Dagur - 16.01.1936, Blaðsíða 4

Dagur - 16.01.1936, Blaðsíða 4
12 DAGUR 3. tbl. Aðalf undur Akurcrrardeiliar Kaugfíiags Erfiröinga verður haldinn í Nýja-Bíó, mánudaginn 20. þ. m. kl. 8 síðd. — Dagskrá samkv. samþykktum félags- ins. — Skorað á deildarmenn að sækja fundinn stundvíslega. Deildarstfórnin. Tilbúinn áburður. Kaupfélög, kaupmenn, búnaðarfélög og hrepps- félög, sem ætla að kaupa tilbúinn áburð til notk- unar á komandi vori, eru beðin að senda pant- anir, sem allra fyrst, í síðasta lagi fyrir 15. marz. Verð áburðarins verður mjög svipað því sem það var síðastliðið ár. ¥ Gölturinn skal hafa sína eigin stíu, ef unt er, og er auðvelt að reka hann til gyltanna eftir þörfum, enda séu þær hafðar sem næst honum. Eldri gyltur verða öruggast grísa- fullar 4—6 dögum eftir að grísirnir hafa verið teknir undan þeim. Ef ekki má halda þeim þá, vegna markaðsástæðna eða annars, skulu þær frekar látnar leggja af en fitna, þar til þeirra heppilegi tími kemur. Eftir 9—12 daga frá því gyltunum var haldið, er rétt að sýna þeim göltinn á ný einu sinni á dag, þessa þrjá daga, ef sá sem svínin hirðir, er ekki fær um að sjá galtarþörf þeirra, sem oft er óglögg mjög. Ef þær vilja ekkert með göltinn hafa, þá telja flestir þær orðnar grísafullar. Sumir sýna þeim þó göltinn á 3. tímabili þeirra til ör- yggis. Unggylturnar verða kyn- þroska 4—5 mánaða gamlar, og skal þeim yfirleitt ekki haldið fyrr en þær eru orðnar 9—10 mánaða. 1 einstaka tilfellum er þó óhætt að halda þroskamiklum 8 mán. göml- um gyltum, en aðeins undir fremur litinn gölt. Þegar gyltur vilja taka á móti gelti, láta þær ýms einkenni í Ijós, sem vanur svínaræktarmaður sér strax. Eru einkenni þessi dálítið mismunandi fyrir hinar ýmsu ættir. Yorkshire-gyltur sperra eyrun upp og saman (leggja kollhúfur). Land- svínsgyltur eru stundum órólegar, stundum standa þær afsíðis og hengja haus, éta ekki o. s. frv. En öruggasfa einkennið er, að ytri kynfæri þeirra roðna og þrútna. Ef svínahúsið er slæmt, er oft næstum ómögulegt að halda ung- grísum lifandi dimmustu og köld- ustu mánuði vetrarins, nema hitað sé upp. Og jafnvel þó húsin séu góð, er oft mestu örðugleikum bundið að fá grísina til að þrífast og vaxa. í líkama grísa, sem stöð- ugt skjálfa af kulda og hráslaga, er næstum um engin — eða mjög ó- nóg — efnaskipti að ræða. Þelr hljóta þar að dragast upp og drep- ast, nema úr sé bætt i tæka tíð. »Hitinn er á við hálfa gjöf«, sögðu þeir gömlu, og er talsvert til í þvf. En að hitinn má ekki vera á kostn- að loftræslu hljóta allir að geta skilið, sem einhverntima hafa kom- ið í svona hús, tilbyrgt að mestu, á köldum vetrardegi! Ef ekki er hægt, vegna t. d. fá- tæktar, að hita upp slæm hús að vetrarlagi, er ekki til neins að láta grísi fæðast að vetri til, og verður þá að haga tilhleypingunni þar eft- ir. Einstaka bændur gætu þó kann- ske holað einni gyltu niður í kúa- fjósi sinu, og þar er afbragðs pláss fyrir nýgotna grísi — ef sæmilegt loft er í fjósinu á annað borð. Meðgöngutími gyltu er talinn 16 /2 vika, og getur sú gylta gotið 2svar á ári, sem liggur tvo mánuði á grísum, og er haldið þegar hún er laus við þá. (Frh.). Tvö orö höfðu fallið niður f prentun í þakkarávarpi fjölskyldu Eggerts Guð- mundssonar í síðasta blaði. Þess vegna birtist ávarpið leiðrétt í þessu tölu- blaði. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Árni Krisijánsson. (Framh. af 1. síðu). unga listamenn, sem með stuttu milli- bili hafa gengið hér um garð, og eru svo vel búnir að tækni, að þeir virðast nokkurnveginn geta þjónað sinni lund, og hafa þar með öðlazt skilyrði til ó- endanlegs þroska. Þessir menn eru Ste- fán Guðmundsson söngvari, sem hingað kom í sumar og Árni Kristjánsson píanóleikari. Eftir að hafa hlustað á píanó-konsert hans í gærkvöldi, getur mér ekki blandazt hugur um, að þar fer maður með listamannssál og lista- manns tækni. Og virðist mér hvort- tveggja hafa þroskazt að mim síðan ég hlýddi á hann fyrir 114 ári síðan. Túlkunin tilþrifa- og tilfinningaríkari, tónninn fegurri og fylli-i, samræmi milli undirleiks og áberandi sólóparta betrl og leikurinn yfirleitt allur frjálsari og litauðugri. Sem sagt: Hann spilar eins og »sá sem vald hefir, en ekki eins og hinir skriftlærðuc. Annars sé það fjarri mér að liða frekar í sundur hin ýmsu viðfangsefni. Eg get það ekki. Til að geta slíkt af nokkurri sanngimi eða viti, útheimtist fyrst og fremst, að maður kunni hér um bil utanbókar það, sem verið er að túlka. Að maður vitl full skil á hljóðfærinu, sem leikið er á, að maður þekki út í æsar hljómburð hússins .o. m. fl. Eg heyrði t. d. þarna í fyrsta sinni THéma med Variationer eftir Garl Nielsen, og sumum hiima viðfangsefnanna er ég lítt kunnur. En enda þótt að ofangreind skilyrði væru fyrir hendi, mundi ég samt telja öld- ungis óþarft að fara út í slíka gagn- rýni af mörgum ástæðum, sem ég hirði ekki um að telja hér fram. 1 þessum sökum fer bezt á því, að hver hafi sitt að kæra eða þakka og lofa eftir því sem innræti og þroski vísa til. Yfir- leitt á fólk að sækja konserta eingöngu til að hlusta á það, sem fram fer með sama hugarfari og það nýtur fagurs útsýnis í góðu veðri, þá nýtur það fyllilega áhrifanna af því, sem þar er haft um hönd. En lifi það þar í ein- hverri hálfpartinn eftirvæntingu um 1- myndaðan eða virkilegan músíkalskan skandala, útilokar það sig frá öllum á- hrifum, hversu áhrifamikil list sem kann að vera á boðstólum. Það er einungis Árna vegna, en ekki af þvi að það skipti nokkurp annan, að ég get gjaman látið þá firru í ljósi, að mér þykir tækni hans samsvara lak- ast skapinu á mjög sterkum pörtum. Ekki það að kraftinn skorti, heldur sé hann blandinn meiri ærslum og háværu en vera ber, samanborið við þá STÖR- tækni listamannsins, sem lýsti sór yfir- leitt gegnum allan konsertinn. Þá þótti mér hann helzt til yfirdrífa suma »ad) libitum« (»eftir geðþótta«), »tengi frasa«, en það er aðeins smekksatriði. Að lokum vil ég svo árétta það, sem ég hef þ'egar tekið fram, að ég álít konsert þennan æskilegan stórviðburð í músíklífi þjóðarinnar. Að hér sé risinn upp listamaður, sem þegar hefir náð miklum þroska í list sinni og hefir öll skilyrði til áframhaldandi fullkomnun- ar. Maður sem ekki gerir sig ánægðan með neitt minna en að VERA. Og af slíkum, er einkis annars en góös að vssnta. Þökk fyrir komuna, Ami. Komdu oft, og splli^u oft, þá kannske me6 tíman- IL SÖLU tveir hey- og grjótsleðar. Hallgrimuc fárnsmlður. Móbrún hryssa. ómörkuð, er í óskilum á Dvergastöðum í Hrafnagils- hreppi. Jöfðii 11(1110 í Grýtubakkahreppi fæst keypt á næstu fardögum. Semja ber við undirritaðan Þorst. Signrbförnsson. Jörðin §elland í Fnjóskadal fæst hvort sem óskað er til kaups cða ábúðar. Jörðin er ein bezta útbeitarjörð dalsins og tún ágætt. Sérstaklega góð kjör ef samið er strax við undirritaðan. Þórustöðum 10. jan. 1936. Helgi Eiríksson. um hættum við að gefa þér færi á að spila fyrir auðum stólum. Akureyri 15. jan. 1936. Björgvin Gnömundsson. • Skákfélag Hrafnagilshrepps heldur samkomu í þinghúsi hreppsins laugar- Vil leigja jðrð frá næstu fardögum helst til 10 ára, og ef til vill bústofn með. Ræktunar skilyrði séu góð og gott að koma mjólk til Akur- eyrar. Uppl. hjá Á. Jóh. Kea. J ö r ð í n Gautsstaðir í Svalbarðsstrandarhreppi er til kaups á næstu íardög- um. Upplýsingar hjá Á. Jóh. Kea, og undirrituðum eiganda jarðarinnar. Asgeftr Stetánsson. til sölu á góðum stað á Oddeyri, Upplýsingar gefur Þorgrímur Þorsteinsson. Fjólugötu 3. daginn 18. þ. m. Samkoman hefst kl. 9 síðdegis. Til skemmtunar verður er- indí, upplestur og dans, FfentsmiÖjg Odds Björnssongr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.