Dagur - 20.02.1936, Blaðsíða 1

Dagur - 20.02.1936, Blaðsíða 1
D AGUR * iemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Ámi Jóhanna- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112 Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVIV . ár. ^ Akureyri 20. febrúar 1936. 8. tbl. NÝJA-BÍÓ -<| Föstudags-, laugardags, og sunnudagskvöld kl. 9: Krossfararnir. Heimsfræg talmynd sögulegs etnis eftir Cecil B. de Mille um krossferð Ríkarðs Ljónshjarta til Landsins helga. —’ Aðalhlutverkin leika af framúrskarandi snild: LORETTA YOUNG og HENRY WILCOXON, sem allir muna eftir, er sáu myndina >Cleopatrð«. Ennfremur leika: Katharine de Mille og Joseph Schildkraut, en auk þeirra aðstoðuðu ura 6000 manns við töku myndarinnar. 15. Febrúar er nú liðinn. En margir eftir að endurnýja enn. Pví lengur sem þér dragið að vitja miða yðar er meiri hætta á að þeir verði seldir öðrum. — Nýir miðar verða seldir til 8. Marz. Bókav. Porst. Thorlacius. Jarðarför Jóns Jóhannessonar frá Skjaldarvik, er ákveðin mánu- daginn 24. þ. m., og hefst með húskveðju á heimili hins látna, Hafnarstræti 77, kl. 11 f. h. — Að endaðri húskveðju verður líkið flutt sjóveg að Glæsibæ og jarðsungið þar sama dag. Kransar afbeðnir. Aðstandendurnir. Alþingf. var sett á laugardaginn var. Forset- ar eru hinir sömu og á síðasta þingi. Ásgeir Ásgeirsson er kominn heim úr Ameríkuför sinni, og munu því allir þingmenn sitja á þessu þingi. í gær var frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1937 til 1. umræðu, og var umræðunum útvarpað. Fyrst talaði Eysteinn Jónsson fjármála- ráðherra fulla klukkustund og skýrði einkum frá afkomunni á síð- asta ári, svo og fjárlagafrumv. í stórum dráttum. Að lokinni ræðu hans tóku til máls stjórnarandstæð- ingarnir Magnús Guðmundsson, Hannes Jónsson og Þorst. Briem. Stóðu ræður þeirra yfir eina kl.st. Báru ræður þeirra það ineð sér, að þeim var öllum orðið brátt. Fjár- málaráðherra hafði aðeins stundar- fjórðung yfir að ráða til andsvara, en sá tími nægði honum til að sýna fram á blekkingar og óheiðarleik- inn í ræðum andstæðinganna, t. d. er M. G. taldi rekstursafgang árs- ins 1935 með útgjöldum ársins og annað eftir því. Að lokinni umræðunni var málinu frestað og því vísað til fjárveitinga- nefndar. Kantötukcr fltep, undir stjórn Björgvins Guðmunds- sonar, söng í Nýja Bíó sl. þriðju- dagskvöld við góða aðsókn og á- gætar viðtökur eins og kórinn átti skilið, því söngurinn var mjög á- nægjulegur og flokknum og söng- stjóranum til sóma. Viðfangsefnin voru margbreytileg og hugðnæm. Við hljóðfærin voru Fanney Guð- íiiundsdóttir, Lovísa Frímannsdóttir og Sveinn Bjarman og léku þau fyrst forspil úr »Friður á jörðu« og að lokum var sunginn fjórði þáttur þess tónverks, en þar á milli ýms góðkunn lög, ýmist kórsöngur, ein- söngur eða »dúet«. Einna mesta hrifningu vakti »íslands iag« eftir Björgvin Guðmundsson, þar sein Hreinn Pálsson söng einsönginn, svo og »í rökkursölum« eftir Möh- ring, með einsöng Helgu Jónsdóttur. Scumkoma verður haldin í Zíon á laugardagskveldið kl. 8 % (en ekki á fimmtudag, eins og áður var auglýst í »Alþýðumanninum«). Helgi Valtýsson flytur erindi. — Söngur. — Kaffi, — Nánar gluggaauglýaingar. KIRKJAN: Messað n. k. sunnudag í Glerárþorpi kl. 12 f. h. og á Akureyri kl. 2 e. h. Hjáljyræðisherinn. Vakningavika. Sam- komur fyrir börn og æskulýð alla daga vikunnar kl. 6 og 8%. Sunnud. Bæn kl. 10%. Sunnudagaskóli kl. 2. Guðsþjón- usta kl. 8%. Umræðuefni: Hverjar eru hinar tvær básúnur? Strengjasveitin aðstoðar. □ Rún 50362258 - Kantötukór Altwreyrar endurtekur söngskemmtun sína í Nýja Bíó í kvöld ki. 9. Aðgöngumiðar seldir í Nýja Bíó frá kl. 3—6 í dag og við innganginn og kosta aðeins 1 krónu. Leikfélag Akureyrar hefir 2 fyrstu sýningar á gamanleiknum »Fyrsta fiðla«, eftir Gustav Wied, í Samkomu- húsi bæjarins næstkomandi laugardags- og sunnudagskvöld. Hefir blaðið verið beðið að geta þess, að pantaðir að- göngumiðar verði að sækjast í Sam- komuhúsið fyrir kl. 4 e. h. leikdaginn, ella verði þeir öðrum seldir. Pöntunum veitir móttöku Agnar Magnússon, í síma 49. Snorri Sigfússon skólastjóri fór til Reykjavíkur með »lslandi« og dvelur þar eitthvað fram í næsta mánuð. För þessa fór hann eftir ósk fræðslumála- stjóra, til þess að starfa að undirbún- ingi löggjafar um breytingu á fræðslu- lögunum. Dansleik heldur Rauóakross-deildin í Samkomuliúsinu næstk. miðvikudag (öskudaginn). Verða þar að starfi beztu músíkkraftar. Einnig fer fram uppboð á dýrindis öskupokum. »Samvinnan«, 1. hefti 1936 er nýkom- in. Efni sem hér segir: Janúar 1936, eftir J. J. Sigurður Bjarklind, e. Karl Kristjánsson. Kveðja til Huldu, kvæði e. Sigurð Jónsson frá Arnarvatni. Bæk- ur e. Huldu (þ. e. sem hún hefir skrif- að). Þættir úr listasögu, e. J. J. Kaup- félag Borgfirðinga, e. J. J. Samvinnu- starfið innanlands, e. Guðlaug Rósin- Kranz. Sala landbúnaðarafurðanna e. sama. Heimilið — Kvenfólkið •— BÖrn- in. — (Enginn er spámaður í sínu föð- urlandi), e. Auði Jónasdóttur. Bækur. Atvinnulífið 1935, e. Guðlaug Rósin- kranz. — Fjöldi mynda eru i ritinu. Nýkominn »Boðberi«, blað Kaupfé- lags Þingeyinga, Húsavík, birtir á for- síðu mynd af Benedikt Jónssyni frá Auðnum. Sama blað flutti einnig langa grein um Benedikt, eftir Karl Krist- jánsson frá Eyvík. Mýlátlnn er Jón Jóhannesson frá Skjaldarvík, faðir Stefáns klæðskera hér i br, JðíðÍII Uppsalir í Öngulstaðahreppi fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum. — Semja ber við Úiibú Búnaðarbankans, Akureyri. Kvenfélagið »Voröld« efnir til sam- komu é Munkaþverá þriðjudaginn 25. febr. n. k., til ágóða fyrir kvennaskóla- sjóðinn. Til skemmtunar verður: Ræða, sr. Benjamín Kristjánsson. Upplestur, Pétur T. Oddsson stud. theoþ Einnig bögglauppboð og dans á eftir. Hefst kl. 8% e. h. Styðjið gott málefni og fjöl- mennið. Langardaginn 22. þ. m. hefir Kristniboðsfélag kvenna samkomu í Z I 0 N. — Erindi: Helgi Valtýsson, kennari. Einsöngur: Kristján Sæ- mundsson, prentari. KAFFI. Aðgangur 1 króna (kaffi innifalið). Ágóðinn rennur í hússjóð. Akur- eyringarl Pið hafið oft sýnt, að þið skiljið starf félagsins. Sýnið það enn, með því að koma í Z i o n á laugardaginn. Ykkur mun ekki iðra þess. Norðauslan hriðarveður ð degi hverjum hér norðanlnndt,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.