Dagur - 20.02.1936, Blaðsíða 4

Dagur - 20.02.1936, Blaðsíða 4
32 DAGUR 8. tbl. Bolludagurinn er mánudaginn 24. þ. m. Reynslan hefir sýnt það, að beztu bollurnar fáið þið í brauðgerð K. E. A., þess vegna kaupa allir bollur þar á þessum Bolludegi. — Við munum, eftir því sem unnt er, hafa til allan daginn eftirtaldar tegundir: 1. Rúsínubollur á 9 2. Crembollur » 9 3. do. fylltar » 10 4. Succatbollur » 9 5. Berlínarbollur » 9 6. Parísarbollur » 9 7. Rjómabollur » 15 8. Punschbollur » 20 • 9. Briorsbollur » 9 10. Schokoladebollur » 9 11. Eplabollur » 10 12. Nougatbollur » 9 13. Rommbollur » 15 14. Möndlubollur » 9 14. Ávaxtabollur » 10 Á BOLLUDAGINN verða brauðbúðir okkar opnaðar kl. 7 f. h. Eftir pöntun verða bollurnar sendar heim til kaupenda kl. 8 að morgni, kl. 3 e. h. og kl. 6 e. h. Kaupfél. Eyfirðinga. koma af stað öflugra og víðtækara samstarfi. Var því vel tekið af flest- uin fundarmönnum, err. einn starfs- bræðra minna benti á, að vænlegra til árangurs og vinsælla myndi reynast að leita eftir samvinnu við skólastjórann án íhlutana skólaráðs. Féllst ég á það og tók tillöguna aft- ur að því fílskildu, að vér prestar héraðsins hefðuin saintök um að hrinda þessari fyrirlestrastarfsemi af stað. Var það fastmælum bundið. Bjóst eg ekki við öðru en því yrði vel tekið og þakksamlega þegið. Taldi eg mér skylt, enda í samráði við prófast, að hafa forgöngu um málið, bæði fyrir það, að eg hafði fyrstur hreyft því og svo vegna þess að eg hafði bezta aðstöðu til að semja um mállð sem sóknarprestur skólans. Hreyfði eg því við skóla- 'stjóra. Svar hans var ekki afsvar, en undirtektir samt svo dræmar, að eg þóttist skilja, að honum væri fyr- ir skólans hönd engin sérstök þökk á slíkri starfsemi. Þá kvaðst hann og hafa verið að hugsa um að biðja ákveðinn prest að messa í skólan- um annan en mig. Taldi eg ekkert athugavert við það, enda mjög æski- legt, þó að það kæmi hinsvegar ekkert þessu máli við, þar sem um var að ræða samtök presta héraðs- ins um samvinnu við skólann. Veit eg svo ekki meira um það, hvort þessi prestur var beðinn að messa Grasbýii nálægt Akureyri óskast til leigu. Uppl. hjá * Arna Jóhannssyni, Kea. eða ekki, eða um ástæðu tiaits fyrir neitun sinni, hafi svo verið sem þér segið. Er þar skemmst af að segja, að mér þótti fyrir prestanna hönd ekki fært að knýja þessa fyrirhug- uðu samvinnu frarn, þar sem hún virtist miður velkomin og minnsta kosti talið vel hægt að komast af án hennar. Má hver leggja á þann dóin, er hann vill. En í till. minni upphaf- lega hafði eg ekki gengið út frá því, að það væri endilega prestar einir, sem fengi aðflytja kristileg erindi við skólann, heldur hver sá, er teldist hæfur og til þess væri fús. Hefi eg aldrei, hvorki þá né síðar, eignað prestum nokkurt einkaleyfi á krist- indómi, enda þótt þér, Páll H. Jóns- son, staglist á því hvað eftir annað í bréfi yðar, að kristindómur sé ekki fyrst og fremst prestar og prédikan- ir eða bundinn við hökul og hempu, rétt eins og þér haldið að eg viti ekki svo einfaldan hlut. En það hef- ir verið sagt um suma menn, að þeir viti bezt það, sem allir aðrir vita, og sannast það bezt hér. Þorgrímur Sigurösson. (Framh.). Til sölu 2 húseignir í bænum og eitt grasbýli í bæjarlandinu. Björn Halldórsson, lögfræðingur. Hafnarstræti 90. Sími 312. Atvinna. Kona, sem getur tekið að sér að veita forstöðu saumastofu fyrir Akureyrarbæ, og jafnframt að vera ráðunautur framfærslunefndar við kaup á fatnaði handa þurfalingum, getur fengið atvinnu. — Umsóknir með kaupkröfum sendist skrifstofu bæjarstjóra, fyrir 1. Mars, og gefur hún nánari upplýsingar starfinu viðkomandi, ef óskað er, Bæjarstjórinn á Akureyri, 18. Febr. 1936. Steinn Steinsen, Hinn nýi algildi áburður: 14 prc. köfnunarefni 14 — fosfórsýra 18 — kali og 8—10 — kalk. Helmingur köfnunarefnisins er hraðvirkt saltpéturs-köfnunarefni og helmingurinn ammoníak. Öruggur við alla rœktun. Áburðarsala rlkisins. Vesilirðingainót verður haldið í marz- mánuði n. k. ef næg þátttaka fæst. — Vænt- anlegir þátttakendur skrifi nöfn sín á lista, er liggur frammi í Verzl- unin Esja og hjá Sig- fúsi Elíassyni, rakara. S.I. Iiaust yar mér und- irrituðum dregin svört ær, sem eg ekki á, með eyrnamarki minu: stúfrifað gagnbitað h., hamar- skorið v. Réttur eigandi geíi sig fram, semji við mig um markið og borgi áfallinn kostnað. Syðri Reistará 13. febrúar 1936. Porl.A. Hallgdmsson. ÁrsfagnaSwr Bílstjórafélags Akureyr- ar verður haldinn í Skjaldborg n. k. laugardag, og hefst kl. 9 e. h. með sameiginlegu borðhaldi. Húseignin, Brekkugata 35, til sölu. Laus til ibúðar 14. maí næstk. Góðir borgunarskilmálar. Benedikt Benediktsson. I ungar vorbærar kyr til sölu á næsta vori. Upplýsingar gefur Elías Tómasson, frá Hrauni. Hefbergi til leigu í nýju húsi á bezta stað í bænum. Upplýsingar hjá Arna Jóhannssyni, Kea. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds BjÖrftssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.