Dagur - 16.01.1936, Blaðsíða 1

Dagur - 16.01.1936, Blaðsíða 1
4 D AGUR íemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanus- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIV. ár. ^ Afgreiðslan •r hjá JÓNI Þ. ÞOR. Norðurgötu3. Talsími 112- Uppsögn, bundin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 16. janúar 1936. 3. tbl. Bréf Matthíasar Jochumssonar. »Menningarsjóður« hefir unnið þarft verk með því að gefa út bréf Matthíasar á aldarafmæli skáldsins. Bókin er ekkert snrásmíði. Bréfin sjálf ná yfir fullar 760 blaðsíður auk nafnaregisturs, sem er um 40 blaðsíður. Þau eru rituð á 60 ára tímabili, frá 1860—1920. Flest eru bréfin til þriggja vina skáidsins, Steingríms skálds Thorsteinsson, síra Jóns Bjarnasonar og síra Valdemars Briem; taka þau yflr nær helming bréfanna, en alls eru bréfin 365 og eru rituð til 47 vina og vandamanna. Eins og nærri má geta, kennir margra og misjafnra grasa í bréf- um þessum. Auk þess sem bréfa- safnið hefir að geyma marga vel sagða og skemmtilega þætti úr æfi- sögu skáldsins, eru þar ógrynnin öll af margvíslegum hugmyndum um lífið og tilveruna, stjórnmál og at- vinnuvegi, basl og bágindi, bjartar voqir og sigurgleði og allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Mikið af efninu er góðlátlegt rabb, blandað kímni og fyndni og á stundum kerskni og háði um menn og mál- efni, en að baki alls þessa er þó aldrei illur hugur eða hatur, heldur gott hjarta og sískiptilegur geðblær. Mitt í harmatölum yfir raunum mannlífsins, syndum þess og sorg- um, skýtur upp góðlátlegum gam- anyrðum, svo að viðkvæmur lesandi brosir í gegnum tárin. Rúmu ári áður en síra Matthías andaðist, kvartar hann í bréfi til síra Valdemars Briem um »bruna- þurrk í munni og kverkum, sem ekkert getur bætt«. Gerir þá ráð fyrir að dauðínn sé i aðsigi. Rétt á eftir segir svo í sama bréfi: »Fréttir þú, að ég hafi haldið glætu fram í andlátið, þá mundu að hafa eina eða tvær rúsinur í grautn- um, þegar þú erfir mig!« Létta lund hefir sá maður, sem á níræðisaldri getur mitt í líkams- þjáningum varpað fram svona gam- anyrðum. í sama bréfi segir skáldið: »Þeg- ar ég á andvökustundum er að reyna að gera reikningsskap ráðs- mennsku minnar, verður niðurstað- an sí og æ þetta Davíðs andvarp: »Minni er ég, Drottinn, þinni misk- unn og trúfesti«, — já, slfelFdri, undarlegri varðveizlu og hand- leiðslu alla þessa umliðnu æfi«..... »Ég trúi á alræðisvald hátt yfir villumyrkri þessa hnattar, sem er kominn miklu skemmra á veg, en menn ætluðu«. Þessi undirstraumur heitrar trú- ar, þrátt fyrir megnt hugarstríð og efagirni, kemur hvarvetna í ljós í bréfum síra Matthíasar engu síður en í kvæðum hans. Á ókomnum tímum mun fjöldi manna lesa þessi bréf síra Matthí- asar sér til fróðleiks, ánægju og ¥etrarntgerð Fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi lá tilboð frá fjórum útgerðarmönn- um hér í bæ um að gera út skip sín i vetur á fiskiveiðar við Faxaflóa og sjá um að afli skipanna eða til- svarandi mikið af fiski kænú hingað til bæjarins til verkunar, gegn því að bærinn styrkti útgerð hvers skips með 5 þús. kr., eða alls 4 skip með 20 þús. kr. Ennfremur buðust þeir til að taka á skipin um 50 manns héðan úr bænum og greiða þeim 200 kr. í kaup á mánuði og frítt fæði. Útgerð skipanna átti að standa yfir í 3/2 til 4 mánuði. Otgerðarmenn þeir, er tilboðið gerðu, eru Hreinn Pálsson, Jón Guðmundsson, Helgi Pálsson og Hjörtur Lárusson. Tilb'oð þetta mun fram komið að tilhlutan fjárhagsnefndar, og lagði sú nefnd til, að bæjarstjórnin heim- ilaði henni að ábyrgjast greiðslu á % af reksturshalla á útgerð þessara skipa á komandi vertíð, allt að 5 þús. kr. fyrir hvert, gegn því að skipin séu gerð út að minnsta kosti 3i/2 mánuð, allir hásetar á þeim séu búsettir á Akureyri, og hafi fjár- hagsnefnd íhlutunarrétt um hverjir séu ráðnir á skipin og að verkað verði hér á Akureyri á næsta sumri álíka mikið af fiski og skipin veiða. Bæjarstjórn samþykkti þessar til- lögur fjárhagsnefndar í aðalatrið- um. Kaup og fæði 50 sjómanna með þeim kjörum, sem hér er gert ráð fyrir, mundi nema yfir 40 þús. kr. í 3 /2 mánuð. Gera má auk þess ráð fyrir, ef skipin öfluðu sæmilega, að verkunarlaun aflans og önnur vinna í landi mundi nema allt að tvöfaldri þeirri upphæð. Má því búast við, ef Það tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að ekkjan Þóra Odds- dóttir lézt að heimili sínu, Myrká i Hörgárdal, þann 8. þ. m., 89 ára að aldri. Aðstandendur. dægrastyttingar. Eins og áður er sagt, eru bréfin jafnmörg og dag- arnir í árinu. Góð regla mundi það vera að lesa aðeins eitt bréf á dag og treina sér þannig bókina yfir ár- ið. Þannig mun maður njóta bréf- anna bezt. M Ákureyri. af útgerð þessari verður, að hún hafi í för með sér 120 þús. kr. at- vinnuaukningu fyrir bæjarbúa. En þrátt fyrir þetta er fullyrt, að kommúnistasprautur bæjarins geri allt, er þær geta, til þess að spilla fyrir því, að þessi stórfellda at- vinnuaukning komist í framkvæmd. Er það að vísu í samræmi við aðr- ar skemmdatilraunir þeirra. f Arni Kristjánsson. Fátt ætti að vera okkur íslendingum meira gleðiefni en þegar fram koma meðal okkar listamenn, þeir er full- veðja megi telja-st á heimsvísu mælt. Og það er jafnvel ástæða til að fagna sérstaklega slíkum mönnum, sem koma fram á tónlistasviðinu, því hún er sú listanna sem yngst er í landinu, og' sambúð okkar við hana hefir verið of stopul og ófullnægjandi til að skapa skilyrði fyrir uppvexti sannra lista- manna, Það fer því mjög að vonum, að fram til þessa hafi listamenn okkar skort eitt og annað af meg'in skilyrðum listamennskunnar, þar sem haldast verða í hendur menning’, tækni og sál, enda hefir svo verið og er enn. Einn skortir þetta, annan hitt, og suma allt nema viðleitnina, En allt um það hefir tónlistarþróun okkar gengið svo hröðum skrefum, að þjóðin hefir ástæðu til að líta björtum augum á framtíðina hvað það snertir, fái hennar uppvaxandi tón- listamenn að njóta sín fyrir orðagjálfri afglapanna, sem ekkert geta en allt vita. Mér er sönn ánægja að vitna tim tvo (Fratnh. á 4. síðu). NÝJA-BÍÓ WM Fimmtudaginn 16. þ. m. Ný mynd * » Hvervaraö tala um okkur? Forsætisráðherra flutti ávarp í út- varpið síðasta nýársdag. Talaði hann um umbóta- og uppbyggingar- starf lýðræðisflokkanna og minntist á að slíkt starf þyrfti að vernda með löggjöf gegn lygurum og róg- berum. Út af þessum ummælum hrukku kommúnistar og nazistar hastarlega við og hrópuðu hvorir í kapp við aðra: Hvað er verið að tala um okk- ur? Hver var að tala um okkur? Italski Iterion í klípu. Við og við berast fregnir um ó- sigra og undanhard ítalska hersins í Abessiníu. Eftir þeim fregnum að dæma eru ítalir komnir í vonda klípu á vígstöðvunum. Auka óvenju miklar rigningar á þessum tíma árs á erfiðleika þeirra, því þær torvelda undanhaldið mjög. Líta sumir svo á, að ítalir séu þegar búnir að tapa stríðinu í Austur-Afríku og telja, að Mussolini sé nú fúsari til sátta en áður, en sumar fregnirnar bera það þó til baka. Samhliða fregnun- um um ósigra ítala berast aðrar fregnir um flugárásir þeirra á hjúkrunarvagna og hjúkrunarlið, sem talið er til óheyrilegra grimmd- ar- og níðingsverka. Kirhjan. Messað á Akureyri kl. 2 e.h. n. k. sunnudag. Nýr hafnarrvörbur. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi var Benedikt Steingríms- syni skipstjóra veitt hafnarvarðarstað- an með 5 atkvæðum. Aðalsteinn Magn- ússon fékk 4 atkv. og Olgeir Júlíusson 2 atkv. Togwri frá Grimsby strandaöi 12. þ. m. á skeri í Reykjarfirði, Strandasýslu, Tókst öðru varðskipinu að ná togaran- um út af skerinu í fyrrakvöld, litið skemmdum, og er hann nú kominn af stað áléiðis til Englands,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.