum York- shire- og landsvínum. Þar að auki voru stofnuð galtarfélög og styrkt af ríkinu, bæði til galtarkaupa og til að undirhalda göltinn. Síðan hefir svínaræktinni stórum fleygt fram, bæði í Noregi og Dan- mörku. (Framhald). Gæsamanuna. Svo nefnist lítil, en ljómandi snotur barnabók nýútkomin; efnið hefir valið Guðrún Björnsdóttir kennslukona frá Grafarholti, er andaðist’ síðastliðið sumar, en myndirnar eru eftir hinn þjóðkunna listamann, Tryggva Magnússon. Guðrún notaði jafnan mikið af Ijóðum og söng við kennslu sína, og hafði hún hugsað sér að gefa út safn af slíku tagi, og er þetta ofur- lítið brot af því, er hún hafði safn- að og undirbúið til útgáfu, gefið út af ættingjum hennar. Efni bókar- innar eru nokkur kvæði og vísur við barnahæfi, með tilheyrandi mynd- uin og lögum, er sum eru eftir jbörn, og öll lögin eru útsett af börnum. Frágangur allur á þessari litlu bók er hinn prýðilegasti. H. /. M. Fyrr og nú. Árið 1895 — fyrir fjörutíu ár- um — var niðurjöfnun aukaút- svara á Akureyri kr. 2150.00 á 176 gjaldendur eða að meðaltali kr. 12,22 á hvern gjaldþegn. Var þá íbúatala Akureyrarbúa 617. Nú, 40 árum síðar, er jafnað niður kr. 297515.00 á 1562 gjald- endur eða kr. 190.47 á hvern gjaldenda að meðaltali. Hafa út- svörin þannig nær sextánfaldazt á hvern gjaldenda. Árið 1895 innheimtust útsvör- in þannig, að kr. 12,20 stóðu eftir um áramót. Þá skal sýndur samanburður á helztu vörum þá og nú. Lítur hann þannig út: 1895 1935 Rúgur (100 kg.) kr. 12 kr. 18 Bankabygg — — 20 — 30 Baunir — — 20 — 44 Hrísgrjón — — 20 — 30 Kaffi kg. — 1.80 — 2.25 Kaffibætir — — 0.84 — 2.50 Melís — — 0.46 - - 0.48 Grænsápa — — 0.40 - - 0.80 Steinolía — — 0.18 - - 0.38 Kol (tonn) — 40 - - 34 Lætur þá nærri að verð á þess- um vörum sé nú að jafnaði um 60% hærra en fyrir 40 árum. Þá voru vinnulaun 18—20 aur- ar á klukkustund, en nú kr, 1.25 eða sex til sjöfalt hærri en fyrir 40 árum. Fyrir síðustu aldamót var lítið um það að hús væru leigð út. Þó má finna þess dæmi að lítil her- bergi væru leigð fyrir 40 árum á kr. 4—6 kr. á mánuði. Er nú leigan á svipuðum herbergjum 25 kr. á mánuði eða sem næst fimm- falt hærri. Getur nú hver og einn dregið sínar ályktanir út af framan- greindum tölum. X. X. Ritstjóraskipti verða við »íslending« nú um áramótin. Gunnlaugur Tryggvi Jónsson kveður »kóng og prest«, en við tekur Einar Ásmundsson lögfræðingur frá Hálsi í Fnjóskadal. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.